Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 57
www.valholl.is
www.nybyggingar.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30.
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
Til sölu Hestháls 15
Um er að ræða 375,8 fm iðnaðarhúsnæði staðsett á mjög góðum stað á Höfðan-
um. Mjög gott útipláss er við húsið. Stærð lóðar er 3318 fm. Lóðin ásamt fasteign
stendur innst við Hestháls. Búið er að greiða gatnagerðagjöld fyrir 2300 fm bygg-
ingarétt. Ef tekið er mið að vestur og suðurlandsvegi þá er um að ræða áberandi
og sýnilega hornlóð. Húsnæðið og lóðin selst í því ástandi sem það er í dag.
Óskað er eftir tilboði í eignina.
Sími 588 4477
Allar nánari upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson
í símum 822 8242 og 588 4477
Til leigu Grensásvegur
1400 m2 skrifstofuhúsnæi
Steinsteypt hús á remur hæum auk kjallara. Lyfta
og agengi fyrir fatlaa. Húsi er á horni
Grensásvegar og Fellsmúla og hefur miki
auglsingagildi. Húsinu tilheyra alls 33 bílastæi
ar af 8 stæi í bílakjallara.
Upplsingar gefur Karl 892-0160 ea Aron 861-3889
karl@kirkjuhvoll.com // aron@kirkjuhvoll.com
Fasteignafélagi Kirkjuhvoll ehf. // www.kirkjuhvoll.com
Til leigu Garatorg –
Garabæ
Lager-Inaarhúsnæ - Skammtímaleiga til 1. nóvember 2009 -
Jarhæ 900 m2- Lagerhúsnæi – inaarhúsnæi, 4m
innkeyrsludyr, 3m lofthæ, gámaastaa, gó akoma,
starfsmanna- og skrifstofuastaa.
- Hagstæ leiga -
Upplsingar gefur Karl 892-0160 ea Aron 861-3889
karl@kirkjuhvoll.com // aron@kirkjuhvoll.com
Fasteignafélagi Kirkjuhvoll ehf. // www.kirkjuhvoll.com
ÉG ER alltaf að sjá það betur og
betur hvað fjölmiðlar stjórna orðið
miklu í samfélagi okkar í dag. Enda
kallaðir fjórða valdið. Og að mikið
af því sem þeir birta er ekki af hinu
góða. En samt nota
foreldrar suma þessa
miðla sem barnfóstru,
með því að leyfa börn-
unum að eyða mörgum
stundum á dag fyrir
framan tölvu og sjón-
varp, inni í her-
bergjum sínum, án
þess að gæta að því
hvað þau séu að horfa
á. Þetta sér maður því
miður alltof oft. Já, því
miður virðast margir
foreldrar ekki gera sér
grein fyrir því hversu
mikið af efni í sjón-
varpi, kvikmyndum og tölvuleikjum
tengist ofbeldi og klámi, né hvaða
áhrif það hefur á börnin. Eða gera
sér grein fyrir þeim gullnu sann-
indum að börnin læra það sem fyrir
þeim er haft. Því ef þeir myndu
gera það, tækju þeir meira mark á
viðvöruninni; bannað börnum! en
þeir gera. Við skulum því líta á
nokkur atriði um hvaða áhrif of-
beldi og klám hefur á börn.
Margir uppeldisfræðingar sem
rannsakað hafa atferli barna í nú-
tímasamfélagi hafa komist að því að
börn sem horfa mikið á ofbeldi
komi til með að beita aðra ofbeldi.
Þess vegna sé nauðsynlegt að börn-
in séu látin horfa á eitthvað sem
byggir þau upp. Þar megi sem
dæmi nefna Stundina okkar, því
þau sem horfa á hana séu mun ólík-
legri til þess að beita leikfélaga sína
ofbeldi heldur en þau börn sem
horfa á Súpermann, Batmann eða
líka þætti, þar sem ofbeldi er nokk-
uð. Einnig er sagt að börn sem
horfa mikið á ofbeldi, þjálfi upp
ónæmi gegn ofbeldi og þjáningu
náungans. Því er foreldrum ráðlagt
að takmarka sjónvarpsáhorf barna
sinna því börn sem fá ótakmark-
aðan aðgang að sjónvarpinu horfa
frekar á ýmsa óæskilega þætti sem
innihalda klámi, drykkjuskap, fíkni-
efnaneyslu og ofbeldi. Það sé því
meiri hætta á að þessi börn sem
óhindruð horfa á hvað sem er mót-
ist af því sem þau sjá. Foreldrar
eru því ekki bara hvattir til að hafa
umsjón með áhorfi barna sinna,
heldur og að vera þeim góð fyr-
irmynd. Það er og staðreynd að
börnin sækjast í það að vilja fylgj-
ast með vinsælum sjónvarpsþáttum
og þangað sæki þau og vinir þeirra
oft sínar fyrirmyndir. Og séu þetta
ofbeldistengdir þættir, eins og oft-
ast er nú, þá er hætta á að fyr-
irmyndin verði skúrkurinn.
