Morgunblaðið - 08.04.2007, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 08.04.2007, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 49 Auglýstu atburði á þínum vegum hjá okkur Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1100 • Tónleika • Myndlistar- sýningar • Leiksýningar • Fundi • Námskeið • Fyrirlestra • Félagsstarf • Aðra mann- fagnaði árnað heilla ritstjorn@mbl.is Söfn Gljúfrasteinn - Hús skáldsins | Opið alla páskana kl. 10-17. Boðið upp á hljóðleiðsögn um húsið á ís- lensku, ensku, þýsku eða sænsku. Í móttökuhúsi er margmiðlunarsýning helguð ævi og verkum Hall- dórs Laxness. Í námunda við Gljúfrastein eru fal- legar gönguleiðir. Nánari uppl. í s. 586-8066. Félagsstarf Félagsstarf Gerðubergs | Á morgun, annan í pásk- um, fellur starfsemi niður. Þriðjud. 10. apríl, opið frá kl. 9, opnar vinnustofur, létt ganga um nágrennið og veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Berg. Starfsfólk sendir þátttakendum, samstarfsaðilum og velunnurum um allt land góðar páskakveðjur. Fríkirkjuvegur 1 | Upprisuhátíð fyrir alla fjölskyld- una árdegis kl. 11. Söngur, brúðuleikhús, hugleiðing o.fl. Sameiginlegur léttur hádegisverður á eftir þar sem allir leggja eitthvað til á borðið. Allir velkomnir. Kirkjustarf Boðunarkirkjan | Samkoma kl. 8. Boðið upp á morgunverð. Verið velkomin. Fríkirkjan í Reykjavík | Hátíðarguðsþjónusta kl. 9. Hjörtur Magni Jóhannsson predikar og þjónar fyrir altari. Fermingarbörn aðstoða. Eftir guðsþjón- ustuna verður boðið upp á kaffi í safnaðarheim- ilinu. Hjálpræðisherinn í Reykjavík | Upprisufögnuður kl. 8 í Kirkjustræti 2. Sönghópurinn Korilena syng- ur. Morgunmatur á Gistiheimilinu eftir samkomuna. Hátíðarsamkoma í kvöld kl. 20 í Hafnarfjarð- arkirkju. Ester Daníelsdóttir og Wouter van Goos- willigen, ásamt Korilena frá Noregi og þátttak- endum páskamótsins. Árbæjarkirkja | Hátíðarguðsþjónusta kl.8 árdegis sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Hallgrímskirkja | Árdegisguðsþjónusta kl. 8 í umsjá sr. Birgis Ásgeirssonar. Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11 í umsjá sr. Jóns D. Hróbjartssonar. Magnea Sverrisdóttir, djákni stýrir barnastarfinu. Mótettukórinn syngur undir stjórn Harðar Áskels- sonar. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Annar í páskum: Hátíðarmessa með fermingu kl. 11. Þingvallakirkja | Messa við sólarupprás kl. 6.30. Safnast saman fyrir utan kirkjuna kl. 6.20. Hátíð- armessa kl.14. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson. Prestur sr. Kristján Valur Ingólfsson. Þorlákskirkja | Hátíðarmessa kl. 10 Hjallakirkja (í Ölfusi) Hátíðarmessa kl. 14. Kristur og fjölmenn- ingin. Sýning um bænadaga og páska. Páskamorgun verður í safnaðarheimilinu að guðs- þjónustu lokinni. Annan í páskum fermingarguðs- þjónusta kl. 10.30 Siglufjarðarkirkja | Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Kaffi í boði systrafélags Siglufjarðarkirkju að messu lokinni. Borgarprestakall | Hátíðarguðsþjónusta kl 11. Guðsþjónusta annan páskadag kl 16.30 á Dval- arheimili aldraðra. Borgarkirkja: Hátíðarguðsþjón- usta kl 14. Álftaneskirkja Hátíðarguðsþjónusta kl 16. Álftártungukirkja Hátíðarguðsþjónusta annan páskadag kl 14. Grafarholtssókn | Hátíðarmessa kl. 9 árdegis í Þórðarsveig 3, prestur séra Sigríður Guðmars- dóttir. Páskastund barnanna kl. 11 í Ingunnarskóla. 