Morgunblaðið - 13.05.2007, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
F
yrir brunann síðasta
vetrardag beindi al-
menningur á höf-
uðborgarsvæðinu
sjónum sínum að ein-
stökum og ólíkum
skipulagsmálum. Í
Mosfellsbæ er tekist á
um tengingu nýrra hverfa; Helga-
fellshverfis og Leirvogshverfis. Í
Hafnarfirði felldu íbúarnir stækkun
álversins í Straumsvík, sem var að
hluta skipulagsmál. Á Álftanesi eru
menn á öndverðum meiði um skipu-
lag miðbæjarins, Garðbæingar
leggjast gegn hugmyndum Kópa-
vogs um uppbyggingu á Glaðheima-
hverfi af umferðartæknilegum
ástæðum. Sá neisti gæti orðið að
skipulagsbáli á höfuðborgarsvæð-
inu. Stjórnendur Kópavogsbæjar
berjast á tvennum skipulags-
vígstöðvum, utan bæjar og innan,
því skoðanir bæjarbúa eru skiptar
um skipulagshugmyndir yzt á Kárs-
nesi. Og á Seltjarnarnesi takast
menn á um hugmyndir að landfyll-
ingum norðan ness og sunnan. Það
er líka í Smáranum í Kópavogi, sem
hæsta hús á Íslandi mun rísa í 78
metra, en þær fyrirætlanir og fleiri
turnar á höfuðborgarsvæðinu hafa
vakið menn til umhugsunar og um-
ræðna um útlit slíkra bygginga og
staðsetningu.
Um skipulagsmál innan borg-
armarkanna hefur margt verið
fjallað; um Vatnsmýrina og Miklu-
braut. Þar eru líka mörg stök skipu-
lagsmál umdeild, en þau skipulags-
mál sem áttu hug flestra
Reykvíkinga, þegar eldurinn kvikn-
aði í Austurstræti, voru Alþing-
isreiturinn, Slippa- og Ellings-
enreitur og Laugavegurinn. Við
Laugaveginn stendur styrrinn í
raun um þrjá reiti; Frakkastígsreit-
inn (sem fjallað var um í Morg-
unblaðinu 22. apríl sl.: Vilja leyfi fyr-
ir stærri húsum við Laugaveg)
Laugaveg 33-35 og Laugaveg 4 og 6
með Skólavörðustíg 1a (sem fjallað
var um í Morgunblaðinu 5. apríl sl.:
Húsaröð sem tilheyrir elsta hluta
Laugavegar). Tillögur gera ráð fyrir
því að húsin Laugavegur 41-45 víki,
nema Vínberið (Laugavegur 43), og
að húsin Laugavegur 4 og 6 og
Skólavörðustígur 1a verði rifin til að
rýma fyrir þriggja hæða húsi með
risi. Það er einkum tillaga um að rífa
Laugaveg 41, 42, 44 og 45 sem hefur
sætt mótmælum. Þessir reitir eru
nú í skipulagsmeðferð og menn bíða
í ofvæni þess sem koma skal. Borg-
aryfirvöld hafa tekið í taumana á
Slippasvæðinu og Alliance-húsið og
Daníelsslippur, sem til stóð að rífa,
fá að standa áfram með tengingu við
Sjóminjasafnið í huga. Til þessa
framtaks borgaryfirvalda og um-
mæla borgarstjóra um uppbyggingu
á horni Austurstrætis og Lækj-
argötu líta húsaverndunarmenn með
„von fyrir Laugaveginn“.
Tónninn sleginn í bjarma elds
Hvorki lóðirnar né húsin á horni
Austurstætis og Lækjargötu eru í
BORG Í DEIGLU
ARFLEIFÐ Í BRUNARÚST
Ljósm. Sigfús Eymundsson
Sagan Austurstræti um aldamótin 1900. Lengst til vinstri er Austurstræti 22, nú er brunnið en vilji er að endurbyggja sem næst upprunalegri mynd.
Morgunblaðið/RAX
Eldlínan Mikil mótmæli hafa verið vegna tillagna um að rífa húsin Laugavegur 41-45 og er uppbygging á Frakka-
stígsreitnum, sem þau marka með bakhúsum, Frakkastíg 8 og Hverfisgötu 58 og 60 nú í endurvinnslu.
»Bruninn … hefur verkað eins og olía
á eld í umræðunni um skipulagsmál.
Vilji borgaryf-
irvalda að end-
urbyggja húsin
tvö, sem skemmd-
ust í eldi síðasta
vetrardag, rímar
við hugmyndir
margra. Óvenju
mörg skipulagsmál
hafa verið í brenni-
depli síðustu miss-
erin og hér er
skarað í sum
þeirra.
Í HNOTSKURN
» Húsið Austurstræti 22 varelzta húsið við Austur-
stræti, byggt 1801 eða 1802. Ís-
leifur Einarsson dómari við
Landsyfirrtéttinn lét byggja
húsið og seldi Trampoe greifa
1805.
»Þegar Jör-undur
hundadaga-
kóngur steypti
stjórn landsins
1809 var
Trampe greifi
handtekinn í
húsinu og Jörundur settist þar
að það sumar sem hann ríkti á
landinu bláa.
»Á árunum á eftir bjó stift-amtmaður í húsinu, en 1820
var Landsyfirréttur fluttur í
húsið og fangaklefar hafðir á
loftinu. Prestaskólinn fékk svo
húsið 1871 og var þar til þess
að Háskóli Íslands var stofn-
aður 1911.
»Árið 1915 keypti HaraldurÁrnason kaupmaður húsið
og rak þar Haraldarbúð. Síð-
ustu árin voru reknir veitinga-
staðir í húsinu.
Eftir Freystein Jóhannsson
freysteinn@mbl.is