Morgunblaðið - 26.04.2007, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 26.04.2007, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku Hulda amma. Þú hefur verið minn óbifanlegi klettur frá því ég man eftir mér. Þú kenndir mér svo margt og litaðir mína persónu. Litir þínir spönnuðu allan regnbogann. Þeir eru enn sterkir og tærir. Gulur litur sólar, gleði og yls. Rauður litur vara þinna og ástríðu. Grænn litur íþrótta, stjórnmála og hins íslenska sumars, liturinn þinn. Blár litur augna þinna, tryggðar og vináttu. Bleikur litur aldursleysis og for- dómaleysis. Með verkum þínum sýndir þú mér trú og tryggð, léttleika og gleði, eljusemi og hetjuskap. Þú varst alltaf til staðar, alltaf nálæg, jafnvel þegar heimshöf skildu okkur að. Ég var alltaf mjög stolt af því að vera þín, eiga þig sem ömmu, sem vin. Ég sagði flestum frá þér sem áttu við mig erindi, amma mín hitt, amma mín þetta. Fólk vissi oft meira um þig áður en það kynntist mér. Mér fannst ég verða að segja fólki frá slíkri konu. Amma var besti vinur minn. Hún var 52 árum eldri en ég en jafnaldra í anda. Hún var önnur mamma mín og ól mig upp að mörgu leyti. Ég bjó hjá henni og afa á Sunnubrautinni nokk- ur sumur, svo á menntaskólaárunum. Hún grét með mér þegar ég saknaði fjölskyldu minnar, hún var andvaka þegar ég vakti yfir próflestri. Hún var töffari og orkubolti. Við skemmt- um okkur saman en hún hneykslaðist góðlátlega á dugleysi mínu við þá iðju. Hún gerði flest af stakri prýði en allt af djúpri innlifun. Í mínum huga var hún gæðastimpill minn inn í framhaldsnámið. Ég vitnaði í hana í umsóknarritgerð minni – fyrst ég reyni að líkjast Huldu ömmu er óhætt að ráða mig. Þú varst allt í senn – ung jafnt sem gömul, strákur sem kona, vinur, foreldri, amma, prakkari, alvarleg, töffari og blíð. Þú varst mín jafnaldra, tvítug með mér tvítugri, 34 ára nú. Þú varst skál sálar minnar. Elsku amma, þú varst sól mín og styrkur, hetja mín og fyrirmynd. Þú varst gleði mín og sorg. Þú varst besti vinur minn. Þinn anda, þitt Hulda Pétursdóttir ✝ Hulda Péturs-dóttir fæddist á Húsavík 25. septem- ber 1920. Hún lést á heimili sínu mánu- daginn 16. apríl síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Kópavogskirkju 24. apríl. þrek, þína gleði og þinn yl mun ég varð- veita eins lengi og ég lifi. Ég mun sakna þín eins lengi og ég lifi. Takk fyrir allt. Þín Hulda María. Elsku yndislegasta Hulda amma mín. Maður sveiflast frá því að minnast þín með bros á vör, til þess að finna fyrir óhemju mikilli sorg og söknuði yfir því að þú sért farin burt frá okkur. Þú áttir ekki að fara svona fljótt, því þú varst svo hress og ung í anda. Það er svo óraunveruleg tilhugsun að þú sért ekki lengur í Vogatungunni. Þú varst besta amma og vinkona sem hægt var að hugsa sér, því þú varst alltaf til staðar. Það var svo yndislegt að sitja í eld- húsinu með þér og Þórhalli afa og spjalla um allt milli himins og jarðar, drekka kaffi og borða uppáhalds möndlukökuna þína úr Nóatúni. Það fór aldrei neitt til spillis hjá þér, það var alltaf til kaffi í appelsínugula brúsanum og alltaf heitt á könnunni. Í minningunni er þetta langbesta kaffi í heiminum, meira að segja fyrir kaffikerlingu