Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 21
heilsa MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 21 Á landsfundi Sjálfstæðisflokksinsdreifði Magni Kristjánsson skipstjóri í Neskaupstað vísum Tryggva heitins Vilmundarsonar, sem lengi var netamaður í skips- höfn hans á Berki: Ekki byrjar það björgulega með brælum og stræk og veiðitrega. Að vestan koma látlaust að landi lægðir eins og á færibandi. Vörur stíga, víxlar falla, vonlaust sýnist að borga þá alla. En verst af öllu um vertíð slíka er að vera hættur að drekka líka. Og fleira orti Tryggvi: Hvort ekki yrði tilveran einhvers virði já unaðsleg ef Börkur fullur alltaf yrði en ekki ég. Loks orti Tryggvi og vitnaði til lokaritgerðar Hjálmars fiskifræð- ings frá Mjóafirði, sem fjallaði um marhnútinn: Loðnan er fundin, það lán er fyrir alla látum því helvítis gengið falla. Hjalli er laus við hræðsluna og kvíðann. Enda hefur hann ekki þagnað síðan. Á miðunum vitleysan gerðist gróf gott mun ei af því leiða ef Mjófirðingur með marhnútapróf úr málunum á að greiða. VÍSNAHORNIÐ Af brælu og víxlum pebl@mbl.is MARGIR næringarfræðingar halda því fram að það sé í lagi að svindla af og til og borða eitthvað sem ekki telst kannski til hollustu. Nú hefur hópur vísindamanna við háskólann í Calgary komist að því að svindlið borgar sig ekki. Niðurstöðurnar birtust nýlega í blaðinu Journal of Nutrition. Rannsóknin gekk út á að þrjátíu manns komu fastandi í morg- unverð og helmingurinn fékk létt- mjólk, kornvörur og fitulausa jóg- úrt. Hinn hópurinn fékk morgunverð frá McDonalds. Tveimur tímum síðar fór hóp- urinn í rannsókn þar sem bæði lík- amleg heilsa var könnuð og einnig voru lögð verkefni fyrir hópana sem reyndu á þá með tilliti til streitu. Niðurstaðan er að það er sama hvað kannað var, þeir sem borðuðu fitusnauðan og hollan morgunverð komu betur út úr öllum prófunum en hinir sem borðuðu skyndifæðið. Frekari rannsókna er hins vegar þörf áður en endanleg niðurstaða liggur fyrir, að sögn forsvars- manna rannsóknarinnar, og því óþarfi að taka það bókstaflega að fólk geti aldrei fengið sér skyndi- bita í óhollari kantinum. Einn skyndibiti er nóg Reuters Óhollusta Skyndibitinn virðist aldrei borga sig skv. nýrri könnun. mbl.is smáauglýsingar                      AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Umboðsmenn um land allt Verð 4.190.000kr. Saab 9-5 Arc // 2.0 turbo sjálfskiptur // 150 hestöfl Segðu Saab! Það sést úr mílu fjarlægð þegar Saab er á ferðinni. Því það segir einfaldlega: Saab. Hvað segir þú? Brostu út að eyrum og segðu Saab! Þá sést að þú ert manneskja með góðan smekk fyrir vandaðri vöru, gæðum, klassa. Það sést að þú lætur ekki bjóða þér hvað sem er. Það sést að þú hefur stíl. Já, þú ert manneskja sem segir Saab! Saab 9-5 Arc er samheiti yfir klassískt útlit, fágun og smekk, gæði, öryggi og tækni. Hann er rúmgóður, þægilegur, hljómþíður, lipur, mjúkur, öruggur, með glæsilegri leðurinnréttingu, með mjúkum hemlum, sjálfskiptur, skemmtilega hannaður, ríkulega búinn, í einu orði sagt: Saab. Segðu Saab! Saab 9-5 Arc! Saab Búnaður sem segir Saab: • Tölvustýrð loftkæld miðstöð (ACC) • SAHR virk höfuðvörn að framan (Saab Active Head Restraint) • Tölvustýrð spólvörn • Stöðugleikakerfi • Xenon ljósabúnaður sem stillir sig sjálfur • Aksturstölva • Saab Sentronic sjálfskipting Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 464 7940 E N N E M M / S ÍA / N M 2 6 3 3 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.