Það hefur og verið kannað að um-
talsverður fjöldi barna og unglinga
á Íslandi, leitast eftir því að horfa á
ofbeldi, klám og hrylling. Þar kem-
ur einnig fram að íslenskir for-
eldrar fylgjast minna með því hvað
börn þeirra horfa á en foreldrar á
hinum Norðurlöndunum og að ís-
lenskir foreldrar leyfi börnum sín-
um frekar að horfa á sjónvarpsefni
ætlað fullorðnum, án þess að gera
sér grein fyrir því að þannig efni
hræði og þreyti börnin.
Árið 1985 var í Bretlandi gerð
könnun á myndbandanotkun sex
þúsund skólabarna. Þar kom í ljós
að mikill hluti barnanna horfði á
efni sem bannað var börnum. Oft
olli efnið svefntruflunum, hræðslu
og kvíða hjá þeim börnum sem
horfðu á umrætt efni. Þeir sem
stóðu að rannsókninni komu með þá
kenningu að aukið ofbeldi gæti
hugsanlega verið rakið til aukins
framboðs af ofbeldismyndum. Sé
þetta skoðað í dag 22 árum seinna
kemur í ljós að þeir höfðu á réttu að
standa. Því ofbeldisfullum myndum
og tölvuleikjum hefur
fjölgað síðan þá og of-
beldi af samaskapi
aukist til muna.
Margir uppeldis- og
félagsfræðingar halda
því fram að fjölmiðlar,
bíó, sjónvarp og tölva
séu sökudólgar ofbeld-
is. Með því að fram-
leiða og sýna alltof
mikið ofbeldistengt
efni. Markaðs-
rannsóknir í Banda-
ríkjunum hafi sýnt að
hryllingsmyndir njóti
mestrar hylli meðal
unglinga á aldrinum ellefu til fjór-
tán ára. Og að hinn venjulegi ung-
lingur vestanhafs eyði meiri tíma í
sjónvarpsáhorf en við skólanám og
hafi orðið vitni að yfir þrjátíu þús-
und morðum á sjónvarpsskjá. Og
sem dæmi um áhrif ofbeldis á hegð-
un fólks voru fjögurtíu og þrjú
dauðsföll í Bandaríkjunum rakin
beint til atriðis í kvikmyndinni Deer
Hunter, þar sem aðalpersónurnar
fara í rússneska rúllettu. Einnig má
nefna mál þar sem hópur barna í
Bandaríkjunum olli dauða barns við
að apa eftir atriði úr hryllingsmynd.
Dave Grossman, fyrrverandi of-
ursti í bandaríska hernum, gekk
svo langt að ásaka framleiðendur
tölvuleikja um að kenna börnum og
unglingum að drepa á nákvæmlega
sama hátt og bandaríski herinn
þjálfar hermenn sína í að drepa
óvininn. En þeir nota til þess tölvu-
leiki. Hann segir að tölvuleikir
kenni börnum að þykja ofbeldi vera
eðlilegur hluti af umhverfi sínu.
Og hvað varðar skaðsemi klám-
tölvuleikja á börn og unglinga, hef-
ur líka komið í ljós að þeir valda
lauslæti og kæruleysi gagnvart
kynlífi. Og brengluðum hug-
myndum um samskipti kynjanna.
Og í lokin. Foreldrar, börnin eru
okkar dýrmætasta eign. Á þeim
byggist framtíð lands og lýðs. Það
er líka þeirra að breyta heiminum.
En til þess að það verði til góðs
þurfa þau að vera vel upp alin.
Munum því að foreldrar eiga í kær-
leika að ala börn sín upp með aga
og umvöndun og þannig læra börn-
in að heiðra föður sinn og móður
sem svo leiðir til þess að þeim vegn-
ar vel í lífinu.
Er ofbeldi og klám fyrir börn?
Hafsteinn Engilbertsson vill
að foreldrar fylgist betur
með því hvað börn horfa á
í tölvum og sjónvarpi
» Það hefur veriðkannað að umtals-
verður fjöldi barna og
unglinga á Íslandi leit-
ast eftir því að horfa á
ofbeldi, klám og hryll-
ing.
Hafsteinn
Engilbertsson
Höfundur er fyrrv. skipstjóri og
áhugamaður um velferð barna.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
mbl.is
smáauglýsingar