eins og mig sem er yfir- leitt fyrir sterkt kaffi. Svo var það fullkomna ristaða brauðið með Smjörva og sterka Óðalsostinum í græna pokanum og með rabarbara- sultunni þinni. Það er merkilegt hvað allur matur sem þú bjóst til var góður og sér- staklega afgangarnir og kjötsúpan sem þú ætlaðir að elda handa okkur á fimmtudaginn. Ég man ennþá eftir því þegar ég spurði þig, svona 6–7 ára gömul, þeg- ar þið bjugguð á Sunnubrautinni, hvort þú værir kokkur því að þú eld- aðir alltaf svo góðan mat. Þú sagðir við mig að þetta hefði verið mesta hrós sem þú hefðir fengið á ævinni. Þú varst með töfra í puttunum sem þú settir í matinn og persónutöfra sem hreyfðu við öllum í kringum þig. Ég passaði mig alltaf á því að hringja ekki í þig milli klukkan 17 og 18 þar sem þú varst þá að horfa á uppáhaldsþáttinn þinn, Leiðarljós. Það var notalegt að horfa á hann með þér, kúra uppí græna sófanum og njóta þess að vera með þér. Það má alveg segja að þú hafir verið mitt leið- arljós og uppáhaldsþátturinn í mínu lífi. Þú varst hetjan mín, mögnuð manneskja og allgjör gullmoli sem verður svo sárt saknað, elsku amma mín. Þú varst ekki eins og margar aðrar ömmur sem hafa gaman af að föndra og sauma, heldur vildir þú frekar fara á völlinn eða leggja kapal. Þegar það kom gat á fallega síðkjólinn þinn með blómamunstrinu hefðir þú getað stoppað í gatið eða sent hann í við- gerð, en það var ekki þinn stíll. Í stað- inn fannst þú bót sem þú gast strauj- að fasta á kjólinn. Þessi bót var um það bil 8 sm stór fótbolti sem þú festir á og kjóllinn varð flottari en nokkru sinni fyrr. Það var magnað að labba með þér í Nóatún þar sem þú heilsaðir öllum með stæl og starfsfólkið kepptist um að fá að afgreiða þig. Það segir svolít- ið um þína persónu amma mín, fólki þótti svo vænt um þig. Ég er viss um að þú keyrir núna um á flottasta skódanum og passar uppá afa og okkur hin sem eftir eru. Ég gleymi þér aldrei, sérstaklega ekki fallegu, skærbláu augunum þín- um. Ég elska þig að eilífu. Þín Birna. Sumardagurinn fyrsti – Blikarnir völtuðu yfir KR og ég fékk þær frétt- ir að hún Hulda í KRON væri dáin. Akkúrat einn af þessum leikjum sem Hulda hefði síst viljað missa af. Um hugann fóru svo margar gleði- stundir að ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta. Breiðablik keppti einhverju sinni við Skagamenn. Það var kalt í veðri, brjálað rok, þótt okkur hefði verið sagt að sumarið væri komið. Hulda sat undir köflóttu ullarteppi og skenkti mönnum kaffi en Þórhallur sat við hlið hennar, rólegur einsog hógvær engill. Það var ábyggilega Dúmmi sem tók útspark og vindurinn greip appelsínugulan fótbolta á lofti og feykti honum útá haf. Skagamenn redduðu nýjum bolta, hvítum að lit, og Daði og Dúmmi, Jón Ingi, Grétar, Gvendur, Logi og allar hinar hetjurn- ar börðust mót Skagamönnum og stormi en Hulda sat undir köflótta teppinu, sötraði kaffi, brosti einsog sól og öskraði: – áfram Breiðablik! Og ég náði ekki alveg niður á petal- ana á sendlahjólinu þegar ég fékk mitt fyrsta alvörustarf. Hulda treysti mér og ég var viss um að það væri fyrst og fremst vegna þess að ég var svo grefilli góður í marki. Deddi litli markmaður fékk að vinna sem sendill hjá Huldu í