Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 48
48 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FYRIR margra hluta sakir er
fróðlegt að skoða þessi tvö orð sem
kalla á andstæður. Í Ritmálsskrá
Orðabókar Háskólans eru margir
tugir ef ekki hundruð orða sem
tengjast hvölum, hvalveiðum og nytj-
um af hvölum. Hins vegar finnst orð-
ið hvalaskoðun einhverra hluta
vegna ekki enn í þessu sama safni
hversu vel og vandlega
sem leitað er.
Við athugun í gagna-
safni Morgunblaðsins
finnst hvalaskoðun ekki
heldur fyrr en árið
1985! Í þessari elstu
heimild segir í frétt frá
16. ágúst (s. 2) frá fundi
á vegum Landverndar
en frummælandi var
Robert Payne heims-
þekktur bandarískur
líffræðingur með sjáv-
arspendýr sem sér-
grein. Hvatti hann Ís-
lendinga eindregið að hefja
hvalaskoðunarferðir en í Bandaríkj-
unum væri mikil atvinna tengd þeim.
Í Kaliforníu væri veltan um 3 millj-
arðar íslenskra króna. Þess má geta
að velta vegna hvalaskoðunar á Ís-
landi er núna 2 áratugum síðar að
nálgast 3 milljarða króna! En það eru
auðvitað verðminni krónur. Miðað
við verðlagsþróun síðan má reikna
með að krónan hafi rýrnað um 75–
90% á rúmum 20 árum þannig að við
megum leggja okkur enn meira fram
til að hala inn sömu fjárhæð.
Á þessum sama fundi var Eiður
Guðnason alþingismaður. Kvað hann
uppástungu líffræðingsins þá fárán-
legustu sem hann hefði heyrt og
sýndi ótrúlega vanþekkingu á ís-
lenskum aðstæðum. Ekki er þetta
rifjað upp þingmanni þessum til
vansa né vanvirðingar heldur aðeins
bent á hve þessi hugmynd Banda-
ríkjamannsins þótti vera skrýtin og
skondin þegar hún kemur fram. Ís-
lendingar hafa verið þekktir fyrir
mjög mikla einhæfni í atvinnuháttum
sínum og gömul viðhorf orðið furðu
lífseig.
Kjarval hvatti á sínum tíma að
gert væri út hvalafriðunarskip í
grein: Hið stóra hjarta – sem birtist í
Morgunblaðinu 14. mars 1948. Því
miður er það svo að þeir sem fá góðar
hugmyndir verða oft fyrir aðkasti og
var lengi vel gert grín að hugmynd
þessa eins frægasta listmálara þjóð-
arinnar.
Jón Ásgeir Sigurðs-
son var um tíma frétta-
ritari Morgunblaðsins í
Bandaríkjunum. Hann
skrifar tvær langar
fréttir ríkulega mynd-
skreyttar sem birtar
voru í opnum Morg-
unblaðið 11. september
1986 og 15. ágúst 1987.
Þar er annars vegar
sagt frá hvalaskoðun
úti fyrir Massachusett-
sríki við austurströnd
Bandaríkjanna og hins
vegar frá umfangsmiklum mótmæl-
um við fyrirhuguðum vísindaveiðum
Íslendinga. Í báðum þessum grein-
um er vikið að hvalaskoðun og mik-
ilvægi þeirra.
Þór Jakobsson veðurfræðingur
ritar 3. júlí 1990 lesendabréf í Vel-
vakanda Morgunblaðsins: „Hvala-
skoðun við Ísland“. Þar bendir hann
á nýútkomna skýrslu eftir Ole Lind-
quist náttúrufræðing og leiðsögu-
mann um að tímabært sé að skoða
betur möguleikann á að hefja þegar
hvalaskoðunarferðir frá Íslandi.
