Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 64

Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 64
64 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Sonur okkar og bróðir, PÉTUR BIERING JÓNSSON, Vættaborgum 82, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 3. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. maí kl. 15.00. Þóra Biering, Jón Snorrason, Sveinn Biering Jónsson, Henrik Biering Jónsson. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN GUÐLAUGSSON málarameistari, Goðheimum 26, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 15. maí kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Ástríður Ólafsdóttir, Fríða Kristjánsdóttir, Helga Kristjánsdóttir, Ólafur Hreiðarsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, GUNNLEIFUR KJARTANSSON fv. lögreglufulltrúi, Glitbergi 7, Hafnarfirði, sem lést laugardaginn 5. maí, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn 16. maí kl. 15.00 Þórunn Christiansen, Sævar Geir Gunnleifsson, Lárentsínus Gunnleifsson, Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, Kristín Thoroddsen, Atli Thoroddsen, Hrafn Thoroddsen, Halla Thoroddsen, Helga Thoroddsen, tengdabörn og barnabörn. ✝ Maðurinn minn, EYJÓLFUR ÖRN JÓHANNSSON er látinn. Bálför hans fór fram í Sheffield á Englandi. Pauline Pearce. ✝ Ingibjörg varfædd á Skaga- strönd 2. ágúst 1931 og ólst þar upp. Hún andaðist á sjúkra- húsinu á Blönduósi að kvöldi 6. mars s.l. Foreldrar hennar voru Axel Helgason, f. 14.1. 1896, d. 16.7. 1971 og kona hans Jóhanna Lár- usdóttir, f. 9.4. 1908, d. 12.12. 1980. Þau bjuggu á Læk. Þau hjón eignuðust 10 börn, Ingibjörg var þeirra næst elst. Tvö börn þeirra dóu í frum- bernsku. Þau sjö systkini Ingi- bjargar sem komust á legg eru: Helga, f. 22.7. 1930; Rúdólf, f. 18.1. 1936; Þorvaldur, f. 22.8. 1938, d. 4. 9. 1997; Ævar, f. 22.6. 1943; Magðalena, f. 24.7. 1948; Ester, f. 3.1. 1950 og Brynja f. 11.3. 1950. Ingibjörg giftist Hallgrími Kristmundssyni 26. des. 1964. Þau skildu 1976. Þau eignuðust 3 börn: 1; Jóhanna Bryndís f. 15.11. 1949, maki Jakob Skúlason. Þau búa í Borgarnesi. Synir hennar af fyrra hjónabandi eru: Hallgrímur Ingi Þorláksson, maki María Kristjáns- dóttir dóttir þeirra er Jóhanna Bryndís . Þorvaldur Þorláks- son, maki Helga Árnadóttir, þeirra synir eru Árni Þór og Daníel Freyr. 2; Sævar Rafn, maki Ragnheiður Magn- úsdóttir. Þau búa á Skagaströnd, þeirra börn eru Magnús og Alma Eik. Fyrir átti Sævar soninn Arnar sem á tvö börn. 3; Axel Jóhann, hans kona var Herborg Þorláks- dóttir, þau skildu. Þeirra börn eru; Bryndís, hennar dóttir er Kara Lind. Hallgrímur Þór, í sam- búð með Nicole Boerman, og Ingi- björg Axelma, hennar sonur er Axel Þór. 1976 tók Ingibjörg upp sambúð með Jóni Stefánssyni f. 9.5. 1931, í Reykjavík, hann lést 3.8. 1991. Að ósk hinnar látnu fór útför hennar fram í kyrrþey og var gerð frá Fossvogskapellu þann 16. mars s.l. Jarðsett var í Fossvogs- kirkjugarði. Ingibjörg Axelma móðir mín var fædd á Skagaströnd og ólst þar upp. Systkinahópurinn á Læk var stór og þar var engin lognmolla. Lækjar- systurnar voru þekktar fyrir uppá- tæki sín og hrekki. 