Morgunblaðið - 08.04.2007, Page 35

Morgunblaðið - 08.04.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 35 ‘07 70ÁR Á FLUGI W W W. I C E L A N DA I R . I S 25.–30. MAÍ OG 31. ÁGÚST–3. SEPTEMBER VERÐ FRÁ 54.900 KR. Á MANN Í TVÍBÝLI Guðrún Frímannsdóttir, fararstjóri, sýnir fólki allt sem borgin hefur að bjóða, stendur fyrir siglingu um skerjagarðinn og gefur útivistarmönnum kost á að ganga á eitt af Fjöllunum sjö. Jafnframt hefur fólk tækifæri, á eigin vegum, til að fara á viðburði á Listahátíðinni í Bergen í lok maí. + Nánari upplýsingar á www.icelandair.is/serferdir Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði á Hotel Bergen, íslensk fararstjórn og rútuferðir til og frá flugvelli erlendis. SPENNANDI SÉRFERÐIR MEÐ ICELANDAIR SUMAR Í BERGEN ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 69 28 0 4 /0 7 Menningarráð Vesturlands og Háskólinn á Bifröst Menning- tækifæri Vesturlands í nýrri atvinnuháttarbyltingu Fyrirlestur rektors háskólans á Bifröst, Ágústs Einarssonar - Miðvikudaginn 11. apríl kl. 15.00 í Klifi Snæfellsbæ - Á síðasta ári hélt Menningarráð Vesturlands og Háskólinn að Bifröst ráðstefnu um menningarmál sem bar yfirskriftina Menning- spenning fyrir hvern. Háskólinn að Bifröst og Menningarráð Vesturlands hafa ákveðið að halda þessu skemmtilega samstarfi áfram. Tónlistarskólinn í Snæfellsbæ mun sjá um tónlistarflutning Allir velkomnir miðri gömlu borginni. Þar er talið að Jesús hafi verið lagður til grafar og síðan risið upp á þriðja degi. En sam- kvæmt helgihaldi grísku rétttrún- aðarkirkjunnar hefur gröf Krists verið innsigluð. Um dögun á páskadagsmorgni eru dyr Grafarkirkjunnar opnaðar og þá um leið þrengja sér þar inn þúsundir pílagríma til að verða vitni að hinu aldargamla undri þegar eldurinn helgi tendrast. Þegar innsigli grafarinnar er síðan rofið þar um morguninn gengur æðsti biskup grísku rétttrún- aðarkirkjunnar fram, fer inn í gröf- ina og segir til um hvort hinn helgi eldur sem sagður er sendur af Guði hafi kviknað í ár. Þegar í ljós kemur að eldurinn hef- ur kviknað þá er litið svo á að það sé staðfesting á upprisu Krists og að hans upprisukraftur sé enn til staðar. Hinn helgi logi er síðan borinn fram og látinn berast til mannfjöldans sem fagnar ákaft. Ljósið berst út á meðal fólksins ut- an kirkjunnar og upptendrar í hjört- um trúaðra trúna á sigur vonar yfir öllu vonleysi og sigur þess ljóss sem lýsir langt út yfir mörk grafar og dauða. Páskar gyðinga En það eru fleiri en hinir kristnu sem halda páskahátíð í Jerúsalem. Gyðingar halda einnig sína páskahá- tíð á svipuðum tíma og er þátttaka í þeirra helgihaldi ekki síður einstök upplifun. Fjölmargir koma þá saman við Grátmúrinn sem er þeirra helg- asti staður við musterishæðina. Eins er komið saman í sýnagógunum, sem eru bænahús gyðinga, og svo á öllum heimilum þar sem fjölskyldur neyta páskamáltíðarinnar saman. En páskarnir eru helgasta hátíðin innan beggja þessara systurtrúar- hefða, þ.e.a.s. gyðingdóms og kristni. Páskahátíð gyðinga stendur yfir í átta daga og páskamáltíðin fyrsta kvöldið er hápunktur hennar. Sterk tengsl eru á milli þeirrar máltíðar og síðustu kvöldmáltíðarinnar sem Kristur átti með lærisveinum sínum. Gyðingar minnast þess þegar Ísr- aelsþjóðin var frelsuð úr ánauðinni í Egyptalandi og er hún því einnig há- tíð frelsunar og lífsvonar. Páskahátíð gyðinga er mun eldri en páskahátíð kristinna manna. Há- tíðirnar tvær eru nátengdar og páskahátíð gyðinga er í raun ein mik- ilvægasta forsendan fyrir því að hægt sé að skilja merkingu og inni- hald páskahalds kristinna manna. Lausn úr viðjum Í gyðing-kristnu páskahaldi er spilað á marga sameiginlega strengi sem hafa hljómað lengi, bæði meðal gyðinga og kristinna manna, reyndar í þúsundir ára. Mikilvægast er þó að í báðum trúarhefðunum boðar hátíðin lausn úr viðjum og frelsi hins undirokaða. Páskar eru hátíð óvæntrar lífsvonar þrátt fyrir erfiðleika og mótlæti. Og í Jerúsalem í dag sem og víðar er vissulega þörf fyrir slíkan lausn- arboðskap. Palestínumenn verða að fá lausn úr viðjum vonleysis og stríðsógna. Þeir hinir undirokuðu eiga rétt á frelsi, landi og réttlæti. Þrjár systurtrúarhefðirnar þurfa að losna úr viðjum þröngsýni og for- dóma. Þær þurfa að horfast í augu við það að sameiginlegur Guð okkar allra er æðri öllum mannanna siðum, hefðum og trúarbrögðum. Höfundur er prestur og forstöðu- maður Fríkirkjunnar í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.