Morgunblaðið - 26.04.2007, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 26.04.2007, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kvikmyndahátíðin í Cannes er á næstaleiti. Hátíðin verður sett hinn 16. maínæstkomandi og stendur fram til 27. maí. Greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að 22 myndir hefðu verið valdar til keppni en ein þeirra hlýtur æðstu verðlaun hátíð- arinnar, Gullpálmann. Hér verður nánar fjallað um myndirnar sem komnar eru í úr- slit.    Opnunarmynd hátíðarinnar nefnist MyBluberry Nights eftir kínverska leik- stjórann Kar Wai Wong. Myndin segir frá ungri konu, sem leikin er af tónsmiðnum og söngkonunni Noruh Jones sem leggur upp í ferðalag um Bandaríkin. Önnur hlutverk eru í höndum Jude Law, David Strathain, Tim Roth, Natalie Portman, Ed Harris og Rachel Weisz … hvorki meira né minna. Heimakonan Catherine Breillat gerði myndina Une vieille maitresse sem byggð er á samnefndri sögu Jules-Amédée Barbey d’Aurevilly. Mikil eftirvænting ríkir eftir nýjustu mynd þeirra Coen-bræðra sem ber heitið No Co- untry For Old Men. Líkamsmeiðingar og annað ofbeldi eru fylgifiskur þess að veiði- maður finnur lík, heróín og álitlega peninga- upphæð. Hvort myndin fer á hillu með meist- araverkum þeirra bræðra, Fargo og The Big Lebowski, eða hillu neðar með hinni slöku Intolerable Cruelty verður svo að koma í ljós.    David Fincher (Se7en og Fight Club) sýn-ir nýjustu afurð sína, Zodiac, sem segir sannsögulega sögu samnefnds raðmorðingja sem skók samfélag San Fransisco á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Með aðal- hlutverk fara Jake Gyllenhaal, Mark Ruf- falo, Antony Edwards, Robert Downey Jr. og Brian Cox. We Own the Night fjallar um eiganda næt- urklúbbs í New York sem gerir hvað hann getur til að bjarga fjölskyldu sinni úr klóm rússnesku mafíunnar. Joaquin Phoenix, Mark Wahlberg og Robert Duvall skipta að- alhlutverkunum með sér. Söngvamyndin Les Chansons d’amour er eftir Frakkann Christophe Honoré. Í einu aðalhlutverkanna er Chiara Mastroianni, dóttir Marcello Mastroianni og Catherine Deneuve. Landi hans, Raphaël Nadjari, sýnir mynd sína, Tehilim, í keppninni. Japanska myndin Mogari no Mori (Skóg- urinn syrgjandi) kemur einnig til greina en leikstjóri hennar er Naomi Kawase. Kóreska myndin Breath fjallar um fanga sem verður ástfanginn af konu sem skreytir fangaklefann hans. Leikstjórinn er Ki-duk Kim en hann fer jafnframt með hlutverk í myndinni. Emir Kusturica mætir einnig með nýjustu mynd sína í farteskinu. Sú nefnist Zavet (Promise Me This). Myndin gerist í Belgrad og fjallar um mann sem biður son sinn um að finna fyrir sig eiginkonu. Kusturica hefur tvisvar áður unnið Gullpálmann, 1985 og 1995 fyrir Underground. Milyang (Secret Sunshine) nefnist mynd suður-kóreska leikstjórans Chang-dong Lee. Myndin er ástarsaga píanókennara og eig- anda bílaverslunar. Mexíkóski leikstjórinn Carlos Reygadas sýnir nýjustu mynd sína, Luz silenciosa á há- tíðinni og Austurríkismaðurinn Ulrich Seidl mætir til leiks með Import/Export. Frumraun þeirra Vincent Paronnaud og Marjane Satrapi á leikstjórnarsviðinu nefnist Persepolis og er teiknimynd. Þar segir af ungri íranskri stúlku sem er uppi á tímum íslömsku byltingarinnar þar í landi.    