Morgunblaðið - 13.05.2007, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 31
um gömlu höfuðstöðvum Landssím-
ans eru skilti með áletruninni:
Borgarnesræða 1, Borgarnesræða
2, Borgarnesræða 3 og Borg-
arnesræða 4. Ljósmyndarinn grípur
rautt frisbí með áletruninni „jöfn og
frjáls“ og kastar til blaðamanns fyr-
ir utan Alþingishúsið. Ekki vill bet-
ur til en svo að það skellur utan í bíl
Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur,
þingmanns Samfylkingarinnar. Enn
sannast að fólk kann ekki með frels-
ið að fara sem því er fært af stjórn-
málamönnum. Hún skrúfar niður
rúðuna og segir: „Ætlið þið að eyði-
leggja nýja rafmagnsbílinn minn?“
Þannig eru frambjóðendur; þeim
tekst alltaf að koma skilaboðum
áleiðis. Hún kveður með orðunum:
„Ég vona að þið verðið í essinu ykk-
ar á kjördag.“
Einn vandinn við að tala við
frambjóðendur er sá að þeir fara
strax að tala í frösum og veröldin
verður svarthvít. „Eins og biluð
plata,“ segir Margrét Sverrisdóttir
skilningsrík þegar blaðamaður
kvartar undan þessu. „En mér
finnst efnahagsmálin hafa orðið út
undan … æ, nú er ég orðin alveg
eins,“ bætir hún við og skellihlær.
Lögreglubíll er fyrir utan kosn-
ingaskrifstofu Frjálslyndra í mið-
bænum eftir helgi. Það hefur verið
brotin rúða. Gamall þingmaður
gengur inn á skrifstofu Samfylking-
arinnar og segir með þjósti: „Það er
engin almennileg kosningaskrifstofa
þar sem ekki hefur verið brotin
rúða!“
„Ég fékk þessa sendingu í garð-
inn heima,“ segir Jón Magnússon
frambjóðandi Frjálslyndra og held-
ur á snöru. „Það er svona að hafa
verið útmálaður sem helsti rasisti
þjóðarinnar. En ég neita að taka
það alvarlega. Ég setti á heimasíð-
una mína að sá sem missti hana
gæti náð í hana heim til mín. Maður
veit aldrei hvort þetta eru krakkar.
Við búum nú einu sinni á Íslandi.“
Ruslið í bakgarðinum
„Þetta er sennilega leiðinlegasta
kosningabarátta allra tíma og allra
staða,“ segir Ólafur Teitur Guðna-
son, blaðamaður á Viðskiptablaðinu,
og er ekki að skafa utan af því. „Ég
held að hún sé skemmtilegri í ein-
ræðisríkjum. Þar poppa fjölmiðlarn-
ir þetta þó upp með fagurgala um
stjórnvöld. Hér gæta þess allir að
rugga ekki bátnum og segja ekki
neitt.“
Hann dregur þá ályktun að allir
séu þokkalega sáttir við sína stöðu.
„En það getur náttúrlega ekki ver-
ið,“ gagnályktar hann. „Það má líka
halda því fram að þess misskilnings
gæti hjá stjórnmálamönnum að far-
sælast sé að vera ekki með mjög af-
dráttarlausar skoðanir. Svo gæti
einhver sagt að ég sé fjölmiðlamað-
ur og vilji hafa stuð, en það sé ekki
endilega æskilegt. Jafnvel með hlið-
sjón af þeim fyrirvara er slegið úr
og í og kostirnir ekki nægilega
skýrir. Menn forðast að vera það
sem þeir eru í raun. Af hverju má
ekki Sjálfstæðisflokkurinn tala um
einkavæðingu Landsvirkjunar? Af
hverju viðurkenna ekki Vinstri
grænir að þeim finnst auðmönnum
fórnandi fyrir meiri jöfnuð?“
Ef til vill má skýra rólegt yf-
irbragð baráttunnar með því að for-
maður stærsta stjórnmálaflokksins
hefur það yfirbragð að hann láti
ekkert koma sér úr jafnvægi. „Það
hefur óneitanleg temprað kosninga-
baráttuna,“ segir Úlfar Hauksson,
lektor í stjórnmálafræði. Og stór
átakamál eins og Íraksstríðið urðu
aldrei meginmál kosninganna, enda
hafði stjórnarandstaðan sagt stuðn-
ing Íslands geðþóttaákvörðun
tveggja manna, sem farnir eru af
sjónarsviðinu.
