Morgunblaðið - 26.04.2007, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 26.04.2007, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLITUM í Íslandsmótinu í tví- menningi lauk með sigri Jóns Bald- urssonar og Þorláks Jónssonar en keppninni lauk sl. laugardag. Ómar Olgeirsson og Kristján Blöndal enduðu í öðru sæti en Ás- mundur Pálsson og Guðmundur Páll Arnarsson í þriðja sæti. Jón Bald- ursson vann þennan titil fjórða árið í röð en 21ár eru síðan hann vann til þessa titils síðast. Lokastaða efstu para varð þannig: Jón Baldursson – Þorlákur Jónsson 315,2 Ómar Olgeirsson – Kristján Blöndal 296,4 Ásmundur Pálss. – Guðm. P. Arnars. 280,3 Guðm. Halldórs. – Hermann Friðriks. 265,9 Daníel M. Sigurðss. – Erlendur Jónss. 259,2 Guðm. Ólafsson – Hallgr. Rögnvaldss. 148,9 Kristján Gunnarss. – Helgi G. Helgas. 141,7 Júlíus Snorras. – Eiður Mar Júlíuss. 138,2 Íslandsmeistarar Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson nýkrýndir Íslands- meistarar með verðlaunagripina í mótslok. Jón og Þorlákur langbestir MINNINGAR Árshátíð bridskvenna Árshátíð bridskvenna verður haldin í Ársal Hótels Sögu, laugar- daginn 28. apríl nk. Hátíðin hefst kl. 11 með fordrykk og mat og svo er spilað fram eftir degi. Verð aðeins 5.000 krónur. Allar konur sem spila brids eru velkomnar. Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst og ekki síðar en um hádegi 27. apríl. Skráning hjá Svövu (553-5061) og Gróu (551- 0116). Sveit Hreins Magnússonar Siglufjarðarmeistari Mánudaginn 23. apríl lauk Siglu- fjarðarmótinu í sveitakeppni. Til leiks mættu 8 sveitir og voru spilaðir tveir 12 spila leikir á kvöldi, allir við alla, tvöföld umferð. Úrslit urðu þau að Siglufjarðarmeistari í sveita- keppni árið 2007 varð sveit Hreins Magnússonar með 246 stig og varði þannig titilinn frá síðasta ári. Með Hreini spiluðu Friðfinnur Hauksson og bræðurnir Anton og Bogi Sigur- björnssynir. Geysileg barátta varð um 2. og 3. verðlaunasætið þar sem aðeins mun- aði einu stigi milli sveitarinnar sem varð í öðru og sveitarinnar sem varð í þriðja sæti og einnig einu stigi á milli 3. og fjórðu sveita. Lokaúrslit urðu annars þau að í öðru sæti varð sveit Haraldar Árna- sonar með 225 stig, í 3ja sæti sveit Ólafar Ingimundardóttur með 224 stig og í fjórða sæti sv. Guðlaugar Márusdóttur sem hlaut 223 stig. Nú liggur fyrir hverjir hlutu flest bronsstig spilaveturinn 2006–2007 hjá félaginu en síðasta mót vetrarins var sveitakeppnin sem lauk mánu- daginn 23. apríl sl. Sá sem hlýtur flest bronsstig fær heiðursnafn- bótina „Besti spilari félagsins á árinu og er sérstaklega heiðraður í loka- hófi félagsins, sem haldið verður að þessu sinni næstkomandi föstudag, 27. apríl. Röð 10 efstu spilara: Anton Sigurbjörnsson 321 stig Bogi Sigurbjörnsson 299 stig Hreinn Magnússon 257 stig Ólafur Jónsson 254 stig Friðfinnur Hauksson 237 stig Guðlaug Márusdóttir 214 stig Lokahóf félagsins verður haldið í Bíó Café föstudaginn 27. apríl nk. Þar fer fram verðlaunaafhending fyrir mót vetrarins og félagið býður upp á léttar veitingar í hefðbundnum stíl. Að lokum þakkar stjórn félagsins öllum bridsspilurum fyrir skemmti- legan spilavetur með ósk um gjöfult og gleðilegt sumar. Reykjavík 160 - Hafnarfjörður 131 Föstudaginn 20. apríl s.l. spilaði Bridsdeild FEB í Reykjavík við Bridsdeild Eldri borgara í Hafnar- firði. 10 sveitir frá hvorum aðila spiluðu 24 spil og var keppnin jöfn og skemmtileg. Úrslit urðu þau að FEB í Reykjavík hafði betur, fékk 160 stig gegn 131. Gullsmárinn Bridsdeild FEBK spilaði tvímenn- ing á 13 borðum mánudaginn 23. apríl. Miðlungur 264. Efst NS: Páll Ólason – Elís Kristjánsson 348 Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 332 Hrafnhildur Skúlad. – Þórður Jörundss. 