Morgunblaðið - 26.04.2007, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ JátmundurÁrnason fæddist
á Sólmundarhöfða
20. nóvember 1928.
Hann lést á heimili
sínu 16. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Guðrún
Þórðardóttir, f. á
Glammastöðum í
Svínadal 2. júní
1889, d. 26. júní
1961 og Árni Sig-
urðsson, f. á Hurð-
abaki í Svínadal 9.
júní 1868, d. 21. maí
1951. Þau bjuggu allan sinn bú-
skap á Sólmundarhöfða í Innri-
Akraneshreppi, þar sem Árni
stundaði sjómennsku og almenna
verkamannavinnu á Akranesi.
f. í Árnabæ á Akranesi 18. desem-
ber 1896, d. í Bandaríkjunum 27.
nóvember 1970. Hann flutti til
Kanada 16 ára gamall og settist
þar að. Fyrst bjó hann í Kanada en
lengst af bjó hann í Los Angeles.
Játmundur sleit barnsskónum á
Sólmundarhöfða. Er hann komst á
unglingsár fór hann að sækja
vinnu niður á Akranes. Hann vann
í Heimaskaga til ársins 1964. Þá
gerðist hann vinnumaður á Ytra-
Hólmi, fyrst hjá Pétri Ottesen og
síðar hjá þeim frændum Jóni og
Antoni Ottesen. Hann bjó og starf-
aði á Ytra-Hólmi til ársins 1992 en
þá flutti hann á Jaðarsbraut á
Akranesi og síðast bjó hann á Ein-
igrund 2. Eftir að hann fór frá
Hólmi vann hann þar áfram um
nokkurn tíma. Allmörg haust vann
hann í Sláturhúsinu við Laxá.
Útför Játmundar verður gerð
frá Akraneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Systkini Játmundar
eru Ingibergur, f. 19.
október 1913, d. 9.
desember 1993, Sig-
ursteinn, f. 29. nóv-
ember 1915, Jóhann
Aðalsteinn, f. 30. des-
ember 1919, d. 5. júlí
1991, kvæntur Sess-
elju Karlsdóttur, f.
18. desember 1927,
þau áttu fjögur börn,
og Þórður, f. 17. nóv-
ember 1926, kvæntur
Sigríði Sigurjóns-
dóttur, f. 1. febrúar
1930, þau eiga eina dóttur. Þeir
bræður eru allir fæddir á Sól-
mundarhöfða.
Með fyrstu konu sinni, Lilju
Jónsdóttur, átti Árni soninn Hrólf,
Það er eitthvað svo óraunverulegt
að setjast niður og ætla að reyna að
skrifa minningargrein um þig, fyrir
mér er það skrýtið að mega ekki bú-
ast við símtali frá þér, fá fréttir af því
hvernig þér líði og hvern þú hafir hitt
eða heyrt í frá því við hittumst síðast,
um það gafstu mér alltaf ítarlega
skýrslu. Þú hefur verið hluti af mínu
lífi alla tíð en eftir að ég flutti að
Hamri hafa okkar samskipti verið
mikil og ýmislegt sem við brösuðum
saman, þú barst á gluggana fyrir mig
og ég skutlaði þér það sem þú þurftir
að fara og eru eftirminnilegar
Reykjavíkurferðirnar, þú hafðir gam-
an af því að versla og sagðir frá því
eftir þessar ferðir að ég hefði látið þig
eyða allt of miklu, áður en heim var
haldið bauðst þú mér alltaf út að
borða, í síðustu ferð fórum við í Múla-
kaffi og var það staður að þínu skapi.
Þú hafðir mikið yndi af ljósmynd-
unum þínum, hvort sem það var af
okkur heimilisfólkinu að öðrum sam-
ferðamönnum þínum og varst ólatur
við að halda myndasýningar fyrir
okkur. Ég held að þín helsta dægra-
stytting seinni ár hafi verið að fara í
gegnum myndasafnið þitt og láta taka
eftir einhverjum myndum sem þig
langaði til að gefa. Þig langaði til að
eignast græju sjálfur sem þú gætir
fjölfaldað með og stækkað myndir,
við vorum búin að leita en vorum ekki
búin að finna neitt sem hentaði.