„Þetta hefur verið róleg og stutt
barátta,“ segir starfsmaður á kosn-
ingaskrifstofu Framsóknar. „Hún
fór ekki í gang fyrr en eftir páska
og hefur einkennst af því að fólk
hefur það ágætt; það eru engin
öskrandi málefni til að rífast yfir.“
En hann kvartar undan því að fjöl-
miðlar fjalli aðeins um skoð-
anakannanir og mögulegar stjórn-
armyndanir, en jafnvel ruslið í
bakgarðinum sé nær áhugasviði al-
mennings.
Frambjóðandi Íslandshreyfing-
arinnar kvartar einnig undan fjöl-
miðlaumfjöllun, en sú gagnrýni lýt-
ur að því að allir flokkar séu
steyptir í sama mót af fjölmiðlum
og ekkert svigrúm gefist til að
skera sig úr. „Þetta er eins og að
synda í sírópi,“ segir hún. „Það
kemur aldrei fram hvern mann
frambjóðendur hafa að geyma.
Þeim er bara skipað á bás og síðan
er þetta eins og Gettu betur – hver
er bestur í að svara.“
Kosningabaráttan er vissulega í
föstum skorðum. Á kjördag byrjar
kosningadagurinn yfirleitt snemma
hjá frambjóðendum með morg-
unkaffi og síðan kjósa þeir klukkan
10. Eftir það eru vaktaskipti á sím-
um og í kosningakaffi, auk þess sem
farið er á viðburði listahátíðar.
„Þannig gengur þetta í höfr-
ungahlaupi og síðasta bókunin er á
kosninganótt,“ segir Maríanna
Morgunblaðið/Golli
Leikur Leikherbergi fyrir börnin á kosningaskrifstofu Framsóknar.
Í HNOTSKURN
»Tveggja mánaða törn lauk ígærkvöldi. Margar fjöl-
skyldur fá þingmenn aftur
heim þegar vertíðinni lýkur.
»Sonur Bjarna Benedikts-sonar þingmanns dregur
silunga úr Vífilsstaðalæknum
með priki, girni og gamalli
flugu sem hann þræðir rækju
upp á. Pabbinn hefur ekkert
komist í geymsluna að sækja
veiðistöng. Það stendur til bóta.
»Guðfríður Lilja Grét-arsdóttir gerir ráð fyrir að
sólskini. „Ég ætla í sund og í
góðan bíltúr á Þingvöll með
minni góðu konu til að slappa
af.“
Við finnum
kaupendur og
seljendur að
fyrirtækjum
Firma Consulting ehf. (www.firmaconsulting.is) er
ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við
fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja.
Firma Consulting ehf. leggur áherslu á persónulega
og faglega þjónustu með áherslu á gæði, trúnað og
traust í vinnubrögðum sínum. Firma Consulting ehf.
veitir m.a. eftirtalda þjónustu:
• Aðstoð við kaup og sölu fyrirtækja.
• Aðstoð við verðmat á fyrirtækjum.
• Aðstoð við sameiningu fyrirtækja.
• Aðstoð við verðmat á fasteignum.
• Aðstoð við gerð kaupsamninga
fyrirtækja og fasteigna.
• Aðstoð við kaup og sölu fyrirtækja
erlendis í samstarfi við sérhæfð
fyrirtæki á því sviði.
• Almenn rekstrarráðgjöf.
Firma Consulting ehf., Þingaseli 10, 109 Reykja-
vík, GSM: (354) 820 8800 og (354) 896 6665.
Fax: (354) 557 7766. Veffang: firmaconsulting.is
Magnús Hreggviðsson viðskipta-
fræðingur og löggiltur fyrirtækja-,
fasteigna- og skipasali. Magnús er með
áratuga reynslu af endurskoðunar-
störfum, sem rekstrarráðgjafi,
fyrirtækja- og fasteignasali, útgefandi,
fasteignarekandi, „land-developer“ í
Smárahvammi og starfandi stjórnar-
formaður í nokkrum fyrirtækjum. Er
aðalráðgjafi hjá Firma Consulting ehf.
magnus@firmaconsulting.is
Heimsferðir bjóða
frábært tilboð á
síðustu sætunum
til Montreal 24. og
31. maí. Þetta er
einstakt tækifæri
til að njóta vorsins
og lífsins í þessari
stórkostlega spen-
nandi borg sem er
önnur stærsta
borg Kanada.
Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og iðandi
nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að
skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar bygg-
ingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hag-
stætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og
njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að
bjóða.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Montreal
Kanada
24. og 31. maí
frá kr. 33.990
Vikuferð - siðustu sætin
Verð kr. 33.990 -
Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með
sköttum. Vikuferð 24.-31. maí
Verð kr. 49.990 - Vikuferð
Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í
tvíbýli á Travelodge Montreal m/morgunverði í
7 nætur, 24. eða 31. maí.
Aukagjald fyrir einbýli kr. 19.900.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.900.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Flug og gisting í viku
- aðeins kr. 49.990