Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 44

Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 44
44 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Viðar Hreinsson er fram-kvæmdastjóri Reykjavík-urakademíunnar en hannhefur verið félagi og haft aðsetur þar frá upphafi. „Reykjavík- urakademían var stofnuð sem félag sjálfstætt starfandi fræðimanna hinn 7. maí 1997 og rúmu ári síðar fluttum við inn í þetta ágæta hús- næði hér í JL-húsinu við Hring- braut,“ segir Viðar. „Við vorum ekki nema 10–15 sem upphaflega hófum hér störf en síðan hefur þróast hérna stórt og lifandi samfélag fræði- manna í hug- og félagsvísindum. Hér starfar fólk sem ekki er í föstum stöðum hjá öðrum stofnunum eða háskólum og leigir sér herbergi og aðstöðu til rannsókna hjá okkur í stað þess að vinna kannski í ein- angrun heima hjá sér. Í dag eru um áttatíu manns með aðstöðu hérna og við höfum yfir að ráða tveimur hæð- um í húsinu. Það lýsir að vissu leyti frum- herjaandanum hérna að þegar kom að því að stækka við okkur tóku menn einfaldlega upp hamar í stað bókar. Það voru búnar til margar skrifstofur úr stóru rými á fimmtu hæðinni og það má segja að margur fræðimaðurinn hafi uppgötvað sinn innri handverksmann þá vikuna.“ Að sögn Viðars er lykillinn að vel- gengni stofnunarinnar hinn þverfag- legi grunnur sem hún er byggð á. „Hópurinn hefur alltaf verið mjög fjölbreyttur – góð blanda af fólki með bakgrunn í hinum ýmsu hug- og félagsvísindum. Meðal þeirra sem hafa aðsetur hér má nefna sagn- fræðinga, bókmenntafræðinga, fé- lagsfræðinga, heimspekinga, þjóð- fræðinga, mannfræðinga og sálfræðinga. Auk fólks úr þessum formlegu fræðigreinum hafa verið hér einstaklingar úr ýmsum áttum, t.d. þýðendur, grafískir hönnuðir, blaðamenn og fjölmargir aðrir. Þetta er líka fólk á öllum aldri og á öllum stigum náms, jafnt doktorar og fólk sem er að skrifa BA- ritgerðir. Sumir meðlimirnir eru kennarar sem kynna nemendur sína fyrir akademíunni og bjóða þeim að koma hingað á meðan þeir eru að vinna að ritgerðum eða að loknu námi. Annars gerum við enga kröfu um háskólamenntun. Eina inntöku- skilyrðið er að menn séu að vinna að einhvers konar rannsóknarvinnu.“ Nýjar nálganir Sigurður Gylfi Magnússon, doktor í sagnfræði, hefur líkt og Viðar verið félagi í Reykjavíkurakademíunni frá upphafi en hann var fyrsti formaður hennar. Fyrir honum er akademían fyrst og fremst samfélag. „Þetta er fræðilegt samfélag sem leggur áherslu á að skapa umhverfi fyrir þverfaglegar samræður um fræði og vísindi. Módelið er þannig séð ein- falt; þú leigir þér skrifstofu, stundar þínar rannsóknir í friði og tekur síð- an eins mikinn eða lítinn þátt og þú vilt í sameiginlegum athöfnum aka- demíunnar. Það sem þetta samfélag hefur gert fyrir mig er að víkka sjóndeild- arhringinn og gefa mér margar nýj- ar og áhugaverðar leiðir til að kljást við og líta á rannsóknir mínar í sagn- fræði. Það hefur reynst mér ómet- anlegt að vera í samskiptum við fólk úr svona mörgum mismunandi greinum því oftar en ekki erum við að skoða svipaða hluti þótt við ger- um það á ólíkan hátt.“ Sigurður Gylfi er um þessar mundir að senda frá sér bók sem skilgreina mætti sem fræðilega ævi- sögu og er efni hennar nátengt upp- lifun hans innan Reykjavíkur- akademíunnar. „Bókin heitir Sögustríð og fjallar einmitt um þær breytingar sem urðu á fræði- mennsku minni þegar ég sat við stóra kaffiborðið hérna frammi með félagssálfræðingum, heimspek- ingum, fornleifafræðingum, bók- menntafræðingum og fólki úr öllum mögulegum félags- og hugvísindum. Eins og áður sagði komst ég fljót- lega að því að við vorum oft að velta fyrir okkur mjög svipuðum atriðum en nálgunin var gjörólík. Ég lærði að spyrja nýrra spurninga um sama viðfangsefnið og beita öðrum aðferð- um en mér hefði nokkurn tímann dottið í hug án þessa þverfaglega samstarfs. Ég er sérstaklega upp- tekinn af þessu en það er almenn til- finning fólks hér innanhúss að þessi suðupottur geri okkur öllum gríð- arlega gott. Eitt sinn sat til dæmis kona hérna við kaffiborðið og sagði að henni liði eins og hún hefði í raun alltaf átt að verða hluti af Reykjavík- urakademíunni. Hún bætti því við að þetta væri fyrsti vinnustaðurinn þar sem hún hlakkaði alltaf til að mæta á morgnana. Ég held að þetta sé ekk- ert einsdæmi. Fólki þyki gríðarlega vænt um þetta samfélag og það sem það hefur gefið okkur.