Morgunblaðið - 08.04.2007, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 29
irgefa húsakynni sín í tiltekinn tíma
eftir hina nýju upphefð).
Kvöldið eftir sótti Rodrigue mig á
þeim tíma sem við höfðum sammælst
um og við gengum um fimm mínútna
leið að heimili æðstaprestsins. Há-
tíðahöld voru þegar hafin, með söng,
dansi og gleði. Nokkur hundruð
manns voru á staðnum og fylgdust
með hópi karla og kvenna, klæddum í
strápils með gulmáluð andlit, bringu
og brjóst. Þau dönsuðu í hringi við
taktfastan trumbuslátt.
Öðru hvoru sýndist mér ein-
hverjum í hópi áhorfenda liggja við
yfirliði. Nærstaddir gestir létu þá til
sín taka, studdu við hinn magnlausa
og ýttu inn í hringinn. Rodrigue sagði
mér að andi hefði tekið sér bólfestu í
þessu fólki sem þýddi að það yrði síð-
an tekið í heilagra manna tölu. Þeir
sem höfðu þegar náð þeim áfanga
skáru sig úr því þeir báru kúabjöllur
um hálsinn auk fjölmargra hálsmena
úr kuðungsskeljum. Þau minntu mig
einna helst á skotbeltin sem hetjurn-
ar bera í hasarmyndum.
Hátignin sjálf var í sérstöku her-
bergi og sat þar í mikilfenglegum
valdastól. Hann var ósköp venjulegur
að sjá, meðalmaður á hæð, líklega á
fimmtugsaldri og klæddur í fábrotinn
kaftan. Til beggja hliða voru aðdá-
endur hans og á litlu borði fyrir fram-
an stóð tóm viskíflaska. Grálitur
átrúnaðargripur, sem líktist skál á
hvolfi, var einnig á borðinu. Rodrigue
kynnti mig sem „ævintýrakonu“ sem
ætlaði að skrifa um ferðalag sitt til
Afríku. Þar sem ég er það kjarklaus
að ég þori ekki að hjóla á reiðhjóli
fannst mér þessi lýsing á mér nú
frekar kaldhæðin.
Hans hátign bauð mér til sam-
ræðna í einkastofu sinni. Okkur var
fylgt að minna herbergi með blámál-
uðum veggjum, plastdúk á gólfi og
rafmagnsviftu í einu horninu. Þar
beið hans líka annað hásæti, eftirlík-
ing af „Lazyboy“-hægindastólunum.
Ég bar fram nokkur þakkarorð um
þann heiður sem mér væri sýndur og
var það allt í þeim anda sem Rod-
rigue hafði ráðlagt mér að nota í við-
urvist hins höfðinglega æðstaprests.
„Ég er mjög lánsöm,“ sagði ég að lok-
um.
„Já, það er satt,“ svaraði hann að
bragði, og sló mig aðeins út af laginu.
Næstu tíu mínúturnar ræddum við
saman um Benín og hvernig mér
fyndist að ferðast um landið. Að síð-
ustu kom hann mér á óvart með því
að biðja um netfangið mitt svo við
gætum skrifast aðeins á. Vúdúkóng-
urinn var bara eins og ég og þú.
Ástir og áritanir
Cotonou er höfuðstaður Benín í
öllu nema orði kveðnu. Borgin er lýs-
andi dæmi um þann mikla vöxt sem
hefur hlaupið í þéttbýlisstaði á þess-
um slóðum síðustu áratugi og öll þau
vandamál sem því fylgja. Um milljón
manns býr í Cotonou (sjö milljónir í
öllu Benín) og mengunin og ruslið á
götum úti er eftir því. Atvinnuleysi er
einnig mikið.
Ljóst var að ég þurfti að vera að
minnsta kosti daglangt í borginni því
ég þurfti að sækja um vegabréfsárit-
un til Gana og hana var ekki hægt að
fá við landamærin, ólíkt því sem ég
hafði vanist hingað til.
Ekki verður umflúið að afla dval-
arleyfa tímanlega á ferðalagi eins og
þessu. Við sum landamæri fást þau
ekki sjálfkrafa og það getur bæði ver-
ið dýrt og erfitt að kaupa þau fyrir-
fram, einkum ef maður er ekki viss
um komu- og brottfarardaga. Á hinn
bóginn verða oft til skemmtilegar
sögur af öllu veseninu við að ná í
þennan verðmæta stimpil í vegabréf-
ið. Auk þess þarf maður gjarnan að
fara í borgarhluta sem eru utan vin-
sælla ferðamannasvæða og reynir á
tungulipurð sína gagnvart harð-
snúnum embættismönnum. Ég klæð-
ist alltaf mínum hreinustu fötum þeg-
ar ég þarf að halda í sendiráð í
þessum erindagjörðum.