80ára afmæli. Hinn 9.apríl, annan í páskum, verður Guðrún Brynjólfs- dóttir, Vallarbraut 6, Reykja- nesbæ, áttræð. Af því tilefni tekur hún á móti vinum og vandamönnum í Selinu á Vall- arbraut 4 frá kl. 15 á afmæl- isdaginn. 70ára afmæli. Í dag, 8.apríl, er sjötugur Örv- ar Kristjánsson, harmónikku- leikari. Hann dvelur á Kan- aríeyjum. dagbók Í dag er sunnudagur 8. apríl, 98. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. ( Matt. 6, 14.) Heilsugæslustöðin í Árbæverður 30 ára 12. aprílnæstkomandi, en hún erelsta heilsugæslustöðin á höfuðborgarsvæðinu. Gunnar Ingi Gunnarsson er yf- irlæknir Heilsugæslustöðvarinnar: „Stöðug uppbygging hefur verið á heilsugæslukerfi höfuðborgarsvæð- isins frá því Heilsugæslan í Árbæ hóf starfsemi 1977, og varð kerfið full- byggt með opnun Heilsugæslustöðv- arinnar í Glæsibæ fyrir nokkrum miss- erum,“ segir Gunnar Ingi. „Það þótti mikil nýlunda þegar Heilsugæslu- stöðin hóf starfsemi, en þjónustan hef- ur þróast í samræmi við þarfir al- mennings og eru heilsugæslustöðvarnar nú mikilvægur hluti af almennri heilbrigðisþjónustu.“ Starfsemi heilsugæslustöðvanna spannar fjölbreytt svið, og má hjá heilsugæslunum m.a. fá almenna lækn- isþjónustu og hjúkrunarþjónustu, læknisfræðilega endurhæfingu, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, heima- hjúkrun og tannlækningar. Einnig sinna Heilsugæslustöðvarnar heil- brigðisfræðslu til forvarna, heilsu- gæslu í skólum, ónæmis-, berkla-, og kynsjúkdómavörnum, mæðravernd og ungbarna- og smábarnavernd. „Heilsugæslustöðvarnar í Reykjavík geta sinnt til enda um 90% þeirra til- vika sem stöðvunum berast, en tíunda hluta þarf að vísa til sérfræðinga á sérútbúnum stofnunum,“ segir Gunnar Ingi en á síðasta ári fóru fram um tæplega 27.000 viðtöl við skjólstæðinga í Árbæjarstöðinni, skráð símtöl voru alls um 22.000 og vitjanir rúmlega 1800. Frá upphafi hefur Heilsugæslu- stöðin í Árbæ verið til húsa á sama stað, Hraunbæ 102: „Síðustu ár hefur farið að þrengja töluvert að starfsem- inni, en hillir nú undir lausn á þeim vanda og gera áætlanir ráð fyrir að ný stöð verði opnuð í júlímánuði á næsta ári með betri aðstöðu og meira rými,“ segir Gunnar Ingi. „Það mun gera okkur kleift að þjóna enn betur íbúum Árbæjarsvæðisins, en það hafa vissu- lega verið forréttindi að starfa fyrir Árbæinga undanfarna þrjá áratugi.“ Finna má upplýsingar um Heilsu- gæslustöðvarnar á höfuðborgarsvæð- inu, opnunartíma og þjónustu, á slóð- inni www.heilsugaeslan.is Heilsa | Heilsugæslustöðin í Árbæ er elsta heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Heilsugæsla í þrjá áratugi  Gunnar Ingi Gunnarsson fædd- ist í Reykjavík 1946. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 og varð med.lic. frá Gautaborgarhá- skóla 1978. Gunnar hóf störf hjá Heilsugæslustöðinni í Árbæ 1979. Gunnar er kvæntur Ernu Matthíasdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau til samans 7 börn og 5 barna- börn. PÁSKAEGG eru trú- lega á boðstólum víða um heim í dag. Þessi ónefnda kona var fyrir helgina að ganga frá útstillingu á páskaeggjum í versl- un sinni í Sao Paulo í Brasilíu. Eggin eru aðeins lítið brot þeirra 21.400 tonna páskaeggja sem framleidd voru í Bras- ilíu í ár. Gleðilega páska Reuters FRJÁLSLYNDI flokkurinn hefur tilkynnt framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingis- kosningarnar 12. maí nk. Listinn er þannig skipaður: 1. Guðjón Arnar Kristjánsson, al- þingismaður, Ísafirði. 