Hvalaskoðun erlendis kveður Ole
hafa hafist árið 1945 í La Jolla sem er
syðst í Kaliforníu. Árið 1981 hafi um
285 þús. manns farið í skipulagðar
hvalaskoðunarferðir en auk þess sé
unnt að fylgjast með hvölum frá út-
sýnisstöðum á ströndinni.
Á heimasíðu Félags leiðsögu-
manna (http://www.touristguide.is)
má lesa í fréttasafni félagsins fund-
argerð þar sem greint er frá fræðslu-
fundi 1. nóv. sl. með Ásbirni Björg-
vinssyni frá Hvalasafninu á Húsavík.
Hvet ég alla þá sem lesa þetta les-
endabréf að kynna sér þær gagnlegu
upplýsingar sem þar koma fram og
víðar á heimasíðunni.
Spurning er hvort Íslendingar eigi
ekki að gleyma hvalveiðum sem
fyrst. Engin skynsamleg né efna-
hagsleg rök mæla með þeim. Urðun á
leifum veiddu hvalanna síðastliðið
haust í Fíflholtum á Mýrum er þjóð-
inni til mikils vansa. Áður var heimilt
að framleiða lýsi og mjöl úr leifunum
en nú á dögum, vegna breyttra við-
horfa í heilbrigðismálum, hvorki til
manneldis né skepnufóðurs.
Hins vegar mælir ekkert á móti
því að nýta megi gömlu hvalveiðibát-
ana til hvalaskoðunar eftir nauðsyn-
legar endurbætur á þeim. Þeir eru
mjög góð og traust sjóskip sem synd
er að grotni niður. Skipin hafa hins
vegar mikið aðdráttarafl fyrir ferða-
fólk enda margt skoðunarvert í þeim.
Gufuvélarnar eru t.d. mjög hljóð-
látar.
Mig langar til að vitna í grein
meistara Kjarvals og gera að loka-
orðum mínum: Er nokkuð frjálsara,
óháðara og hlutlausara en sjá hvali
fara stefnur sínar á flötum hafsins.
Hvalafriðunarskip mundi miklu
ódýrara í rekstri en veiðiútgerðin.
Verið gæti að hlegið yrði að slíkri
skipshöfn, slíku skipi dregið háðs-
flagg við hún en hvað gerir það til?
Hlátur sá væri hollur, vel undir
byggður, þjóðir vissu á hvaða rótum
sá væri runninn. Smáþjóðir mundu
skilja þetta mál vort, og fá tiltrú til
þess, af fagurfræðilegum ástæðum,
og trúa því að við byggjum fagurt
land við fagran himin.
Hvalveiðar og hvalaskoðun
Guðjón Jensson skrifar um
áhuga fólks á hvalaskoðun »Er unnt að nýtagömlu hvalbátana til
hvalaskoðunar?
Guðjón Jensson
Höf. er forstöðumaður bókasafns í
Reykjavík. Esja@heimsnet.is
ÁFENGISNEYSLA meðal Ís-
lendinga vex stöðugt. Nú er svo
komið að árleg neysla á hreinum
vínanda er 7,2 lítrar á hvern íbúa
15 ára og eldri. Mark-
mið núgildandi heil-
brigðisáætlunar, sem
Alþingi hefur sam-
þykkt, er að á árs-
grundvelli sé neyslan
undir fimm lítrum af
hreinum vínanda á
hvern íbúa 15 ára og
eldri, líkt og hún var
árið 1999. Við fjar-
lægjumst því stöðugt
þetta markmið.
Árangursríkar
leiðir
Víða um heim hafa
verið gerðar rannsóknir á áhrifa-
ríkum og kostnaðarhagkvæmum
aðferðum til að hafa áhrif á áfeng-
isneyslu þjóða. Rannsóknanið-
urstöðurnar hafa verið birtar í bók
undir heitinu „Áfengi – engin
venjuleg neysluvara (Alcohol – no
ordinary commodity)“. Lýð-
heilsustöð lét þýða og gaf út sam-
antekt á þessum rannsóknanið-
urstöðum og er hana að finna á
heimasíðu Lýðheilsustöðvar.
