Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 40

Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 40
ævintýri 40 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ „Stórar brynstirtlur eða GT eru ein- faldlega einhver magnaðasta bráð sem hægt er að veiða á kaststöng með kasthjóli.“ Það leikur sælubros um varir ítalska leiðsögumannsins John Peluffo þar sem við sitjum frammi á hefðbundum maldivískum veiðibátnum sem siglir silkisléttan sjó meðfram einu rifi eyjaklasans. Peluffo hefur fulla ástæðu til að vera glaður; hann hefur nýlokið við að landa ekki einum GT, heldur tveim- ur slíkum tröllum; bráðinni sem allir stangveiðimenn sem sækja í Ind- landshafið láta sig dreyma um. „Þetta er einstakur fiskur, ekki síst þegar hann tekur agnið með þeirri aðferð sem við beitum einkum hér, „popper“ í yfirborðinu,“ segir hann. Þessir popperar eru eins- konar litfagrir fljótandi spúnar, 20– 30 cm langir, sem er kastað út með öflugum stöngum og dregnir inn hratt, með skvettum og hamagangi. „Við siglum svona meðfram rifj- unum, köstum í öldurnar og í kant- inn þar sem sjávarbotninn dýpkar, og stundum koma þessir risar upp og ráðast með offorsi á popperana. Það er eins og að fá Ferrari-sportbíl á öngulinn – þessi dýr rjúka af stað eftir tökuna og þá er um að gera að halda fast í stöngina og gæta þess að falla ekki fyrir borð!“ segir Peluffo og hlær hjartanlega. „Ef við tölum um afl í hverju pundi, þá held ég að þeir séu ekki margir fiskarnir sem slá GT við. Fólk getur ekki gert sér í hugarlund hvað þeir eru kraftmikl- ir. Stundum ráða veiðimenn ekkert við þessa fiska, þeir eru svo sterkir.“ Peluffo viðurkennir að hann sé ánægður með fiskana sem hann hef- ur nýlokið við að landa. „Þeir kæm- ust á verðlaunapall hvar sem er,“ segir hann. „Voru í kringum 70 pund hvor. Þetta er draumur allra stangveiðimanna. Í vikuveiði hér eiga menn mjög góða möguleika á að ná svona tröllum.“ „Farðu varlega!“ kallar hann til eins félagans sem kastaði popper rétt í þessu af svo miklum krafti að hann þaut næstum út úr bátnum. Pe- luffo hlær og heldur áfram: „Það eru ekki margir staðir í heiminum sem gefa þér jafngóða möguleika á svona glímu og Maldív- eyjar. Auðvitað er ekki hægt að ganga að því sem vísu; eina vikuna er mjög góð veiði, þokkaleg þá næstu, en þú getur alltaf veitt eitt- hvað. Það eru ótrúlega margar teg- undir fiska hér við rifin og í dýpinu. Um leið og egnt er fyrir stórar bryn- stirtlur má til dæmis veiða rauða snappera, barracuda og bláblettótta brynstirtlu sem er mjög fallegur fiskur, sem verður allt að 20 pund og er líka sérlega kraftmikill. Gæði veiðiskaparins fara líka eftir því hvernig veiðitækjum þú beitir. Ef þú notar létta stöng fyrir rauðan snapper og minni brynstirtlur máttu eiga von á frábærri skemmtun. Svo ekki sé minnst á að ná þeim á flugu. Oft koma veiðimenn hingað með þá ósk eina að ná þeim stærstu – að ná að halda á þeim og eiga af þeim mynd, en það má fá alla þá útrás við að glíma við minni fiska með léttari tækjum.“ Þú verður að toga enn fastar Peluffo útskýrir að í fjölskyldu brynstirtlanna séu margar tegundir sem beiti ólíkum aðferðum við að afla sér matar. Þeir stóru og þeir bláblettóttu hagi sér á svipaðan hátt, en sá bláblettótti sé meira á ferðinni innan við rifin og veiðist frekar á björtum sandflötum lónanna. „Þess vegna veiðist hann frekar á flugu þar. GT fara inn á flatirnar en gera minna af því. Þeir eru í öldunni og í kantinum þar sem dýpkar. Þeir elska að éta flugfiska og nálarfiska, en éta líka smokkfiska, kolkrabba, krabba …“ Daginn áður veiddum við tvo tún- fiska, svokallaða „yellowfin“, sem voru ekki síður öflugir og vógu um 20 kíló. Þeir fara í vöðum um yfir- borðið og er fylgt eftir af fugla- svermi. Þegar komist er í færi við vöðuna má ná tveimur, þremur köst- um; á næstu sekúndum er vaðan komin lengst í burtu. Þessir tún- fiskar eru gríðar hraðsyndir