Morgunblaðið - 08.04.2007, Síða 49

Morgunblaðið - 08.04.2007, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 49 Auglýstu atburði á þínum vegum hjá okkur Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1100 • Tónleika • Myndlistar- sýningar • Leiksýningar • Fundi • Námskeið • Fyrirlestra • Félagsstarf • Aðra mann- fagnaði árnað heilla ritstjorn@mbl.is Söfn Gljúfrasteinn - Hús skáldsins | Opið alla páskana kl. 10-17. Boðið upp á hljóðleiðsögn um húsið á ís- lensku, ensku, þýsku eða sænsku. Í móttökuhúsi er margmiðlunarsýning helguð ævi og verkum Hall- dórs Laxness. Í námunda við Gljúfrastein eru fal- legar gönguleiðir. Nánari uppl. í s. 586-8066. Félagsstarf Félagsstarf Gerðubergs | Á morgun, annan í pásk- um, fellur starfsemi niður. Þriðjud. 10. apríl, opið frá kl. 9, opnar vinnustofur, létt ganga um nágrennið og veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Berg. Starfsfólk sendir þátttakendum, samstarfsaðilum og velunnurum um allt land góðar páskakveðjur. Fríkirkjuvegur 1 | Upprisuhátíð fyrir alla fjölskyld- una árdegis kl. 11. Söngur, brúðuleikhús, hugleiðing o.fl. Sameiginlegur léttur hádegisverður á eftir þar sem allir leggja eitthvað til á borðið. Allir velkomnir. Kirkjustarf Boðunarkirkjan | Samkoma kl. 8. Boðið upp á morgunverð. Verið velkomin. Fríkirkjan í Reykjavík | Hátíðarguðsþjónusta kl. 9. Hjörtur Magni Jóhannsson predikar og þjónar fyrir altari. Fermingarbörn aðstoða. Eftir guðsþjón- ustuna verður boðið upp á kaffi í safnaðarheim- ilinu. Hjálpræðisherinn í Reykjavík | Upprisufögnuður kl. 8 í Kirkjustræti 2. Sönghópurinn Korilena syng- ur. Morgunmatur á Gistiheimilinu eftir samkomuna. Hátíðarsamkoma í kvöld kl. 20 í Hafnarfjarð- arkirkju. Ester Daníelsdóttir og Wouter van Goos- willigen, ásamt Korilena frá Noregi og þátttak- endum páskamótsins. Árbæjarkirkja | Hátíðarguðsþjónusta kl.8 árdegis sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Hallgrímskirkja | Árdegisguðsþjónusta kl. 8 í umsjá sr. Birgis Ásgeirssonar. Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11 í umsjá sr. Jóns D. Hróbjartssonar. Magnea Sverrisdóttir, djákni stýrir barnastarfinu. Mótettukórinn syngur undir stjórn Harðar Áskels- sonar. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Annar í páskum: Hátíðarmessa með fermingu kl. 11. Þingvallakirkja | Messa við sólarupprás kl. 6.30. Safnast saman fyrir utan kirkjuna kl. 6.20. Hátíð- armessa kl.14. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson. Prestur sr. Kristján Valur Ingólfsson. Þorlákskirkja | Hátíðarmessa kl. 10 Hjallakirkja (í Ölfusi) Hátíðarmessa kl. 14. Kristur og fjölmenn- ingin. Sýning um bænadaga og páska. Páskamorgun verður í safnaðarheimilinu að guðs- þjónustu lokinni. Annan í páskum fermingarguðs- þjónusta kl. 10.30 Siglufjarðarkirkja | Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Kaffi í boði systrafélags Siglufjarðarkirkju að messu lokinni. Borgarprestakall | Hátíðarguðsþjónusta kl 11. Guðsþjónusta annan páskadag kl 16.30 á Dval- arheimili aldraðra. Borgarkirkja: Hátíðarguðsþjón- usta kl 14. Álftaneskirkja Hátíðarguðsþjónusta kl 16. Álftártungukirkja Hátíðarguðsþjónusta annan páskadag kl 14. Grafarholtssókn | Hátíðarmessa kl. 9 árdegis í Þórðarsveig 3, prestur séra Sigríður Guðmars- dóttir. Páskastund barnanna kl. 11 í Ingunnarskóla. 