Um 8.000 nýir ungir
kaupendur
Í stuttu máli kemur fram í bók-
inni að áhrifaríkustu leiðirnar – og
um leið þær kostnaðarhagkvæm-
ustu – til að draga úr áfeng-
isneyslu eru að takmarka aðgengi
að áfengi m.a. með einkasölu rík-
isins, háu áfengisgjaldi og lág-
marksaldri til kaupa á áfengi. Ef
áfengiskaupaaldur yrði lækkaður
á Íslandi úr 20 árum í 18 myndu
um 8.000 nýir löglegir kaupendur
verða til á mark-
aðnum. Þessir nýju
kaupendur eru allir á
framhaldsskólaaldri
og í framhaldsskól-
unum eru þeir með
allt niður í 15 ára
samnemendum. Þessi
breyting myndi því
væntanlega einnig
auka neyslu þeirra
sem eru yngri en 18
ára, þar sem ennþá
auðveldara en fyrr
væri nú fyrir þá að
finna fyrir sig kaup-
endur.
Þó að fræðsla og mótun viðhorfs
séu nauðsynlegar forvarnaaðgerð-
ir nægja þær alls ekki einar og
sér til þess að draga úr neyslu
áfengis. Enda má segja að þeir
fjármunir sem lagðir eru í áróður
og fræðslu gegn áfengisneyslu séu
einungis smáaurar í samanburði
við þá fjármuni sem notaðir eru til
að hvetja til aukinnar áfeng-
isneyslu. Auk fræðslu verða því að
koma til þær kostnaðarhagkvæmu
aðgerðir sem nefndar eru hér að
ofan, ætli menn sér að taka mark
á eigin ásetningi um að draga úr
áfengisneyslu, samanber markmið
heilbrigðisáætlunar.
Aðgerðir, sem ætlað er að
sporna við ölvunarakstri, eru
einnig mjög áhrifaríkar til að
halda aftur af áfengisneyslu. Þar
á meðal má nefna eftirlit með
ölvunarakstri og lækkun viðmið-
unarmarka áfengis í blóði við
akstur.
Áfengi er engin venjuleg
neysluvara
Þrátt fyrir heilbrigðismarkmið,
og þrátt fyrir að fyrir liggi þekk-
ing á því hvað virkar til að draga
úr áfengisneyslu, koma samt
reglulega fram á Alþingi frum-
vörp sem lúta að því að rýmka
áfengislöggjöfina. Á nýafstöðnu
þingi var m.a. lagt fram frum-
varp um að í almennum versl-
unum yrði leyft að selja áfengi
undir 22% að styrkleika og að út-
söluverð áfengis skyldi vera
frjálst, að undanskildu sterku
áfengi. Að frumvarpinu stóðu
þingmenn úr þremur stjórn-
málaflokkum. Allsherjarnefnd Al-
þingis fjallaði um frumvarpið og
lagði til að það yrði samþykkt,
m.a. með þeim orðum að eðlilegt
væri að sala á vörum og þjónustu
væri á höndum einkaaðila en ekki
opinberra aðila. Á síðasta þingi
lögðu sjö þingmenn til að leyfa
skyldi í ljósvakamiðlum auglýs-
ingar og aðra markaðssetningu á
áfengi, að undanskildum tímanum
frá kl. 5 að morgni til 20 að
kvöldi. Á fyrri þingum hefur jafn-
framt verið lagt fram frumvarp
um að lækka áfengiskaupaaldur
úr 20 árum í 18 ár en það frum-
varp kom þó ekki fram á nýloknu
þingi.
Þeir þingmenn sem standa að
þessum lagafrumvörpum horfa
framhjá þeirri staðreynd, sem
rakin er í áðurnefndri samantekt,
að áfengi er ekki venjuleg neyslu-
vara og þess vegna eigi að gilda
um þá vöru önnur lögmál en þau
sem ná yfir sölu á venjulegri vöru
og þjónustu.