18 ára var mamma orðin móðir og búin að stofna heimili. Pabbi var alla tíð sjómaður, eða í hart nær 60 ár. Hann var langtímum að heiman, ým- ist á vertíð fyrir sunnan eða á síld fyrir austan. Heimilishaldið var því að nær öllu leyti á herðum mömmu eins og títt er um sjómannskonur. Ég fullyrði að fáir hafi komist með tærnar þar sem mamma hafði hæl- ana í dugnaði. Hún vann lengst af í frystihúsinu, Hólanesi. Þá var unnið frá 8 til 7 og þá voru laugardagar ekki frídagar. Fáir ef nokkrir tóku henni fram í skyldurækni gagnvart vinnunni og fyrirtækinu. Um börn og heimili var hugsað í hádegismat- artímanum og eftir vinnu á kvöldin. Þegar þeim þætti lauk var tekið til við sauma og annað. Ekki verður komið tölu á alla dúkana sem hún heklaði og gaf frá sér. Öll föt á fjöl- skylduna voru saumuð heima. Hún félagi í leikfélaginu til fjölda ára og tók þátt í fjölmörgum uppfærslum á vegum þess. Hún hafði mikið yndi af spilamennsku og tók þátt í öllum keppnum sem í boði voru og þá var aðeins spilað til vinnings. Í frystihús- inu, sem var hennar aðalstarfsvett- vangur lengst af, var spilað í öllum kaffitímum, þar var kappið ekkert minna. Mamma var alla tíð mikil blóma- manneskja, allir dáðust að því hve mikil rækt var í blómunum hennar. Árið 1976 slitu mamma og pabbi samvistum og hún flutti til Reykja- víkur og tók þar upp sambúð með Jóni Stefánssyni. Þar bjó hún þeim fagurt heimili fyrst í Vesturberginu og síðan í Blikahólunum. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni hjá börnunum að fara suður og heim- sækja ömmu og Jón. Jón var mikill heiðursmaður og voru börnin mjög hænd að honum. Hann lést 1991, langt fyrir aldur fram, sextugur að aldri. Árið 1995 fékk mamma heila- blæðingu sem hefur háð henni allar götur síðan. Hún missti við þetta að verulegu leyti málið og getu til tján- ingar. Hún bjó þrátt fyrir þetta ein en fékk heimilisaðstoð einu sinni í viku. Líkamlegt og andlegt ástand hennar var að öðru leyti í þokkalegu horfi fram til 2005 en þá var ljóst að farið var að halla verulega undan fæti. Snemma árs 2006 flutti hún á Sæborg, dvalarheimili aldraðra á Skagaströnd, svona til að prufa, eins og hún orðaði það sjálf. Hún fór að- eins einu sinni aftur suður að líta á íbúðina sína. Hún stoppaði stutt, rétt leit yfir herbergin og vildi síðan drífa sig aftur norður, heim á Sæborg. Á Sæborg hitti hún samtímafólk sitt frá Skagaströnd sem þar var komið til að eyða ævikvöldinu. Við heila- blæðinguna hafði hún misst getuna að spila á spil, en eftir stutta dvöl á Sæborg var hún farin að taka í spil og náði undraverðum framförum. Henni leið vel á Sæborg, þar var vel hugsað um hana. Ég vil þakka starfsfólki Sæborgar fyrir góða um- mönnun og að gera síðustu mánuði mömmu bærilega og ánægjuríka. Og við þig mamma vil ég aðeins segja – Þú varst best. Axel Jóhann. Elsku Didda amma. Þegar ég hugsa til þín rifjast upp svo góðar minningar. Ég man alltaf eftir því hvað spenningurinn var mikill þegar við vorum á leiðinni til Reykjavíkur að heimsækja þig og Jón. Það var svo gott að koma til ykkar og vera hjá ykkur og þið létuð okkur líða eins og enginn í heiminum væri mikilvægari. Alltaf var nægur tími til að spjalla og leika við okkur systkinin. Það var svo mikið ævintýri að fá að skoða með þér í skartgripaskrín- inu og máta