Morgunblaðið - 26.04.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.04.2007, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 27 sinn hins vegar því hún sá að bílakunninginn var með dömu og þarna var í gangi heilmikið kossastand. Auk þess var alls ekki víst að þetta væri réttur mað- ur. Víkverji taldi sig í fyrsta lagi ekki fara mannavillt og í öðru lagi væri viðkomandi ekkert að kyssa neinn heldur að skima aftur á milli sætanna. Skipti engum togum að hann hjólaði upp að bílnum og reyndi að gera vart við sig. Hinn meinti kunningi sneri að sjálf- sögðu hnakkanum í hliðarrúðuna, sá ekki neitt, líklega með augun lokuð í rómantískri alsælu, rígupptekinn, og það sem hafðist upp úr þessari hnýsni Víkverja var að hann komst óvart í augnsamband við dömuna. Átti Víkverji að veifa og reyna að fá manninn til að snúa höfðinu í áttina til hans í von um að þetta væri hinn rétti eða bara hypja sig? Víkverji valdi seinni kostinn. Þóttist hann merkja glott á vör síns betri helm- ings þegar hann sagði hvernig fór. Víkverji hyggst fylgja kvennaráðum eftirleiðis og biður bílakossaparið af- sökunar á gægjunum. Víkverji fagnar vist-vænum skrefum Reykjavíkurborgar, ekki síst þeim skrefum sem taka á til að auð- velda fólki hjólreiðar í borginni. Þannig verð- ur göngu- og hjólreiða- stígurinn frá Ægisíðu upp í Elliðaárdal breikkaður, upphit- aður og vatnshönum þar fjölgað. Þessum stíg verður sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring. Það var lagið. x x x Víkverji fór í vikunniásamt sinni heittelskuðu í rúm- lega tveggja tíma hjólatúr um Æg- isíðu, Gróttu og til baka um Austur- strönd. Virkilega skemmtilegt að hjóla meðfram sjónum, fram hjá golfskálanum á Seltjarnarnesi en þar hefur Víkverji aldrei komið. Þarna eru jarðfræðiminjar í bland við stríðsminjar að ógleymdu fugla- lífinu. Þegar hjónaleysin komu hjól- andi út að bílastæðinu við Gróttu þóttist Víkverji þekkja bíl kunningja síns þarna á planinu og vildi heilsa upp á hann. Spúsa Víkverja, sem hefur sjón á við haförn, latti karl      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is SÉRLEGA sjaldgæfur Súmötru- nashyrningur náðist nýlega á myndband í frumskógum Borneó, þar sem hann sést éta, rölta um og þefa af myndavélinni. Myndbandið þykir, að því er segir á fréttavef AP, veita einstaka innsýn í líf þess- arar nashyrningategundar sem er í útrýmingarhættu. Í yfirlýsingu frá World Wildlife Fund-samtökunum segir að þetta tveggja mínútna myndband sé það fyrsta þar sem hægt sé að fylgjast með hegðun þessarar tegundar. Súmötru-nashyrningurinn er minnsta tegundin af þeim fimm nashyrningategundum sem eftir eru í heiminum og jafnframt sá þeirra sem er í hvað mestri útrým- ingarhættu sem og sá eini sem fyr- irfinnst í Malasíu. Þar fækkar hon- um hins vegar óðum þar sem regnskógarnir sem hann lifir í víkja í æ meira mæli fyrir byggð og land- búnaðarsvæðum. Sjaldséður Súmötru-nashyrningur Reuters Sjaldgæfur Súmötru nashyrningurinn er í útrýmingarhættu. VEFRITIÐ Condé Nast Traveller hefur valið 65 bestu af nýju hótelunum í heiminum. Á listanum er allt frá saf- arígistingu í Tansaníu að litlum klúbbi á Ítalíu. Öll eiga hótelin sameiginlegt að vera sérlega vel hönnuð auk þess að hafa hæfileika til að sjá við jafnvel hörðustu sam- keppninni í hótelbransanum. Tíu efstu hótelin á listanum eru: 1. A C Miramar Barcelona, Spáni 2. Abbaye de la Bussiere Dijon, Frakklandi 3. Acqualina Miami, Bandaríkjunum 4. Adara Whistler, Kanada 5. Amanyara Eyjunni Turks-Caicos í Karabíska hafinu 6. Bamurru Plains Northern territory, Ástralíu. 