Þú varst mikill selskapsmaður og
naust þín hvort sem voru fjölskyldu-
boð eða aðrar samkomur og þar sagð-
ir þú gjarnan sögur af ferðum þínum
og ævintýrum, ég er ekki frá því að
sögurnar hafi orðið meira krassandi
með árunum enda á góð saga ekki að
gjalda sannleikans, ég er þess fullviss
að oft eigum við eftir að rifja þessar
sögur upp og vitna í þig.
Að lokum, Mundi minn, vil ég
þakka þér fyrir samfylgdina og bið
Guð að geyma þig.
Lára.
Játmundur Árnason frá Sólmund-
arhöfða hefur nú kvatt þessa jarðvist.
Mundi, eins og hann var kallaður af
okkur sem hann þekktum, bar þetta
sérstaka nafn sem ekki er vitað til að
aðrir Íslendingar hafi borið. Ég
spurði bróður hans, föður minn hvers
vegna hann héti þessu nafni, skýring-
in var einföld á þessari nafngift. Í
almanaki Þjóðvinafélagsins hér á ár-
um áður stóð við fæðingardag hans
Játmundur konungur. Því var hann
látinn heita þessu nafni.
Mundi var glaðlyndur og hafði ein-
staklega gaman af því að segja sögur
af mannlífinu í sveitinni og frá ferðum
sínum erlendis. Oft sat ég og hlustaði
af athygli þegar hann kom heim, sér-
staklega þegar hann kom erlendis frá.
Á mínum uppvaxtarárum voru ekki
margir sem fóru utan af mínum nán-
ustu. Þannig að það var alltaf gaman
þegar Mundi kom frá útlöndum. Allt-
af kom hann færandi hendi bæði með
sælgæti, og oft fékk ég dúkku frá því
landi sem hann var að koma frá.
Mundi hafði gaman af ferðalögum
og ferðaðist mikið bæði innanlands og
utan. Hann ferðaðist um Evrópu með
vini sínum Knud Símonsen, en hann
var vinnumaður til margra ára á
Hólmi. Mundi fór einnig til Kanada,
Bandaríkjanna og Taílands. Einnig
fór hann oft til Svíþjóðar, þá var hann
að heimsækja vin sinn Knud.
Þrátt fyrir að ferðast mikið talaði
Mundi ekki önnur tungumál en ís-
lensku, eins og var með marga af hans
kynslóð. En alltaf komst hann klakk-
laust í gegnum ferðirnar sínar.
Eftir að ég fór að ferðast sjálf er-
lendis hugsaði ég stundum hvernig
frændi minn hefði komst allra sinna
ferða erlendis án þess að vera slark-
fær á enska tungu. En hann hafði
yndi af ferðalögum og lét það ekki
stoppa sig og alltaf kom hann heim
aftur og hafði frá mörgu að segja.
Þegar Mundi var sjötugur setti faðir
minn saman þessa limru um hann.
Sjötugur í dag er sá
sem engan nafna á
ferðast hefur austur
og vestur sem gestur
framandi þjóðir til að sjá.
Áhugamál Munda fyrir utan ferða-
lögin var að taka myndir og jafnframt
hlustaði hann mikið á tónlist. Hann
tók mikið af myndum á ferðalögum
sínum og einnig á mannamótum. Það
var alltaf gaman að skoða myndir
með honum, sérstaklega þegar hann
kom erlendis frá. Mundi var handlag-
inn og hafði yndi af öllum bústörfum
enda var það hans atvinna nánast alla
tíð fyrir utan nokkur ár í fiski. Það var
hans gæfa að setjast að á Ytra-Hólmi
og fá að kynnast öllu því góða fólki.
Frændurnir Jón og Anton reyndust
honum mjög vel og á síðustu árum
hafa afkomendur Jóns verið honum
afskaplega raungóðir. Ég vil fyrir
hönd fjölskyldunnar þakka öllu þessu
góða fólki fyrir hlýhug og velvild í
hans garð.
Það eru góðar minningar sem fara í
gegnum hugann er ég minnist frænda
míns þó svo samverustundirnar hin
síðari ár hefðu mátt vera fleiri. Bestu
þakkir fyrir samfylgdina, kæri
frændi, og megi góður guð leið þig í
ljósið þar sem ég veit að þú átt góða
heimkonu meðal ástvina.
Blessuð sé minning þín.
Guðrún Þórðardóttir.