Aðgerðir stjórnvalda
eru forvarnir
Fulltrúar stjórnmálaflokkanna,
sem lögðu fram fyrrnefnd frum-
vörp, fjalla á sama tíma um að
efla þurfi áfengis- og vímuefna-
forvarnir. Þeir mega ekki gleyma
að aðgerðir stjórnvalda eru for-
varnir, ekkert síður en fræðsla.
Ekki má heldur gleymast að að-
gerðir stjórnvalda eru öflugustu
og kostnaðarhagkvæmustu for-
varnirnar sem hægt er að beita.
Engin fræðsla, hversu mikil og
öflug sem hún er, getur vegið upp
á móti þeim breytingum á áfeng-
isneyslu sem vænta má að verði ef
áfengislöggjöfin verður rýmkuð á
þann hátt sem lagt hefur verið til.
Reynsla annarra þjóða sýnir að
aukið aðgengi að áfengi leiðir til
aukningar á neyslu þess.
Áfengisneyslan vex stöðugt –
Er okkur sama?
Anna Elísabet Ólafsdóttir segir
að aukið aðgengi að áfengi auki
neyslu
» Aðgerðir stjórnvaldaeru öflugustu og
kostnaðarhagkvæmustu
forvarnirnar sem hægt
er að beita.
Anna Elísabet
Ólafsdóttir
Höfundur er forstjóri Lýð-
heilsustöðvar.
Að undanförnu hefur verið mikið
rætt um meðferð barnaverndarmála
hér á landi. Ýmis mál
hefur borið á góma
sem vakið hafa marga
til umhugsunar. Ráða-
menn hafa kvatt sér
hljóðs bæði í ræðu og
riti og margir bent á
mikilvægi þess að öll
málsmeðferð sé vönd-
uð enda um að ræða
einn viðkvæmasta
málaflokk velferð-
armála á Íslandi. Rétt-
ur barna sé í brenni-
depli í þeirri vinnslu.
Núgildandi barna-
verndarlög nr. 80/2002
eiga að tryggja þeim
réttindi og ber m.a.
starfsmönnum barna-
verndarnefnda sveit-
arfélaganna að fylgja
þeim í starfi sínu.
Öllu fagfólki og jafn-
vel almenningi er ljóst
er að vinnsla barna-
verndarmála er flókin,
margbreytileg og
vandasöm. Í flestum sveitarfélögum
á landinu eru það félagsráðgjafar
sem sinna vinnslu barnavernd-
armála, enda hafa þeir viðeigandi
menntun til að leysa þau af hendi
Haustið 2006 bauðst löggiltum fé-
lagsráðgjöfum í fyrsta sinn diplóm-
anám í réttarfélagsráðgjöf á meist-
arastigi við Háskóla Íslands. Námið
er á vegum félagsráðgjafarskorar í
félagsvísindadeild og er skipulagt og
kennt í samstarfi við félagsfræð-
iskor, lagadeild Háskóla Íslands og
Fangelsismálastofnun. Starfsvið
réttarfélagsráðgjafa er víðtækt og
tekur til margra þjónustuþátta vel-
ferðarkerfisins. Þeir starfa m.a. hjá
barnaverndarnefndum sveitarfélag-
anna og eru talsmenn barna, vinna
m.a. með foreldrum og fulltrúum
réttarkerfisins. Þeir koma að málum
barna sem þurfa að
koma fyrir dóm sem
fórnarlömb, gerendur
eða hlutaðeigendur.
