Morgunblaðið - 13.05.2007, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Róm hefur verið nefnd „borgin eilífa“. Sögulegar minjar Rómar, listræn
arfleifð og umhverfi endurspegla rætur og sögu vestrænnar menningar
í gegnum 2500 ár. Sæktu Róm heim og láttu heillast.
Leiðsögn er í höndum Ólafs Gíslasonar sem er sérfróður um sögustaði Rómar.
www.uu.is
hin forna Vikuferðir meðÓlafi Gíslasyni
12.–19. júní
og 7.–14. ágúst
ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4
108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000
FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS
123.990 kr. á manní tvíbýli
Innifalið: Flug, flugvallaskattar, hótel með morgun-
verði, allar skoðunarferðir og íslensk fararstjórn.
SÍÐUSTU SÆTIN
Ómar segir fyr-
irtækið hafa
byggt starfsemi
sína á samstarfi
við heimamenn
og voru gerðir
samningar við
Sumarbyggð í
Súðavík og
Tálknabyggð í
Tálknafirði en
einnig var þátttakandi í verkefninu
fyrirtækið Próton sem á og rekur
bátana sem notaðir eru á vegum
Fjord Fishing.
Ómar segir þýsku ferðamennina
hafa komið gagngert til að stunda
sjóstangaveiði og dvalið í Súðavík og
á Tálknafirði þar sem þeir leigðu hús
og sérútbúna sportveiðibáta. Margir
þeirra hafi strax ákveðið að koma
aftur þar sem þeir voru mjög
ánægðir með upplifunina af dvölinni
í vestfirsku sjávarþorpi, nálægðinni
við sjóinn, fiskimiðin og þjónustuna.
Brestir komu í samstarfið
„Sumarið 2006 gekk mjög vel, allt
var til staðar sem skapaði ánægju og
heildarkonseptið stóð undir öllum
væntingum okkar. Fyrirhugað var
Eftir Guðfinnu Hreiðarsdóttur
MIKIÐ var um að vera við gömlu
ferjubryggjuna á Arngerðareyri við
Ísafjarðardjúp á dögunum þegar þar
voru sjósettir átta bátar sem komu á
bílum frá Akureyri og sigldu síðan
út Djúp til Suðureyrar í Súg-
andafirði. Um var að ræða sérhann-
aða stangveiðibáta sem smíðaðir
voru hjá Seiglu á Akureyri fyrir fyr-
irtækið Hvíldarklett á Suðureyri.
Fleiri bátar eru væntanlegir seinna í
mánuðinum en alls verða þeir 22
talsins. Smíði bátanna er til komin
vegna ört vaxandi eftirspurnar eftir
sjóstangaveiði og hafa um 1.500
manns bókað bátana í vikuleigu nú í
sumar hjá Hvíldarkletti.
Sjóstangaveiði er án efa eftirtekt-
arverðasta nýjungin í vestfirskri
ferðaþjónustu og hefur á stuttum
tíma náð að skapa sér ákveðna sér-
stöðu sem höfðar til erlendra ferða-
manna. Aðallega er um að ræða
Þjóðverja sem kaupa ferðirnar í
gegnum þýsk ferðaþjónustufyr-
irtæki sem eru í samstarfi við vest-
firsku fyrirtækin Hvíldarklett ehf.
og Fjord Fishing ehf.
Það síðarnefnda var stofnað árið
2005 í þeim tilgangi að efla ferða-
þjónustu á Vestfjörðum með áherslu
á sjóstangaveiði en stofnendur voru
einstaklingar, fyrirtæki og sveit-
arfélög á Vestfjörðum. Að sögn Óm-
ars Más Jónssonar, sveitarstjóra
Súðavíkurhrepps og eins forsvars-
manna Fjord Fishing ehf., höfðu
Súðavíkurhreppur og Tálknafjarð-
arhreppur frumkvæði að því að
kanna þennan markað og í fram-
haldinu var farið í samstarf við
þýsku ferðaskrifstofuna Vögler’s
Angelereisen í Hamborg.
Mikil vinna
„Það kostaði mikla vinnu að
hrinda hugmyndinni í framkvæmd
og mikið reglugerðafargan sem
þurfti að fara í gegnum þar sem
ýmsir opinberir aðilar komu við
sögu, s.s. sjávarútvegsráðuneytið,
Siglingastofnun, Fiskistofa og
tryggingarfélögin. Það er hins vegar
ekki hægt að segja annað en að vinn-
an hafi gengið vel því allir aðilar
gerðu sér grein fyrir þeim hags-
munum sem í húfi voru og tókst okk-
ur að landa málinu vorið 2006.
