Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 43
árásir Morgunblaðsins á Samfylkinguna!
Hættan, sem stafar af flutningabílunum, er stað-
reynd enda hefur hún orðið til þess, að pólitísk sam-
staða hefur orðið um nauðsyn þess að tvöfalda þjóð-
vegakerfið sums staðar en breikka vegina annars
staðar. Það eru því fleiri en Morgunblaðið, sem hafa
komizt að þeirri niðurstöðu, að umferð flutningabíla
væri orðin hættuleg, en hvað hefur það með að gera
þá skoðun sumra Samfylkingarmanna að Morgun-
blaðinu væri sérstaklega uppsigað við núverandi
formann þess flokks?!
Auðvitað er sú skoðun Samfylkingarmanna tóm
vitleysa. Morgunblaðið hefur fjallað um sjónarmið
og skoðanir Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eins
og annarra forystumanna í stjórnmálum. Og hefur
fullt leyfi til að hafa sínar skoðanir á störfum henn-
ar sem formanns þess flokks en upphlaup Samfylk-
ingarmanna af þeim sökum segja sögu um eitthvað
allt annað en það sem Stefán Benediktsson kallar
„ókurteisi og æpandi karlrembu“, og eignar Morg-
unblaðinu.
Það þarf að fara hálfa öld aftur í tímann til að
finna þeim orðum Stefáns Benediktssonar stað, að
Morgunblaðið sé bæði málgagn Sjálfstæðisflokks-
ins og áróðursvél eins og hann heldur fram. Þá var
það rétt en ekki nú.
Ef tekið væri saman hve oft starfsmenn ritstjórn-
ar Morgunblaðsins áttu samskipti við skrifstofur
eða kosningaskrifstofur flokka, hvort sem um væri
að ræða símtöl eða tölvupóstssamskipti eða per-
sónuleg samtöl, á síðustu þremur mánuðum mundu
niðurstöðurnar áreiðanlega koma mönnum á óvart.
Þá kæmi í ljós, að samskiptin við þessa aðila á veg-
um Sjálfstæðisflokksins hafa verið í algeru lág-
marki og sennilega aldrei minni en í aðdraganda
þessara kosninga en samskipti við Samfylkinguna
hafa sennilega verið meiri en við nokkurn annan
flokk vegna þess að Samfylkingin hefur sótt meira á
um margvíslega fyrirgreiðslu og þjónustu en nokk-
ur annar flokkur.
Stefán Benediktsson telur í tilvitnaðri grein, að
Staksteinaskrif samtímans geti orðið rannsóknar-
efni seinni tíma. Það er ekki rétt hjá honum. Þar er
bara að finna umfjöllun um dægurpólitík. Hins veg-
ar geta Staksteinaskrif Morgunblaðsins á árunum
1960–1970 (og að einhverju leyti fram undir 1975)
verið „rannsóknarefni“ vegna þess að þar er að
finna raunverulegar upplýsingar um málefni, sem
snúa að meginlínum í stjórnmálum þeirra tíma.
Annars er það stöðugt undrunarefni fyrir þann
hóp, sem sér um skrif ritstjórnargreina Morgun-
blaðsins, hvað sumir aðrir lesa út úr þeim skrifum.
Menn virðast dunda sér við það að lesa eitthvað allt
annað út úr þeim en um er að ræða og stunda eins
konar Kremlarfræði í þeim efnum. Það getur verið
skemmtilegt og stundum jafnvel fyndið en í flestum
tilvikum í órafjarlægð frá raunveruleikanum.
Í eina tíð …
Í
eina tíð var Morgunblaðið mjög nákomið
Sjálfstæðisflokknum. Í dag er það mál-
svari áþekkra grundvallarsjónarmiða og
Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir en hef-
ur mjög oft allt aðrar skoðanir í málefn-
um líðandi stundar. Hins vegar eru mikil
persónuleg tengsl til staðar, sem helgast af þeirri
athyglisverðu staðreynd að þrír síðustu formenn
Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, Davíð
Oddsson og Geir H. Haarde, störfuðu allir við blað-
ið, þegar þeir voru ungir menn, og Björn Bjarnason
að auki. Þeir tóku m.a. þátt í að skrifa þá dálka, sem
hér hafa verið til umfjöllunar, og óhikað má segja,
að Davíð hafi skrifað skemmtilegustu og fyndnustu
Staksteina, sem birtzt hafa í Morgunblaðinu. Svo
eru aðrir fyrrverandi forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins, sem áreiðanlega telja, að Morgunblaðið
hafi verið þeim andstætt, og þar má sennilega
fremstan telja Friðrik Sophusson, fyrrverandi
varaformann Sjálfstæðisflokksins. Líklega litu
hann, Gunnar Thoroddsen og Albert Guðmundsson
ekki á Morgunblaðið sem „sitt“ blað, þótt samskipt-
in við þá alla þrjá hafi á sínum tíma verið góð á köfl-
um og vinátta ríki á milli þeirra, sem ábyrgð bera á
ritstjórn blaðsins, og Friðriks Sophussonar í dag.