KRON. Upphefðin var slík að ég er enn að glíma við gortið sem af þessu hlaust. Og þótt ég kæmi ekki öllum kössunum með ósködduðu innihaldi alla leið til kúnnanna, þá var það einhvernveginn aukaatriði hjá Huldu. Aðalatriðið var að leyfa stráknum að reyna að sanna sig í starfi – að hafa trú á því verkefni sem ætlunin var að vinna. Og pabbi minn, heitinn, hafði þá hjátrú að ef Hulda ekki mætti á völl- inn þá myndu okkar menn tapa. En ef Hulda sat á lága grindverkinu of- anvið tyrfða bakkann rétt hjá skúrn- um sem geymdi búningsklefana þá voru okkur allir vegir færir. Þegar pabbi sagði mér að Hulda hefði á sínum tíma verið í FRAM og hefði leikið handbolta af stakri snilld, þá trúði ég auðvitað öllu sem laut að snilldinni. En ég átti jafnframt erfitt með að sjá Huldu fyrir mér án Breiðabliks og ég átti reyndar erf- iðast með að sjá fyrir mér Breiðablik án Huldu. Sem betur fer er til Breiðablik á himnum þar sem guðinn Baldur ræð- ur ríkjum. Og ég er viss um það, að þar mun Huldu leyfast sá munaður að horfa á baráttu á fótboltavöllum alla daga, falla að kveldi og rísa upp að morgni næsta dags til að horfá á boltann rúlla um vígvöllinn. Hulda var stórkostleg manneskja og við mig var hún alltaf góð. Í raun og veru var hún mér svo mikils virði að ég á líklega aldrei eftir að læra að meta það til fulls. Ég verð bara að vona að guðirnir nái að bæta henni það upp að hún skyldi missa af því þegar Blikarnir völtuðu yfir KR á sumardaginn fyrsta árið 2007. Í dag kveð ég hana Huldu en ég veit þó að hún verður hjá mér strax í næsta leik, með köflótt teppi og heitt kaffi. Hún er nefnilega einsog appels- ínuguli boltinn sem hvarf á Skagan- um hér um árið – er til staðar í minn- ingu sem ekki getur dáið. Hann Guð hann mun þess gæta þú getir sofið rótt, hann lætur ljóssins engla lýsa þér um nótt. Kristján Hreinsson, skáld. Hulda Pétursdóttir var ein af þeim konum sem eru mjög virkar í upp- byggilegu félagsmálastarfi. Hún var meðal annars virk í starfi Breiðabliks og skátastarfi í Urtunum í Kópavogi. Hún var einnig ein af stofnendum Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi. Hún ásamt fleiri öflugum félagsmálakonum var meðal braut- ryðjenda á sínum tíma í kvennastarfi Framsóknarflokksins. Konurnar í Freyju unnu saman að því að koma baráttumálum kvenna í höfn og styðja við konur í stjórnmálum bæði á landsvísu, kjördæmavísu og í sveitastjórn. Freyjukonur voru og eru öflugt lið kvenna sem vilja bæta samfélagið og auka jafnrétti innan allra málaflokka. Freyjukonur vita hvað þær vilja og vinna einbeittar að settu markmiði. Hulda var ein af þessum baráttukonum. Hún var dug- mikil í öllu starfi innan félagsins og dró hvergi af sér allt fram á síðasta dag. Á laugardaginn fyrir rúmri viku opnaði Framsóknarflokkurinn í Suð- vesturkjördæmi nokkrar kosninga- skrifstofur, þar á meðal í aðstöðu flokksins á Digranesvegi í Kópavogi. Þangað mætti Hulda kát og hress ásamt mörgum öðrum Freyjukonum til að taka þátt í hátíðarhöldunum með öðrum framsóknarmönnum. Skemmti hún sér hið besta. Tæpum tveimur sólarhringum seinna berast okkur þau tíðindi að hún hafi fallið frá aðfaranótt mánudags. Við framsókn- armenn munum minnast Huldu með mikilli