Morgunblaðið - 08.04.2007, Side 55

Morgunblaðið - 08.04.2007, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 55 Reykjavík FIMMTUDAGINN 12. APRÍL KL. 19.30 rauð tónleikaröð í háskólabíói Ísafjörður FÖSTUDAGINN 13. APRÍL KL. 19.00 tónleikar í íþróttahúsinu torfnesi Hljómsveitarstjóri ::: Vladimir Ashkenazy Einleikari ::: Gülsin Onay Felix Mendelsohn ::: Melúsína hin fagra Robert Schumann ::: Píanókonsert í a-moll Hector Berlioz ::: Symphonie fantastique LAUGARDAGINN 14. APRÍL KL. 17.00 Wolfgang Amadeus Mozart ::: Píanókvartett í Es-dúr K493 Johannes Brahms ::: Píanókvartett í c-moll op. 60 kammertónleikar í listasafni íslands Sif Tulinius, fiðla Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla Gestur ::: Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó Miðaverð: 1.500 kr. Gioacchino Rossini ::: Þjófótti skjórinn, forleikur Antonín Dvorák ::: Romanza Maurice Ravel ::: Tzigane Sergei Rachmaninoff ::: Sinfónía nr. 1 Einleikur Guðnýjar FÖSTUDAGINN 20. APRÍL KL. 19.30 gul tónleikaröð í háskólabíói Kristall Hljómsveitarstjóri ::: Owain Arwell Hughes Einleikari ::: Guðný Guðmundsdóttir SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.ISFyrsti konsert er frír Skráning og upplýsingar á www.sinfonia.is ‘07 70ÁR Á FLUGI W W W. I C E L A N DA I R . I S GENESIS Í PARÍS I 29. JÚNÍ–1. JÚLÍ VERÐ FRÁ 79.900 KR. Á MANN Í TVÍBÝLI ROD STEWART Í GLASGOW I 5.–8. JÚLÍ VERÐ FRÁ 87.700 KR. Á MANN Í TVÍBÝLI ROLLING STONES Í LONDON I 23. –26. ÁGÚST VERÐ FRÁ 87.700 KR. Á MANN Í TVÍBÝLI THE POLICE Í LONDON I 7.–9. SEPTEMBER VERÐ FRÁ 77.800 KR. Á MANN Í TVÍBÝLI + Nánari upplýsingar á www.icelandair.is/tonleikaferdir Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði, íslensk fararstjórn og miði á tónleikana. GENESIS ROD STEWART ROLLING STONES POLICE SPENNANDI TÓNLEIKAFERÐIR MEÐ ICELANDAIR OG BYLGJUNNI ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 69 28 0 4 /0 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ nafn sem maður hefur séð hvað reglubundnast á plötum Bjark- ar síðustu árin er nafn Marks Bell, raftónlistarmanns. Bell er einn þeirra sem eru að leggja í hið um- fangsmikla tónleikaferðalag vegna Voltu, nýjustu plötu Bjarkar, en fyrstu tónleikarnir eru núna á morg- un, í Laugardalshöll. Bell hefur virkað á mann sem nokkurs konar huldumaður. Hann hefur sjaldan verið króaður af í við- töl, þrátt fyrir að hafa vera einn nánasti samstarfsmaður söngkon- unnar í tólf ár, en samstarf þeirra hófst þegar þau sömdu saman lagið „I Go Humble“ (sem út kom á Isobel smáskífunni, 1995). Blaðamaður króaði hann engu að síður af á æf- ingu á dögunum, settist niður með honum yfir kaffi (í litlu, þunnu, plastmáli), og spurði nokkurra spurninga. Hetjur „Ég man að ég hitti Björk fyrst þegar hún var enn í Sykurmol- unum,“ rifjar Bell upp. „Þá var hún að hanga með Graham Massey og strákunum í 808 State. Þeir eru frá Manchester og þaðan er stutt til Leeds, þaðan sem ég kem.“ Árið 1991 kom út platan Frequen- cies með LFO, sem þá var dúett Bell og Gez Varley, en í dag er Bell eini meðlimurinn. Platan var ein fyrsta útgáfa hinnar stefnumark- andi Warp útgáfu og telst í dag tímamótaverk í breskri raftónlist. Bell nýtir LFO enn þann dag í dag undir eigin tónlistarsköpun en hefur um leið verið nokkuð upptekinn við að vinna með öðru fólki, og þá ekki bara Björk. „Mér finnst dálítið fyndið, að ég átti eftir að vinna með öllum þessum hetjum mínum sem við Gez vorum að þakka á Frequencies, listamönn- um eins og Kraftwerk og Depeche Mode. Nú, svo var ég einkar hrifinn af tónlist Bjarkar og hef verið svo lánsamur að fá að starfa með henni.“ Bell segist enn þann dag í dag ekki átta sig almennilega á hvernig Björk vinni, og af hverju hún kalli hann til. „Hún sendir mér stundum lög, ef hún er föst, og biður mig um að krukka eitthvað í þau eða gefa sér ráð. Hún gefur mér algjört frelsi til þessarar vinnu.“ En hvað er það sem virkar svona vel í samstarfinu? „Það er einfalt, held ég. Við höf- um mjög áþekkan smekk fyrir tón- list, og erum iðulega sammála um hvaða leiðir skuli fara.“ Reisa Bell segir að tónleikarnir til styrktar Forma á NASA, þann 1. apríl, hafi veitt þeim góðar vísbend- ingar um hvernig skuli stilla upp tónleikunum sem eru framundan og segir að stefnan hafi alltaf verið sú, að Volta yrði vel fallin til tónleika- halds. Bell býr bæði á Íslandi og í Eng- landi. Hann á íslenska konu og með henni tíu mánaða tvíbura, tvo stráka. Þeir verða með í vænt- anlegri reisu, og er Bell hvergi banginn hvað það varðar. „En ef eitthvert vandamál kemur upp, þá spyr ég Björk bara ráða. Hún ætti að vera öllu vön í þessum efnum.“ Sameinuð í smekk Raftónlistarmaðurinn Mark Bell hefur unnið náið með Björk í meira en tíu ár. Morgunblaðið/Ásdís Samstarf við Björk „Við höfum mjög áþekkan smekk fyrir tónlist, og erum sammála um hvaða leiðir skuli fara.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.