Morgunblaðið - 08.04.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 33
viðbótarkostnaður, sem Gylfi Arnbjörnsson færir
rök fyrir að hafi leitt af mikilli efnahagsþenslu
undanfarinna ára, sé sá kostnaður, sem þjóðfélag-
ið hafi þurft að axla til þess að standa undir upp-
byggingu Austurlands. Auðvitað var sá kostur
fyrir hendi að láta byggðina á Austurlandi deyja
smátt og smátt með sama hætti og t.d. Raufarhöfn
er að deyja smátt og smátt. Það hefði líka kostað
sitt og hefðum við valið þann kost?
Þegar horft er til baka er ljóst, að það fóru fram
miklar umræður um efnahagsleg áhrif eða afleið-
ingar framkvæmdanna á Austurlandi, þótt þær
hafi í þeim umræðum kannski ekki verið settar
beint í það samhengi, sem Gylfi Arnbjörnsson set-
ur þær í.
Nú blasir þetta samhengi hins vegar við og það
á ekki bara við um framkvæmdirnar á Austur-
landi. Nú er rætt um miklar framkvæmdir á suð-
vesturhorni landsins. Hafnfirðingar eru að vísu
búnir að stöðva hugmyndir um stækkun álversins
í Straumsvík, alla vega í bili. En þá hefjast um-
ræður af auknum krafti um álver í Helguvík.
Væntanlega hafa þær framkvæmdir sömu efna-
hagslegu áhrif og framkvæmdir í Straumsvík
hefðu haft, þótt þær fari kannski hægar af stað.
Jafnframt standa fyrir dyrum miklar vegafram-
kvæmdir á suðvesturhorninu, bæði austur fyrir
fjall og upp í Borgarfjörð. Er ekki nauðsynlegt að
setja þær framkvæmdir í sama samhengi og
reikna út hvaða áhrif þessar framkvæmdir allar
muni hafa á verðbólguþróun og þar með hver
verðtryggingaráhrif þeirra verða á næstu árum á
þá tæplega 1.200 milljarða króna, sem Gylfi Arn-
björnsson segir að heimilin í landinu skuldi í verð-
tryggðum lánaskuldbindingum?
Raunar má spyrja, hvort ekki sé nauðsynlegt að
setja allar ákvarðanir, sem hér eru teknar í efna-
hags- og atvinnumálum, í þetta samhengi og upp-
lýsa þjóðina um það að verði þetta gert hafi það
þessi áhrif o.s.frv.?
Ný viðhorf
U
mræður af þessu tagi hafa ekki
áður farið fram á Íslandi, alla
vega ekki frá lýðveldisstofnun.
Þjóð, sem var að berjast frá fá-
tækt til bjargálna, hafði önnur
áhugamál en þau að reikna út
hvaða áhrif framkvæmdir og aðrar aðgerðir
mundu hafa á aðra þætti efnahagsmála.
En nú eru aðrir tímar og sjálfsagt að setja um-
ræður og ákvarðanir í þetta samhengi.
En það er líka hægt að horfa á þessi mál frá enn
einu sjónarhorni. Værum við betur sett ef Kára-
hnjúkavirkjun hefði ekki verið byggð og álverið á
Reyðarfirði væri ekki að hefja starfrækslu?
Væri kostnaðurinn, sem Gylfi Arnbjörnsson
hefur reiknað út á heimilin í landinu, kannski að
koma fram með öðrum hætti? Gylfi segir að kostn-
aðurinn samsvari einu prósentustigi í tekjuskatti.
Sá skattur hefur verið lækkaður um nokkur pró-
sentustig á undanförnum árum. Hefði sú lækkun
kannski ekki orðið að veruleika og kostnaðurinn
við erfiðleika í atvinnumálum á Austurlandi í stað
uppgangs og grózku verið borgaður með þeim
hætti?
Þegar hér er komið sögu eiga röksemdirnar,
sem Eyjólfur Konráð Jónsson og Jóhannes Nor-
dal beittu á sjöunda áratugnum fyrir byggingu ál-
versins í Straumsvík, ekki lengur við. Nú stendur
íslenzkur þjóðarbúskapur á fleiri stoðum en sjáv-
arútvegi og álframleiðslu. Umfangsmikil fjár-
málastarfsemi hefur komið til sögunnar, sem fáir
hefðu trúað fyrir nokkrum áratugum, svo að dæmi
sé nefnt. Við Íslendingar höfum efni á að íhuga
hvert skref, sem við tökum héðan í frá, mjög vand-
lega.
Þess vegna er sjálfsagt að ræða rækilega þá
hlið málanna, sem Gylfi Arnbjörnsson hefur dreg-
ið fram m.a. nú í kosningabaráttunni. Óhætt er að
fullyrða, að þar er að finna eina meginástæðuna
fyrir afstöðu þjóðarinnar til frekari stóriðjufram-
kvæmda. Það eru ekki bara umhverfissjónarmið,
sem þar ráða ferð.
» Þetta eru óneitanlega röksemdir, sem ekki er hægt aðhorfa fram hjá og hljóta að verða ræddar í kosningabarátt-
unni á næstu vikum. Þarna setur Gylfi Arnbjörnsson fram
heildartölur um áhrif þenslunnar á undanförnum árum, sem
hver og einn landsmaður og þá ekki sízta yngra fólkið hefur
fundið á eigin buddu síðustu árin.
rbréf
Morgunblaðið/Ómar