Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 60

Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 60
60 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fr u m Nú er tækifæri til þess að eignast nýtt og eigið atvinnuhúsnæði í 116 Reykjavík Besta fermetraverð á sambærilegu atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinuil i i i Esjumelar - 116 Rvk Staðsteypt 1590 fm. atvinnuhúsnæði. Grunnflötur er 1060 fm og milliloft 530 fm. Miðað er við að húsinu verði skipt uppí 8 bil sem verða öll ca. 200 fm að stærð með stórum innkeyrsludyrum. Hægt er að breyta skipulagi húss. Miðað er við að lofthæð neðri hæðar verði 4-7 metrar og að lofthæð millilofta verði 2,5 til 2,8 metrar. Hæð húss er 7 metrar. Húsið er steypt og afhendist fullbúið að utan með malbikuðu plani og tilbúið til innréttinga að innan. Stórar innkeyrsludyr. Eignin er staðsett í hverfi sem er skipulagt sem eitt af stærri iðnaðarhverfum Reykjavíkur. Esjumelar eru 10-15 mín. akstri frá Borgartúni í Reykjavík. Verð 117.000 á fm. Afhending í mars 2008. Traustur byggingaaðili. Nánari upplýsingar veitir Þórarinn í síma 840 2277 eða á skrifstofu Draumahúsa 530 1811 ÉG HEF hugsað út í þessa spurn- ingu í rúmlega tvö ár núna. Ég er aðeins að klára grunnskóla í vor, svo ég hef í raun ekki lifað lengi, en ég tel mig þó hafa gengið í gegnum ýmislegt á þeim árum sem af eru lífs míns. Ég held að þetta sé spurning sem við spurjum okk- ur öll að annað slagið. Munum við einhvern tímann finna svarið? Ég held ekki. Öll leitum við að hamingju og finnum við hana í hinum ýmsu hlutum, hver fyrir sig. Sumir vilja iðka íþróttir, aðrir eru listamenn á einhvern hátt, vinnan og velgengni veitir ætíð einhverja hamingju, en er þetta það mikilvægasta? Per- sónulega tel ég fjölskylduna og vinina skipta mestu máli. Það er svo auðvelt að hugsa hvernig lífið væri án fjölskyldu og vina og ímynda sér að það væri ekki það erfitt. En er það ekki rangt? Væri ekki erfitt að finna ekki fyrir því að vera ekki elskaður? Að finna fyrir því að enginn hefði áhuga á félagsskapnum sem við getum veitt? Bandaríski sálfræðingurinn Abraham Maslow, f. 1908, d. 1970, setti saman þarfapíramíða manns- ins. Í honum kemur fram að allar mannverur þarfnist svokallaðar lífsfyllingar og er hún efst í píra- míðanum. Sú lífsfylling finnst ekki nema þarfirnar neðar í píramíð- anum séu uppfylltar en þær eru, frá þeirri næstefstu til þeirrar neðstu: Þörf fyrir sjálfsvirðingu og virðingu annarra, félagslegar þarf- ir, öryggisþarfir og lífeðlislegar þarfir. Ísland er í flokki ríkustu þjóða í heimi, hér hefur hver ein- staklingur nánast allt til alls og ætti að geta uppfyllt allar þarfir þarfapíramíðans. En hvers vegna virðist íslenska þjóðin vera svona óhamingjusöm? Fátækt er lítil sem engin, atvinnuleysi er lítið og við höfum öryrkjabætur og ellilífeyri. Munaðarleysingjar tíðkast ekki en ég viðurkenni þó að fjölskyldu- hagir geta verið misgóðir. Þó ætti enginn hér ætti að þurfa að kvarta undan alvarlega bágum kjörum. Gamalt, kínverskt máltæki segir: „Ef þú átt meira en sjö hluti þá eiga hlutirnir þig.“ Er þetta það sem er að koma fyrir íslensku þjóðina? Erum við virkilega orðin svo gráðug að við gleymum okkur og því sem mikilvægast er? Ég er alltaf að heyra aðra tala um hversu slæmt þeir hafi það, þeir eigi ekki nýjustu og fínustu hlutina og verða því útundan. Öfundin og græðgin er orðin það mikil. Lítum nú öll í eigin barm og hugsum um hvað við eigum miðað við fólkið í þróun- arlöndunum. Þróunarlandaþjóð- irnar hafa ekki margt til brunns að bera en þær hafa margar hverjar fjölskylduna í kringum sig. Ham- ingjan finnst, að ég tel, ekki