Morgunblaðið - 08.04.2007, Síða 39

Morgunblaðið - 08.04.2007, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 39 Lögg. fasteignasali Hrafnhildur Bridde Sigurberg Guðjónsson hdl. Skógarhlíð 22 • 105 Reykjavík • Sími 534 2000 • Fax 534 2001 534 2000 www.storhus.is NORRÆNAR HÓTELÍBÚÐIR Í KAUPMANNAHÖFN Við höfum hafið sölu á norrænum hótelíbúðum í miðbæ Kaupmannahafnar. • Um er að ræða 56 hótelíbúðir. • Hægt er að velja mismunandi stærðir íbúða. • Íbúðir skilast fullbúnar með húsgögnum. • Fundaraðstaða til að hitta gesti eða viðskiptavini. • Íbúðin er í hótelútleigu þegar þú notar hana ekki. • 500 m til Fisketorvet, ný og glæsileg verslunarmiðstöð. • Um 5-10 mínútna gangur er í Tivolí og á Ráðhústorg. • Nokkrar íbúðir óseldar. • 90 % lán fæst á hverja íbúð ef óskað er. • Afhending íbúða vor/sumar 2008 • Arðbær fjárfesting sem þú mátt ekki missa af. Agnar Agnarsson, lögg. fasteignasali 820 1002 Ísak V. Jóhannsson, sölustjóri 822 5588 Sérhæfð fasteigna- og fyrirtækjasala með áratugareynslu starfsmanna Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali SÓLTÚN - LAUS STRAX Mjög vönduð og rúmgóð 80 fm 2ja her- bergja íbúð í fallegu nýlegu lyftuhúsi byggðu af ÍAV, ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin er á 3. hæð í fremsta lyftuhúsinu, með svalir til suðurs og góðu útsýni. Íbúðin er laus strax. V. 24,9 m. 6532 ÞÓRÐARSVEIGUR - M. 2 STÆÐUM Í BÍLAG. 170 fm Penthouse íbúð í nýlegu lyftuhúsi ásamt tveimur stæðum í bílskýli. Einnig fylgja íbúðinni tvö gluggalaus alls 180 fm geymslurými í kjallara. Allar innréttar eru sérsmíðaðar og með vönduðum tækjum. Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni til vesturs yfir borgina og til austurs. Íbúðinni hefur verið breytt frá upprunalegri teikningu. Innrétting- ar og skápar eru úr eik og gólfefni eru eik- arparparket og flísar. V. 48,9 m. 6545 VESTURGATA - SÉRINNG. Nýstandsett 2ja herbergja 65 fm íbúð á tveimur hæðum í eldra húsi sem var endur- byggt nánast frá grunni fyrir 6 árum síðan. Skipt var um allar lagnir, rafmagn, innrétt- ingar, gler og glugga ásamt klæðningu að utan. Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús og geymslu á efri hæð. Á neðri hæð er þvottahús, baðherbergi og herbergi. V. 17,9 m. 6522 KAPLASKJÓLSVEGUR - LAUST FLJÓTLEGA Vel staðsett 156 fm endaraðhús á fjórum pöllum sem skiptist í anddyri, hol, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, stofu/borð- stofu, eldhús, gestasnyrtingu, þvottahús og geymslur. Húsið er upprunalagt að innan og komið er að einhverju viðhaldi. Húsinu fylgir sérbílastæði á lóð og góður garður. V. 41,9 m. 6337 HOFSVALLAGATA GÓÐ EIGN Vel staðsett falleg og björt 119,5 fm efri sérh., ásamt 26,1 fm bílskúr í fallegu húsi. Hæðin skiptist í forstofu, hol, þrjú herbergi, stofu, borðstofu, baðherbergi, gestanyrt- ingu og eldhús. Í kj. er sameiginl. þvhús og hitaklefi. Sérgeymsla er í kjallara. 