Þótt Morgunblaðið hafi tekið mikinn þátt í
stjórnmálabaráttu Sjálfstæðisflokksins fyrr á tíð
var það þó nánast alltaf á forsendum blaðsins sjálfs.
Kosningavertíðin var öðru vísi á Morgunblaðinu
fyrir fjórum áratugum en nú. Þá var daglega unnið
við það að finna efni og baráttuaðferðir, sem gátu
komið Sjálfstæðisflokknum til góða, en þau störf
fóru fram innan ritstjórnarinnar en ekki í tengslum
við kosningaskrifstofur Sjálfstæðisflokksins.
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins sáust sjaldan
á ritstjórnarskrifstofum blaðsins í kosningabaráttu.
Þó er eftirminnileg heimsókn Bjarna Benedikts-
sonar á ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins í Að-
alstræti tveimur dögum fyrir borgarstjórnarkosn-
ingarnar 1970. Þá var að baki ein dýpsta
efnahagskreppa, sem gengið hafði yfir á 20. öldinni,
og augljóst, að hún gat haft mikil áhrif á úrslit kosn-
inganna Sjálfstæðisflokknum í óhag. Bjarni sat
drykklanga stund og talaði við þá, sem á þeim tíma
önnuðust stjórnmálaskrif Morgunblaðsins, var afar
svartsýnn á úrslit kosninganna og lýsti þeirri skoð-
un við viðstadda, að Reykjavík væri orðin svo stór
borg að það væri nánast ómögulegt fyrir einn flokk
að halda þar meirihluta lengur. Sjálfstæðisflokk-
urinn slapp fyrir horn í það skiptið.
En átta árum seinna tapaðist meirihlutinn. Þá
kosninganótt var ritstjórn Morgunblaðsins í stöð-
ugu sambandi við Geir Hallgrímsson, sem þá var
formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra.
Geir tók úrslitunum með mikilli stillingu en gerði
sér glögga grein fyrir að að honum yrði sótt innan
flokksins í kjölfarið sem og reyndist rétt.
Samskiptum af þessu tagi lauk frá og með kosn-
ingunum 1983. Frá og með þeim tíma hafa þau verið
með allt öðrum hætti og hugmyndir manna í öðrum
flokkum um þessi samskipti einfaldlega rangar.
Hins vegar fer ekki á milli mála, að á ritstjórn
Morgunblaðsins eru enn menn, sem bera hlýjan
hug til þeirra gömlu samstarfsmanna, sem hér voru
nefndir að framan, og vilja veg þeirra sem mestan.
En það á líka við um þingmenn í öðrum flokkum.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismaður Sam-
fylkingar, er fyrrverandi starfsmaður Morgun-
blaðsins og óhikað má fullyrða, að gamlir sam-
starfsmenn hennar á Morgunblaðinu óska henni
alls góðs á stjórnmálaferli hennar og vilja frekar
styðja hana til dáða.
En eins og gengur og gerist í mannlegum sam-
skiptum getur ýmislegt komið upp á, líka í sam-
skiptum blaðs og fyrrverandi starfsmanna þess.
Þannig var Hreinn Loftsson, stjórnarformaður
Baugs, blaðamaður á Morgunblaðinu á sínum yngri
árum. Á ýmsu hefur gengið í samskiptum hans og
ritstjórnar Morgunblaðsins á seinni árum en oftar
en ekki eru slík átök tímabundin.
Sú var tíðin, að þingfréttaritarar Morgunblaðsins
voru yfirleitt ungir Sjálfstæðismenn. Það er liðin tíð
eins og m.a. hefur komið í ljós í vetur, þegar ung og
galvösk kona, sem frekar hefur verið talin standa
nær Vinstri grænum en Sjálfstæðisflokki, hefur
staðið fyrir þeim skrifum með myndarbrag.
Kremlarfræðin hafa jafnvel gengið svo langt að
einhverjir hafa lesið pólitík í þágu Sjálfstæðis-
flokksins út úr myndskeiðum, sem birtzt hafa á
mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins. Sú fræði-
mennska hefur áreiðanlega valdið mikilli skemmt-
an hjá þeim, sem staðið hafa að gerð myndskeiða.
Það er einfaldlega ekki hægt að stjórna stórum fjöl-
miðlum eins og Morgunblaðinu og mbl.is í dag á
þann veg að móta allt, smátt og stórt, með lit ein-
hverra tiltekinna stjórnmálaskoðana.
En kannski eru þetta síðustu kosningarnar, sem
áróðri af þessu tagi er haldið uppi gegn Morgun-
blaðinu. Síðustu móhíkanarnir fara að hverfa á
braut.
» Þátttaka hins almenna borgara í þjóðfélagsumræð-um, hvort sem er á síðum Morgunblaðsins, annarra
blaða eða á vettvangi ljósvakamiðla, er mjög þýðingar-
mikil fyrir lýðræðið í landinu og sennilega er svo almenn
þátttaka frekar undantekning en regla ef tekið er mið af
helztu nágrannalöndum okkar.
rbréf
Morgunblaðið/G. Rúnar