Fyrstu hóparnir á vegum Fjord
Fishing komu svo í byrjun maí og
þeir síðustu fóru um miðjan sept-
ember, hátt í eitt þúsund manns.“
að Bíldudalur og Suðureyri mundu
bætast í hópinn 2007 og Patreks-
fjörður og Bolungarvík sumarið
2008. Síðan urðu ákveðnar breyt-
ingar þegar menn áttuðu sig á þeim
tækifærum sem þarna lágu og brest-
ir komu í samstarfið.“ Að sögn Óm-
ars er Fjord Fishing nú í gjör-
breyttu starfsumhverfi frá því sem
var og þurfti fyrirtækið að fara í
gagngera naflaskoðun þar sem
starfsemin var skoðuð frá grunni.
„Að fenginni reynslu og kynnum af
þessum markaði var ákveðið að
ganga til samstarfs við aðra ferða-
skrifstofu, Andrees Angelreisen í
Frankfurt, en jafnframt var ljóst að
hugmyndin um samstarf heima-
manna, sem lagt var upp með í byrj-
un, gekk ekki upp. Unnið er að því
að kaupa upp samstarfsaðila Fjord
Fishing og sameina þá í eitt stórt
fyrirtæki undir einu merki. Þannig
verður fyrirtækið margfalt öflugra
og er ætlunin að tvöfalda og jafnvel
þrefalda fjölda þeirra ferðamanna
sem til okkar koma í sjóstangaveiði á
næstu tveimur til þremur árum.
Jafnframt verður áfram leitast við
að dreifa starfseminni á sem flesta
firði svæðisins. Þannig höfum við ný-
lega bætt við gistiaðstöðu á Bíldudal
auk þess sem við höfum óskað eftir
því við Ísafjarðarbæ að fá lóðir undir
frístundahús á Flateyri og Þingeyri,
að lágmarki fimm hús á hvorum
stað.“ Ómar segir undirtektir hafa
verið jákvæðar og bæjarstjórn Ísa-
fjarðarbæjar hafi lýst því yfir að hún
teldi mikilvægt að skapa aðstöðu
fyrir þá aðila sem vilja byggja upp
ferðaþjónustu tengda sjóstangaveiði
í Ísafjarðarbæ. Hafi bæjaryfirvöld
lagt áherslu á að hraða vinnu við
skipulag þannig að sem fyrst liggi
fyrir hvaða lóðir geti verið til úthlut-
unar undir húsnæði vegna sjó-
stangaveiðinnar.
Ómar áréttar að ljóst sé að mikil
uppbygging sé framundan í kringum
sjóstangaveiðina.
Fjárfest fyrir 400 milljónir
Fyrirtækið Hvíldarklettur ehf. á
Suðureyri hefur á mjög skömmum
tíma lagt verulegt fjármagn til upp-
byggingar ferðaþjónustu í kringum
sjóstangaveiðina en fyrirtækið hefur
selt 12.000 gistinætur til erlendra
ferðamanna í sumar.
Á undanförnum mánuðum hefur
verið unnið hörðum höndum að því
að útvega þessu fólki gistingu og í
þeim tilgangi gerði fyrirtækið sam-
komulag við Bergvík ehf. um inn-
flutning á 12 sumarhúsum frá Hal-
liday Homes í Kanada. Níu húsanna
verða væntanlega sett niður á Flat-
eyri og þrjú á Suðureyri. Einnig er
verið að leggja lokahönd á endurnýj-
un og breytingar á tíu húsum á Suð-
ureyri sem notuð verða sem gisti-
rými auk leiguhúsnæðis á Flateyri.
Þá lét fyrirtækið smíða 22 sérhann-
aða stangveiðibáta, sem fyrr greinir
frá. Mun heildarfjárfesting fyr-
irtækisins vegna kaupa og breytinga
á húsnæði, bátakaupa og annars
vera rúmar 400 milljónir króna.
Elías Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Hvíldarkletts, segir
þetta líklega vera stærsta einstaka
uppbyggingarverkefnið í ferðaþjón-
ustu á Vestfjörðum frá upphafi. Til
að takast á við það hafi hlutafé í fyr-
irtækinu verið aukið verulega en
jafnframt hafi verið unnið að sam-
einingu fyrirtækja í ferðaþjónustu á
svæðinu til að styrkja félagið enn
frekar. „Vissulega eru margir
áhættuþættir í svona dæmi en við
teljum verkefnið það gott að áhætt-
an sé þess virði.
