Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 58
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
58 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali
Miðás, Svínadal.
Fallegur og vel staðsettur 54 fm
sumarb. auk 21 fm svefnl. á frábær-
um útsýnisstað í Svínadal ofan við
Eyrarvatn í um 40 mín. akstur frá
Rvík. Búst. er byggður 2000 m. ver-
önd, skjólv. og heitum potti. Gufu-
baðshús. Frá bústaðnum er óhindr-
að útsýni að vatninu og víðar. Stutt í
golfv. Allt innbú og bátur með utanborðsmótor fylgir. Verð 23,0 millj.
Eignarland við Reyki
í Bláskógabyggð
6.000 fm eignarland í Bláskóga-
byggð, nálægt Reykholti, grasivaxið
og með góðu útsýni. Á landinu er 20
fm bjálkahús (gestahús) með ein-
angrun í lofti og gólfi. Hitaveita og
kalt vatn er í húsinu. Gert er ráð fyr-
ir að byggja megi heilsárshús allt
að 80 fm á landinu. Rafmagn er
við lóðarmörk. Til afh. við kaup-
samn. Verð 7,9 millj.
Vatnsendahlíð, Skorradal.
52 fm sumarbústaður við Vatns-
endahlíð í Skorradal með frábæru
útsýni yfir vatn og fjöll. Bústaðurinn
er byggður1989, vel skipulagður
með 3 herb. rúmgóðir stofu með ar-
inofni, eldhús tengt stofu og baðher-
bergi með sturtu. Frábært útsýni yfir
vatn og fjöll. Nýr leigusamningur til
20 ára. Golfvöllur í um 5 mín. akst-
ursfjarlægð. Verð 18,9 millj.
Við Svínavatn.
Til sölu þrjú heilsárshús við Svína-
vatn - Öldubyggð. Húsin afh. fullbú-
in með verönd, skjólveggjum og
heitum potti. Allur frágangur er mjög
vandaður. Eignarlóð. Möguleg
skipti á íbúð. Nánari uppl. á skrif-
stofu.
Í landi Ásgarðs, Grímsnesi.
Tvö glæsileg heilsárshús í landi Ás-
garðs, Grímsnesi. Húsin eru að gólf-
fleti um 91 fm hvort hús auk um 36
fm svefn- og geymslulofts. Einnig er
á lóðunum um 20 fm gestahús. Hús-
in eru fullfrág. að innan sem utan á
vandaðan og smekkl. hátt. Um 150
fm timburv. er umhv. húsið . Mikið útsýni. Nánari uppl. á skrifstofu.
Úthlíð, Bláskógabyggð.
56 fm sumarbústaður í fallegu um-
hverfi við Kóngsveg, Bláskóga-
byggð. Bústaðurinn skiptist í and-
dyri, 3 herb., opið eldhús, stofu,
baðherbergi með sturtuklefa og
geymslu. Timburverönd með heit-
um potti. Fallegt útsýni. Leigulóð.
Verð 15,5 millj.
Í landi Dagverðarness
við Skorradalsvatn
Glæsilegur 60 fm sumarb. við Dag-
verðarnes á frábærum útsýnisstað
niður við Skorradalsvatn. Bústaður-
inn skiptist í forstofu, 3 herb. stofu,
eldhús og baðh. Stór verönd umlyk-
ur húsið á alla vegu með göngustíg-
um og lýsingu. Lóðin skógi vaxin og
vísar mót suðri. Góð aðstaða
f.sportbát og bryggja fylgir. Verð
24,9 millj.
SUMARBÚSTAÐIR
Fossvogur
Glæsilegt endaraðhús
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
Stórglæsilegt 206,3 fm endaraðhús a.m.t.
19,4 fm bílskúr. Húsið stendur neðan götu
og skiptist í forstofu, eldhús með borð-
krók, búr, hol, gestasyrtingu stofur, þrjú
svefnherbergi, fataherbergi, baðherbergi,
sjónvarpshol (herbergi), þvottaherbergi
og geymslu með bakdyrum. Húsið er hið
glæsilegasta og var allt endurnýjað að inn-
an fyrir u.þ.b. þremur árum, eru m.a. sérsmíðaðar innréttingar, Miele tæki,
fjarstýrðar innbyggðar lýsingar, mustang flísar og olíuborið eikarparket á
gólfum. Falleg lóð og u.þ.b. 100 fermetra suðurverönd með rásuðum harð-
við. 6611
Eign í algjörum sérflokki.
