Morgunblaðið - 08.04.2007, Page 21

Morgunblaðið - 08.04.2007, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 21 F yrir fáum vikum var ég staddur við jarðarför. Ekki svo að skilja að það sé fréttnæmt í sjálfu sér enda athöfnin sjálf ekki frábrugðin öðrum slíkum. Það sem vakti athygli mína var myndbandsvél á þrífæti sem stóð á kirkjuloftinu og var stillt á upptöku. Nú er ég eins og aðrir nútímamenn orðinn löngu ónæmur fyrir sífelldum leifturljósum við skírnir, giftingar, brúðkaup, afmælisveislur, fjöl- skylduboð, tónleika og bókstaflega allar þær athafnir þar sem fleiri en einn koma saman. Það treðst hver um annan þveran við fermingar til að varðveita hvert einasta augnablik, fólk mundar farsíma sína og tekur upp umferðaróhöpp, skrásetur und- arlegt fólk eða hvað eina sem fyrir augun ber. Við erum hvergi óhult fyr- ir augum myndavéla og þar sem einkaframtakinu sleppir tekur vor stærsti bróðir við með kerfi eftirlits- myndavéla sinna. Ég get vel skilið þörfina sem rekur menn til þess að festa á filmu eða í pixla dýrmætar stundir í lífi sínu. Hver og einn á eflaust í fórum sínum nokkrar ljósmyndir sem honum þykja dýrmætari en flest annað. Litla barnið verður stórt, brúðhjónin skilja, níræðisafmælið verður ekki endurtekið og það má vel ímynda sér fjölskylduna þjappa sér saman við ar- ineld sjónvarpsskjásins og endurlifa fágætar hamingjustundir í nostalg- ískum samruna. Reyndar held ég að ofgnótt efnis af þessu tagi sé að verða til vandræða á mörgum heimilum. Það nennir eng- inn óbrjálaður maður að horfa á margar klukkustundir af barna- afmælum með árs millibili eða hlusta á fölsku söngkonuna úr brúðkaupi Dadda frænda í sjöþúsundasta sinn. Fermingarvídeóin eru áreiðanlega aldrei skoðuð því það var alveg nógu leiðinlegt að láta ferma sig þótt fólk sé ekki pínt með því að horfa á það aftur og aftur. Hér hefur ekkert verið drepið á upptökur af nemenda- tónleikum og danssýningum sem ég get ekki ímyndað mér hvað fólk gerir við. En er: „Jarðarför afa – the movie“ ekki aðeins of langt gengið? Með fullri virðingu fyrir þeim sem hlut eiga að máli þá get ég varla ímyndað mér að myndband frá jarð- arför afa sé oft leikið í heild að fjöl- skyldunni viðstaddri. Jarðarför er endastöð, lokapunktur aftast í bók- inni og svo lifir afi í minningunni og ef til vill á fáeinum ljósmyndum. Getur verið að fólk sé hætt að treysta því að einfaldlega upplifa stundina og láta minnið um að velja úr það sem eftirminnilegt er heldur reiði sig á milljónir pixla og stafrænt dót? Gleymum við afa ef við skoðum ekki myndbandið úr jarðarförinni hans árlega? Ég var 10 ára þegar amma mín dó og var jörðuð. Ég man eftir stein- runnum andlitum og svartklæddu fólki og man að það var frekar kalt. Þótt einhver sýndi mér ítarlega kvik- mynd af þeirri fábrotnu athöfn myndi það engu bæta við þær minningar sem ég á um ömmu og munu fylgja mér meðan ég sjálfur lifi. Amma var nefnilega dásamleg manneskja sem var mér afskaplega góð eins og ömm- ur eiga að vera. Hún kenndi mér bænir og borgaði mér súkkulaði fyrir að lesa fyrir systur mínar. Ég mun aldrei gleyma ömmu en ég hef ekki séð nema eina eða tvær myndir af henni um dagana og ekkert vídeó. Kannski erum við búin að gleyma því að við fæðumst öll með harðan disk í höfðinu og þar er allt skráð sem við kærum okkur um. Þótt við fegin vildum getum við engu hent af þeim diski. Kerfið sem er notað til að velja og hafna inn í hinar rammgerðu hirslur minnisins er undarlegt og ill- skiljanlegt en það er okkur sjálfum fyrir bestu. Þannig hefur mannkynið frá upp- hafi varðveitt minningar sínar og þekkingu og í besta falli skrifað niður það helsta eða notað það sem efnivið í ódauðlegan skáldskap og ljóð. Ég held að við ættum að hafa þetta svona áfram. Slökkvum á myndavél- inni og segulbandinu og opnum frek- ar augun og eyrun og tökum eftir því sem gerist í kringum okkur. Við meg- um ekki vera svo upptekin af því að ná mynd af lífinu að við gleymum að njóta þess. Mundu mig HUGSAÐ UPPHÁTT Páll Ásgeir Ásgeirsson S. 444 5050www.vox.is VOX Restaurant Opi› flri.-lau. 18.30 - 22.30 VOX Bistro Opi› alla vikuna 11.30 - 22.30 Nordica hotel Su›urlandsbraut 2 vox@vox.is VOX Bistro er me› n‡jan matse›il flar sem bo›i› er upp á miki› úrval af ferskum og spennandi réttum. Lög› er áhersla á afslappa› andrúmsloft, flægilega fljónustu og gott ver›. VOX Restaurant er fullkominn veitingasta›ur fyrir flá sem unna gó›um mat, fínu víni og fágu›u umhverfi. Í bo›i er a la carte matse›ill flar sem sérhver réttur er einstök upplifun. Njóttu fless a› gæ›a flér á gómsætum mat á VOX Bistro e›a VOX Restaurant, Nordica hotel. fyrir sanna sælkera NÝR OG SPENNANDI BISTRO-SEÐILL Sesarsalat 810 kr. / 1.270 kr. Romaine salat, kjúklingur, brauðkruður, parmesanostur Andalæri 1.250 kr. Sultað með appelsínugljáa, klettasalat Norrænn tapas 1.650 kr. Rækjur, birkireyktur lax, síld, kavíar, rúgbrauð Nautalundir 2.900 kr. Bernaise, franskar, romaine salat Hlýri 1.850 kr. Bygg, rauðvínssósa, rótargrænmeti Nordica club 1.750 kr. Kjúklingur, beikon, franskar LÉTTIR RÉTTIR AÐALRÉTTIR DÆMI AF BISTRO-SEÐLI: E N N E M M / S ÍA / N M 2 6 7 2 4 ‘07 70ÁR Á FLUGI W W W. I C E L A N DA I R . I S 23.–30. JÚNÍ OG 1.–5. SEPTEMBER VERÐ FRÁ 92.900 KR. Á MANN Í TVÍBÝLI Freistandi lista- og menningarferðir til Barcelona með íslenskum fararstjóra, Karli Jóhannssyni. Hann leiðir fólk um alla króka og kima borgarinnar, kannar elstu borgarhverfin og frægustu byggingarnar, heimsækir helstu söfn í borginni og fer með hópinn á spennandi veitingastaði. + Nánari upplýsingar á www.icelandair.is/serferdir Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting m/morgunverði á Hotel H10 Universitat ****, íslensk fararstjórn, skoðunarferðir og rútuferðir til og frá flugvelli erlendis. SPENNANDI SÉRFERÐIR MEÐ ICELANDAIR LIST OG MENNING Í BARCELONA ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 69 28 0 4 /0 7 ókeypis smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.