Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 28

Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 28
tónlist 28 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það er sjálfsagt engin hending að Atli HeimirSveinsson hlaut Tónskáldaverðlaun Norð-urlandaráðs árið 1976 einmitt fyrir flautukons-ert. Það er eins og verk fyrir flautu henti nátt- úru hans sem tónskálds sérdeilis vel. Þar eru hin fínlegu, ljóðrænu stef sem fylla áheyrandann af ein- hverri ríkri andakt. En þar er líka dramatíkin og síðast en ekki síst hugmyndaflugið, ólíkindalætin. Á tónleikum í Þjóðleikhúsinu í dag verða leikin nokk- ur einleiksverk Atla fyrir fiðlu og píanó frá nær 40 ára tímabili. Verkin eiga það sammerkt að hafa komið út á tvöföldum geisladiski árið 2006 sem var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna það ár. Diskurinn var gefinn út að frumkvæði Áshildar. Þar er yngst Sónata fyrir flautu og píanó, samið 2005 fyrir þær Áshildi Har- aldsdóttur og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur. Tilraun til sköpunar sem ekki tekst „Eftir að við tókum upp sónötuna fórum við að huga að öðrum verkum til að gefa út með henni. Þá rann upp fyrir mér hvað höfundarverk Atla Heimis fyrir flautu var mikið. Og það var ekki að ræða annað en að gefa fleiri af þeim verkum út. Og sem betur fer var Ásmund- ur [Jónsson í Smekkleysu] strax meira en til í það,“ segir Áshildur. Útkoman var tveggja diska útgáfa sem inniheldur öll verk Atla Heimis fyrir einleiksflautu og flautu og píanó í flutningi Áshildar, Önnu Guðnýjar og Atla sjálfs. Verkin eru frá nærfellt 40 ára tímabili. Elsta verkið á diskinum er Intermezzoið frá 1970 sem allir þekkja úr barnaleikritinu Dimmalimm. En þar var einnig hljóðritað í fyrsta sinn annað smástykki úr sama leikriti og nefnist Intermezzo II. Því verki svipar til hins fyrra en er enn angurværara. En bæði þessi nær 40 ára gömlu smáverk gefa strax ótvírætt fyrirheit um langt og frjótt samband við þetta margbrotna hljóðfæri, þverflautuna. Elsta verkið á tóneikunum er Xanties, frá 1975. Það er samið fyrir þau Manuelu Wiesler og Snorra Sigfús Birgisson. Xanties merkir næturfiðrildi og þar lýsir óræðu augnabliki og leit að sköpun. Um það hefur höf- undurinn þau orð: „Xanties er tilraun til sköpunar sem ekki tekst.“ Þá hafði Atli Heimir ekkert samið um tíma og það er líka næstum eins og honum liggi svo mikið á hjarta að tónmálið eitt nægi ekki. Því er saman við tón- listina ofið setningum sem flytjendurnir læða inn í flutn- inginn hér og hvar. Setningum eins og „Og blómin – og blómin – “ Eða „Nóttin er full af illum öndum og fiðr- ildin nálgast – “ Útkoman er feiknaskemmtilegt verk. Í því birtist all- ur skalinn í tónsmíðum Atla fyrir flautu: ofurfínleg, við- kvæm augnablik sem líkt og hanga á bláþræði. En síðan er fjandinn laus á ný og manni er svipt inn í þéttofinn skóg af töfrum og furðum. Og ólíkindalátum. Allt er þetta kannski fyrst og fremst skemmtilegt. Liggur við að mann langi stundum að kalla það klára skemmti- músík (í dýrari kantinum). En það er kannski bannað. Sónatan sem skreið inn um lúguna Er einhver tiltekin ástæða fyrir þessu frjóa samneyti Atla Heimis við flautuna? „Ég hef bara verið svo heppinn að eiga aðgang að góðum flautuleikurum,“ segir Atli Heimir. „Fyrst var það Robert Aitken, kanadískur snillingur sem hér kom. Síðan kom Manuela Wiesler. Og nú er það hún Áshildur og fleiri. Ég hef unnið náið með sumu af þessu fólki og það hefur bara hjálpað mér.