7. Banyan Tree Lijiang Yunnan-héraði, Kína 8. Bellinter House Meath-sýslu, Írlandi 9. Casas Concierge Buenos Aires, Argentínu 10. Chambers Minneapolis, Bandaríkjunum Tíu bestu hótel heims Fullkomið AC Miramar hótelið í Barcelona þykir bera af öðrum hótelum á heimsvísu. Listann má sjá í heild sinni á http://www.cntravell- er.com/Special_Features/The_Hot_List_2007 FLUGFÉLAGIÐ SAS vinnur nú að því að að innleiða nýtt kerfi í innanlandsfluginu í Danmörku við innskráningu farþega sem gengur út á að lesa fingrafar af farþeg- unum. Vefur Berlingske Tidende segir frá. Þegar er farið að nota fingra- farakerfið á flugvöllunum í Álaborg og Árósum og Kaupmannahafnar- flugvöllur við það að bætast við. SAS-flugfélagið skráir nú af kappi fingraför farþega í innan- landsfluginu. Vísifingur farþega eru fyrst skannaðir í innskráningu og aftur við útgönguhlið í vél og sleppa farþegar, með eða án far- angurs, þar með við að sýna per- sónu- og fluggögn, án þess að ganga á svig við nauðsyn þess að upplýsingar um farangur og far- þega stemmi í fluginu. Um 350 þúsund farþegar með farangur fljúga í innanlandsflugi SAS ár hvert og þykir sýnt að þetta nýja kerfi hraði flugþjónustuna. Fingrafarakerfið er samþykkt af Datatilsynet, systurstofnun Per- sónuverndar. Farþegum er í sjálfs- vald sett hvort þeir gefa starfsfólki flugvallanna „fingurinn“ eða fara hina hefðbundnu leið pappíranna. SAS fær fingurinn             66. Fiskiþing 2007 Haldið á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 27. apríl 2007, kl. 13 til 17 Sjávarútvegur og menntun 1. Ávarp formanns, Pétur Bjarnason 2. Ávarp ráðherra, Einar Kr. Guðfinnsson 3. Þarfir greinarinnar a. Hvað ætla ég að verða þegar ég verð stór? Guðrún Eyjólfsdóttir b. Menntunarþarfir greinarinnar, Svavar Svavarsson 4. Framboð menntunar a. Aðkoma sjávarútvegsráðuneytis, Hulda Lilliendahl b. Starfið í grunnskólunum, Jóna Möller c. Fjöltækniskólinn og hugmyndir um framhaldsnám, Jón B. Stefánsson d. Sjávarútvegsnám við Háskólann á Akureyri, Eyjólfur Guðmundsson e. Sjávarútvegur og Háskóli Íslands, Guðjón Þorkelsson f. Önnur menntun/fræðsla/þjálfun, Helgi Kristjánsson 5. Hvernig er þörfunum fullnægt? a. Pallborð með þátttöku starfandi aðila í greininni 6. Þingslit, Pétur Bjarnason Fiskiþing er öllum opið og eru þeir sem áhuga hafa á sjávarútvegi hvattir til að mæta Ford Fiesta eða sambærilegur kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Sími: 522 44 00 • www.hertz.is Bókaðu bílinn heima fyrir 1.maí - og fáðu 1.000 Vildarpunkta Vika í Danmörku 23.800frá ÍS L E N S K A /S IA .I S /H E R 36 91 9 04 /0 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.