Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 39 Genginn er á vit feðra sinna einn besti góðvinur okkar hjá tímaritinu Heima er bezt, Guðmund- ur Sæmundsson. Guðmundur var mikilhæfur greinahöfundur og ligg- ur eftir hann talsvert greinasafn, sem birst hefur í ýmsum tímaritum en þó hygg ég að ætla megi að einna mest og lengst hafi hann skrifað í tímaritið Heima er bezt. Greinar Guðmundar voru vinsæl- ar hjá lesendum ritsins og mikið lesnar. Hann var sérstakur áhuga- maður um sögu skipa og samgangna á sjó, einnig ferðalög á láði jafnt sem legi, og fjölluðu greinar hans gjarn- an um þessi efni. Einnig ritaði hann talsvert um heimabyggð sína og æskuslóðir, Haganes í Fljótum, en þaðan átti hann margar og góðar minningar. Mikill fróðleikur og heimildir búa í þessum greinum Guðmundar, bæði um lifnaðarhætti, sögu staða og búenda, og margar greina hans eru ritaðar samkvæmt eigin reynslu af því sem fjallað var um. Ekki hef ég tekið saman fjölda þeirra greina sem Guðmundur ritaði fyrir okkur hjá Heima er bezt, en tel ekki fráleitt að ætla að þær séu a.m.k. rúmlega hundrað talsins. Fyrsta grein hans birtist í blaðinu í september 1972, og sló hann þar nokkuð tóninn hvað varðar það sem síðar kom, en í þeirri grein ritar hann um seglskipið Gránu, er hóf siglingar fyrir Gránufélagið á Akur- eyri árið 1869. Síðan verður nokkurt hlé á sam- skiptum Guðmundar og blaðsins, eða allt til ársins 1996, er þar birtist Guðmundur Sæmundsson ✝ Guðmundur Sæ-mundsson fædd- ist í Haganesvík í Fljótum í Skagafirði 11. desember 1934. Hann lést á líknar- deild Landspítalans á Landakoti 14. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 25. apríl. hans næsta grein, sem fjallaði um fyrstu hóp- ferð Íslendinga til Kanaríeyja árið 1962. Og upp frá því má heita að Guðmundur hafi átt grein í hverju einasta hefti blaðsins, um nær 10 ára skeið, eða allt til þess að veikindi hans fóru að gera honum erfitt um skrif. Lengst af þessa tíma ræddum við Guð- mundur saman á hverjum degi, um hin aðskiljanleg- ustu efni, og var það nokkuð föst regla að dagurinn hófst á því að Guð- mundur sló á þráðinn til að spjalla. Var nokkuð misjafnt hve lengi var rabbað, en algengt var að við spjöll- uðum í hálftíma, og stundum allt að klukkustund þegar vel lá á okkur. Guðmundur var einstakur hæfileika- maður í samræðulistinni, hafði gam- an af og átti gott með að segja frá, bæði mönnum og málefnum. Ég naut þessara spjalltíma okkar Guðmundar með miklum ágætum og á eftir að sakna þeirra um langa hríð. Og vissulega er orðið skarð fyr- ir skildi í höfundahópi Heima er bezt, og ekki vafi á að margir eiga eftir að sakna fróðleiksgreina Guð- mundar. Nokkru áður en hann lést höfðum við reifað þann möguleika að gefa út sérstaklega greinasafn hans, sem birst hafði í blaðinu, a.m.k. úrval úr því og var fyrirkomulag þess með því síðasta sem við Guðmundur ræddum hérna megin heims. Hann var byrjaður að flokka það niður til þeirrar birtingar, með aðstoð Lindu dóttur sinnar, þegar kallið kom. Þessi samantekt greina hans var honum talsvert áhugamál, og er það von okkar að geta haldið því verki áfram og komið á prent, því það yrði verðugur minnisvarði um góðan dreng og listhagan miðlara fróðleiks. Eftirlifandi eiginkonu, dætrum þeirra og fjölskyldum, votta ég mína dýpstu samúð. Guðjón