2. Kristinn H. Gunnarsson, alþing- ismaður, Bolungarvík. 3. Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, menntunarfræðingur og ráð- gjafi, Akranesi. 4. Ragnheiður Ólafsdóttir, öryrki og listamaður, Akranesi. 5. Anna Margrét Guðbrandsdóttir, heilbrigðisstarfsmaður við heil- brigðisstofnunina á Sauðárkróki, Sauðárkróki. 6. Guðmundur Björn Hagalínsson, bóndi og formaður eldri borgara í Önundarfirði, Flateyri. 7. Brynja Úlfarsdóttir, stuðnings- fulltrúi, Ólafsvík. 8. Helgi Helgason, bóndi, Borgar- firði. 9. Gunnlaugur Guðmundsson, bóndi, Söndum, Miðfirði, Húna- þingi vestra. 10. Lýður Árnason, heilbrigðis- starfsmaður, Bolungarvík. 11. Hanna Þrúður Þórðardóttir, heimavinnandi húsmóðir, Sauð- árkróki. 12. Páll Jens Reynisson, véla- og iðn- aðarverkfræðinemi við HÍ, Hólmavík. 13. Sæmundur T. Halldórsson, verkamaður, Akranesi. 14. Dóróthea Guðrún Sigvaldadóttir, verslunarrekandi, Dalabyggð. 15. Þorsteinn Árnason, vélverkfræð- ingur, Andakílsárvirkjun, Borg- arfirði. 16. Þorsteinn Sigurjónsson, bóndi, Reykjum, Hrútafirði. 17. Rannveig Bjarnadóttir, stuðn- ingsfulltrúi, Akranesi. 18. Pétur Bjarnason, framkvæmda- stjóri og varaþingmaður. Frambjóðendur Frjálslynda flokksins í NV-kjördæmi RÁÐSTEFNA um hnattlægar um- hverfisrannsóknir og spálíkanagerð í samstarfi Pourquoi-pas? – Franskt vor á Íslandi og Háskóla Íslands verður haldin þriðjudaginn 10. apríl kl.15–17 í Hátíðasal Háskólans. Meginfyrirlesarar eru vísinda- menn í fremstu röð í umhverfisrann- sóknum og spálíkanagerð, frá Frakklandi og Bretlandi, segir í fréttatilkynningu. Að fyrirlestrum loknum verða pallborðsumræður með þátttöku fyrirlesaranna, Helga Björnssonar jöklafræðings o.fl. Jón- ína Bjartmars umhverfisráðherra flytur ávarp í upphafi ráðstefnunnar. Í fréttatilkynningu segir um fyr- irlesarana: Jean Jouzel er einn mik- ilvægasti vísindamaður heims á sviði hnattlægra umhverfisrannsókna og lagði grundvöllinn að jarðefnafræði eins og henni er beitt við rannsóknir á jöklum og loftslagi. Starf hans upp- fyllir loforð loftslagssögulegra rann- sókna um að auka skilning á loftslagi samtímans og framtíðar. Sylvie Joussaume hefur borið ábyrgð á megináætlanagerð Geim- vísindadeildar CNRS og INSU á sviði haf- og loftslagsrannsókna, þ.e. rannsókna á loftslagi, loftgæðum, sjávarmengun, veðurfræðilegum ógnum, frá árinu 2001. Hún var skip- uð forstöðukona INSU og Geimvís- indadeildar árið 2003, og nær starfs- svið hennar þar allt frá jarðvísindum til stjörnufræði. Frá júnímánuði árið 2006 hefur hún snúið sér aftur að loftslagsrannsóknum. Sylvie er heimsþekktur sérfræðingur í spálík- anagerð. David Warrilow er vísindamaður við DEFRA í Bretlandi, (UK’s Dep- artment for Environment, Food and Rural Affairs). Hann er sérstakur ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar á sviði loftslagsbreytinga og orkuspar- andi aðgerða, bæði heima fyrir og á alþjóðlegum vettvangi. Fundarstjóri er Brynhildur Dav- íðsdóttir, dósent í umhverfis- og auð- lindafræðum við Háskóla Íslands. Hnattlægar umhverfisrann- sóknir og spálíkanagerð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.