80ára afmæli. Hinn 9.apríl, annan í páskum, verður Guðrún Brynjólfs- dóttir, Vallarbraut 6, Reykja- nesbæ, áttræð. Af því tilefni tekur hún á móti vinum og vandamönnum í Selinu á Vall- arbraut 4 frá kl. 15 á afmæl- isdaginn. 70ára afmæli. Í dag, 8.apríl, er sjötugur Örv- ar Kristjánsson, harmónikku- leikari. Hann dvelur á Kan- aríeyjum. dagbók Í dag er sunnudagur 8. apríl, 98. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. ( Matt. 6, 14.) Heilsugæslustöðin í Árbæverður 30 ára 12. aprílnæstkomandi, en hún erelsta heilsugæslustöðin á höfuðborgarsvæðinu. Gunnar Ingi Gunnarsson er yf- irlæknir Heilsugæslustöðvarinnar: „Stöðug uppbygging hefur verið á heilsugæslukerfi höfuðborgarsvæð- isins frá því Heilsugæslan í Árbæ hóf starfsemi 1977, og varð kerfið full- byggt með opnun Heilsugæslustöðv- arinnar í Glæsibæ fyrir nokkrum miss- erum,“ segir Gunnar Ingi. „Það þótti mikil nýlunda þegar Heilsugæslu- stöðin hóf starfsemi, en þjónustan hef- ur þróast í samræmi við þarfir al- mennings og eru heilsugæslustöðvarnar nú mikilvægur hluti af almennri heilbrigðisþjónustu.“ Starfsemi heilsugæslustöðvanna spannar fjölbreytt svið, og má hjá heilsugæslunum m.a. fá almenna lækn- isþjónustu og hjúkrunarþjónustu, læknisfræðilega endurhæfingu, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, heima- hjúkrun og tannlækningar. Einnig sinna Heilsugæslustöðvarnar heil- brigðisfræðslu til forvarna, heilsu- gæslu í skólum, ónæmis-, berkla-, og kynsjúkdómavörnum, mæðravernd og ungbarna- og smábarnavernd. „Heilsugæslustöðvarnar í Reykjavík geta sinnt til enda um 90% þeirra til- vika sem stöðvunum berast, en tíunda hluta þarf að vísa til sérfræðinga á sérútbúnum stofnunum,“ segir Gunnar Ingi en á síðasta ári fóru fram um tæplega 27.000 viðtöl við skjólstæðinga í Árbæjarstöðinni, skráð símtöl voru alls um 22.000 og vitjanir rúmlega 1800. Frá upphafi hefur Heilsugæslu- stöðin í Árbæ verið til húsa á sama stað, Hraunbæ 102: „Síðustu ár hefur farið að þrengja töluvert að starfsem- inni, en hillir nú undir lausn á þeim vanda og gera áætlanir ráð fyrir að ný stöð verði opnuð í júlímánuði á næsta ári með betri aðstöðu og meira rými,“ segir Gunnar Ingi. „Það mun gera okkur kleift að þjóna enn betur íbúum Árbæjarsvæðisins, en það hafa vissu- lega verið forréttindi að starfa fyrir Árbæinga undanfarna þrjá áratugi.“ Finna má upplýsingar um Heilsu- gæslustöðvarnar á höfuðborgarsvæð- inu, opnunartíma og þjónustu, á slóð- inni www.heilsugaeslan.is Heilsa | Heilsugæslustöðin í Árbæ er elsta heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Heilsugæsla í þrjá áratugi  Gunnar Ingi Gunnarsson fædd- ist í Reykjavík 1946. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 og varð med.lic. frá Gautaborgarhá- skóla 1978. Gunnar hóf störf hjá Heilsugæslustöðinni í Árbæ 1979. Gunnar er kvæntur Ernu Matthíasdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau til samans 7 börn og 5 barna- börn. PÁSKAEGG eru trú- lega á boðstólum víða um heim í dag. Þessi ónefnda kona var fyrir helgina að ganga frá útstillingu á páskaeggjum í versl- un sinni í Sao Paulo í Brasilíu. Eggin eru aðeins lítið brot þeirra 21.400 tonna páskaeggja sem framleidd voru í Bras- ilíu í ár. Gleðilega páska Reuters FRJÁLSLYNDI flokkurinn hefur tilkynnt framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingis- kosningarnar 12. maí nk. Listinn er þannig skipaður: 1. Guðjón Arnar Kristjánsson, al- þingismaður, Ísafirði. 