virðingu og þakklæti. Við munum minnast hennar sem öflugrar liðskonu sem gaman var að vinna með að réttlætismálum. Verður hennar sárt saknað úr okkar hópi. Fjölskyldunni og öðrum ástvinum Huldu sendi ég mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Siv Friðleifsdóttir. Kveðja frá Ungmennafélaginu Breiðabliki Sumt fólk er fætt til íþrótta og fé- lagsstarfa og að láta gott af sér leiða í uppeldi unglinga á öllum aldri. Ein- staklingar sem leggja sig alla fram og bera hag íþróttanna og unga fólksins fyrir brjósti og finna sig með þeim í leik og starfi. Svo bar til að í barnmarga bæinn á nesinu milli voganna tveggja flutti snemma eldmóðurinn og íþróttakon- an Hulda frá Húsavík með fjölskyldu sinni. Frá upphafi og stofnun félagsins setti hún svip sinn á Breiðablik og því var það ofur eðlilegt að hún varð þekkt undir gælunafninu „Blika- mamma“ í orðsins bestu merkingu. Kapp hennar var mikið hvort held- ur var innan eða utan vallar og setti hún svip á hvern fund og leik er hún sótti og verður okkur lengi minnis- stæð af vellinum. Hulda og maður hennar Þórhallur voru fastagestir á öllum kappleikjum, vinsæl og virtir þegnar í þjóðfélagi okkar. Breiðablik heiðraði Huldu fyrir mikil og óeigingjörn störf í þágu fé- lagsins með því að veita henni „fé- lagsmálabikarinn“ árið 1979 og út- nefndi hana heiðursfélaga frá árinu 1990. Við vistaskipti hennar vottum við henni einlæga virðingu okkar og þökk fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu Breiðabliks og æskunnar í Kópavogi. Þórhalli og fjölskyldu sendum við innilegar samúðarkveðjur. Aðalstjórn Breiðabliks. „Hún er látin hún Hulda Péturs“. Þannig voru skilaboðin til mín. Mig setti hljóða. Hún Hulda dáin, sem hafði nokkrum klukkustundum áður verið glaðvær og jákvæð, full bjart- sýni og áhuga, á opnun kosninga- skrifstofu Framsóknarflokksins í Kópavogi. Ég kynntist Huldu fyrir nær 20 ár- um í starfi innan Freyju, félags Framsóknarkvenna í Kópavogi. Þá var ég nýliði en Hulda ein af þessum reyndu og lýsandi leiðarljósum. Hulda var stofnfélagi og einn af mátt- arstólpum félagsins á hverju sem gekk. Hún gat verið hvöss, horft fast í augu þér og ákveðnum skoðunum hennar varð ekki vísað frá með nein- um venjulegum rökum. En fyrir inn- an sló hennar hlýja hjarta og bros hennar fyllti loftið af góðmennsku. Hulda var hamhleypa til verka. Ekki bara fyrir innan kjötborðið í Nóatúni heldur einnig í hverskonar félagsstarfi. Hún þekkti marga og margir þekktu hana og engan veit ég sem ber kala í brjósti til hennar. Freyjukonur kveðja Huldu Pét- ursdóttur með virðingu og þökk fyrir allt hennar mikla starf í félaginu vit- andi Að minningin helst í hvíld og kyrrð sem krans yfir leiði vafinn. Hún verður ei andans augum byrgð hún er yfir dauðann hafin. (Einar Benediktsson) Þórhalli, eiginmanni hennar, börn- um þeirra og fjölskyldum vottum við djúpa samúð. Blessuð sé minning heiðurskon- unnar Huldu Pétursdóttur. F.h. Freyjukvenna, Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Elsku Hulda mín, ekki óraði mann fyrir því að þú hyrfir svo snöggt út úr lífi okkar. Höggið er enn meira fyrir vikið og reiðin heltekur hugann. Okk- ar fyrsti fundur var heldur spaugileg- ur þar