Kær vinur hefur lagt í sína hinstu
ferð. Játmundur Árnason sem verið
hefur órjúfanlegur hluti tilveru minn-
ar í rúm fjörutíu ár. Árið 1964 flutti
hann á æskuheimili mitt að Ytra-
Hólmi og gerðist þar vinnumaður. Á
Ytra-Hólmi var ávallt margt í heimili,
auk okkar systkinanna og foreldra
okkar bjuggu þar afi og amma auk
frænda og vina sem voru til lengri eða
skemmri tíma heimilisfastir þar. Ég
tel það ákaflega lærdómsríkt og raun-
ar forréttindi að hafa fengið að vera
samvistum við allt þetta góða fólk.
Lífshlaup Játmundar verður varla
talið hefðbundið, en hann var ham-
ingjumaður og sáttur við sitt hlut-
skipti. Hann var mikil félagsvera en
leið líka vel einum með sjálfum sér.
Ég hef oft hugsað um það hversu gott
það væri að hafa nægjusemi Ját-
mundar. Hann komst af með afar lítið
og virtist þó ekki sakna neins og hann
hafði líka þann hæfileika að geta
glaðst yfir því smáa. Hann var einnig
afar hreinskilinn, lét það óhikað í ljós
ef honum fannst ég hafa t.d. bætt á
mig og í eitthvert skiptið sagði hann
við mig að hann væri feginn því að
vera ekki maðurinn minn því ég væri
svo eyðslusöm. Maður vissi alltaf hvar
maður hafði Játmund. Strax árið 1964
fór hann að ferðast til útlanda, löngu
áður en það varð jafn sjálfsagt og það
er orðið í dag. Hann ferðaðist til
margra landa, mest ferðaðist hann
með dönskum vini sínum Knud B.
Simonsen sem hann kynntist heima á
Hólmi. Hann ferðaðist líka með fleir-
um, m.a. Karlakór Reykjavíkur.
Ferðir þessar voru honum endalaus
uppspretta frásagna og minninga í
gegnum minjagripi sem hann keypti í
hverri ferð og ekki síður hinar fjöl-
mörgu ljósmyndir sem hann tók á
ferðum sínum. Árið 1992 var komið að
þáttaskilum í lífi Játmundar, það ár
lagðist um tíma niður búseta í gamla
húsinu á Hólmi og því ljóst að hann
þurfti að stofna eigið heimili. Það var
mjög ánægjuleg reynsla að fylgjast
með þessum rúmlega sextuga manni
stíga sín fyrstu skref sem sjálfstæður
einstaklingur í sjálfstæðri búsetu.
Hann hafði fram til þess tíma einung-
is haft eitt herbergi til einkaafnota og
því var það kærkomið að fá það pláss
sem fylgir því að búa í íbúð. Þar hafði
hann nóg pláss fyrir myndirnar sínar
og naut hann þess mjög að handleika
þær og raða og endurraða þeim. En
mest er mér þó minnisstætt stoltið og
gleðin yfir því að vera sjálfbjarga ein-
staklingur og engum háður. Að fá
reikningana sína og greiða þá var
ákveðið merki þess að vera sjálfs sín
herra og taldi hann það ekki eftir sér
að fara í þann banka er gaf út
greiðsluseðilinn til að greiða þá,
stundum alla þrjá og pósthúsið líka.
Enn átti eftir að aukast sjálfstæði
Játmundar, fram að þessu hafði hann
búið í leiguíbúð en árið 1997 festi
hann kaup á eigin íbúð sem hann bjó í
allt til dauðadags. Við hjónin höfðum
þá ánægju að fara með honum á forn-
ar slóðir til Kaupmannahafnar og til
Svíþjóðar að heimsækja Knud vin
hans snemma árs 2004. Þá var nokk-
uð um liðið frá því hann hafði heim-
sótt þessa staði og þótti honum allt
breytt og ekki allt til batnaðar sem er
vafalaust rétt.
Hann var greinilega farinn að tapa
þreki þarna, ætlaði sér stundum um
of, kappið var svo mikið en hann
kvartaði aldrei. Eftir að ég flutti upp á
Hagamel og Lára systir var orðin
nær honum kom það eiginlega af
sjálfu sér að hún varð tilsjónarmaður
hans eftir þörfum. Hann var afar sátt-
ur við þá ráðstöfun.