303 Oddur Jónsson – Björn Bjarnar 274 Efst AV: Sigurður Björnsson – Óli Gunnars 329 Tómas Sigurðsson – Ernst Backmann 315 Sveinn Jensson – Jóna Kristinsdóttir 296 Sigurpáll Árnason – Sigurður Gunnlss. 295 Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Nú er lokið tveim kvöldum í þriggja kvölda tvímenningskeppni hjá Breiðfirðingum. Staða efstu para er þessi. Unnar Guðmss.–Jóhannes Guðmannss. 769 Garðar Jónsson–Guttorm Vik 727 Lilja Kristjánsd.–Sigríður Gunnarsd. 727 Magnús Sverriss.–Halldór Þorvaldsson 711 Haukur Árnason–Ólöf Ólafsd. 701 Sunnudaginn 22/4 var spilað á 13 borðum. Meðalskor 330. Hæstu skor kvöldsins voru eftirfarandi. N/S Ingibjörg Halldórsd–Sigríður Pálsd. 361 Unnar Guðmss.–Jóhannes Guðmannss 357 Garðar Jónsson–Guttorm Vik 351 A/V Lilja Kristjánsd.–Sigríður Gunnarsd. 354 Þorleifur Þórarinss.–Haraldur Sverriss. 346 Sturlaugur Eyjólfss.–Birna Lárusd. 345 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 23.4. Spilað var á 13 borðum. Meðalskor 312 stig. Árangur N/S Magnús Oddss. – Sæmundur Björnss. 377 Björn E. Péturss. – Magnús Halldórss. 376 Oliver Kristóferss. – Gísli Víglundss. 339 Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónss. 339 Árangur A/V Bragi Björnsson – Albert Þorsteinss. 391 Alda Hansen – Jón Lárusson 378 Ragnar Björnss. – Guðjón Kristjánss. 371 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 24. apríl var spilað á 14 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Rafn Kristjánsson – Magnús Halldórss. 360 Júlíus Guðmundss. – Óskar Karlss. 350 Sverrir Jónsson – Oddur Jónsson 342 Ragnar Björnsson – Eysteinn Einarss. 328 A/V Ólafur Ingvars. – Sigurberg Elentínuss. 399 Kristján Þorlákss. – Jón Sævaldsson 393 Ægir Ferdinandss. – Sævar Magnúss. 358 Helgi Sigurðsson – Nanna Eiríksd. 345 BRIDS Arnór G. Ragnarsson | norir@mbl.is Móðursystir mín, Herdís Ólafsdóttir á Akranesi, er látin. Mánudaginn 16. apríl sl. fékk ég þær fréttir að Herdís hefði dáið um nóttina og komu þær fréttir eins og reiðarslag yfir mig því mér fannst Herdís aldrei neitt gömul þó svo hún væri orðin 95 ára. Herdís var ein af þeim mann- eskjum sem ég gat alltaf treyst á og gat leitað til ef á þurfti að halda, en hin raunverulegu kynni mín af henni hófust þegar ég var tveggja ára og var komið í fóstur til hennar þegar yngsti bróðir minn fæddist. Eftir það var hún mér sem önnur móðir, ég gat alltaf leitað til hennar og alltaf tók hún og maður hennar, Hannes, jafnvel á móti mér, hvernig sem á stóð hjá þeim. Á þessum árum, eða árunum fyr- ir heimsstyrjöldina síðari og á stríðsárunum, komu jólin ekki til mín fyrr en Herdís og Hannes höfðu komið til okkar eða ég farið til þeirra því þau áttu alltaf epli eða appelsínur handa mér en það var sjaldgæft að fá slíkan varning þá. Allir sem til þekkja á Akranesi og víðar vita að Herdís var í for- ystusveit Verkalýðsfélags Akra- ness og vann því ómetanlegt starf. Alltaf hafði hún tíma til að liðsinna öðrum hversu mikið sem var að gera og er gaman að geta þess, að alltaf þegar ég kom til hennar hóf- ust umræður um launa- og kjara- mál þeirra lægst launuðu. Það voru hennar hjartans mál en hún fylgd- ist með þeim málum alla tíð og hin síðari ár snérist áhugi hennar að málefnum aldraðra og var hún starfandi og fylgdist með í Félagi eldri borgara á Akranesi. Ég var fyrir stuttu á ferð á Akranesi en treysti mér ekki til að heimsækja hana vegna eigin veik- inda en ég veit að hefði ég getað heimsótt hana hefði ég fengið Herdís Ólafsdóttir ✝ Herdís Ólafs-dóttir fæddist á Vindási í Kjós 28. febrúar 1911. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Höfða á Akra- nesi 16. apríl síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 24. apríl. styrk frá henni eins og alltaf áður, því það var alltaf sama hvernig á stóð, alltaf gat hún miðlað öðr- um. En ég vildi ekki fara til hennar til segja frá mínum veikindum því mér fannst nóg á hana lagt, en hún barðist við alvarlegan sjúk- dóm undir lokin og var það von mín að hún sigraði hann eins og margt annað sem hún hafði sigrað. Herdís var ljóðelsk og gerði fal- leg ljóð og kvæði og mér er það minnisstætt þegar ég fór til henn- ar í 70 ára afmælið, gleði hennar og ánægja þegar ég flutti henni vísukorn eftir mig, þegar hún sagði brosandi við mig: „Getur þú þetta líka?“ Þannig var hún, fagnaði mér alltaf með brosi. Það er mikill söknuður að sjá á eftir þér Herdís, en það er ekki víst að það verði svo langt þar til ég kem á eftir þér þar sem ég er kominn með sama sjúkdóm og þú varst með, þó hann sé öðruvísi og getum við þá haldið áfram að spjalla um málefni aldraðra o.fl. Kæru frændsystkini: Ella, Helgi og Guðmundur og fjölskyldur ykk- ar, Ég og fjölskylda mín vottum ykkur innilegustu samúð okkar og biðjum ykkur Guðs blessunar um alla framtíð. Karl Gústaf Ásgrímsson. Ég geng um morgun eftir Langasandi áleiðis að Dvalarheim- ilinu Höfða þar sem þær systur, Herdís og Sigríður Ólafsdætur, búa í sæmd sinni og elli og bíða þess er koma skal. Vorið er komið og farfuglarnir að koma heim. Ég sé hóp af tjöldum og tvo stelka í flæðarmálinu og tel mig heyra í lóu á vellinum fyrir ofan. Dumpa á hurðina að herbergi þeirra og geng inn. Herdís liggur fyrir í rúminu sínu en Sigríður situr hljóð í stóln- um sínum. Nær heil öld hefur markað sér systurnar tvær, sem nær aldrei hafa skilist að á sinni löngu ævi. Herdís rís upp við dogg og við horfum saman á sólskinið. Þetta var seinasta samverustund okkar hér á jörðu. Það er mikil birta sem skín yfir lífi og starfi Herdísar Ólafsdóttur. Hún var vit- ur kona, stillt og örugg og skemmtilegust allra. Hún var fyrirmynd mín og foringi fyrir hugsjónum okkar, einlægur vinur og sálufélagi. Í áratugi unnum við saman í Verkalýðsfélagi Akraness, mest í kvennadeildinni og síðan Verkamannasambandinu, Alþýðu- sambandinu og Kvenréttindafélag- inu. Stóðum að stofnun Alþýðu- bankans og síðast að Félagi eldri borgara á Akranesi. Við vildum alls staðar vera þar sem við gátum fylgt hugsjónum okkar eftir um velferð verkafólks, ég fljótlynd og kappsöm, hún stillt og yfirveguð. Fljótlega eftir komuna til Akra- ness fór Herdís í ,,vask“. Það var þvottur á söltuðum fiski, ein versta og kaldsamasta vinna verka- kvenna. Kaupið þótti of hátt og það skyldi lækkað. Teningnum var kastað og Herdís fljótlega orðin formaður kvennadeildar Verka- lýðsfélags Akraness. Þá er ekki aftur snúið og í fimmtíu ár er Her- dís í forystusveit íslenskrar verka- lýðshreyfingar. Áttræð hættir hún störfum fyrir Verkalýðsfélag Akra- ness. Hún Herdís mín var heil- steypt baráttukona en svo sann- gjörn að mér fannst hún alltaf, sama hvað á gekk, finna hinn rétta tón. Vigdísarsumarið var skemmti- legt. Við höfðum vikum saman unnið að kjöri Vigdísar. Þá um nóttina þegar búið var að telja at- kvæðin og forsetinn okkar kjörinn keyrðum við upp að fjalli. Við gengum upp í Selbrekkuna, sung- um og þuldum hvor annarri ætt- jarðarljóð sem okkur lágu á tungu, létum nóttina líða og fögnuðum sólarupprásinni. Herdís var prýði- lega ritfær og hið besta skáld. Hún skrifaði margar greinar í blöð og tímarit. Við fórum saman í marga áratugi um landið okkar þvert og endilangt meðan kraftar hennar entust og eigum við sögur um allar ferðirnar og ljóð og vísur í hundr- aðavís. Með í farteskinu höfðum við einnig úrval ljóðabóka og skáldverka og höfðum ánægju af því að þræða söguslóðir og náttúru í samhljómi við upplestur úr þeim. Þetta voru