Morgun einn fór ég á skellinöðru,
eða zemidjan eins og heimamenn
kalla þá fararskjóta, að sendiráði
Gana í Cotonou.
Þar varð kona fyrir svörum, ströng
á svip, og sagði að ég gæti ekki fengið
dvalarleyfi nema ég færði sönnur á að
ég ætti gistingu vísa í landinu; það
dugði skammt að benda á þá kosti
sem voru í boði í ferðahandbókinni
minni snjáðu.
Ég þurfti því að leita uppi almenn-
ingssíma í hverfinu, hringja til Gana
og bóka gistingu á meðaldýru hóteli
þar sem hægt væri að senda símbréf
til sendiráðsins því til staðfestingar.
Þegar ég sneri til baka var konan í
óðaönn að álasa kínverskri ferðakonu
fyrir að hafa ekki límt ljósmyndir
nægilega vel með umsókninni sinni
um áritun. Hún gjóaði augunum
gremjulega til mín þegar ég færði
mig nær með mína umsókn og full-
vissaði hana um að á hverri stundu
bærist fax með upplýsingum um bók-
unina mína í Gana.
„Ísland!“ hrópaði hún hálfpartinn
upp yfir sig þegar hún rak augun í
heimilisfang mitt á eyðublaðinu. „En
það hlýtur að vera svo kalt þar!
Bæjarleið Konurnar í Ganvié, 30 þúsund manna bæ, þyrpast um báta sem
sigla yfir Nakouévatn til heimila þeirra á stöplum við bakka þess. Þær fara
þessa ferð dag hvern; selja varning sinn og kaupa nauðþurftir.
Bensínstöðin Þegar ökumenn á zemidjan (leiguskellinöðrur) þurfa að
taka bensín stöðva þeir við vegarkantinn þar sem búið er að fylla áfeng-
isflöskur af bensíni. Litlu flöskurnar eru fyrir zemi, en stóra bokkan bíður
bílstjóra sem hefur efni á að kaupa mikið eldsneyti í einu lagi.
Vestur-Afríka
Benín
Fólksfjöldi: 7,8 milljónir.
Höfuðborg: Porto Novo.
Opinbert tungumál: Franska en fon og youruba eru algeng í suðurhluta
landsins.
Trúarbrögð: Vúdú (50%), kristni (30%), múhameðstrú (20%).
Lífslíkur við fæðingu: 53 ár.
Ung ferðakona sem ég sá í Senegal klæddist stuttermabol með áletruninni
„Benín: Næsti bær við Nígeríu“. Fjölmennasta ríkið í Afríku er vissulega
oftar í alþjóðafréttum heldur en grannríkið mjóa í vestri. Á hinn bóginn er
Benín, sem áður kallaðist Dahomey, eitt friðsælasta ríki álfunnar að mati
BBC. Að vísu skapar nábýlið við risann í austri ýmis vandamál, ekki síst
mansal barna, en ferðamenn geta notið fallegra sólarstranda auk fróðleiks
um þrælaflutninga, vúdú og aðra siði.
!
!
"
# $
%
& $ '
()
"
*
$$'
# $ $
# $ % & ' #
‘07 70ÁR Á FLUGI
W W W. I C E L A N DA I R . I S
16.–20. JÚNÍ
VERÐ FRÁ 59.900 KR. Á MANN Í TVÍBÝLI
Einstakt tækifæri til að heimsækja þessa fallegu borg.
Sigrún Ólafsdóttir, fararstjóri, sem er gjörkunnug í Helsinki,
fer með hópinn í skoðunarferðir um helstu merkisstaði og
söfn í borginni og heimsækir m.a. virkið á Suomenlinna
sem er á heimsminjaskrá UNESCO.
+ Nánari upplýsingar á www.icelandair.is/serferdir
Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 4 nætur með morgunverði,
rúta til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og leiðsögn um borgina.
SPENNANDI SÉRFERÐ MEÐ ICELANDAIR
LYKILLINN AÐ HELSINKI
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
69
28
0
4
/0
7