Baldvinsson. hvatningarorð inn á völlinn til leik- manna. Eins sárt og það er að þurfa nú að kveðja þig, lifir minningin um þig í mínu hjarta sem og í börnum mínum. Takk fyrir allt. Halldóra Þórdís. Hún Hulda amma mín var ekki amma mín, heldur amma systur minnar. Hún gerði aldrei upp á milli okkkar og ef eitthvað var þá fékk ég örugg- lega meiri athygli en hún systa mín. Við systkinin kölluðum hana öll ömmu og hún vildi alltaf fréttir af okkur öllum. Nú síðustu árin hefur amma alltaf verið til staðar fyrir mig og þó að hún hafi ekki getað aðstoðað mig við allar mínar þarfir þá hélt hún áfram að baka fyrir mig pönnukökur og senda mér þó að hún gæti ekki lengur keyrt og komið með þær sjálf. Ég vildi óska að öll börn gætu eign- ast ömmu eins Huldu ömmu. Ég sendi öllum í fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Huldu ömmu. Rakel. Elsku Hulda amma. Nú hefur þú kvatt. Þú sem varst alltaf svo hress og hrókur alls fagnaðar með þinni einstöku nærveru. Ég kom inn í fjöl- skylduna með honum Braga mínum og er mér minnisstæð fyrsta heim- sóknin til ykkar hjóna í Vogatungu þegar þú stríddir honum svo skemmtilega. Nú er ljúft að minnast þess þegar þú komst í mat til okkar laugardaginn fyrir páska. Þú varst glæsileg að vanda og með pönnu- kökudisk fyrir börnin því allt þitt líf gekk út á að gleðja aðra og hugsa um. Við nutum þess að borða saman og hlusta á þig tala um gömlu dagana sem þú mundir svo vel. Kjólana, vinn- una og vinkonurnar, nú og auðvitað fjölskylduna sem þér var svo hugleik- in. Svo barst talið að páskadeginum og þá átti sko að elda lambalæri handa Þórhalli þínum og Tótla bróð- ur. Önnur góð minning er úr fertugs- afmæli mínu í desember síðastliðin þegar þú dansaðir með okkur langt fram á nótt og gafst unga fólkinu ekk- ert eftir í þeim efnum. Henni Ísabellu litlu segi ég að Hulda amma sé komin á fullt að baka pönnsur ofan í alla englana og nú sé hún að halda veislu fyrir pabba sinn og mömmu og litlu stúlkuna sína, hana Birnu sem hún talar svo oft og fallega um. Elsku Hulda mín, ég er ekki mikill penni, en um þig varð ég að skrifa nokkrar lín- ur. Ég er stolt af því að hafa fengið að kynnast svona yndislegri og góðri konu eins og þér sem má margt læra af. Guð veri með þér og þínum. Þín vinkona Jóhanna Guðlaug Frímann. Hulda P. var hluti tilveru minnar frá því ég fyrst man eftir mér. Hún bjó í fjórða húsi frá húsi foreldra minna og var mamma fyrsta og besta vinar míns. Hún var líka frænka mín, vinkona mömmu minnar og tryggasti kjósandi pabba míns í pólitík. Það var því sjálfgert að þessu kona léki stórt hlutverk í lífi mínu sem barns. Heim- ili hennar var það fyrsta sem ég gisti án þess að foreldrar mínir væru einn- ig næturgestir og ég fékk þar inni, þá sjaldan þau voru í burtu. Það var ein- hvern veginn sjálfsagt og eðlilegt, jafnvel þótt fyrir kæmi að yngsti son- ur hennar og besti vinur minn, væri ekki heima. Það merkilegasta var kannski að mér leið ekkert eins og gesti, var bara einn af heimilismönn- um. Hulda var ofurkona áður en það hugtak var fundið upp. Eins og ég man það, vann hún alla tíð meira en fulla vinnu og sá að auki um heimilið. Strákarnir hennar, sem allir voru íþróttahetjur, þurftu vitaskuld sitt. Þá var mamma Huldu á heimilinu mörg síðustu æviár sín og fyrsta tengdadóttirin flutti