Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 62
62 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
G
unnþór Guðmunds-
son, sjálfmenntaður
heimspekingur, rit-
höfundur, skáld og
listmálari, er fædd-
ur árið 1916, og býr nú á
Hvammstanga. Bækur hans eru
orðnar fjölmargar en hér er
vitnað í nokkrar fleygar setn-
ingar úr þeirri sem út kom 1996
og ber heitið Óður til nýrrar
aldar. Og kaflinn nefnist Úr
heimi trúarbragðanna.
Að skilgreina vegi Guðs í ljósi
þekkingar er eins og að ausa úr
úthafinu þannig að borð sjáist á
því.
Viljum við trú án vísinda?
Það höfðum við fyrr á öldum og
gafst ekki vel. Á þessari öld
höfum við haft meira af vís-
indum en trú og hefir ekki að
öllu gefist vel. Við megum
hvorki varpa trúnni né vísind-
unum fyrir borð.
Krossinn er tákn Hans, sem
vildi deyja fyrir mannkynið.
Engin önnur trúarbrögð en hin
kristnu hafa svo göfugt tákn
fórnar og kærleika.
Hatrið getur ekki sigrað kær-
leikann, því það er byggt á ótta.
Kærleikurinn grundvallast á
trausti og er því ósigrandi.
Hversu voldug er höndin,
sem stýrir gangi himintungl-
anna. Svo stærum við okkur af
eigin afrekum.
Hví deilið þið, sem allir þráið
hinn sanna Guð og framhald
lífsins? Vinnið heldur saman í
fordómalausum kærleika, og
leið ykkar liggur til lífsins!
„Lífið er mér Kristur og
dauðinn ávinningur,“ sagði Páll
postuli. Sá hefir eignast meira
en allan heiminn, sem getur
horft svo djúpt inn í framtíðina.
Byggjum við eilífðarvonir
okkar á eigin verðleikum, þá
vitum við ekki hversu sá grunn-
ur er traustur. Byggjum við
þær hins vegar á kærleiksríkri
forsjón, þá höfum við vænt-
anlega fast undir fótum.
Stundum verður að rífa göm-
ul hús til að byggja önnur betri.
Þegar líkami okkar er ekki
lengur hæfur dvalarstaður verð-
ur sálin að fá nýjan bústað.
Öllu hinu neikvæða, sem veld-
ur þjáningu og angist, eigum við
að sigrast á með kærleika og
trúa á Hann, sem benti á lífsins
leið. Á þeim vettvangi er sigurs
að vænta yfir böli og stríði.
Hendur þínar munu verða
blessaðar af höfundi lífsins ef
þú notar þær til góðra verka.
Kristur er það leiðarljós, sem
gaf okkur þekkingu á Guðdóm-
inum, og þau andlegu lögmál,
sem hann lifði eftir, eru virk hjá
öllum sem þjóna lífinu í kær-
leika.
Mannssonurinn hefir varðað
veginn fyrir okkur. Treystum
því á leiðsögn hans.
Við getum ekki fullnægt
andlegum þörfum okkar með
því að einblína aðeins á hið
veraldlega.
Við erum annað og meira en
þetta lítilmótlega ég, sem okk-
ur finnst við vera, því við erum
afsprengi máttarins mikla, sem
hefir þótt það þess vert að gefa
okkur lífið.
Ásjónu skaparans sjáum við
í hinum miklu verkum hans,
hvort sem við lítum upp til hins
stjörnubjarta himins eða niður
á blómskrúð jarðarinnar eða til
hinna andlegu heima. Allt er
það í ljóma dýrðar hans.
Hinn mikli sköpunarmáttur,
sem við nefnum Guð, er svo
stórt hugtak, að engin postilla
rúmar það, og við lokum það
hvergi innan fjögurra veggja.
Óvíða virðast ágreinings-
málin ósættanlegri en meðal
hinna trúuðu. Hvernig má það
vera, þar sem grundvöllurinn á
að vera umburðarlyndi ásamt
fleiru góðu og göfugu?
Sá dagur verður dýrlegur,
þegar menn með ólíkar trúar-
skoðanir hætta að tortryggja
og níða skóinn hver af öðrum
og leita í einu allsherjar
bræðralagi hins eina sanna
Guðs eða lífsmáttarins æðsta
og besta. Á flestum sviðum
hins mannlega lífs eru sund-
urleitar skoðanir og kenningar.
Staðhæfing stendur gegn stað-
hæfingu. Jafnvel ritningar
trúarbragðanna eru sund-
urþykkar bæði út á við og inn
á við. Hvað getum við þá gert
hinir fávísu annað en valið það
besta í hverju tilfelli og leitað
eftir leiðsögn hið innra með
okkur?
