Morgunblaðið - 26.04.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 33
ÞAÐ var ósköp dapurlegt að
hlusta á ræðu Geirs Haarde for-
sætisráðherra þar sem hann lofaði
eldri borgurum 70
ára og eldri að þeir
einir mættu vinna
sér inn peninga án
þess að sú greiðsla
kæmi til skerðingar
á bótum almanna-
trygginga á vegum
TR, en af þessum greiðslum er að
sjálfsögðu greiddur eðlilegur skatt-
ur.
Ég spyr hér í einfeldni minni:
Hvað veldur því að þessi mörk eru
ekki sett jafnt yfir hópinn frá 65 ára
aldri, þegar flestir eru sennilega
með fulla starfsorku og geta auð-
veldlega skilað miklu meira til þjóð-
arbúsins? Eru þessar skerðingar
það heilagar að það sé nauðsynlegt
að beita þeim og í þeim mæli sem
þær eru, eða 40%, og eiga að lækka
niður í 35%? Hér er á ferðinni ein-
hver ódrengilegasti skerðingarmáti
sem til þekkist, að ætla einstaklingi
á strípuðum bótum frá TR og í eng-
um lífeyrissjóði að komast af með 40
þús. kr. á mánuði við töku lífeyris og
í dag 60 þús. vegna skerðingar frá
TR. Hér er brotið á fleiri þúsund
einstaklingum í gegnum TR (þá ann-
áluðu ölmusustofnun) sem skilaði
inn í ríkissjóð hátt í einum milljarði
króna í skertum bótum einstaklinga
á sl. ári. – Það er von að skerðing-
armeistarar þessarar ríkisstjórnar
séu ekki á þeim brókunum að létta
þessu fargi af eldri borgurum, enda
skuldar stjórnin bótaþegum hátt í 40
milljarða, í skertum bótum á sl. 12
ára setu Framsóknarflokksins í heil-
brigðis- og tryggingaráðuneytinu.
Hér sýnir formaður Sjálfstæð-
isflokksins og fyrrv. fjármálaráð-
herra að hugur fylgir ekki máli í að
afnema þennan ósóma sem skerð-
ingar á bótum eldri borgara eru.
Nei, þær skulu halda áfram hvað
sem raular og tautar. Hér koma eng-
ar töfralausnir í ljós eins og t.d.
kjaradómur með litla 60 þús. kr.
hækkun á mánuði í launum til þing-
manna með reglubundnu millibili.
Eða hið fræga eftirlaunafrumvarp
sem allur þingheimur stóð að sér til
handa og Geir Haarde svaraði ekki á
nýloknum landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins nema með útúrsnúningi
frá spyrjanda úti í sal. Núverandi
ríkisstjórn skuldar sennilega hátt í
átta milljarða í framkvæmdasjóð
eldri borgara og hefur á engan hátt
sýnt það svart á hvítu hvert þeir
peningar hafa farið á umliðnum ár-
um. Skorti á hjúkrunarrýmum hefði
verið útrýmt ef þessir peningar
hefðu verið notaðir eins og lögin
gera ráð fyrir. Þessi ríkisstjórn
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks
má ekki ná þeim þingstyrk að hún
sitji áfram. Eldri borgarar; sýnum
samhug í verki og kjósum Baráttu-
samtök eldri borgara og öryrkja. –
xE.
Áskorun til
eldri borgara
og öryrkja
Eftir Einar H. Guðmundsson
Höfundur er stjórnarmeðlimur
í baráttusamtökum eldri borg-
ara og öryrkja.
JAFNAÐARMENN hafa lagt
grunninn að velferðarsamfélögum
Norðurlanda. Þar er jöfnuður
meiri en annars
staðar og atvinnu-
lífið jafnframt sam-
keppnishæfast. Á
undanförnum ára-
tug hafa stjórnvöld
á Íslandi ekki hug-
að að sér, við höf-
um aukið misskipt-
ingu og ójöfnuð.
Jafnvægi og framfarir; efling
velferðarkerfisins og ábyrg efna-
hagsstjórn eru rauði þráðurinn í
stefnu Samfylkingarinnar. Sam-
fylkingin vill þjóðarsátt um nýtt
jafnvægi í efnahagsmálum og ný
vinnubrögð til að tryggja samstill-
ingu efnahagsaðgerða. Efnahags-
og umhverfisstefna Samfylking-
arinnar slær á þenslu og skapar
svigrúm fyrir átak í velferðar- og
samgöngumálum.
Samfylkingin mun rétta hlut
aldraðra og öryrkja gagnvart al-
mannatryggingum, tryggja að-
gengi allra að heilbrigðiskerfinu
óháð efnahag og útrýma biðlistum
með fjögur hundruð nýjum hjúkr-
unarrýmum á næstu tveimur ár-
um. Útrýma biðlistum gagnvart
læknisaðgerðum, auka öryggi og
lífsgæði þjóðarinnar.
