Morgunblaðið - 13.05.2007, Side 56

Morgunblaðið - 13.05.2007, Side 56
56 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 Bragi Björnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali BERGSTÆÐASTRÆTI - ÞAKÍBÚÐ Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, fax 512 12 13, netfang foss@foss.is Stórglæsileg 87,2 fm þakíbúð með hátt til lofts í Þingholtunum í nýlegu tvíbýli (ath. gólfflötur er hins vegar umtalsvert stærri). Íbúðin er öll endur- nýjuð á þessu ári á vandaðan og smekklegan hátt, svo sem innréttingar, tæki, gólfefni, flísar á baði, málning o.fl. Útsýni er fallegt og útgengt er út á stórar svalir, sem snúa í vestur. Verð 37,9 m. REYNIMELUR - 3JA HERB. HÆÐ Björt og glæsileg mikið endurnýjuð, 3ja herbergja, 75,4 fm íbúð á mið- hæð í fallegu þríbýlishúsi, á eftirsóttum stað í Vesturbænum. Stofa og eldhús eru samliggjandi. Rúmgóð stofa. Tvö parketlögð svefnherbergi. Baðherbergi nýlega standsett. Parket og flísar á gólfum. Verð 26,9 m. SKÓLASTRÆTI - NEÐRI SÉRHÆÐ Einstaklega “sjarmerandi” neðri sérhæð í fallegu tvíbýlishús byggðu 1850 við Skólastræti í hjarta miðbæjarins. Hæðin er 115 fm. Tvær sam- liggjand bjartar stofur. Eldhús og borðstofa í alrými. Þrjú svefnherbergi. Á öllum gólfum eru falleg gólfborð. Sérbílastæði. Verð 37,9 m. Hraunhamar fasteignasala var að fá í einkasölu sérlega fallega og vel skipulagða 127,7 fm íbúð á 4. hæð í fallegu lyftuhúsi á einum besta stað í miðbæ Hafnarfjarðar, FRÁBÆRT ÚTSÝNI YFIR HÖFNINA OG VÍÐAR. Rúmgóð stofa og borðstofa, gengið út á stórar suðursvalir sem eru yfirbyggðar og flísalagðar með útsýni yfir höfnina. Eldhús með vandaðri innréttingu. Baðherbergi er með vandaðri innréttingu baðkari og sturtuklefa flísalagt í hólf og gólf. Stórt svefnherbergi. Útgengi á svalir. Falleg eign sem vert er að skoða.Stutt í alla þjónustu. Sameign góð og hús gott að utan. LAUS VIÐ KAUPSAMNING. Nánari upplýsingar veitir Sveinn 866-0160. V. 43,9 millj. Lúxus íbúð við Fjarðargötu 17 Hfj. 4. hæð Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Fallegt 224,7 fm einbýlishús á einni hæð með bílskúr og vinnustofu við Barrholt í Mosfellsbæ. Um er að ræða „hefðbundið“ 174 fm einbýlishús í Mosfellsbæ, en á síð- asta ári var byggt við húsið 50 fm vinnustofa sem eftir er að fullklára. Hún gæti einnig vel nýst sem stór bílskúr, unglingaherbergi eða aukíbúðarrými. Frábær stað- setning, rétt við alla þjónustu og skóla. Verð kr. 46,9 m. OPIÐ HÚS Barrholt 10 – Mosfellsbæ Einar Páll Kjærnested löggiltur fasteignasali. Sími 586 8080 • Fax 586 8081 www.fastmos.is Lúðvík, s. 897-7518 tekur á móti gestum í dag á milli kl. 14-15. Um er að ræða tæplega 1.900 fm atvinnuhúsnæði, þar af 400 fm milliloft á 3.600 fm lóð. Húsið skilast fullbúið að utan með frágenginni lóð og tilbúið til innréttinga að innan. Húsið er stálgrindahús frá Atlas Ward. V. 360,0 m. 6450 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Bæjarflöt – glæsilegt atvinnuhús Glæsilegt atvinnuhúsnæði auk íbúðar á 2. hæð sem áður hýsti vesturbæjarútibú Kaupþingsbanka. Húsnæðið er á 3 hæðum, kjallari, jarðhæð og 2. hæð. Kjallarinn er í dag innr. sem 2 skjalag. m. miklum öryggishurðum og eru þar einnig geymsla undir stiga og inntaksrými. Jarðhæðin er verslunarrýmið eða þar sem afgr. var og skiptist í 2 lokaðar skrifstofur, opið vinnurými, snyrtingu og skjalaskáp. Á 2. hæðinni er starfsmanna eldhús og 2 ja herb. íbúð sem sk. í herb. bað og stúdíóstofu með eldhúsi. Tvennar svalir eru á 2. hæðinni, aðrar til suðurs og hinar til norðurs. 