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Í OFVITANUM lýsir Þórbergur því
þegar Erlendur í Unuhúsi sótti hann
þar sem hann var að dauða kominn
vegna hungurs og næringarskorts og
lá fyrir í herberginu sínu í húsi Þor-
steins Erlingssonar í Bergstaða-
stræti. Hann lýsir leiðinni í þaula og
síðasta spölnum að Unuhúsi lýsir
hann svo: ,,Úr Fischersundi gengum
við suðvestur yfir Mjóstræti og það-
an í vestur móti hægum halla upp dá-
lítið sund, sem fyrst var milli tveggja
húsa, síðan milli geymslukofa og
rimlagirðingar á hægri hönd og báru-
járnsgirðingar til vinstri. Þetta sund
lá upp að lóðarbletti, sem líktist að
útliti hálfgrónum hlaðvarpa. En inni
á lóðinni, nokkra faðma fyrir vestan
og suðvestan sundið, stóð rautt timb-
urhús tvílyft, líkast kassa að lögun
með örlitlu hallandi þaki. Á norður-
enda hússins sem náði norður á móts
við sundið, voru dyr með litlum palli
fyrir framan. Á lóðinni upp á pallinn
voru þrjár tröppur...“ Þeir eru komn-
ir í Unuhús sem nú er Garðastræti
15.
Nú geri ég ráð fyrir því að gömul
hús í Grjótaþorpi séu friðuð. En
hvernig er með þennan stíg? Er hann
friðaður? Stígurinn er í stórum drátt-
um óbreyttur frá þeim tíma þegar
Erlendur í Unuhúsi reisir ofvitann
upp hálfdauðan, ég hygg að það hafi
verið 1911. Þegar maður stingur sér
upp úr Mjóstrætinu er enn á vinstri
hönd húsið sem hann Snæbjörn Að-
alsteinsson lögreglumaður ólst upp í
og húsið hinum megin, geymslukof-
inn er á hægri hönd og gamlar girð-
ingar fram með beggja vegna og
tröppur upp að Unuhúsi. Jarðvegur
er sá sami. Stígurinn hefur haldið
sér, í öllu falli er hann nokkurn veg-
inn eins og hann var um miðja síð-
ustu öld.
Mér er málið hugstætt. Þannig er
að upp úr 1950 fór ég að fara þennan
stíg fyrst með móður minni og síðan
einsamall í heimsókn til ömmu minn-
ar Ingunnar Einarsdóttur og Krist-
ínar Ermenreksdóttur, dóttur henn-
ar, sem þá bjuggu á efri hæðinni í
Unuhúsi. Ýmis skáld og listamenn
bjuggu á neðri hæðinni og man ég
lengst eftir Einari Braga sem var
ljúfur maður og yndislegur.
Öll sú leið sem þeir Þórbergur og
Erlendur fóru, nema þetta stígkorn,
er nú farin veg allrar veraldar og ég
hef áhyggjur af stígnum. Hann er
farinn að ganga svolítið til, bárujárn-
ið á hægri hönd þegar gengið er upp
eftir, er rifið. Einhver hefur fyrir
mörgum árum sett sprekhrúgu á
stíginn.
Ef þessu stígur er ekki friðaður þá
á að friða hann ásamt Unuhúsi sem
er örugglega friðað og í góðri hirðu.
En það er ekki nóg. Það þarf að
vernda hann, halda honum við og það
sem meira er: það þarf að setja upp
skilti um þennan stíg og það þarf að
setja upp skilti um Unuhús. Þetta
eru hvort tveggja sögulegar minjar.
Við Reykvíkingar þurfum að hugsa
meira um miðbæinn okkar. Um leið
og hann á að vera lifandi miðbær á
hann að geta verið sögusafn með
merktum gönguleiðum, t.d. Þórbergs
og skiltum sem rekja sögu gatna og
húsa. Eitthvað er nú af þessu sjálf-
sagt en ekki næstum því nóg og ekki
næstum því nógu skilmerkilegt.
En ég hef áhyggjur af stígnum.
Svona stíga á að nota til þess að
minna okkur á það hefur verið lifað
áður og það verður lifað áfram.
BALDUR KRISTJÁNSSON
sóknarprestur í Þorlákshöfn.
Stígurinn upp að Unuhúsi
Frá Baldri Kristjánssyni