Við erum kristin, af því að
Kristur er sú persóna, sem við
treystum best. Við viljum samt
ekki fordæma aðra.
Án friðar er Kristur ekki
boðaður. Með friði er hann
vegsamaður.
Sáttargjörð þín við Guð og
menn er sú erfðaskrá, sem þú
skalt gera.
Allt sem góður og almátt-
ugur Guð gerir er að sjálfsögðu
rétt, en máski er honum eignað
ýmislegt sem ekki er á hans
vegum.
Allar breiddir og lengdir eru
hégóminn einn á mælikvarða
hins óendanlega.
Ef við eigum að vera viss um
að trúin er ekki sefjun, verður
hún að grundvallast á reynslu
og dómgreind.
Við trúum og vonum að lífið
hafi þann tilgang að stefna til
æ meiri hamingju fyrir allt sem
lifir.
Trúin sér veg framundan.
Gullmolar
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Dagur aldraðra
er síðar í þess-
ari nýbyrjuðu
viku, 17. maí.
Því er við hæfi
að beina kast-
ljósinu að visku
þess hóps, feng-
inni af reynslu
lífsáranna.
Sigurður Ægisson birtir af því tilefni nokkur
spakmæli og þankabrot íslensks manns á tí-
ræðisaldri.
MINNINGAR
✝ Anna RósaBjörnsdóttir
fæddist í Göngu-
staðakoti 6. október
1914. Hún lést á
Dalbæ, Dvalarheim-
ili aldraðra á Dal-
vík, 4. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar:
Sigríður Jónsdóttir,
f. á Kóngsstöðum
25. nóvember 1870,
d. 23. janúar 1947
og Björn Björnsson,
f. á Atlastöðum 1.
maí 1872, d. 2.
mars 1964. Systkini Rósu eru
Sigrún Eggertína, f. 28. febrúar
1899, Fanney, f. 17. febrúar
1904, Björn, f. 17. janúar 1906,
Jón, f. 16. október 1907 og Berta,
f. 23. apríl 1911. Þau eru öll lát-
in.
Hinn 18. nóvember giftist Rósa
Sigtryggi Stefáni Jóhannessyni,
f. 25. október 1909, d. 18. mars
2002. Börn þeirra
eru: a) Sigríður Sól-
ey, f. 3. október
1950, býr í Göngu-
staðakoti í Svarf-
aðardal, b) Skarp-
héðinn, f. 27. mars
1957, búsettur á
Akureyri, kvæntur
Hildi Ingólfsdóttur,
f. 28. apríl 1960.
Börn þeirra eru
Linda, f. 29. ágúst
1982, Tryggvi Þór,
f. 20. september
1991 og Ívar, f. 27.
janúar 1993.
Rósa og Sigtryggur Stefán
bjuggu öll sín æviár í Göngu-
staðakoti að undanskildum síð-
ustu æviárunum sem þau dvöldu
á Dvalarheimili aldraðra á Dal-
vík sökum heilsubrests.
Útför Rósu var gerð frá Dal-
víkurkirkju 11. apríl. Jarðsett
var í Urðakirkjugarði.
Vorið góða grænt og hlýtt
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt
ærnar kýr og smalinn.
Kveður í runni kvakar í mó
kvikur þrastasöngur,
eins mig fýsir alltaf þó
aftur að fara í göngur.
Vorið er á næsta leiti með fugla-
söng og gróðurangan, allt fer að
lifna við á ný eftir veturinn, þetta
allt þótti Rósu minni í Göngustaða-
koti gefa lífinu gildi. Hún unni ætt-
arjörðinni, dalnum og ekki síst
æskustöðvunum í Göngustaðakoti
þar sem hún var fædd og uppalin
og bjó allan sinn búskap. Fyrir
tæpum fimm árum fluttist hún að
Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á
Dalvík, vegna heilsubrests.
Sennilega hef ég verið fjórtán ára
gömul þegar ég kom fyrst í Göngu-
staðakot með foreldrum mínum.
Voru þau hjón Rósa og Tryggvi og
börn þeirra tvö fyrir stuttu flutt í
steinsteypt íbúðarhús. Ég man æ
síðar eftir þessari heimsókn
Tryggvi spilaði á fiðluna sína fyrir
okkur, Rósa hlóð borðið af dýrindis
bakkelsi öllu heimabökuðu (eins og
þá var títt) margar sortir. Ekki
grunaði mig þá að tólf árum síðar
yrði ég orðinn nágranni þeirra
hjóna. Í tuttugu og þrjú ár nutum
við fjölskyldan þeirra forréttinda að
búa á næsta bæ við þau heiðurs-
hjón og Sóleyju dóttur þeirra (sem
enn er nágranni okkar).