6542 VÆTTABORGIR - GLÆSILEGT PARHÚS Tvílyft 165,5 fm parhús með innbyggðum 26 fm bílskúr. Húsið er glæsilega innréttað og með óviðjafnanlegu útsýni til norðurs. Á 1. hæð er forstofa, hol, tvö svefnherbergi, þvottahús, baðherbergi og innb. bílskúr. Á efri hæð er stofa, borðst., eldhús, snyrting og svherb. Óskað er eftir tilb. 6540 HJALTABAKKI - ENDURNÝJUÐ Mjög góð 4ra herbergja 92 fm íbúð á 2. hæð. 3 Stór svefnherbergi, nýlegt eldhús, og stór stofa. V. 19,5 m. 6547 SNORRABRAUT - GÓÐ ÍBÚÐ Falleg 2ja herbergja 46 fm íbúð á 3. hæð til vinstri í litlu fjölbýli. Íbúðin skiptist þannig: Stofa, herbergi, eldhús, baðherbergi og hol. V. 14,7 m. 6548 NAUSTABRYGGJA - EFSTA HÆÐ Stórglæsil. og björt „penthouse“ íb. á 4. h. með mikilli lofth. og 2 svölum í nýju við- haldsfríu fjölb. m. lyftu á góðum stað í hinu nýja bryggjuhv. Húsið er einangrað að utan og klætt m. álklæðningu, öll sameign verð- ur frág., lóðin tyrfð, hellul. verandir. Fallegt útsýni er yfir smábátahöfnina vestan við húsið og er lofth. í stofu allt að 6 m., úr sv- herb. er gengið út á 15 fm svalir. Íb. er fullb. m. parketi og flísum og vönduðum innr. V. 29,4 m. 6549 KJARTANSGATA - SÉRINNGANGUR 2ja herbergja kjallaraíbúð í góðu steinhúsi. Íbúðin skiptist í anddyri, eldhús, hol, bað- herbergi, stofu og svefnherbergi. V. 15,6 m. 6552 VÍÐIMELUR - GÓÐ STAÐSETNING Falleg og mikið endurnýjuð 3ja herbergja 84 fm efri hæð. Eignin skiptist í forstofu, bað- herbergi, eldhús, stofu, borðstofu og her- bergi. Í kjallara er sérgeymsla og sameigin- legt þvottahús. Húsið er mjög fallegt með suðursvölum og grónum garði. V. 24,1 m. 6551 Á NÝLIÐNU flokksþingi fram- sóknarmanna sem haldið var á Hótel Sögu dagana 2.–3. mars, var þingflokki Fram- sóknarflokksins veitt jafnréttisvið- urkenning flokks- ins. Eins og segir í jafnréttisáætlun Framsóknarflokks- ins, þá veitir jafn- réttisnefnd við- urkenningu á flokksþingi þeirri flokksstofnun eða einstaklingum sem skarað hafa framúr að framgangi jafn- réttisáætlunar flokksins. Hlutfall kvenna í starfi flokks- ins hefur jafnt og þétt aukist yfir árin og þori ég að fullyrða að stað- an hafi aldrei verið jafn góð og hún er í dag. Staðan er sér- staklega góð í þingflokki fram- sóknar, þar sem sex karlmenn eiga sæti og fimm kvenmenn. Það ágæta fólk sem þar situr velur sig reynar ekki sjálft á þing, það velst í gegnum prófkjör og kjósendur. Hins vegar er valið innan þing- flokksins hverjir skipa framvarða- sveitina og taka sæti í ráðu- neytum. Í þeim tólf manna ráðherrahóp sem nú situr eru aðeins fjórar konur, eða einn þriðji ráðherra. En af sex ráðherrum Framsókn- arflokksins er helmingurinn kven- fólk. Þessi staða er til fyr- irmyndar og fleiri mættu leika hana eftir. Ástæða þess að ákveðið var að veita þingflokknum jafnréttisvið- urkenningu flokksins er jöfn staða kynjanna í ráðherraliði flokksins. Er það nú í annað sinn frá upphafi sem hlutfall kynjanna er jafnt meðal ráðherra flokksins. Jafna stöðu kynjanna má finna víðar í starfi flokksins. Þannig má nefna að á framboðslistum flokks- ins til alþingiskosninga nú í vor er kynjahlutfallið jafnt og eiga þar sæti 63 einstaklingar af hvoru kyni. Það er ekki síður ánægjulegt að hlutfall þeirra sem leiða lista er einnig jafnt. Þrjár konur og þrír karlmenn. Framsóknarflokkurinn hefur gengið óhræddur til verks þegar kemur að því að jafna stöðu kynjanna í starfi flokksins. Á flokksþingi árið 2005 var stigið mikilvægt skref í átt að jafnrétti þegar samþykkt var í lög flokks- ins að hlutur hvors kyns skyldi ekki vera lægri en 40% við skipan í trúnaðar- og ábyrgðarstöður inn- an flokksins. Með þessari samþykkt tók Framsóknarflokkurinn stórt skref fram úr öðrum flokkum í átt að jafnrétti í stjórnmálum og varð um leið fyrstur flokka hérlendis til að festa í lög sín ákveðinn