Morgunblaðið - 26.04.2007, Síða 24

Morgunblaðið - 26.04.2007, Síða 24
Dekkjaskipti Eftir fyrsta maí verða þeir sektaðir sem enn eru á vetrardekkjum. Þegar velja skal sumardekkþá skiptir mestu máli uppá öryggið að gera, að dekk-in séu örugg og traust og þá á ég við að bíllinn rási ekki á þeim, að það sé ekki misþungi í þeim og að þau þoli bleytu vel. Þetta síð- asta atriði er gríðarlega mikilvægt,“ segir Stefán Ásgrímsson hjá FÍB þegar hann er spurður að því hvað þurfum helst að hafa í huga þegar keypt eru sumardekk undir bílinn. „Við Íslendingar þurfum að leggja mikið upp úr því hvernig sum- ardekkin virka í bleytu, vegna þess að við erum með frekar vont malbik hér á landi, það slitnar mikið og við erum með djúp hjólför sem eru full af vatni kannski helminginn af sum- artímanum. Dekk sem eru léleg í bleytu gera það að verkum að bíllinn getur hreinlega flotið upp og orðið alveg stjórnlaus, hann bremsar ekki, beygir ekki og verður rétt eins og hann sé á vatnaskíðum.“ Það sem hefur áhrif á það hvernig dekkin virka í bleytunni, er munstr- ið í dekkjunum, efnið í gúmmíinu o.f.l. Stefán segir að fólk ætti ekki ein- göngu að líta á verðið þegar það kaupir sumardekk. „Stundum er fólk að spara aurana með því að kaupa ódýr dekk sem einhverjir hafa flutt inn í gámavís frá misjafnlega góðum framleið- endum og geta því verið léleg dekk. Það borgar sig ekki að spara þegar kemur að dekkjum, vegna þess að dekkin eru sá snertiflötur sem bíll- inn hefur við jörðina og þetta þarf að vera í góðu lagi.“ Stefán segir að ending dekkja fari eftir slitþoli þeirra. „Auðvitað á ekki að keyra á dekkj- Forðist dekk sem eru léleg í bleytu Sumardekk eru ekki bara sumardekk. Ýmislegt þarf að hafa í huga við val á þeim, eins og mýkt, slitþol, hemlunareiginleika og á hvaða hraða þau byrja að fljóta upp í miklu vatni. Kristín Heiða Kristinsdóttir spurðist fyrir um sumardekkin hjá FÍB. neytendur 24 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.