Játmundur kvaddi, líkt og hann
hafði farið í gegnum lífið, einn og
hljóðlega. Það er huggun að andlátið
var átakalaust og tók fljótt af, þó helst
hefðum við kosið að fá að vera hjá
honum. Kæri Mundi, ég og fjölskylda
mín þökkum þér ánægjulega sam-
fylgd. Farðu í friði kæri vinur og
eigðu góða heimkomu.
Petrína Ottesen og fjölskylda
Það er okkur ljúft að rita nokkur
orð til minningar um vin okkar Ját-
mund Árnason. Játi, eins og hann var
jafnan kallaður, kom að heimili okkar
þegar sá elsti okkar bræðra var fjög-
urra ára en hinir ófæddir og hefur því
verið hluti af lífi okkar alla tíð. Það er
til máltæki sem segir, að engin viti
hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Við
bræður erum sammála um að þetta
máltæki hefur sannað þýðingu sína
við fráfall Játa.
Við minnumst Játa sem glaðlynds
manns, sem alltaf sýndi okkur vænt-
umþykju þó hann segði það kannski
ekki með orðum. En áhugi hans og
umhyggja yfir því sem við systkinin
tókum okkur fyrir hendur sýndi bet-
ur en allt annað það trygglyndi sem
auðkenndi hann alla tíð. Við okkar
sem höfum erlendis búið, minnumst
allt að klukkustundar langra símtala
frá Játa, þar sem einna helst var farið
yfir hvaða staði hann hafði séð í Dan-
mörku, já eða hvursu langt væri orðið
síðan hann hefði farið inn á Nes.
Játi fór víða og sigldi þegar ekki
voru jafn tíðar utanferðir og eru í dag.
Má segja að sögurnar úr þessum
ferðum séu óteljandi og var alltaf jafn
gaman að heyra þegar hann sagði
fólki þessar sögur þó við værum
kannski ekki að heyra þær í fyrsta
sinn og jafnvel ekki í annað eða þriðja
sinn heldur. Þegar hann náði sér á
gott skrið í frásögnum sínum titlaði
hann sig gjarnan sem „Sigldasta
mann Akraness“. Að þeim orðum
sögðum, leit hann út undan sér og af
honum geislaði kerskinn glampi sem
aðeins þeir muna sem þekktu Játa.
Þó að söknuður okkar sé mikill,
gleðjumst við ávallt yfir minningunni
af Játa. Í framtíðinni munu komandi
kynslóðir af okkar blóði rifja upp eitt-
hvað sem hann einhvern tíma sagði
eða gerði og jafnan með bros á vör.
Allt þitt líf, ó elsku karlinn
ókunn vildir kanna lönd.
Heimur snauður, hetjan fallin,
horfin út við sjónarrönd.
Augnablikin eru nokkur
allt var líf þitt gleði skreytt.
Þú ert alltaf einn af okkur
og því verður aldrei breytt.
(P.Ott.)
Við þökkum fyrir að hafa kynnst
Játmundi Árnasyni.
Brynjólfur Ottesen,
Pétur Ottesen,
Arnfinnur T. Ottesen.
Játmundur Árnason
Þau leiðu mistök
urðu í sunnudagsblaði
Morgunblaðsins að
grein Magneu frá
Kleifum um Sigurjón bróður hennar
birtist með greinum um Magneu
Katrínu Bjarnadóttur.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Litli bróðir, þú komst eins og
bjartur sólargeisli inn í fjölskylduna
á dimmustu dögum hennar.
12. febrúar dó elsta barnið í fjöl-
skyldunni, Sigrún Jóhanna, tæpra
sextán ára. Læknirinn, sem kom of
seint henni til bjargar, tók mömmu
með sér til Hólmavíkur. Heima sát-
um við mömmulaus í sex vikur, ég
tæpra fjórtán ára, Hákon ellefu ára
og Sigmundur fimm ára.
Það voru langir dagar og nætur
þangað til við fréttum að lítill bróðir
væri fæddur. Það var klukkutíma
gangur á næsta bæ, þar sem var
sími. Ég man enn hýrubrosið á
Sigurjón Magnússon
✝ Sigurjón Magn-ússon fæddist í
Strandasýslu 1.
mars 1944. Hann
lést á líknardeild
LSH í Kópavogi
föstudaginn 16.
mars síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Krossinum 27.
mars.
pabba, þegar hann
sagði okkur fréttirnar.