“ Og hvað er það þá sem einkum heillaði þig við Áshildi sem flautuleikara? „Ef ég ætla að lýsa því þá get ég það ekki. Þá erum við komin yfir á svið þar sem orð ná varla að tjá hlutina. Og sama er að segja um Önnu Guðnýju sem píanóleik- ara. Flautusónatan er samin beint fyrir Áshildi. Ég var þá að kenna úti í Bandaríkjunum, á Rhode Island, og hafði góðan tíma. Við höfðum verið að tala um þetta …“ Áshildur: „Hann var löngu byrjaður að tala um þetta við mig, að hann vildi semja fyrir mig flautusónötu. Hann vildi samt aldrei sýna mér neitt. En svo allt í einu þá fór að berast kafli og kafli …“ Anna Guðný: „Já, komu þeir ekki inn um bréfalúguna stundum?“ Áshildur: „Jú, jú, og þetta hélt alltaf áfram í marga mánuði. Sífellt kom meira og meira, alltaf nýr og nýr kafli. Ég var orðin dauðhrædd.“ Varstu kannski orðin smeyk um að þessu flóði myndi aldrei linna inn um lúguna? Áshildur: „Kannski ekki beint það en þetta var bara svo mikil áskorun. Þetta var líka svo langt. Myndi það halda saman sem heild? Um leið var þetta ótrúlega spennandi en svo fórum við að æfa … og þá fór að renna upp að við vorum með mjög heilsteypt og fjölbreytt verk með skýra stefnu.“ Heldurðu að flautan dragi fram einhverja tiltekna eig- inleika í þér sem tónskáldi, Atli? „Ég bara geri mér ekki grein fyrir því. Ég kann sjálf- ur ekki á neitt annað hljóðfæri en píanó,“ segir Atli Heimir. „En fyrir mér er flautan ekki snoturt hljóðfæri með fögur hljóð. Hún er miklu dramatískara hljóðfæri en svo. En svo megum við ekki gleyma hinu að þetta er sónata fyrir flautu og píanó. Þetta er heljarmikið þrek- virki fyrir píanóið líka.“ Finnurðu fyrir því í þessum verkum, Anna Guðný, að Atli er píanóleikari sjálfur? Anna Guðný brosir: „Já, ég finn alveg að þetta er Atli. Hann er ekkert að draga undan. Ég held að þetta sé eitthvað það erfiðasta sem ég hef gert.“ „Ég fer í gegnum alls kyns hluti í þessari sónötu,“ segir Atli. „Ég tek áhrif héðan og þaðan. Þarna eru scherzo. Og tríó. Í næstsíðasta kaflanum stel ég síðan aðeins frá Skrjabín.“ Og svo ertu með lokakafla sem þú segir vera nokkurs konar „skáldið talar“ og vísar þar í Schumann? „Já, hann átti þetta til, að vera með í lok verks eins og litla hugleiðingu um það sem hafði gerst í verkinu,“ segir Atli Heimir og brosir. 21 tónamínúta Það verk sem tónleikarnir í Þjóðleikhúsinu þiggja nafn sitt af nefnist 21 tónamínúta. Það er samið árið 1981 fyrir Manuelu Wiesler. Verkið felst í ólíkum köfl- um sem hver um sig skal vera nákvæmlega mínúta í flutningi. Fyrstu þættir verksins nefnast Karlatónar og Kvennatónar. Þá koma Barnatónar en síðan fer að kenna ýmissa grasa. „Alþjóðatónarnir eru dálítið skrýtnir,“ segir Áshildur. „Það er erfitt a Og Guðstóna Já, þeir eru og þreytulegt? „Já, kannski Þeir eru næstu músík“, þeir er frekar til trafa verkinu sem ne hjarta tónskáld mínúta.“ Anna Guðný skírt hvern kaf Áshildur: „Já nöfn á kaflana En hvernig e að búa að því a húsi sem semu „Það er ólýsa segir Áshildur. en svo til dæm ur sig aftur á þ er heppin!“ Þetta er ótrú mikið magn af hann er að ger vegna semur h strax að er ekk hluti sem aðrir ferð.“ „Hann er lík Guðný við. „Ha lög sem leikskó tepruskapur í h Á tónleikum Li leiksverk Atla nær 40 ára tím Lethe (1987), f fyrir einleiksfl Tónleikarnir he Atli Heimir og flautan Áshildur Har- aldsdóttir, Anna Guðný Guð- mundsdóttir og Atli Heimir Sveinsson leika á Listahátíð í dag einleiksverk fyrir flautu og verk fyrir flautu og píanó eftir Atla Heimi. Hall- grímur Helgi Helgason ræddi við þau. Tónamínútur Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, Atli Heimir Sveinsson tónskáld og Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.