Morgunblaðið - 26.04.2007, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
NOREGUR, DANMÖRK OG
ÖRYGGI ÍSLANDS
Það hefur tekið skemmri tíma enflestir gerðu ráð fyrir að ná samn-ingum við Noreg og Danmörku,
nánustu vina- og bandalagsríki okkar,
um samstarf í öryggis- og varnarmálum.
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráð-
herra mun í dag undirrita samninga
þessa efnis ásamt utanríkisráðherrum
hinna ríkjanna tveggja á ráðherrafundi
NATO í Ósló, aðeins fjórum mánuðum
eftir að viðræður hófust.
Ríkisstjórnin hefur á rétt rúmu ári,
sem liðið er frá því Bandaríkjamenn til-
kynntu brottför varnarliðsins, komið ör-
yggis- og varnarmálum Íslands í jákvæð-
an og farsælan farveg.
Þetta hefur annars vegar verið gert
með viðræðum við Noreg, Danmörku,
Bretland og Kanada um samstarf í ör-
yggismálum á Norður-Atlantshafi. Í
Morgunblaðinu í dag kemur fram að við-
ræður við Þýzkaland standa einnig fyrir
dyrum. Það væri að sjálfsögðu mikill
akkur í því að það öfluga ríki tæki þátt í
æfingum hér á landi, eins og nú mun vera
til umræðu. Því fleiri NATO-ríki, sem
fást til slíks samstarfs, þeim mun betur
er hægt að tryggja þá hernaðarlegu við-
veru, sem nauðsynleg er til að hér skap-
ist ekki öryggistómarúm.
Hins vegar hefur starfsemi ýmissa
innlendra öryggisstofnana, sem flestar
heyra undir dómsmálaráðuneytið, verið
efld verulega, eins og rakið er í Morg-
unblaðinu í dag.
Sú uppbygging felur að sjálfsögðu í
sér aukinn kostnað. Í Morgunblaðinu í
gær kom fram að Ísland myndi einnig
bera kostnað af heræfingum hér á landi,
sem ekki hefur áður fallið á íslenzka rík-
ið, heldur voru það bandarískir skatt-
greiðendur sem stóðu straum af honum.
Það er eðlilegt og jákvætt að sjálfstætt
og fullvalda ríki axli ábyrgð á kostnaðin-
um af eigin vörnum. Við getum ekki verið
stolt af sögu okkar í þeim efnum; Ísland
græddi áratugum saman fjárhagslega á
veru varnarliðsins hér og á veru sinni í
NATO en lagði sjálft fjárhagslega lítið
sem ekkert af mörkum. Og þótt útgjöld
okkar til eigin varna aukist um hundruð
milljóna króna, jafnvel einhverja millj-
arða, verðum við langt frá því að leggja
sama hlutfall þjóðarframleiðslu til varn-
armála og önnur NATO-ríki.
Raunar verðum við að teljast ákaflega
heppin að eiga að bandamönnum ríki,
sem telja sér nægilegan akk í samstarfi
við okkur til þess að við þurfum ekki t.d.
að stofna okkar eigin flugher til að
bregðast við brotthvarfi Bandaríkja-
manna héðan.
Sumir hafa spurt í tortryggni hvað
Danir og Norðmenn telji sig græða á
samstarfi við okkur. Sérstaklega í Nor-
egi telja líka einhverjir að norsk stjórn-
völd séu að aumka sig yfir Íslendinga.
Auðvitað eru það hins vegar gagnkvæm-
ir hagsmunir, sem ráða því að samkomu-
lag hefur náðst um aukið samstarf. Norð-
menn sjá sér t.d. hag í því að geta fylgzt
betur með skipaumferð, sem tengist olíu-
vinnslu þeirra sjálfra og Rússa í Bar-
entshafi og stuðlað að því að tryggja ör-
yggi þeirra flutninga. Sameiginlegir
hagsmunir Dana og Íslendinga vegna
eftirlits á hafsvæðinu milli Grænlands,
Íslands og Færeyja liggja í augum uppi.
Sumir vilja ennfremur tengja saman
það samkomulag, sem nú hefur náðst við
Norðmenn, og önnur deilumál ríkjanna,
einkum um fiskveiðimál. Slík tenging er
út í hött. Sýn ríkjanna á öryggismál í
Norður-Atlantshafi er einfaldlega sam-
bærileg og kemur þeim deilum ekkert
við. Hitt er svo annað mál, að samstarf
um jafnmikilvæg mál og landvarnir og
öryggismál hlýtur að stuðla almennt að
því að ríkin tvö leysi mál sín á milli með
uppbyggilegum og jákvæðum hætti.
VÍTAVERÐ VANRÆKSLA
Það fer tæpast á milli mála, að verk-takafyrirtækið Impregilo hefur
verið staðið að vítaverðri vanrækslu á
síðustu köflum framkvæmda við Kára-
hnjúkavirkjun. Það er nánast ótrúlegt
að fyrst í gær hafi verið upplýst að 180
einstaklingar hafi orðið veikir vegna
mengunar og annarra vandamála í
göngum, sem þeir hafa unnið að. Og að
þessara veikinda hafi orðið vart fyrir
tveimur vikum án þess að nokkuð væri
að gert. Hvers konar framkoma er
þetta?