Rósa var fríð kona, nett og kvik,
brosmild og oft sposk á svip. Hún
var létt á fæti og hljóp við fót oft á
tíðum er hún gekk til verka og sá
ég hana gera það á níræðisaldri.
Hún hafði sterka réttlætiskennd og
tók málstað þeirra sem minna
máttu sín. Hún var mjög trúuð
kona, þó ekki flíkaði hún trú sinni,
en hún bað fyrir og hugsaði til
þeirra er þurftu hjálpar við. Um-
hyggju hennar naut ég við, þegar
ég átti við veikindi að stríða fyrir
mörgum árum. Man ég eftir að
Rósa kom í heimsókn til mín, með
ýmis vítamín og grös sem hún sagði
mér að taka inn og sjóða mér te úr.
Veit ég að þetta gerði mér gott og
ekki síður að vita af hlýju og um-
hyggju hennar. Hún var barngóð
og þau hjón bæði og nutu börnin
okkar hjóna þess ríkulega. Þau
voru þeim sem amma og afi. Oft
var hlaupið, hjólað eða farið á skíð-
um út í Göngustaðakot, það voru
miklar skemmtiferðir og tekið vel á
móti þeim. Rósa hitaði þá gjarnan
kakó með bakkelsinu og alltaf
fengu þau nesti til að borða á heim-
leiðinni. Svo var farið í kjallarann
til Tryggva þar sem hann vann við
söðlasmíði, þar fengu þau að smíða
og föndra ýmislegt og Sóley klippti
út hesta úr leðri og eru ýmsir smá-
hlutir úr þessum ferðum til enn í
dag.
Margar góðar stundir áttum við
fjölskyldan öll í heimsóknum í
Göngustaðakoti. Á jólum var oft
farið á milli bæjanna og þá var allt-
af tekið í spil og spiluð vist, það var
mesta skemmtun Rósu að spila.
Hún hafði líka mjög gaman af söng
og hafði fallega sópranrödd. Rósa
var vinnusöm kona, hennar kynslóð
lærði ung að vinna, þurfti á því að
halda til að hafa til hnífs og skeiðar.
Hún sagði mér að sér hefði alla tíð
þótt gaman að vinna og manni ætti
alltaf að þykja skemmtilegt það
verk sem maður ynni hverju sinni,
þá væri vinnan léttari.
Heimili þeirra hjóna var með af-
brigðum snyrtilegt og hlýlegt og
sáu þau vel um sig og sína. Fólk
sem lét lítið yfir sér, voru ekki að
trana sér fram eða sækja um styrki
eða aðstoð, en voru þó einir af
máttarstólpum þjóðfélagsins,
greiddu sína skatta og skyldur.
Fólk sem margt var hægt að læra
af. Voru af kynslóð, sem lifði tím-
ana tvenna.
Með þessu fátæklegu orðum vil
ég þakka Rósu fyrir samfylgdina og
vináttu hennar við okkur fjölskyld-
una og allar góðu stundirnar er við
áttum saman. Hvíl þú í friði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
Þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt og hlý.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku Sóley, Skarphéðinn og fjöl-
skylda, okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Rósu í
Göngustaðakoti.
Margrét Berglind (Didda á
Göngustöðum.)
Anna Rósa
Björnsdóttir
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför
JÓHÖNNU AÐALSTEINSDÓTTUR
frá Vaðbrekku.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki FSA og
Kristnesspítala fyrir einstaka aðhlynningu í veikind-
um Jóhönnu. Sú hlýja og umönnun sem henni var
sýnd verður aldrei fullþökkuð.
Einnig þökkum við öllu því góða fólki sem gerði útför hennar einstaklega
fallega með tónlistarflutningi, blómum og hlýjum kveðjum.
Guð blessi ykkur öll.
Aðalsteinn Helgason, Ágústa Þorsteinsdóttir,
Kristjana Helgadóttir, Arnar Björnsson,
Bjarni Hafþór Helgason, Margrét Þóroddsdóttir,
Helgi Helgason, Anna Guðrún Garðarsdóttir,
Ingibjörg Helgadóttir, Halldór Benediktsson.
✝
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför, eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS SVERRIS NÍELSSONAR
bónda,
Helgafelli,
Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkar til starfsfólks 13E á Landspítala
fyrir góða umönnun og hlýhug.
Nanna Renate Möller,
Ríkharður Jónsson, Þóra Skúladóttir,
Unnur Jónsdóttir, Freyr Ferdinandsson,
Íris Jónsdóttir, Kristján Þór Valdimarsson,
Erna Jónsdóttir, Sigurgeir Guðjónsson,
Auður Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ARNDÍS PÁLSDÓTTIR,
Barkarstöðum,
Miðfirði,
lést á Heilbrigðisstofnuninni Hvammstanga
fimmtudaginn 10. maí síðastliðinn.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ragnar Benediktsson,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.