Réttarfélagsráðgjafi
fylgir málinu eftir og
samræmir störf þeirra
sem koma að vanda-
málum barna í hinu op-
inbera kerfi. Barn sem
t.d. hefur orðið fórn-
arlamb ofbeldis þarf oft
mikla aðstoð og eft-
irfylgd til að vinna sig
út úr því áfalli sem það
hefur orðið fyrir. Í því
sambandi getur vinnsla
málsins skipt sköpum
fyrir velfarnað barnsins
og forsjáraðila þess. Til
glöggvunar fyrir les-
endur er viðeigandi að
bregða upp dæmi um
vinnslu barnavernd-
armáls, sem unnið gæti
verið af réttarfélags-
ráðgjafa samkvæmt
barnaverndarlögum nr.
80/2002.
Dæmi: Skólafélagsráðgjafi í
grunnskóla hringir í réttarfélags-
ráðgjafa, sem er starfsmaður barna-
verndarnefndar hjá sveitarfélagi, og
greinir frá því að nemandi, 12 ára
stúlka, hafi leitað til sín og tjáð sér
að hún hafi orðið fyrir kynferðislegu
ofbeldi af hendi frænda síns, sem
býr á heimili hennar. Réttarfélags-
ráðgjafinn fer án tafar og ræðir við
stúlkuna í skólanum, og lætur það
ganga fyrir samráði við foreldra á
þessu stigi málsins, en barnavernd-
arlög heimila slíkt inngrip. Stúlkan
greinir réttarfélagsráðgjafanum frá
því að ofbeldið hafi átt sér stað á síð-
asta sólarhring. Foreldrar eru þá
boðaðir í viðtal til samvinnu og þeir
samþykkja að stúlkan sé vistuð utan
heimilis þeirra á meðan lög-
reglurannsókn fer fram. Farið er
með stúlkuna í læknisskoðun. For-
eldrar stúlkunnar greina frá því að
meintur gerandi búi á heimilinu og
segjast þeir enga vitneskju hafa um
að ofbeldið hafi átt sér þar stað.
Réttarfélagsráðgjafi skrifar bréf til
lögreglu og óskar eftir lög-
reglurannsókn, þar sem foreldrar
stúlkunnar treysta sér ekki til þess.
Réttarfélagsráðgjafinn hefur yf-
irsýnina yfir málið, fylgir stúlkunni í
skýrslutöku fyrir dómi, og hefur
samstarf við réttargæslumann sem
henni hefur verið skipaður. Gerð er
stuðningsáætlun og ráðstafanir til
að tryggja að stúlkan og foreldrarnir
fái þá aðstoð sem talið er að sé
barninu fyrir bestu. Réttarfélags-
ráðgjafinn vinnur málið samkvæmt
barnaverndarlögum og reglugerð
með þeim og beitir að öðru leyti sér-
fræðiþekkingu sinn í siðfræði og
samskiptatækni.
Með dæminu hér að ofan er varp-
að ljósi á aðstæður þar sem byggt er
á sérhæfðri, faglegri þekkingu fé-
lagsráðgjafa sem starfa hjá barna-
verndarnefndum, mikilvægi sam-
starfs milli stofnana og gildi þess að
hafa góða heildarsýn yfir vinnslu
mála. Mörgu ber að huga að við
málsmeðferðina og gæta þarf réttar
barna í hvívetna og samvinna við
foreldra er augljóslega mikilvæg.
Sérnám í réttarfélagsráðgjöf við Há-
skóla Íslands veitir félagsráðgjöfum
traustan grundvöll undir faglega
barnaverndarvinnu og markmiðið
með náminu er m.a. að svara sér-
tækum þörfum skjólstæðinga í
dóms- og réttarkerfinu, ekki síst
barna.
Barnavernd og
réttarfélagsráðgjöf
Vanda þarf til verka í meðferð
barnaverndarmála, segir Elín
Gunnarsdóttir
Elín Gunnarsdóttir
» Öllu fagfólkiog jafnvel al-
menningi er
ljóst að vinnsla
barnavernd-
armála er flókin,
margbreytileg
og vandasöm.
Höfundur er félagsráðgjafi hjá fjöl-
skyldusviði Mosfellsbæjar og stundar
framhaldsnám í réttarfélagsráðgjöf.