Svo komuð þið
mamma heim, á sömu
litlu trillunni hans
Bjarna í Asparvík,
sem kistan hennar
Sillu systur hafði verið
flutt burt á. Þá var
sorg, nú var gleði.
Pabbi bar þig upp hól-
inn, lítinn reifa-
stranga, vafinn inn í
sæng. Bræðurnir
leiddu mömmu, en ég
gekk ein, glaðari en ég
hafði haldið að ég gæti nokkurn tíma
orðið aftur.
Á Kleifum var tvíbýli og þetta vor
flutti bróðir pabba og sjö manna fjöl-
skylda burt. Ég veit ekki hvernig
næsta ár hefði verið ef þú, með bros-
ið þitt og hjalið, hefðir ekki lýst það
upp.
Ári seinna fluttum við inn að
Drangsnesi og þá hafði lítil fóstur-
systir, Sigrún, bæst í hópinn.
Í tvö ár sá ég ykkur litlu systkini
mín vaxa og dafna en síðan aðeins í
fríum, því þá þótti ekkert sjálfsagð-
ara en sautján ára manneskja sæi
um sig sjálf.
Eftir fjögur ár á Drangsnesi flutti
fjölskyldan til Skagastrandar og þar
voruð þið næstu árin.
Átta ára komstu í sveitina til mín í
Eyjafjörðinn og varst öll sumur
fram að fermingu. Betra barn hefði
ég ekki getað hugsað mér og kallaði
þig í gamni sáttasemjarann. Eftir að
ég flutti til Akureyrar varst þú í tvo
vetur hjá mér ásamt Manna vini þín-
um, og eins þegar þú varst í Iðnskól-
anum, það var óneitanlega stundum
þröng á þingi en þessir vetur ylja
mér oft um hjartaræturnar, þegar
ég hugsa til þeirra.
Svo skildi leiðir að mestu, ég fyrir
norðan, þú fyrir sunnan, lífið var þér
oft erfitt, hvers vegna?
Það vitum við ekki. Síðustu árin
voru þér betri, Krossinn var þér
mikils virði og þú áttir góðan vin,
hann Gústa, sem alla tíð stóð við hlið
þína. Þú varst sáttur við lífið, þreytt-
ur eftir að hafa gengið gegnum erf-
iðan sjúkdóm og tilbúinn að fara á
vit hins ókunna.
Þegar ég hugsa heim ert þú alltaf
litli bróðir sólargeislinn sem lýsti
gegnum dimma daga og nætur.
Þökk fyrir allar góðu stundirnar,
þín stóra systir
Magnea frá Kleifum.
Mér er ljúft að taka penna í hönd,
og minnast vinar míns Sigurjóns
Magnússonar, sem lést 16. mars sl. á
líknardeildinni í Kópavogi. Hann
greindist á síðasta ári í ágústmánuði
með ólæknandi sjúkdóm, hann tók
þessum veikindum með stillingu og
þrautseigju.
Við vorum vinir í 20 ár, hann hafði
stórt hjarta og var góður maður,
alltaf fús til að hjálpa öðrum, hann
var snyrtimenni og hugsaði vel um
allt heima hjá sér, jafnvel blómin
fengu sinn skammt. Hann var hrif-
inn af allri tónlist og hlustaði mikið á
Roy Chacon. Hann naut þess að fara
á samkomur í Krossinum. Hann las
mikið og átti mikið af bókum.
Þær voru margar ferðirnar sem
við fórum saman áður en hann veikt-
ist, og greindist með þennan sjúk-
dóm. Eyrarbakki, Selfoss og Hvera-
gerði voru þeir staðir sem við fórum
oft á og stönsuðum oftast í Hvera-
gerði, þar var ljúft að fá sér hress-
ingu áður en haldið var heim.
Um síðustu jól var hann hjá Að-
alheiði dóttur sinni og fjölskyldu
hennar, þetta voru ógleymanleg jól
og dýrmæt hjá okkur öllum. Eftir jól
fór hann á líknardeildina.
Ég heimsótti hann á hverjum
degi, og kynntist þessari deild vel og
allt þar er til fyrirmyndar, starfs-
fólkið er svo fórnfúst og kærleiks-
ríkt.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
og verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson)
Að síðustu, hafðu þökk fyrir allt
kæri vinur, ég man þig, blessuð sé
minning þín. Þinn vinur
Ágúst.