í ver- aldlegum eignum. Það eru hlutirnir sem við sjáum ekki sem reynast okkur best og færa okkur mestu hamingjuna. Þetta er nokkurn veginn mín skilgreining á hamingju. Persónu- lega hef ég þó allt til alls en virðist ekki geta fundið hamingjuna. Það stafar þó líklegast bara af gelgju- skeiðinu sem fylgir þeim árum sem ég er á núna. STEINUNN H. BJÖRGÓLFSDÓTTIR Grænumýri 3, Seltjarnarnesi. Hvað er hamingja? Frá Steinunni H. Björgólfsdóttur Nokkur umræða hefur verið um að hægja á byggingu álvera hér á landi og nota frekar raforku frá nýjum virkjunum til annars konar atvinnufyrirtækja. Komið hefur til tals að reisa gagnamiðstöð hér á landi til að anna stóraukinni Int- ernet-umferð um heiminn. Þá þyrfti að leggja um úthöfin milli heimsálfa fleiri ljósleiðarasam- bönd, sem kæmu við á Íslandi. Jafnvel er talað um að svona gagnamiðstöð gæti komið í stað Ál- versins í Straumsvík ef því yrði lokað í framhaldi af íbúakosning- unni í Hafnarfirði. Þá var því hafn- að að Alcan fengi úthlutað stærri lóð fyrir starfsemina. Fjölgun gagnamiðstöðva, sem hýsa tölvubúnað, hefur verið gríð- arleg á undanförnum árum vegna aukinnar Internet-notkunar, að- allega vídeó-margmiðlunar, nið- urhals á tónlist og Internet-síma. Bandarískar rannsóknir sýna að orkunotkun gagnamiðstöðva sem hýsa netþjóna er 33-50 wött/fet² eða 370-550 wött/m². Helmingur af þessari orkunotkun er vegna kæl- ingar og annarrar þjónustu eins og gagnageymslu, samskiptabúnaðar, skrifstofa o.s.frv. Gerum ráð fyrir því að hér á landi myndi orka frá hitaveitum verða notuð í ríkum mæli til að tempra loftslag í bygg- ingunum. Þannig má áætla að raf- orkunotkun gagnamiðstöðva hér á landi verði um 300 wött/m² eða 0,0003 MW/m². Orkunotkun álvers Alcan í Straumsvík eftir fyrirhugaða stækkun í 460.000 tonn/ári yrði 465 MW. Þetta þýðir að gagnamiðstöð, sem mundi nota sömu orku og Alc- an eftir stækkun, þyrfti að vera 1.550.000 m² að stærð. Samanlögð stærð álversins í Straumsvík eftir stækkun yrði 260.000 m². Þetta þýðir að flatarmálsþörf gagna- miðstöðvar yrði sex sinnum stærri en álversins. Svona gagnamiðstöð myndi rúma um 500.000 netþjóna og tilheyrandi búnað, sem væri um 3% af heimsnotkuninni. Gefum okkur nú að ekki fengist landsvæði fyrir þessa stækkun í Hafnarfirði. Þá þyrfti gagna- miðstöðin að rúmast innan núver- andi svæðis Alcan þar sem bygg- ingamagnið er nú 140.000 m². Þetta þýðir að ef gagnamiðstöðin tæki þann grunnflöt, þá þyrfti bygg- ingin að vera 11 hæðir. Hver hæð væri samkvæmt iðnaðarstöðlum og því mundi byggingin verða nokkru hærri en 11 hæða íbúðarhús. Varla yrði leyft að dreifa 11 hæða byggingu jafn mikið yfir lóð- ina í Straumsvík eins og núverandi kerskálum, sem eru að mestu leyti á einni hæð. Segjum að háhýsi, sem rúmaði gagnastarfsemina, væri að flatarmáli einn hektari eða 100m*100m eða 10.000 m², Um- hverfis húsin væru þá bílastæði, bílastæðishús og önnur aðkoma og umhverfi eins og gengur og gerist. Þá þyrfti byggingin að vera 154 hæðir, sem er risahús. Myndu Hafnfirðingar samþykkja þannig tillögu í íbúakosningu? Það væri mikill akkur fyrir Ís- lendinga að fá tækifæri til að tak- ast á við verkefni sem þetta, en er það raunhæft og hvað væri rekstr- araðili gagnamiðstöðvar reiðubú- inn til að greiða hátt orkuverð? Það mætti reyndar reisa svona gagna- miðstöð hvar sem er á Reykjanes- skaga og byggja hana upp í áföng- um. Full ástæða er til að eyða einhverri vinnu í að stilla upp við- skiptaáætlun um verkefnið og vekja athygli fjárfesta á tækifær- inu. SKÚLI JÓHANNSSON er verkfræðingur. Tölvufyrirtæki í Straumsvík Frá Skúla Jóhannssyni Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.