Saga Jean-Dominique Bauby, fyrrverandiritstjóra Elle tímaritsins, er sögð í Le Scaphandre et le papillon eftir Julian Schna- bel. Bauby lamaðist í öllum líkamanum nema öðru auganu og með því auga náði hann með hjálp að deila æviminningum sínum sem og draumum og þrám. Afar athyglisverð mynd sem spennandi verður að sjá. Heiðursverðlaunahafi Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík, Aleksandr Sok- urov, sýnir myndina Alexandra í Cannes. Þetta er í fimmta sinn sem hann er til- nefndur til Gullpálmans. Þrátt fyrir misjafna dóma eru flestir kvik- myndaunnendur þó spenntir fyrir að sjá nýj- ustu afurð Quentins Tarantino. Sú ber heitið Death Proof og er annars helmingur mynd- arinnar Grindhouse sem hann gerir með kollega sínum Robert Rodriguez. Tarantino hlaut Gullpálmann árið 1994 fyrir Pulp Fict- ion. Ungverjinn Béla Tarr sýnir mynd sína The Man From London sem skartar Tildu Swinton í aðalhlutverki og Rússinn Andrei Zvyagintsev mætir með Izgnanie í fartesk- inu. Aðalhlutverkið þar er í höndum hinnar sænsku Maria Bonnevie sem margir þekkja úr Hvíta víkingi Hrafns Gunnlaugssonar. Síðast en ekki síst er það svo Gus Van Sant með mynd sína Paranoid Park, mynd sem fjallar um hjólabrettagaur sem óvart verður öryggisverði að bana. Van Sant á þó þegar einn gulllitan pálma heima hjá sér síðan árið 2003 fyrir Elephant.    Það eru bæði þrautreyndir leikstjórar semog nýliðar í faginu sem reyna með sér í keppninni um Gullpálmann. Hver fer heim með (Gull) pálmann í höndunum? Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sáttur Ken Loach fékk Gullpálmann í fyrra fyrir The Wind that Shakes the Barley. Reuters Fínn Hver vill ekki hafa einn svona á arinhill- unni í stofunni? AF LISTUM Birta Björnsdóttir » Bauby lamaðist í öllum líkamanum nema öðru auganu og með því auga náði hann með hjálp að deila ævi- minningum sínum sem og draumum og þrám. birta@mbl.is SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is BREACH kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i. 12 ára TÍMAMÓT (ÍSLENSK KVIKMYND) kl. 8 - 10 LEYFÐ THE GOOD SHEPERD kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára BECAUSE I SAID SO kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 LEYFÐ MISS POTTER kl. 5:40 LEYFÐ 300 kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára / KEFLAVÍK BECAUSE I SAID SO kl. 8 LEYFÐ THE MESSENGERS kl. 8 B.i. 16 ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 6 LEYFÐ MEET THE ROBINSONS m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ / AKUREYRI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ eeee SUNDAY MIRROR BECAUSE I SAID SO BESTA MAMMA Í HEIMI GETUR LÍKA VERIÐ ERFIÐASTA MAMMA Í HEIMI Diane Keaton Mandy Moore Saga öflugustu leyniþjónustu fyrr og síðar, CIA. Háspenna, lífshætta frá Pang Bræðrum. STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM eee Ó.H.T. RÁS2 eee S.V. MBL SHOOTER kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára HOT FUZZ kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára Úrvalslið leikara í magnaðri kvikmynd undir tryggri leikstjórn Robert DeNiro EDISONS LIFANDI LJÓSMYNDIR KYNNIR: KVIKMYND EFTIR GUÐMUND ERLINGSSON HERBERT SVEINBJÖRNSSON GUÐJÓN ÁRNASON SIGURBJÖRN GUÐMUNDSSON STEINÞÓR EDVARDSSON Börn sjá meira en fullorðnir gera sér grein fyrir!eeeH.J.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.