Samfylkingin mun hrinda í
framkvæmd aðgerðaáætlun til að
sporna gegn fátækt. Einnig að-
gerðaáætlun um málefni barna og
auka þannig stuðning samfélags-
ins við börn og barnafjölskyldur,
draga úr skerðingum á barnabót-
um vegna tekna og bæta tann-
vernd barna með ókeypis eftirliti.
Takast þarf á við neyslu ávana-
og fíkniefna með áherslu á for-
varnir, meðferð og endurhæfingu.
Kynjajafnrétti er ein af grunn-
stoðum jafnaðarstefnunnar. Sam-
fylkingin lýsir yfir skýrum póli-
tískum vilja til að útrýma
launamun kynjanna, afnema
launaleynd, koma á fullu jafnrétti
milli karla og kvenna og gera Ís-
land að fyrirmyndarsamfélagi á
sviði jafnréttismála.
Gott velferðarkerfi er forsenda
heilbrigðs og samkeppnishæfs at-
vinnulífs. Samfylkingin er jöfn og
frjáls og er eina trúverðuga
breytingaaflið í samfélaginu. Í
komandi kosningum verður kosið
um það hvort jafnaðarstefnunni
verður beitt á ný til að auka lífs-
gæði á Íslandi. Stuðningur við
Samfylkinguna mun gera það að
verkum.
Jafnaðarstefnan er það sem þjóðin þarfnast
Eftir Gunnar Svavarsson
Höfundur er oddviti Samfylking-
arinnar í Suðvesturkjördæmi.
Fréttir á SMS
Kolbrún Halldórsdóttir
skipar 1. sæti Reykjavíkurkjördæmi Suður
1. Hvetjum til þátttöku sem flestra í samfélaginu. Það verður best gert
með því að bæta aðgengi að umræðu, upplýsingum og þekkingu og veita
öllum jafngild tækifæri til skólagöngu og símenntunar.
2. Eflum grasrótarhreyfingar á Íslandi með það að markmiði að þær séu
virkar í stefnumótun og ákvarðanatöku um samfélagsmál.
3. Festum í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur.
4. Tryggjum að Ríkisútvarpið geti gegnt hlutverki sínu með reisn sem
kraftmikið menningar- og almannaþjónustuútvarp, einkum í þágu
lýðræðis. Það verður best gert með því að breyta lögum um Ríkisútvarpið
á nýjan leik.
5. Stuðlum að umburðarlyndu og opnu samfélagi og vinnum markvisst
gegn fordómum, t.d. í garð samkynhneigðra, innflytjenda og fleiri.
6. Skoðum málefni innflytjenda í samhengi við önnur samfélagsmál með
það fyrir augum að móta stefnu til framtíðar. Innflytjendum þarf að standa
til boða að taka þátt í uppbyggingu þjóðfélagsins á öllum sviðum.
7. Eflum þjónustu við móttöku innflytjenda, bætum skráningu við komu
þeirra inn í landið og aukum upplýsingar til þeirra um húsnæði, réttindi og
skyldur, og atvinnu. Tryggjum að menntun innflytjenda verði metin og
staðfest á hverju fagsviði, t.d. með jafngildisprófum. Tryggjum
íslenskukennslu fyrir innflytjendur í allt að 3000 stundir án gjaldtöku.
8. Lengjum fæðingarorlof í eitt ár og tryggjum að allir eigi rétt á
greiðslum úr fæðingarorlofssjóði.
9. Tryggjum forræði landsmanna á náttúruauðlindum til lands og sjávar og
að þær haldist í þjóðareigu. Afnemum þau ákvæði vatnalaga sem innleiða
einkaeignarrétt á vatni.
10. Tryggjum nægt framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði, bæði
leiguhúsnæði og húsnæði til eignar. Stofnum til félagslegra íbúðalána í
gegnum Íbúðalánasjóð.
11. Setjum stefnumótun í málefnum barna í forgang og leggjum áherslu á
úrræði fyrir börn inni á heimilum sínum í stað stofnanaúrræða. Aukum
réttindi barna með auknu lýðræði í skólastarfi.
12. Stuðlum að atvinnuumhverfi þar sem vinnudagurinn er hóflega langur
og sveigjanlegur og hægt er að laga vinnuna að þörfum fjölskyldulífs.
KRAFMIKIÐ
SAMFÉLAG
ALLT ANNAÐ LÍF! - með vinstri grænum
Kynntu þér málið á www.VG.is
Katrín Jakobsdóttir
skipar 1. sæti í Reykjavik Norður