Morgunblaðið - 13.05.2007, Side 30
stjórnmál
30 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Góðan daginn!
Góðan daginn!
Góðan daginn!
Kaffipoka?
Tópas?
Blöðru?
U
ngur frambjóðandi
stendur í Kringlunni
og reynir að ná at-
hygli fólks sem á leið
framhjá básnum. En
það gengur misvel.
Góðan daginn!
„Aumingja fólkið,“ segir kona við
rúllustigann og horfir á frambjóð-
endur við Hagkaup. „Svo kemur
skríllinn og þau þurfa að brosa og
taka undir vitleysuna.“
Góðan daginn!
En frambjóðendurnir bera sig
vel. „Það er skárra að vera við
verslanir en að fara í vinnustaða-
heimsóknir,“ segir einn þeirra. „Á
vinnustöðum erum við að stela há-
degishléinu, en í verslunarmið-
stöðvum stjórnar fólk því sjálft
hvort það stoppar.“
Hann viðurkennir þó að það geti
verið erfitt að koma sér af stað,
einkum í upphafi kosningabarátt-
unnar. „Þá þarf maður að kafa
djúpt í sjálfum sér og komast að því
hvað maður hefur fram að færa sem
skiptir máli í lífi fólks. Eftir það er
þetta ekkert mál.“
Góðan daginn!
Annar stillir upp básnum og líkir
því hlæjandi við Tupperware-
kynningu þegar hann dregur upp
alls konar varning, – allt fengið af
lagernum í skottinu á bílnum. „Nú
eru bílar frambjóðenda eins og
kosningaskrifstofur,“ segir hann.
Eins og biluð plata
Almennt er lítið um að vera á
kosningaskrifstofum nema haldnir
séu fundir eða aðrar uppákomur.
„Það fer allt fram í sjónvarpi og á
vinnustaðafundum,“ segir starfs-
maður á mannlausri skrifstofu. „Þá
er talað í hádeginu yfir fólki sem
hefur engan áhuga á því að láta
trufla sig, hvað þá hlusta á stjórn-
málamenn klóra augun hver úr öðr-
um.“
En mikil vinna fer fram baksviðs,
einkum í kringum hápunkta barátt-
unnar. Þó að frambjóðendurnir séu
að mestu sýnilegir kjósendum sér
fjöldi manns um að plana, hringja,
baka og undirbúa fundi, svo fátt eitt
sé nefnt.
Svo þarf að taka á móti fólki,
brosa og spjalla. „Vantar myndir? Á
ég að vera Óskar?“ spyr starfs-
maður á kosningaskrifstofu Fram-
sóknar og brosir út í eitt. Þar geng-
ur fólk í öll störf. Á skrifstofu
Framsóknar segir Óskar Bergsson
sjálfur, kosningastjórinn, eða að
minnsta kosti rödd í símanum sem
rétt er að blaðamanni, segir að
spennan sé mikil fyrir kosningar.
„Þetta er svo spennandi. Það er fátt
sem toppar það.“
– Er þetta meira spennandi en
Evróvisjón?
„Þetta er meira að segja meira
spennandi en hestamennska!“
Svandís Svavarsdóttir borg-
arfulltrúi lítur upp frá tölvuskjánum
á kosningaskrifstofu Vinstri grænna
og er létt yfir henni „Þið hefðuð átt
að koma fyrir klukkutíma þegar
Netið hrundi og Suðurland beið eft-
ir auglýsingu.“ Sú sem situr gegnt
henni dregur upp varalit þegar hún
sér ljósmyndarann: „Ég veit að ég
fengi mömmu í símann ef það kæmi
mynd og enginn varalitur.“
Á bakhlið hurðarinnar eru
geymdar skondnar úrklippur um
önnur framboð og kosningapésar
þeirra neðst í skjalabunkum, en fyr-
ir miðju herbergi hanga úrklippur
um framboð Vinstri grænna, þar á
meðal Staksteinar úr Morg-
unblaðinu. „Stundum eru Stak-
steinar uppáhaldsefnið og stundum
alveg óþolandi,“ segir Svandís bros-
andi.
„Þið megið alveg taka einn til tvo
mola,“ segir starfsmaður höstum
rómi við tvo drengi á skrifstofu
Samfylkingarinnar í miðbænum.
Þeir eru með lúkurnar fullar af sæl-
gæti. Það kemur á þá hik. Svo
hlaupa þeir út. Það er nokkuð um
slíkar heimsóknir heyrir blaðamað-
ur. Þetta er flokkurinn sem vill allt
fyrir börnin gera. Kannski er þetta
í línu við loforðin um ókeypis tann-
verndina?
Yfir gömlum símaklefum í þess-
Höfrungahlaup stjórnmálanna
Eitt er það sem blasir
við kjósendum í kosn-
ingabaráttu. Svo býr
annar veruleiki að baki.
Eða hvað? Pétur Blön-
dal fylgdist með fram-
bjóðendum „synda í sír-
ópi“ og skoðar hina hlið
kosningabaráttunnar.
Morgunblaðið/Golli
Í snörunni Jón Magnússon sýnir hvað hann fann í garðinum.
Morgunblaðið/Golli
Í hádeginu Ólafur Hannibalsson ávarpar starfsmenn Landspítalans.
Morgunblaðið/Golli
Forystan Ingibjörg Sólrúnu og Össuri var parkerað við Alþingi.
Morgunblaðið/ÞÖK
Merkilegt Það er mikilvægt í kosningabaráttunni að vera vel merktur.
Original Arctic Root
Ein vinsælasta lækningajurt heims
Original Arctic Root öðru nafni Burnirót er ein vinsælasta
lækningajurtin í heiminum í dag. Klínískar rannsóknir hafa leitt í
ljós að hún eflir einbeitingu, úthald og vinnur gegn streitu og álagi.
Vinnur gegn streitu og álagi
Original Arctic Root er fljótverkandi og þeir sem nota hana finna
jákvæða breytingu á einbeitingu og úthaldi á skömmum tíma.
Original Arctic Root hefur svo sannarlega slegið í gegn á Íslandi
þar sem hún nýtur nú þegar mikilla vinsælda.
Fæst í apótekum og heilsubúðum.
Heilsuvara ársins
í Svíþjóð
2003, 2004 og 2005
K
R
A
F
T
A
V
E
R
K