6598 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali VESTURGATA - SKRIFSTOFUR OG ÍBÚÐ „En frelsi og sjálfstæði er sá aflvaki, sem Íslendingum hefur bezt dugað. Ef við sjálf dugum þeirri háleitu hugsjón, mun Íslandi vegna vel, bæði í bráð og lengd“. Bjarni Benediktsson, 1969. ÉG ER þakklátur Sjálfstæðisflokknum fyrir síðustu kjör- tímabil. Kjörtímabil sem einkennast af stöð- ugleika, ríkulegri at- vinnu, blómlegum efnahag, þéttu velferðarneti, ótrú- lega miklu lánstrausti og lengi má enn telja. Ég er einnig þakklátur Fram- sóknarmönnum sem hafa staðið ein- arðlega og drengilega að farsælu stjórnarsamstarfi. Sjálfstæðis- flokkurinn - þakkir Eftir Jón Gunnar Hannesson Höfundur er læknir og í Fjöl- skyldunefnd Sjálfstæðis- flokksins. UNGUR, þegar ég var kominn undan skólaaga, varð ég fráhverfur þeirri greinarmerkjasetningu, sem kennd var í skólum og ég kunni reyndar nógu vel. Þessa frelsis neytti ég til að mynda, þegar ég sem ritstjóri bar ábyrgð á frágangi ritsmíða annarra. Ég veit ekki, hvers vegna ég hvarf frá þessari greinarmerkjasetn- ingu. Nú finnst mér þægilegast að aðhyll- ast hana. Kunningi minn kveðst hafa feng- ið þá leiðbeiningu í gagnfræðaskóla að setja kommu, þar sem hlé var í máli, en hann hefði ekki tileinkað sér reglurnar. Samt gerði hann aldrei greinarmerkjavillu í menntaskóla, fullyrðir hann. Maðurinn er reyndar ekki hver sem er, er orðlagður sagnameistari og talar án flumbru- gangs með eðlilegri hrynjandi máls. Ég samdi bók um árið, þar sem brýnt var, að rök væru ljós og brengluðust hvergi. Þá reyndist mér greinarmerkjasetning æsku minnar heppileg, vék varla frá henni nema í fyrirsögnum. Það hefur verið iðja mín undanfarin ár, reyndar ekki tímafrek, en nokkuð regluleg, að lesa upp fyrir áheyranda, sem var ungum leiðbeint um að lesa eðlilega. Þá er mikil stoð, þegar lesmálið er með greinarmerkjum í stíl Björns Guðfinnssonar; ég nefni Önnu Kar- enínu í þýðingu Magnúsar Ásgeirs- sonar. Þá þarf upplesari ekki að skyggnast fram í málið til að athuga, hvort samtengingin og er í upphafi aðalsetningar, en þá á við að hafa hlé, svo að dæmi sé tekið. Ég nefni einnig það, sem ég les um þessar mundir, Sólon Islandus eftir Davíð Stefánsson, hvorttveggja aðgengi- legt til upplestrar vegna greinarmerkja. Öðru máli gegnir um efni í Morgunblaðinu, og reyndar yfirleitt nýtt lesefni nú, þar fær lesandi ekki stuðning af greinarmerkjum til að skilja fljótt og vel. Það er dálítið merkilegt, ef ég tjái mig um þetta, að menn vilja bregð- ast æstir við og lýsa jafnvel þeirri dýrð, að nú eigi ekki að setja kommu á undan samtengingunni en. Það er eins og ég boði ófrelsi; ætli það hafi ekki verið slík tilfinnng, sem réð mér, þegar ég hvarf frá grein- armerkjasetningu skólans. – Ég minni á, að ekki eru lög um stafsetn- ingu né greinarmerkjasetningu, heldur setur menntamálaráðuneytið reglur, og þeim er þeim einum skylt að fylgja, sem eru undir lögsögu þess, svo sem flestir skólar landsins. Það er auðvelt að nefna dæmi, þar sem smekklegt er að víkja frá grein- armerkjasetningu þeirri, sem kennd var um miðja síðustu öld. Þá er að gera það, en af langri reynslu tel ég verklegast að rita fyrst samkvæmt reglunum gömlu, en athuga á eftir, hvar fari betur að víkja frá þeim. Það er aðeins fyrir listamenn að styðjast ekki við reglurnar í upphafi. Eins og oft vill vera um reglur, gera reglur um greinarmerki höfundinn frjálsan og óháðan listamannsnæmi, sem fæstir eiga, og um leið er það í þágu lesandans, hvort sem hann les í hljóði eða upphátt. Greinarmerkjasetning Björn S. Stefánsson telur að greinarmerkjasetning, eins og kennd var í skólum um miðja síðustu öld, auðveldi skilning og upplestur » ...menn vilja bregð-ast æstir við og lýsa jafnvel þeirri dýrð, að nú eigi ekki að setja kommu á undan sam- tengingunni en. Björn S. Stefánsson Höfundur er fræðimaður í Reykjavík- urakademíunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.