Morgunblaðið - 08.04.2007, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Kalvin & Hobbes
HVERT ERTU
AÐ FARA?
NIÐUR AÐ
STÖÐUVATNINU
HVAÐ ÆTLAR
ÞÚ AÐ GERA VIÐ
FÖTUNA?
TÆMA
STÖÐUVATNIÐ
Kalvin & Hobbes
VEISTU HVAÐ MÉR
FINNST BEST VIÐ
SUMARDAGA...
JAFNVEL EF
SÚ ATHÖFN ER
AÐGERÐARLEYSI
ÉG ER ALVEG
SAMMÁLA
ÞÉR
... ÞEIR ERU SVO GÓÐIR
TIL ATHAFNA!
Kalvin & Hobbes
ÞETTA ER GÓÐUR STAÐUR
TIL AÐ VEIÐA RAUÐMAGA
HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ
GERA EF VIÐ VEIÐUM
EINN SLÍKAN?
VIÐ ÞURFUM EKKI AÐ
HAFA NEINAR
ÁHYGGJUR AF ÞVÍ
ÞANNIG AÐ ÞÚ VEIST EKKI
HELDUR HVERNIG
RAUÐMAGI LÍTUR ÚT
Litli Svalur
© DUPUIS
KRAKKAR MÍNIR,
ÞAÐ ER KOMINN NÝR
NEMANDI Í BEKKINN.
VERIÐ GÓÐ VIÐ HANN
ÞAÐ VILL SVO HEPPI...Ó...ÓHEPPILEGA TIL AÐ AUMINGJA STRÁKURINN HEFUR
ALDREI HITT FÖÐUR SINN, EN HAFIÐ ENGAR ÁHYGGJUR, HANN ER FYRIR-
MYNDAR NEMANDI OG ÞIÐ MUNUÐ DÁST AÐ HONUM. SESTU ÞORLÁKUR
HÆ,
AUMINGJAR
ÉG SKAL PASSA
UPP Á HANN
HANN ER UNDIR ÞÍNUM
VERNDARVÆNG KALLI HEYRIÐ MIG NÚ!
ENGAN KJAFTAGANG
HÉR! EF ÉG FINN
SÖKUDÓLGINN ÞÁ
SKAL HANN...
EKKI LEITA LENGRA HERRA!
ÞAÐ VAR HANN
OG HANN
OG HANN
OG
HANN
OG
HANN
OG HANN
OG
SÉRSTAK-
LEGA HANN
ÉG SKIL!
STÆRÐFRÆÐIPRÓF
STRAX! SKRIFIÐ NIÐUR
SPURNINGARNAR!
6x7... 3x11... 8x9... 6x4... 9x3...
VÁ HVAÐ ÞETTA
ER LÉTT
ÉG GENG UM OG
SÆKI PRÓFIN EFTIR
TVÆR MÍNÚTUR
TVEIMUR MÍNÚTUM
SÍÐAR...
ÖLL SVÖRIN ERU EINS!
EINHVERJIR HAFA SVINDLAÐ!
HVERJIR VORU ÞAÐ?
HANN
HANN
HANN
HANN
HANN KENNARI!
HANN
HANN
HANN
NÝKOMINN OG STRAX
FARINN AÐ SVINDLA! ÞÚ SITUR
EFTIR Í 4 TÍMA
dagbók|velvakandi
Topparkitektúr
MENN hafa margir hrifist af bygg-
ingarlist mannkyns og dáðst svo að
musterum, villum og skýjakljúfum
að þeir hafa sumir gerst arkitektar
sjálfir til að skapa og eiga sér minn-
isvarða um ókomin ár og aldir.
Einn er sá arkitektúr sem ég hef
hrifist af, en það er maðurinn, sem
kallaður hefur verið kóróna sköp-
unarverks Guðs. Í handbók þess
mikla hönnuðar, Biblíunni, er krist-
inn maður nefndur: Guðs hús, must-
eri Guðs og musteri heilags anda.
Páll postuli segir í bréfi sínu til
kristinna manna í Efesus: Vér erum
smíð Guðs, skapaðir til góðra
verka … þér eruð bygging, sem
hefur … Krist Jesú … að hyrning-
arsteini … í honum verðið þér …
bústaður handa Guði. Því „Guð býr
ekki í musterum sem eru með hönd-
um gjörð“ (Postulasagan 17:24).
Í trúuðum manni er vistarvera
Guðs, líkami hans er musteri, bygg-
ingarlist arkitekts alheimsins, þar
sem sál mannsins fær að dvelja og
læra í skóla hjá meistara sínum til
undirbúnings fyrir eilífðina í víð-
áttum himingeimsins. Bygging
manns er hvorki lítið verk né heldur
sú fræðsla sem þar fer fram innan-
dyra. Bygging manns er hverfulli
en skýjakljúfur, en andi og sál
hennar eilíf.
Það fylgir því upphefð og vellíðan
að vera arkitektúr meistara al-
heimsins, ekki síst fyrir það að
hann hefur unun af að dvelja hjá og
í sköpun sinni. Það ætti því að auka
okkur skilning á því hver við í raun
erum, meistarasmíð hönnuðar him-
ingeimsins. Það ætti að auka virð-
ingu okkar fyrir öðrum mönnum og
gera okkur ljóst að við vorum sköp-
uð til góðra verka. Mikið yrði þessi
heimur góður ef við bara vissum
hve dýrmæt við erum og hvert hlut-
verk okkar í rauninni er hér í heimi
og í hinum komandi.
Einar Ingvi Magnússon.
Þakkir
ÉG VIL þakka Andra Gunnarssyni
fyrir hlý orð í minn garð sem birt-
ust hér í blaðinu á mánudag. Það er
gaman að vita að einhver láti sig
þvaðrið í mér varða nokkru. Ég vil
benda Andra á að í bígerð er að
stofna sérstakt hrósfélag.
Hann getur haft samband við
okkur á netfangið fjosahros@vis-
ir.is ef hann vill vera með. Einnig
bendi ég öðrum á þetta sama net-
fang. Ef þið eruð áhugamenn um
hrós, sendið okkur bréf.
Nú mun á næstunni án efa verða
skortur á hrósi í þjóðfélaginu þegar
páskar, kosningar og Evrósjón
ganga í garð. Þessir þrír þættir
verða eflaust samverkandi til að
letja fólk til hróss. Vonandi gleymir
fólk þó ekki því sem vel er gert í
þjóðfélaginu, eins og t.d. Hagstof-
unni og Spaugstofunni. Þessar tvær
stofur vinna verk sitt vel og vand-
lega. Að lokum vil ég tilnefna Egg-
ert Skúlason, stjórnarformann
West Ham, og Björgólf, eiganda
sama knattspyrnuliðs, til bjart-
sýnisverðlaunanna 2007. Það er
skrítin ella að kaupa ömurlegt
knattspyrnulið og ætla að gera ein-
hverjar rósir með það atarna. Stoke
var djók, og hvað er þá West Ham?
Það er von að maður spyrji. Heið-
urskveðjur,
Bjarni Jónsson,
fyrrverandi
verkamaður.
Hermann í Bónusskóm
HERMANN, sem hefur með Bón-
usskó á Hverfisgötu að gera, er vin-
samlegast beðinn að hringja aftur í
Laufeyju, í síma 568-8165 eða 690-
8165.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is