þangað inn líka. Muni ég rétt fæddist Siggu og Einari Hulda María á Sunnubrautinni. Heimilið var því fjölmennt, en afar vel sinnt af húsmóðurinni. Hún var því glaðari sem fjölmennið og atgang- urinn var meiri. Hulda var sveipuð dýrðarljóma hetjunnar. Sem ung kona drýgði hún þá hetjudáð að synda yfir Hrútafjörð og mér fannst mikið til koma. Skafti afi raulaði iðulega vísu um Helgu Jarlsdóttur, sem bjargaði börnum sínum frá vísum bana með því að synda með þau í land úr hólma í Hval- firði. Sagan myndhverfðist í huga mínum með Huldu í hlutverki Helgu. Hana hefði ekki munað um slíka hetjudáð, hefði hennar þurft með. Hulda verður ekki kvödd án þess að víkja að Breiðabliki. Hún var tákn- mynd stuðningsmanna Breiðabliks. Ekki aðeins lagði hún Blikum til þrjá meistaraflokksmenn í sonum sínum (fjóra sé sonarsonur talinn með) og studdi þá með ráðum og dáð. Hún hélt áfram að styðja Blikana þótt engir afkomendur væru að spila, þetta voru allt strákarnir hennar. Hún bar því viðurnefnið Blika- mamma með sóma og stolti. Það var yndislegt að sjá þau hjónin á vellinum fram á síðasta sumar. Það verður skarð fyrir skildi í stuðningsmanna- hópnum í sumar; þegar við ætlum loks að verða Íslandsmeistarar. Hulda hlaut snöggan dauðdaga. Hún hafði haldið góðri heilsu fram í andlátið, þótt sjóninni hefði hrakað. Slíkt andlát er ugglaust um margt erfiðara fyrir nánustu aðstandendur en það sem meiri aðdragandi er að. Það hefði hins vegar ekki verið í stíl Huldu að þurfa að láta aðra annast sig. Jafn gestrisin og hún var og lagði á sig erfiði fyrir aðra með gleði í hjarta, er ég viss um að henni hefði ekki látið jafn vel að þurfa að þiggja mikið af öðrum síðasta æviskeiðið. Hún fékk að fara með þeirri reisn sem ávallt var yfir henni. Annað hefði ekki sæmt Huldu P. Um leið og ég sendi Þórhalli, Pétri, Einari, Hinriki, Þórarni og fjölskyld- um þeirra innilegustu samúðaróskir, er ég þess fullviss að minningin um góða eiginkonu og frábæra móður og ömmu linar sorg þeirra sem næstir stóðu. Gunnar Jónsson. Hulda Pé var einstök kona. Kraft- urinn og útgeislunin stafaði af henni. Hún var heil og sönn. Studdi sína gegnum þykkt og þunnt. Skipti engu hvort það var fjölskyldan, vinnufélag- arnir, flokkurinn, hreyfingin eða íþróttafélagið. Ég minnist hennar þegar hún flutti í Kópavoginn í götuna mína, Sunnu- brautina. Hún var mamma sæta stráksins, sem kom nýr í 10 ára bekk- inn. Þegar í ljós kom að hún var frænka mín og vildi gjarnan kynnast mér baðaði ég mig í athygli hinna stelpnanna. Ég passaði yngsta son- inn og varð ráðskona á heimilinu kringum 12 ára aldurinn. Árin á eftir vann ég í versluninni hjá Huldu í skólafríunum. Hún var verslunar- stjóri í KRON við Borgarholtsbraut og undir hennar stjórn skilaði versl- unin rekstrarafgangi sem aldrei fyrr. Hún var full af eldmóði og ósérhlífni og við stelpurnar sem hjá henni unn- um smituðumst af því hugarfari. Starfsandinn var einstakur og aldrei sett spurningarmerki við langan vinnudag, ef Hulda taldi þörf á hon- um. Af engum hef ég lært jafnmikið um óeigingjarnt hugsjónastarf og Huldu. Það sópaði að Huldu og hún gekk til allra verka, m.a. minnir mig ég hafi bæði séð hana beita múrskeið og málningarpensli í nýja húsinu þeirra hjóna við Sunnubrautina. Hún fór sjálf með sendingarnar úr búðinni, ef svo bar undir, og