hlut hvors kyns. Framsóknarflokkurinn hefur lagt mikið traust á sitt kvenfólk, bæði í ríkisstjórn sem og ann- arsstaðar, og sýnt það í verki að hann er jafnréttissinnaður flokk- ur. Framsókn- arflokkurinn sýnir jafn- rétti í verki Eftir Ingu Guðrúnu Kristjánsdóttur: Höfundur er jafnréttisfulltrúi Framsóknarflokksins. smáauglýsingar mbl.is Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í HEITA pottinum voru allir sam- mála um það að hafa þessa stjórn áfram eftir kosningar vegna þess að sú sem tæki við væri alltaf verri en sú sem var og þeir vildu nú ekki fá verri stjórn en þessa. Ég skal viðurkenna að ég er voða- legur sælkeri og þess vegna lét ég það eftir mér að kaupa t.d. hval frá Kristjáni Loftssyni, algjört sælgæti, og fleira t.d. sviðasultu og bringu- kolla auk þess rauðmaga, gotu og lif- ur. En stjórnin verður að hafa vit fyr- ir þeim gömlu og þess vegna fékk ég bréf frá Tryggingastofnun ríkisins. Það hét: Mistök í tölvukerfi. Hinn 1. febrúar fékk ég því útborgað 23.022 kr. sem á að taka af mér 1. apríl. Það munar nú um þetta því það myndi duga fyrir tveggja mánaða með- alaskammti. Þess vegna verða engin önnur ráð hjá mér en lifa á hafra- graut í það minnsta næsta mánuð. Ekki bætir úr skák að nú um næstu mánaðamót á líka að hætta að borga 1. hvers mánaðar en þess í stað að borga í lok mánaðarins svo það er ekki víst að við þessi gömlu eigum fyrir haframeti til að elda graut. Ég er mikill fiskmaður en nú er venju- legt tros orðið dýrara en kjöt. Við þessi gömlu, sem þrælað höfum til sjós og lands og byggt upp það þjóð- félag sem nú er, verðum að sætta okkur við að lepja dauðann úr drull- ugri skel það sem við eigum eftir að tóra. Við sem lögðum inn á lífeyr- issjóð fáum ekki fullar bætur úr Tryggingastofnun svo það eru þeir sem græða á okkar sparnaði meðan við vorum að vinna. Svona er nú bara kerfið sem við lifum við. Bílatrygg- ingar kosta á þessu ári um 100 þús- und kr. og strætó geta fáir notað, t.d. fer Sogamýrarvagninn ekki lengur í Háaleiti eða Kringlu en þar eru læknar og verslanir, þess vegna er sama hvort hann fer um Sogaveg eða ekki. Við getum ekkert frekar notað hann eftir kosningar. Ég veit að það þýðir ekki að kvarta því svona er kerfið og verður áfram, því verður ekki breytt og hver og einn verður að taka því eins og er, bara bíta á jaxl- inn og bölva í hljóði. Þetta eru sannir sómamenn sem að ber að hrósa. Ég vil hafa þá áfram enn og þá mun ég kjósa. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Reykjavík. Éta minna Frá Guðmundi Bergssyni: Svavar Jónatansson | 8. apríl Orkumál og orkunýting Á SÍÐUSTU vikum hafa stjórnmálamenn og áhugamenn um nátt- úruvernd og umhverf- ismál lagt eindregið til að Íslendingar hætti a.m.k. tímabundið öll- um framkvæmdum vegna nýrrar orkuöflunar og nýtingu umhverf- isvænnar orku í orkufrekum iðnaði. Þetta „stopp“ í virkjanamálum er hugsað að standi þar til sérstök „rammaáætlun um náttúruvernd“ hefur verið gerð og leggja á mat á hvað af náttúru landsins skuli varð- veita ósnortna til framtíðar. Meira: svavarjonatans.blog.is Netgreinar á blog.is Netgreinar á blog.is er nýr vett- vangur fyrir aðsendar greinar. Morg- unblaðið áskilur sér rétt til að vista greinar á bloggsíðum, hafi ekki tek- ist að birta þær í blaðinu innan tveggja vikna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.