Í yfirlýsingu sem Impregilo sendi
frá sér í fyrradag segir að vandamálið
sé „nýtilkomið“. Er hægt að lýsa þessu
á þann veg, þegar fyrstu merki um
veikindi starfsmanna komu fram fyrir
tveimur vikum og á þessum tveimur
vikum hafa 180 manns orðið að leita til
læknis?
Í yfirlýsingu Impregilo frá því í
fyrradag segir m.a.:
„Þegar hefur verið gripið til aðgerða
til að draga úr loftmengun í göng-
unum …“
Hvenær var gripið til aðgerða? Þeg-
ar Vinnueftirlitið hafði stöðvað vinnu í
göngunum?
Í yfirlýsingu fyrirtækisins segir:
„Forsvarsmenn Impregilo harma
veikindi starfsmanna og munu tryggja
að athugasemdum bæði Heilbrigðiseft-
irlits Austurlands og Vinnueftirlits rík-
isins verði fylgt eftir í hvívetna …“
Er það svo? Hvenær var hafizt
handa við að tryggja að þessum at-
hugasemdum yrði fylgt eftir? Þegar
hvorki meira né minna en 180 manns
höfðu veikzt?
Þetta er auðvitað slíkt hneyksli að
engin orð eru til yfir þá vítaverðu van-
rækslu, sem verktakafyrirtækið hefur
augljóslega sýnt í þessu máli.
Og það er jafnframt ástæða til að
spyrja hvað eftirlitsaðilar með þessum
framkvæmdum voru að gera í þessar
tvær vikur. Geta þeir gefið einhverjar
viðunandi skýringar á því, hvers vegna
það þurfti stöðvun framkvæmda af
hálfu Vinnueftirlits til þess að þetta
mál kæmist í hámæli?
Það verður að fara rækilega ofan í
þetta mál. Hvernig gat það gerzt að
verkamennirnir unnu þarna við ger-
samlega óviðunandi aðstæður? Hvernig
gat það gerzt, að það tæki tvær vikur
að bregðast við? Hvernig gat það gerzt
að 180 manns leituðu til læknis án þess
að gripið væri til skjótra aðgerða?
Það duga engin fagurmæli í opinber-
um yfirlýsingum í þessu máli. Það
verður að rannsaka það frá upphafi til
enda og þeir sem ábyrgð bera verða að
axla afleiðingar gerða sinna eða af-
skiptaleysis.
Það er mikið talað um öryggi og eft-
irlit í sambandi við svona viðamiklar
framkvæmdir en svo kemur í ljós, að
öryggið er ekki viðunandi og eftirlitið
ekki nægilegt. Hvaða skýringar hefur
Landsvirkjun á þessu?
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
TILLAGA hóps presta ogguðfræðinga um aðprestum verði heimilt aðannast hjónavígslu sam-
kynhneigðra var í gær felld með 64
atkvæðum gegn 22 á prestastefnu
sem stendur yfir á Húsavík.
Hins vegar var samþykkt, með
yfirnæfandi meirihluta, að lagt
verði til við kirkjuþing að prestum
verði formlega heimilt að blessa
sambúð samkynhneigðra.
Skoðanir voru ákaflega skiptar
um málið á prestastefnu í gær og
umræður „mjög opinskáar“ skv.
heimildum Morgunblaðsins, enda
hafði Karl Sigurbjörnsson biskup
lýst eftir öllum sjónarmiðum í gær-
morgun.
Fulltrúum fjölmiðla var ekki
heimilt að hlýða á umræður og
biskup sagði, þegar Morgunblaðið
spurði hann hvers vegna, að það
hefði ekki tíðkast á prestastefnu
vegna þess að það gæti hamlað um-
ræðum; þær orðið yfirborðslegri.
Niðurstaða gærdagsins þykir
tíðindum sæta. Sumum finnst of
langt gengið, öðrum of skammt, en
a.m.k. hluti þeirra sem vildu heim-
ila prestum að annast hjónavígslu
samkynhneigðra fagnar „breyting-
unni“, þótt hún sé í raun engin.
Verði á kirkjuþingi farið að vilja
kenningarnefndar má segja að það
sem áður var óopinbert og óstað-
fest – að prestur geti blessað stað-
festa sambúð samkynhneigðra –
verði opinbert og staðfest, eins og
einn viðmælandi Morgunblaðsins
orðaði það.
Tillagan um hjónavígslu sam-
kynhneigðra var á þá leið að þjóð-
kirkjan færi þess á leit við Alþingi
að það samræmdi hjúskaparlög og
lög um staðfesta samvist þannig að
vígslumönnum þjóðkirkjunnar og
skráðra trúfélaga yrði heimilt að
annast hjónavígslu samkyn-
hneigðra. Þessi tillaga var felld
með 64 atkvæðum gegn 22.
