Morgunblaðið - 13.05.2007, Side 26

Morgunblaðið - 13.05.2007, Side 26
daglegtlíf Hinar hliðar kosningabarátt- unnar skoðaðar og fylgst með nokkrum frambjóðendum á endasprettinum. » 30 stjórnmál Stangveiðar við Maldíveyjar í Indlandshafi í 28 stiga heitum sjó og 38 stiga lofthita eru ein- stök upplifun. » 36 ævintýri Verk fyrir flautu hentar náttúru Atla Heimis Sveinssonar sem tónskálds einstaklega vel og fylla áheyrandann andakt. » 28 tónlist Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is F yrir margt löngu létu æskuvinkonurnar Erna Steina Guð- mundsdóttir og Lísbet Sveinsdóttir sig dreyma um eigið fyrirtæki með há- gæðafatnað og fagra hönnun á boð- stólum. Þær sáu fyrir sér nokkurs konar lífsstílsverslun með listrænu yfirbragði og að sjálfar legðu þær línurnar í einu og öllu. „Hugmynd- irnar fóru helst á flug þegar við rölt- um samferða heim úr Glaumbæ og tylltum okkur á útitröppurnar hjá Lísbet á Kirkjugarðsstígnum og drukkum te,“ rifjar Erna Steina upp og er ekkert að grínast með teið. Á meðan Erna Steina bjó erlendis í mörg ár og Lísbet vann hér að list- sköpun sinni í málverkinu var vík milli vina. Þegar Erna Steina flutt- ist heim og hóf nám í textílhönnun tóku þær aftur upp þráðinn og lögðu á ráðin um að hrinda hugmyndum sínum frá því í gamla daga í fram- kvæmd. Matthildur Halldórsdóttir, önnur æskuvinkona Ernu Steinu, kom með þá hugmynd að þær hönn- uðu eitthvað í sameiningu úr hrá- efnum frá Perú, en þar hafði hún búið lengi og var öllum hnútum kunnug. Það varð úr og í desember 1998 birtist eftirfarandi frétta- tilkynning í Morgunblaðinu: ELM er nýstofnað fyrirtæki þriggja hönnuða sem undanfarið hafa unnið að gerð kvenlegs prjóna- fatnaðar úr alpaca-gæðaull frá Perú … Tæpu ári síðar er frá því greint að hönnunarfyrirtækið hafi opnað verslunina ELM á Laugavegi 1. Þar er hún enn og í húsi á baklóðinni eru skrifstofan, lager og vinnustofa þeirra Ernu Steinu og Lísbetar, sem vor, sumar, haust og vetur koma fram með nýjar fatalínur. Matthildur, sem býr enn í Perú, kaupir efnin og hefur umsjón með framleiðslunni, en fatnaðurinn er allur framleiddur þar í landi og þar er líka dreifingarfyrirtæki þeirra. ELM um allan heim Umsvifin hafa orðið æ meiri og er salan á Íslandi núna aðeins lítið brot af heildinni. Þær útiloka ekki að fjárfesta sé þörf því fyrirtækið er í svo örum vexti að erfitt gæti orðið að anna eftirspurninni með góðu móti. Enn sé þó allt óráðið í þeim efnum. Veltan hefur aukist um 60% milli ára nokkur undanfarin ár og 70% frá árinu 2005 til 2006. Þær eru með tvo umboðsmenn í fullu starfi, annan í Bretlandi og hinn í Banda- ríkjunum, sem er þeirra stærsta markaðssvæði. Þar eru um eitt hundrað verslanir, sem bjóða upp á ELM-fatnað. Hann fæst líka í tug- um verslana víða um Evrópu, tveim- ur í Japan og einni í Suður-Afríku. „Við stefndum hátt og ætluðum frá upphafi í útflutning. Það hefur tekið okkur tíma að skapa heild- armyndina, sem þó er alltaf að þróast. Við erum ekkert smeykar að auka umsvifin ennþá meira. Okkar björtustu vonir hafa staðist, en vel- gengnin kemur okkur ekkert á óvart,“ segja þær blátt áfram og lýsa með glampa í augum næstu hugmynd, sem er að opna eigin verslun í London, Notting Hill- hverfið finnst þeim vel koma til greina. „Lífsstílsverslun með fatnað í öndvegi, en einnig ýmsar vörur, sem við látum framleiða undir merkjum ELM, verður opnuð í síð- asta lagi haustið 2008,“ segja þær og útskýra „ýmsar vörur“ nánar: „Skór, skart, töskur, ilmvötn, jafn- vel bækur eða hvaðeina, sem okkur dettur í hug og fellur að heild- armyndinni.“ Hvítklæddar gínur í Harvey Nichols ELM-línan hefur í nokkur ár ver- ið Bretum að góðu kunn, því hún er seld í tíu verslunum og vöruhús- unum Selfridges og Liberty House í London. Og frá því í vor í hinu þekkta Harvey Nichols við Knig- htsbridge. „Vorlínan 2007 virðist hafa slegið í gegn hjá þeim. Við vor- um himinlifandi í fyrra þegar við fengum pöntunina, enda þykir mik- ill heiður í tískuheiminum að fá inni í þessu glæsilega vöruhúsi.“ Pöntunin hljóðaði upp á 600 flíkur í 50 mismunandi sniðum og skrýðast gínurnar í Harvey Nichols nú ís- lenskum sumarflíkum í fyrsta skipti. Í kvenfatadeildinni á annarri hæðinni taka þær sig ljómandi vel út meðal stallna sinna í nýjustu tísku frá heimsþekktum hönnuðum. En hvernig eru flíkurnar, sem féllu svona vel í kramið hjá inn- kaupastjórum vöruhússins? „Hvítar,“ svara þær, „úr hör, bóm- ull, jersey, viskós og silki. Reyndar samanstendur sumarlínan okkar í ár líka af svörtu og gráu í bland, en þeir keyptu bara hvítt.“ Emma Thompson og auglýsingin Meðal viðskiptavina Harvey Nic- hols er leikkonan Emma Thompson, sem hreifst svo af fötunum að hún fól stílista sínum að hafa samband við umboðsmann ELM í Bretlandi. Hvíta vorlínan 2007 Hvíti liturinn er í hávegum hafður hjá ELM í vor og sumar og hrifust innkaupastjórar hjá Harvey Nichols af stílhreinum glæsileikanum. Útrás fagurkeranna Morgunblaðið/Ásdís Æskuvinkonur Lísbet, Erna Steina og Matthildur (vantar á mynd) stefndu hátt og ætluðu frá upphafi í útflutning. Allar fatalínur ELM, hvort sem er vetur, sumar, vor eða haust, eru í grunninn ann- aðhvort hvítar eða svartar eða hvort tveggja, en þó alltaf með öðrum lit til að lífga upp á.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.