Við erum með langtímasamning
við þýsku ferðaskrifstofuna Vögler’s
Angelereisen og uppbyggingin hjá
okkur byggist á þeim samningi. Við
höfum þurft að byggja hratt upp til
að geta tekið á móti þeim 1.500
ferðamönnum sem við fáum núna í
sumar. Frekari framkvæmdir eru
hins vegar ekki á döfinni, a.m.k. ekki
á næstu árum, þar sem við gerum
ráð fyrir föstum fjölda ferðamanna á
hverju ári eða 1.500 til 1800 manns.“
Uppbygging á Flateyri
„Við teljum það hámark þess sem
Suðureyri og Flateyri geta annað og
t.d. tel ég að núna séum við að full-
nýta Suðureyri og að þar séu ekki
frekari vaxtarmöguleikar. Við horf-
um meira til Flateyrar og stefnum á
að fara í meiri uppbyggingu þar.
Þingeyri hefur líka verið inni í
myndinni en við ætlum fyrst að sjá
hvernig málin þróast hjá okkur á
hinum tveimur stöðunum.“
Spurður um þær framkvæmdir
sem fyrirhugaðar eru á Flateyri seg-
ir Elías að nauðsynlegt sé að skapa
betri umgjörð utan um sjóstanga-
veiðimenn sem þar dveljast. Í því
skyni hafi fyrirtækið keypt rekst-
urinn í söluskálanum á staðnum en
jafnframt verði að koma upp sal þar
sem ferðamennirnir geti hist og
borðað.
Þegar hann er spurður um eyðslu
þýskra ferðamanna segist hann hafa
góða reynslu í þær tvær vikur sem
verkefnið hafi núna verið keyrt. „Við
fengum til okkar á Suðureyri 30
manns í síðustu viku og erum með 45
manns í þessari viku. Í báðum til-
fellum hafa hóparnir tæmt hillurnar
í söluskálanum hjá okkur því þeir
kaupa allt sem þarf til uppihalds
þann tíma sem þeir dvelja hjá okkur.
Skiptin á hópunum fara fram á
þriðjudögum og þeir sem frá okkur
fara leggja af stað kl. 14 og fara í
skipulagða skoðunarferð áður en
þeir fara í flug. Farið er á söfnin í
Ósvör í Bolungarvík og Neðsta-
kaupstað á Ísafirði, og svo endað í
fiskiveislu á veitingastaðnum Fern-
ando’s á Ísafirði. Einhverjir fá sér
bílaleigubíla og ferðast sjálfir um
svæðið þannig að þessir ferðamenn
eru virkir neytendur þegar búið er
að kenna þeim á samfélagið.“
Elías segir að gera megi ráð fyrir
að á næstu árum verði um 700 til 800
sjóstangaveiðimenn á Suðureyri á
hverju sumri sem sé mjög mikilvægt
fyrir þetta litla samfélag. Hann
nefnir sem dæmi aukna sölu í sölu-
skálanum sem gæti hreinlega ekki
borið sig á svona litlum stað án
ferðaþjónustunnar. Þá verði einnig
til fjöldi starfa sem ekki voru til áður
vegna þjónustu við ferðamennina,
s.s. í veitingasölu og verslun, við þrif
á húsum og í kringum útgerðina.
Síðast en ekki síst sé rekstrar-
grundvöllur ferðaþjónustunnar í
heild allt annar þegar hann byggi á
svona stórum hópi ferðamanna.
Flykkjast í sjóstangaveiði
Hvíldarklettur ehf. á Suðureyri hefur selt 12.000 gistinætur til erlendra ferðamanna í sumar
Fjord Fishing vill leitast við að dreifa starfseminni á sem flesta firði á svæðinu
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Á Suðureyri Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hvíldarkletts, segir sjóstangaveiðina líklega stærsta ein-
staka uppbyggingarverkefnið í ferðaþjónustu á Vestfjörðum frá upphafi.
Í HNOTSKURN
» Talið er að Vestfirðir geti annað allt að 10.000 sjóstanga-veiðimönnum á ári og með tilliti til flugs, leigu á húsnæði og bát-
um, rútuferðum og svo framvegis yrði um um einn milljarður króna í
pottinum. Sé gert ráð fyrir að til viðbótar eyði hver einstaklingur að
meðaltali 17.000 krónum á viku í mat og þjónustu, þá bætast við 170
milljónir.
» Greiða þarf um 12 til 15 milljónir fyrir kvóta miðað við núverandiverð og að 1.500 sjóstangaveiðimenn geti hver og einn tekið með
sér 20 kg af flökum heim aftur.
Ómar Már Jónsson
Sókn Mikil ásókn er í sjóstangaveiði á Vestfjörðum.