Önnur tillaga var lögð fram af
dr. Pétri Péturssyni og sr. Sigurði
Grétari Sigurðssyni; „að prestum
þjóðkirkjunnar, sem það kjósa,
verði heimilað að vera lögformlegir
vígslumenn staðfestrar samvistar
á grundvelli álits kenning-
arnefndar“.
Dagskrártillaga kom fram um að
vísa þessari tillögu til biskups og
kenningarnefndar og var það sam-
þykkt með 43 atkvæðum gegn 39.
Segja má að mjótt hafi verið á
munum og ýmsum á prestastefnu
þykir þetta stórt skref, vegna þess
að með því að vísa tillögunni til
biskups og kenningarnefndar sé
þeim möguleika haldið opnum að
prestar geti orðið „lögformlegir
vígslumenn“ samkynhneigðra
„sem þýðir nánast að þeir gefi sam-
kynhneigða í hjónaband, þó svo
það orðalag verði ekki notað“, eins
og einn þátttakenda í prestastefnu
sagði við blaðamann.
Tillaga biskups um ályktun varð-
andi álit kenningarnefndar var síð-
an samþykkt með 69 atkvæðum
gegn 14, en hún var á þá leið að
helgisiðanefnd gangi frá bless-
unarformum til notkunar í kirkj-
unni að teknu tilliti til athuga-
semda.
Karl Sigurbjörnsson er formaður
kenningarnefndar. Hann sagði að í
áliti nefndarinnar um þjóðkirkjuna
og staðfesta samvist samkyn-
hneigðra væri fólgin málamiðlun,
sem prestar og leikmenn þjóðkirkj-
unnar ættu að geta sameinast um
að una. „Ýmsum finnst býsna langt
gengið, öðrum of skammt,“ sagði
biskup við upphaf prestastefnu.
Biskup sagði að forsenda álits
kenningarnefndarinnar, málamiðl-
unarinnar, væri sú að hefðbundinni
skilgreiningu hjónabands, sem
sáttmála karls og konu, væri ekki
raskað, „en að þjóðkirkjan við-
urkennir önnur sambúðarform og
sérleik þeirra. Með þessari nið-
urstöðu skipar þjóðkirkjan sér í
flokk með þeim kirkjum sem lengst
hafa gengið“, sagði biskup.
Hann sagði að kirkjan þyrfti að
þola skoðanaskipti og andstæð
sjónarmið. „Hún þarf að þola meiri
margbreytni starfshátta og þarf að
forðast að steypa allt í sama mót.
Kirkjan er ekki golfvöllur þar sem
aðeins er rými fyrir eina grasteg-
und sem klippt er í sömu hæð. Nei,
hún er frekar eins og íslenskur út-
hagi, lyngmói, þar sem fjölbreytt líf
þrífst og saman vaxa snarrótarp-
untur og holtasóley,“ sagði hann í
ávarpi sínu í gærmorgun.
Biskup sagði umtalsver
á prestastefnu og víðar inn
unnar hafa verið varið til u
um stöðu og málefni samk
hneigðra. „Ekki er að und
þeim sem utan standa finn
vill sem verklag kirkjunna
þessum efnum sem og ým
um sé varfærið og fálmken
andi með árarnar meira og
kross. Varfærni sem sumi
hik og fálm tel ég þó frem
marks um ábyrgðarkennd
menn róa saman þá varða
vita hvert skal stefna og a
inn staðsetningartækjum,
og kortum til að finna rétt
Ef margir róa saman er m
að þeir séu sammála um m
og hvort treysta megi sjók
og áttavitanum.“
Kolfellt að presta
hjónavígslu samk
Mikill meirihluti var
gegn því á prestastefnu
að prestum yrði heimilt
að annast hjónavígslu
samkynhneigðra en
samþykkt að þeir
blessuðu slíka sambúð.
Lífleg skoðanaskipti Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, flytu
Í HNOTSKURN
»Hópur 42 presta og guð-fræðinga lagði til við
prestastefnu að prestum yrði
heimilað að gefa samkyn-
hneigð pör saman í hjóna-
band. Tillögunni greiddu 22
atkvæði í gær, en þess ber að
geta að ekki höfðu allir flytj-
endur tillögunnar atkvæð-
isrétt og voru reyndar ekki
allir viðstaddir.
HÚSAVÍKURKIRKJA hef
kirkjum landsins og víst e
hún stendur í miðbænum.
Kinnarfjöll og kirkjan er þ
hafnar í Húsavíkurhöfn, e
endur geta vitnað um.
Altaristaflan í Húsavíku
prestastefnunni í gær, á sé
arinsson listmálari málaði
„Hann var Keldhverfing
inni þegar hún var komin
verandi skólastjóri Gagnfr
þeir þættust þekkja andlit
dofnað með tímanum og m
þessari altaristöflu.“ Sigu
hafi menn þóst þekkja lan
Að sögn Sigurjóns gerð
gerð verksins og menn vor
fullbúin að þeir borguðu h
Jesús og f
í Kelduhv