Morgunblaðið - 26.04.2007, Side 25
Morgunblaðið/Golli
um sem eru uppeydd. Eðlileg end-
ing á dekki undir fólksbíl getur verið
á milli 30-60 þúsund kílómetrar. En
vissulega fer það líka heilmikið eftir
ökulagi hversu lengi dekk endast og
eftir því hversu hratt er ekið. Lögin
kveða á um hversu mikið mynstur
dekkjanna má vera eytt. Mynstrið
þarf að vera að lágmarki 1,6 milli-
metrar að dýpt, slitflöturinn má ekki
verða þynnri en sem því nemur.“
E-merkið trygging fyrir
uppfylltum stöðlum
Stefán tekur fram að vissulega fá-
ist dekk hér á landi með einhverjum
furðulegum nöfnum sem geta alveg
verið í góðu lagi.
„En kaupendur ættu að fullvissa
sig um að þau séu með E-merkinu,
sem er hringur með bókstafnum e
inni í. Þetta merki gefur til kynna að
dekkin uppfylla lágmarks gæðakröf-
ur Evrópusambandsins. Ef dekkin
eru ekki E-merkt, þá eru þau ólög-
leg.“
Stefán segir að lítið sé um ólögleg
dekk hér á landi núorðið en það hafi
verið á árum áður. „Ég man eftir
sóluðum dekkjum sem voru flutt inn
frá Bretlandi sem voru alveg hræði-
leg, þau slitnuðu upp á mjög skömm-
um tíma og það var hjámiðja í þeim
sem varð til þess að bílarnir skulfu
og hristust á þessum dekkjum. Ég
man líka eftir gölluðum dekkjum
sem seld voru hér, það var búið að
skrapa af þeim allar merkingar.
Svona dæmi eru sem betur fer orðin
mjög fáheyrð hér á landi, enda er
eftirlit með þessu og tollurinn á að
sjá um að ekkert ólöglegt fari inn í
landið.“
Dekk prófuð árlega
Stefán segir að árlega séu gerðar
kannanir á gæðum dekkja úti í
heimi.
„Þeir hlutir sem skipta mestu
máli eru prófaðir af systurfélögum
okkar úti í heimi og núna er ég með í
höndunum niðurstöður úr prófunum
á sumardekkjum sem birtust í þýsku
félagsblaði. Þau fólksbíladekk sem
komu best út í þeirri könnun eru
Bridgestone Turanza, Continental
Premium Contact og Michelin Pri-
macy HP. Í svona könnun eru dekk-
in prófuð með því að keyra á þeim á
þurru malbiki, blautu malbiki, keyrt
er beint áfram, í beygjum, bremsað
og neyðarhemlað. Einnig er mælt á
hvaða hraða þau byrja að fljóta upp í
miklu vatni. Hemlunareiginleikarnir
eru prófaðir, hvort dekkið skrikar í
beygju eða hvort það hefur gott veg-
grip gagnvart hliðarkröftunum og
fleira í þeim dúr. Einnig eru prófaðir
þættir eins og hávaði sem dekkin
gefa frá sér, mýkt, þægindi og slit-
þol.
Dekk í hverjum stærðarflokki eru
öll prófuð undir sama bílnum. Þau
fara þrisvar í gegnum hverja þraut
og þrír mismunandi ökumenn keyra
bílana.“
Þegar talað er um þægindi í
dekkjum þá snýst það um hversu
mjúk þau eru.
„Gróft undirlag finnst mismikið
eftir því hvernig dekkin eru þegar
bílnum er til dæmis ekið eftir mal-
arvegi.“
Valhnetuskeljar í stað
karbíd-mulnings
Stefán segir að ekki sé gott að
hafa vetrardekk undir bílnum yfir
sumartímann vegna þess að þá er
hlýrra í veðri og yfirborð vega getur
orðið ansi heitt. Þá verða dekkin of
mjúk og bíllinn liggur verr á veg-
inum.
„Öll vetrardekk eru í raun loft-
bóludekk, því í þeim er efna-
samsetningin í slitfletinum þannig
að þau harðna ekki í kulda. Það
skiptir máli að þau séu mjúk, því þá
hafa þau betra grip. Þau eru höfð
svampkenndari til að ná fram mýkt-
inni, en efnasamsetningin er þannig
að þetta gljúpa gúmmí spænist ekki
upp á stuttum tíma. En þetta efni
hentar ekki í hita eða á heitu mal-
biki.“
Aðspurður segir Stefán ekki vita
til þess að hér á landi fáist umhverf-
isvæn dekk.
„Áður voru slæm efni notuð til að
herða gúmmíið við framleiðslu
dekkja, en það er löngu liðin tíð. Ég
veit líka að karbíd-mulningur var áð-
ur í sóluðum harðkornadekkjum en
það þykir ekki æskilegt að slíkt efni
bætist við svifrykið. Síðan var val-
hnetuskeljum blandað í gúmmíið í
þessum dekkjum í staðinn fyrir kar-
bídið og eftir þá breytingu hétu þau
Green Diamond og þau voru til sölu
hér í fyrravetur en ég veit ekki til að
þau fáist hér lengur.“
khk@mbl.is
Dekk sem eru léleg
í bleytu gera það að
verkum að bíllinn
getur hreinlega
flotið upp og orðið
alveg stjórnlaus.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 25
Þökkum frábærar móttökur á opnum fundi okkar
um húsnæðisfjármögnun á Hotel Nordica í fyrrakvöld.
Fundurinn var líflegur og fræðandi og sýnir að það
er mikil þörf á umræðu um húsnæðislán í erlendri mynt.
Við hvetjum þig til að kynna þér hvaða lánsform hentar
þér á glitnir.is eða hjá ráðgjöfum okkar í næsta útibúi.
TAKK FYRIR
KOMUNA!