sinnti öllum snún- ingum og verkum. Hulda var gæfu- kona. Hún átti góða fjölskyldu, sem hún var stolt af. Hún naut þess í störfum að hún var mikils metin. Huldu Pé verður minnst með mik- illi virðingu. Við Helgi, foreldrar mín- ir, Hómfríður og Jón, og fjölskyldur okkar sendum öllum ástvinum Huldu samúðarkveðjur. Helga Jónsdóttir. Hver hefur sinn tíma og nú hefur Hulda Pétursdóttir, sú kjarnakona, farið yfir móðuna miklu eftir drjúgt dagsverk. Hulda var merkiskona og var það mikil gæfa að fá að kynnast henni og vera samferða henni í mörg ár. Við hittumst þegar ég var 8 ára en þá fluttu hún og nafni minn og börn þeirra í Kópavoginn en við Einar, sonur þeirra urðum þá bekkjarfélag- ar og vinir. Það er með söknuði og virðingu sem ég kveð Huldu og rifja upp minn- ingar frá liðnum árum úr eldhúsinu á Sunnubrautinni. Þar sem heimspeki- legar umræður áttu sér stað og ógleymanlegar heitstrengingar voru unnar, sem Hulda átti til að minna okkur Einar á seinna, þegar þær voru ekki lengur hafðar í heiðri. Mér þótti ákaflega vænt um Huldu fyrir þá umhyggju sem hún sýndi mér og væntumþykkju. Það er ekki langt síðan að ég hitti hana í Voga- tungunni. Hún var ekki sátt við að elli kerling tæki frá henni heyrnina enda ung í anda og full af áhuga fyrir lífinu. Nú er Hulda kominn á nýtt verald- arstig, en ég er þó þess fullviss að hún fylgist vel með stóra hópnum sínum og nafna mínum sem er orðinn lúinn eftir langa ævi og viðburðaríka. Ég sendi nafna mínum, Einari, Pétri, Hinrik, Þórarni og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur nú á þessum vegamótum. Þórhallur Ólafsson.  Fleiri minningargreinar um Huldu Pétursdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR SIEMSEN, Grandavegi 47, Reykjavík. Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust hana í veikindum hennar. Árni Siemsen, Sigríður Siemsen, Guðjón Haraldsson, Ólafur Siemsen, Auður Snorradóttir, Elísabet Siemsen, Guðmundur Ámundason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu, langömmu og langalangömmu, SOFFÍU BJÖRNSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Dalbæ, Dalvík, áður til heimilis í Drápuhlíð 48, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Grímur Björnsson, Björg Jósepsdóttir, Þorsteinn Björnsson, Ásdís Arnardóttir, Björn Á. Björnsson, Elísabet Erlendsdóttir, Páll Kristjánsson, Ingibjörg Björnsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elsku bróður okkar, mágs og frænda, LÁRUSAR HJÁLMARSSONAR, fjölskylduheimilinu Lálandi 23, Reykjavík. Björg Hjálmarsdóttir, Reimar Charlesson, Helgi Hjálmarsson, María Hreinsdóttir, Vilhjálmur Hjálmarsson, Borghildur Óskarsdóttir og fjölskyldur. ✝ Eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR KRISTJÓNSSON, sem lést laugardaginn 14. apríl, verður jarðsettur frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn 28. apríl kl. 14.00. Sigurdís Erla Eiríksdóttir, Ísleifur Pétursson, Auður Albertsdóttir, Helgi Pétursson, Birna Pálsdóttir, Kristinn Pétursson, Ulla Svanteson, Gissur Pétursson, Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir, Þór Sigurjónsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Páll Steinþór Bjarnason, Óskar V. Bjarnason, Maríanna Jóhannsdóttir, Eiríkur I. Bjarnason, Ásta Steina Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.