2. Kristinn H. Gunnarsson, alþing- ismaður, Bolungarvík. 3. Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, menntunarfræðingur og ráð- gjafi, Akranesi. 4. Ragnheiður Ólafsdóttir, öryrki og listamaður, Akranesi. 5. Anna Margrét Guðbrandsdóttir, heilbrigðisstarfsmaður við heil- brigðisstofnunina á Sauðárkróki, Sauðárkróki. 6. Guðmundur Björn Hagalínsson, bóndi og formaður eldri borgara í Önundarfirði, Flateyri. 7. Brynja Úlfarsdóttir, stuðnings- fulltrúi, Ólafsvík. 8. Helgi Helgason, bóndi, Borgar- firði. 9. Gunnlaugur Guðmundsson, bóndi, Söndum, Miðfirði, Húna- þingi vestra. 10. Lýður Árnason, heilbrigðis- starfsmaður, Bolungarvík. 11. Hanna Þrúður Þórðardóttir, heimavinnandi húsmóðir, Sauð- árkróki. 12. Páll Jens Reynisson, véla- og iðn- aðarverkfræðinemi við HÍ, Hólmavík. 13. Sæmundur T. Halldórsson, verkamaður, Akranesi. 14. Dóróthea Guðrún Sigvaldadóttir, verslunarrekandi, Dalabyggð. 15. Þorsteinn Árnason, vélverkfræð- ingur, Andakílsárvirkjun, Borg- arfirði. 16. Þorsteinn Sigurjónsson, bóndi, Reykjum, Hrútafirði. 17. Rannveig Bjarnadóttir, stuðn- ingsfulltrúi, Akranesi. 18. Pétur Bjarnason, framkvæmda- stjóri og varaþingmaður. Frambjóðendur Frjálslynda flokksins í NV-kjördæmi RÁÐSTEFNA um hnattlægar um- hverfisrannsóknir og spálíkanagerð í samstarfi Pourquoi-pas? – Franskt vor á Íslandi og Háskóla Íslands verður haldin þriðjudaginn 10. apríl kl.15–17 í Hátíðasal Háskólans. Meginfyrirlesarar eru vísinda- menn í fremstu röð í umhverfisrann- sóknum og spálíkanagerð, frá Frakklandi og Bretlandi, segir í fréttatilkynningu. Að fyrirlestrum loknum verða pallborðsumræður með þátttöku fyrirlesaranna, Helga Björnssonar jöklafræðings o.fl. Jón- ína Bjartmars umhverfisráðherra flytur ávarp í upphafi ráðstefnunnar. Í fréttatilkynningu segir um fyr- irlesarana: Jean Jouzel er einn mik- ilvægasti vísindamaður heims á sviði hnattlægra umhverfisrannsókna og lagði grundvöllinn að jarðefnafræði eins og henni er beitt við rannsóknir á jöklum og loftslagi. Starf hans upp- fyllir loforð loftslagssögulegra rann- sókna um að auka skilning á loftslagi samtímans og framtíðar. Sylvie Joussaume hefur borið ábyrgð á megináætlanagerð Geim- vísindadeildar CNRS og INSU á sviði haf- og loftslagsrannsókna, þ.e. rannsókna á loftslagi, loftgæðum, sjávarmengun, veðurfræðilegum ógnum, frá árinu 2001. Hún var skip- uð forstöðukona INSU og Geimvís- indadeildar árið 2003, og nær starfs- svið hennar þar allt frá jarðvísindum til stjörnufræði. Frá júnímánuði árið 2006 hefur hún snúið sér aftur að loftslagsrannsóknum. Sylvie er heimsþekktur sérfræðingur í spálík- anagerð. David Warrilow er vísindamaður við DEFRA í Bretlandi, (UK’s Dep- artment for Environment, Food and Rural Affairs). Hann er sérstakur ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar á sviði loftslagsbreytinga og orkuspar- andi aðgerða, bæði heima fyrir og á alþjóðlegum vettvangi. Fundarstjóri er Brynhildur Dav- íðsdóttir, dósent í umhverfis- og auð- lindafræðum við Háskóla Íslands. Hnattlægar umhverfisrann- sóknir og spálíkanagerð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.