dýrlegir dagar. Herdís kvaðst ekki vera trúuð en lifði þó hvern dag með huga sínum og verkum eins og hún vissi að hún væri eilíf. Þannig kveð ég mína elskulegu og kærleiksríku vinkonu með eilífðarsýn fyrir augum. Blessuð veri hún Sigríður systir hennar og fjölskyldan hennar öll. Bjarnfríður Leósdóttir. Við fráfall vinar míns Þorsteins Eyj- ólfssonar, fv. skip- stjóra, koma í hugann og eiga vel við orðin sem eitt sinn voru sögð: „Að verða gamall er guði að þakka, en manninum sjálfum að halda sér ungum“. En það var gæfa Þorsteins og guðs gjöf, að hann fékk notið farsællar ævi í rúm 100 ár og lét margt gott af sér leiða í lífinu. – Og ekki gleymdi Þorsteinn skyldunum við sjálfan sig og hlúði að því veganesti, sem hvað hollast er á lífsleiðinni. Þar fór saman jákvæð hugsun, jafn- aðargeð, traust skapgerð, velvilji, vinnusemi og heilbrigt líferni. Þannig fór Þorsteinn reglulega í gönguferðir eftir að hann fluttist á Hrafnistu, en hann taldi vinnu og hreyfingu hafa stuðlað að sínu langlífi. Sjómannsferill Þorsteins hófst strax á unglingsárum á árabátum. Þorsteinn Eyjólfsson ✝ Þorsteinn Eyj-ólfsson fæddist í Hákoti á Álftanesi í Bessastaðahreppi 11. september 1906. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi 13. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju 25. apríl. Eftir að hafa lokið meira fiskimanna- prófi 1930 var Þor- steinn um þrjátíu ára skeið stýrimaður og skipstjóri á togurum m.a. á bv. Maí og bv. Mars. Var hann mjög farsæll skipstjóri og hafa menn í mín eyru borið lof á að vinna undir hans stjórn enda var Þorsteinn mjög skyldurækinn og samviskusamur og einn af mestu afla- mönnum togaraflotans. Þá var Þorsteinn um tíma varaformaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Ægis. Eftir að hann gerðist vigtarmað- ur hjá hafnarsjóði Hafnarfjarðar árið 1971 bar fundum okkar stund- um saman á Austurgötunni á leið hans til og frá vinnu. Spjölluðum við þá gjarnan saman um málefni dagsins og atvik liðins tíma. Síðar áttu samskipti okkar Þorsteins eft- ir að verða nánari og það var lán mitt að öðlast trúnað hans og vin- áttu. Trygglyndi hans í minn garð, vináttan og trúnaðartraustið geymist í þakklátum huga. Það var alltaf einkar þægilegt að umgang- ast Þorstein. Háttvísi, heiðarleiki, reglufesta og aðrir mannkostir mótuðu hans líf. Um margra ára skeið sótti Þor- steinn reglulega Sundhöll Hafnar- fjarðar og var þá stundum tekið lagið undir sturtunum í hópi glaðra félaga. Það er hvað eftir- minnilegast þegar þeir vinirnir Stefán Hallgrímsson og Þorsteinn, sem báðir bjuggu á Hrafnistu og voru söngelskir, tóku lagið með mér. Það gladdi mig alltaf þegar Þorsteinn hafði orð á því að móðir mín hefði kennt honum lag Moz- arts, Nú tjaldar foldin fríða, í barnaskólanum á Álftanesi en hún annaðist þar söngkennslu um tíma. En milli móður minnar og systra Þorsteins var alltaf góð vinátta. Af þeim systrum er á lífi Þorbjörg, 102 ára, og dvelst á Hrafnistu, en milli hennar og Þorsteins var mik- ill kærleikur. Flyt ég Þorbjörgu hugheilar samúðarkveðjur vegna fráfalls góðs bróður. Með Þorsteini Eyjólfssyni hefur Hafnarfjörður misst einn af sínum traustustu og elstu þegnum. En til Hafnarfjarðar fluttist Þorsteinn frá Hákoti á Álftanesi 1929 ásamt foreldrum sínum. Lengst bjuggu þau hjónin, Laufey og Þorsteinn, í eigin húsi á Hraunstíg 7 og áttu þar fagurt og aðlaðandi heimili. Vorið 1996 fékk Þorsteinn vist á Hrafnistu og undi þar mjög vel sínum hag. Góður vinur er kvaddur með einlægri þökk fyrir alla vinsemd, dáð og drengskap. Sendi sonum Þorsteins, sonarsonum og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur með ósk um velfarnað. Árni Gunnlaugsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.