og öfl- ugir á stönginni eftir því. „Mér finnst „yellowfin“ vera fal- legasta túnfisktegundin og hér er mikið af þeim. Við veiðum þá á svo- kallaðan „ranger“, plastspún sem við drögum hratt eftir yfirborðinu. Þeir eru mjög aflmiklir. Við höfum náð 120 punda „yellowfin“ og glímd- um við annan sem var yfir 200 en við komum honum ekki upp í bátinn. Það er áskorun að takast á við þá. Við náum þeim í bláum sjónum, fjarri rifinu, og þeir slíta því síður tauminn en GT sem er við rifið og leitar eftir að kafa í skjól, þar getur hann sargað tauminn sundur. Því þarf að taka á GT með miklu afli. Þetta er líkamleg veiðiaðferð – mjög karlmannleg – hann togar fast og þú verður að toga ennþá fastar.“ Og ef það er eitthvað verið að dóla við að draga fiskana úr djúpinu þá geta hákarlar ráðist á þá, eins og við sáum. „Nákvæmlega. Þegar hákarlar sjá þessa fiska haga sér undarlega telja þeir þá auðvelda bráð – og ná þeim stundum. Margir halda að báturinn fæli fiskana frá, en hvað varðar rán- fiskana þá er það ekki raunin. Þeir eru konungar sjávarins og hræðast ekki neitt. Rifin eru auðvitað mjög villtur staður með gríðarlegri sam- keppni.“ Þeir veiðimenn sem veiða með kaststöngum við Maldíveyjar kasta einkum popperum og veiða á yfir- borðinu – tökurnar eru æsilegar. Önnur aðferð sem einnig er beitt kallast „jigging“, en þá er þungum spúnum sökkt í djúpið og þeir síðan dregnir upp með öflugum rykkjum um leið og línan er dregin inn á hjól- ið. Peluffo segir þetta vera eina elstu veiðiaðferð sem þekkist og gefi færi á að ná alls konar fiskum. „Þeg- ar það er lítið að gerast á yfirborð- inu má leita í dýpið, fara með agnið niður til fiskanna,“ segir hann. „Þetta er kraftaveiði – það þarf að rykkja agninu hratt upp frá botn- inum. Við veiðum allar helstu teg- undirnar svona – meira að segja svartan Merlin, en um daginn náð- um við einum 80 kílóa með „jiggi“.“ Paradísareyjar Peluffo ítrekar að það sé mik- ilvægt að veiðimenn sem komi til að takast á við þessa stærstu fiska við eyjarnar séu í góðu líkamlegu formi. „Þú ert ekki að kasta fyrir silung eða lax í á. Þú ert að kasta fyrir fisk sem berst eins og óður og þú notar kröftug veiðarfæri. Fólk þarf að vera hraust og gæta þess líka að við erum í hitabeltinu og það þarf að drekka mikið af vatni og vara sig á sólinni. Á dögum eins og í dag, þeg- ar hitinn er vel yfir 40 stig, þarf að fara varlega – en þetta er dásam- legur heimur hérna,“ segir hann dreyminn og lætur augun renna eft- ir sléttum haffletinum sem brotinn er upp af lágum grænum eyjaþúst- um. „Þetta er mjög sérstakur staður. Frábær staður til að heimsækja í frí- inu, til að fiska eða kafa, eða bara til að slaka á, njóta sólarinnar og góð- vildar íbúanna.“ John Peluffo kom fyrst til Maldív- eyja fyrir rúmum 20 árum og starf- aði þá sem leiðsögumaður á hótel- eyju. Þá fór hann fyrst að stunda veiðiskap sem atvinnu og hefur síð- an verið í fullu starfi sem leið- sögumaður veiðimanna; við Maldív- eyjar, á Madagaskar og víðar. „Já, þetta er undursamlegt um- hverfi, allt þetta fallega vatn og lit- irnir; paradísareyjar. Allt fullt af Róbinson Krúsó-eyjum. Það er ekk- ert skýtið að fólk falli í stafi þegar það kemur fljúgandi og sér þessa eyjabletti í bláu hafinu. Það er eins og draumur. Og ég held að ferða- menn hljóti að hafa getið einhverjar milljónir barna hér,“ segir hann og hlær hjartanlega. „Það eru svo margir sem koma hingað í brúð- kaupsferð; þetta er stórkostlegur staður til að njóta lífsins.“ John Peluffo leiðsögumaður „Þetta er kraftaveiði“ Eftirsóttur GT eða risa brynstirtla er eftirsóttasta bráð stangveiðimanna við Maldíveyjar. John Peluffo hampar sannkölluðu trölli, 70 punda þungu. Ævintýraeyjar Flestir ferðamenn sem koma til Maldíveyja dvelja á litlum hóteleyjum; oft í smáhýsum sem standa yfir hlýjum sjónum og hægt er að synda út frá.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.