sem við Þórarinn vorum að laumupúkast um miðja nótt inn í bókaherberginu á Sunnubrautinni og þú komst að okkur – ég gleymi aldrei hversu vandræðalegt það var. En fljótlega eftir að kom í ljós að ég væri Frammari í húð og hár með óbilandi knattspyrnuáhuga, og afkomandi afa Jóns í þokkabót, þá var ég samþykkt sem verðug tengdadóttir á stundinni. Ég komst fljótt að því hversu dugleg og kröftug kona væri þar á ferð. Eins og við göntuðumst oft með hefðum við báðar verið settar á ofvirknilyf á okkar yngri árum ef þau hefðu verið til. Það hafa ekki margir heilsu og þol til að vinna langt fram í áttræðisald- urinn eins og þú gerðir. Aldrei féll þér verk úr hendi og þó þú nytir þess ávallt í botn að lyfta þér upp í góðra vina hópi þá þurftu öll önnur verk að vera búin áður en gast leyft þér það. Þjónustulundin gagnvart öðrum sem einkenndi þig gleymist aldrei – þú varðst t.d. að vera búin að skræla all- ar kartöflurnar áður en þær komu á borðið. Þú settist alltaf manna síðust niður og ekki fyrr en þú varst búin að fullvissa sjálfa þig um að allir væru komnir með það sem þeir þyrftu – já, þá gast þú byrjað að borða. Þér leið alltaf best með sem flesta í kringum þig enda varstu hrókur alls fagnaðar hvort sem það var á hliðarlínunni á vellinum, veislum, Framsóknarfund- um, fjölskylduboðum eða annars staðar. Ég veit þú upplifðir mikla tómleikatilfinningu eftir að veikindi Þórhalls ágerðust nú í seinni tíð en kvartaðir þó aldrei. Þú reyndir alltaf að líta á ljósu hliðarnar og jákvæðnin og húmorinn voru aldrei langt undan. Það er sárt að hugsa til þess að ég eigi aldrei eftir að taka til lyfin þín, lita á þér augabrúnirnar, taka þig í fótsnyrtingu, fara með þig til lækna eða í blóðprufur eða kíkja við í Voga- tungunni fyrir eða eftir vaktir. Þetta var orðinn svo fastur liður í tilver- unni. Það benti ekkert til þess að þú værir að yfirgefa okkur og manni finnst því eins og við höfum átt eftir að gera svo margt. Ég hugga mig við það að þú fékkst að fara eins og þú óskaðir þér. Ekkert hræddi þig eins mikið og að missa endanlega sjónina sem var orðin svo léleg og ennfremur vonaðir þú að Guð forðaði þér frá því að enda líf þitt inn á stofnun. Ég sé þig fyrir mér núna í heiðursstúku hinum megin, umvafða ástvinum, með fulla sjón og heyrn, lausa við alla verki í baki og mjöðmum, haldandi verndarhendi yfir þínu fólki á milli þess sem þú fylgist með handbolta- og knattspyrnuleikjum og kallar ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, GUÐMUNDUR EINARSSON verkfræðingur, Gimli við Álftanesveg, sem lést þriðjudaginn 24. apríl, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 30. apríl kl. 15.00. Jón Guðmundsson, Einar Guðmundsson, Hulda Jóhannesdóttir, Karólína Guðmundsdóttir, Guðmundur Elías Níelsson, Guðmundur Guðmundsson, Ruth Sigurðardóttir, Guðlaug Guðmundsdóttir, Brynjólfur Sigurðsson, Sævar Leifsson, barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN KRISTINN MAGNÚSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, þriðjudaginn 24. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Jón Þórir Sveinsson, Sigrún Pétursdóttir, Sveindís Sveinsdóttir, Helgi Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.