“ Brýtur einangrunina Clarence Glad er formaður Reykjavíkurakademíunnar og dokt- or í trúarbragðasögu. Hann segir velgengni stofnunarinnar undan- farin ár vera mikið gleðiefni þótt hún hefði ekki átt að koma neinum á óvart. „Þegar húsið var tekið í notk- un voru ekki nema fjórtán fræði- menn hérna og það hefur verið mjög gaman að fá að fylgjast með þessum öra vexti. Sjálfur hef ég upplifað þá einangrun sem fylgir því oft að vera sjálfstætt starfandi fræðimaður og sá strax gildi stofnunar sem þess- arar. Hún var ekki byggð á neinni sérstakri erlendri fyrirmynd og er í marga staði einstök. Við höfum því mikinn áhuga á að flytja hugmynd- ina út og höfum fengið gríðarlega góðar viðtökur frá erlendum fræði- mönnum sem hafa komið í heimsókn til að skoða aðstæður. Menn hafa gengið hér nánast með kjálkann niðri við gólf og lýst undrun sinni á að enginn skuli hafa sett sambæri- lega stofnun á laggirnar í þeirra heimalöndum. Sé tekið mið af því mikla offramboði sem er á fræði- mönnum um allan heim í dag og þeirri litlu fjölgun sem orðið hefur á rannsóknarstöðum við háskólastofn- anir undanfarin ár finnst okkur þetta góð leið til að nýta það hugvit sem felst í fræðimönnum sem standa utan við háskóla.“ Clarence segir að þverfagleg vinnubrögð innan akademíunnar hafi hjálpað sér og öðrum til að tjá hugsanir sínar betur og án óþarfa fræðimáls. „Innan hverrar fræði- greinar myndast ákveðin menning og orðaforði sem allir þekkja og nota til að tjá hugmyndir sín á milli. Þeg- ar ég kom hingað þurfti ég allt í einu að fara að nota önnur hugtök til að tjá mig því að við erum öll með mis- munandi sérsvið. Þetta gerði það að verkum að sem hópur höfum við lært að tjá hugmyndir okkar á töluvert skýrari hátt. Persónulega held ég að þetta sé þáttur í því hversu vinsælt það er að fá fólk úr okkar röðum til að halda fyrirlestra fyrir almenning og tala um fræðileg atriði í fjöl- Morgunblaðið/Ásdís Clarence E. Glad „Menn hafa gengið hér nánast með kjálkann niður við gólf og lýst undrun sinni á að enginn hafi sett sambærilega stofnun á laggirnar í þeirra heimalöndum.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Sigurður Gylfi Magnússon „Þetta er fræðilegt samfélag sem leggur áherslu á að skapa um- hverfi fyrir þverfaglegar samræður um fræði og vísindi.“ Fræðilegt samfélag á þverfaglegum grunni Morgunblaðið/G.Rúnar Viðar Hreinsson „Hópurinn hefur alltaf verið mjög fjölbreyttur – góð blanda af fólki með bakgrunn í hinum ýmsu hug- og félagsvísindum.“ Reykjavíkurakademían fagnaði tíu ára starfsafmæli 7. maí síðastliðinn. Gunnar Hrafn Jónsson ræddi við fjóra fræðimenn hjá akademíunni og fræddist um hlutverk og verkefni þessarar sérstæðu stofnunar. Í HNOTSKURN »Reykjavíkurakademían varstofnuð 7. maí 1997 af hópi sjálfstætt starfandi fræðimanna. »80 fræðimenn eru innan vé-banda Reykjavíkurakademí- unnar sem stendur. »Hlutverk félagsins er að vera„akademía“ í merkingunni vísindasamfélag þar sem fólk sem stundar rannsóknir á eigin vegum getur fengið vinnuaðstöðu og stuðning af öðrum í sömu sporum. »Tilgangurinn er að skapa um-hverfi fyrir þá vísindamenn sem starfa sem einyrkjar eða laustengdir rannsóknar- og kennslustofnunum eins og Há- skóla Íslands. »Félagið leigir húsnæði á efstuhæðum JL-hússins við Hring- braut í Reykjavík og framleigir skrifstofur til fræðimanna. Fé- lagar eru þó mun fleiri. »Félagið rekur Bókasafn al-þýðu (bókasafn Dagsbrúnar) í húsnæðinu við Hringbraut. »Félagið stendur fyrir nokkr-um ráðstefnum og málþingum um aðskiljanleg efni á hverju ári. rannsóknir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.