alla fallegu hlutina þína. Mér leið eins og prinsessu í hvert sinn sem ég skoðaði mig í speglinum með þessar gersemar. Eitt skiptið sýndir þú mér hring sem ég ætti að fá á 10 ára afmælisdaginn minn, fal- legur silfurhringur með bleikum steini, alveg eins og sá sem þú barst. Þetta var fyrsti alvöru hringurinn minn og ég mun alltaf hugsa til þín þegar ég ber hann. Ég kveð þig með söknuði elsku amma mín og bið góðan Guð að varð- veita þig. Þín Bryndís. Elskuleg amma mín Ingibjörg Ax- elsdóttur er látin. Á uppvaxtarárun- um voru ekki margar manneskjur sem spiluðu jafn stórt hlutverk í lífi mínu og amma. Það að koma til ömmu þýddi að maður var kominn í veislu með stóru ,,S“, þar sem saman komu veitingar af flottustu gerð, gleði og glens og alltaf var passað uppá að nóg væri til og engan skorti neitt. Uppáhald mitt voru fiskiboll- urnar hennar ömmu sem voru og eru þær bestu sem ég hef smakkað. Eft- ir að hafa dvalið hjá ömmu, þegar halda átti heim á leið, var passað uppá að enginn yrði svangur á leið- inni því amma setti nesti í poka þar sem Maltflaskan góða var alltaf á sínum stað, góðlátlegt glott fylgdi því yfirleitt þegar pokinn var látinn af hendi enda vissi hún manna best hvaða álit heimilisfaðirinn hafði á þeim ágæta drykk og ekki minnkaði glottið eftir vitneskju um að ein flaskan hafði eftir hlátrasköll und- irritaðs frussast út um allan bíl við litla gleði bílstjórans. Amma var af þeirri kynslóð þar sem vinnan og það að standa sína plikt var aðalatriðið. Ég minnist þess, þegar amma var sennilega að nálgast sextugt, að ég sat í eldhúsinu hjá henni og við spiluðum og hún sagði mér að hún hefði mætt of seint í vinnuna þá um morguninn í annað sinn á ævinni. Það var henni ekki að skapi en á eftir sagði hún mér hvern- ig hitt skiptið hafði verið en það hafði gerst nokkrum áratugum áður. Þannig var að það þurfti að opna frystihúsið á Skagaströnd eld- snemma að morgni vegna flutnings á fiski, löngu áður en fólk mætti til vinnu. Verkstjórinn treysti sér ekki til að vakna og bað því ömmu um að opna húsið þar sem henni væri best treystandi. Amma svaf, vaknaði allt- of seint og þegar hún mætti stóð áð- urgreindur verkstjóri glottandi á planinu og sagði ,,Svo bregðast krosstré sem önnur tré“. Það var al- veg rétt, amma var krosstré, sífellt vakandi yfir velferð fólksins síns, gefandi af sjálfri sér með gleði og gjöfum. Ef henni mislíkaði hlutirnir gat hún hins vegar verið ansi þrjósk, sumir myndu segja frek en hún amma mín hefði sagt að hún væri ákveðin og ekki ætla ég að deila við hana um það! En lífið var ekki ein sældarsaga og um tíma var Bakkus með í för en að lokum tók hún ákvörðun um að þannig mætti ekki vera og tók á sín- um málum. Lífið virtist brosa við í sínum fallegu litum en þá kom áfall, sambýlismaður hennar Jón Stefáns- son lést daginn eftir sextugsafmæli ömmu, maðurinn sem hafði stutt hana í gegnum þunnt og þykkt og verið kletturinn í lífi hennar á góðum og erfiðum stundum var horfinn á braut. Við tóku breyttar aðstæður, hún var allt í einu ein en stóð sig eins og hetja eins og hennar var von og vísa. Lífið hélt áfram en aðeins fjór- um árum síðar fékk hún heilablóðfall sem breytti lífi hennar allt til loka. Afleiðingar heilablæðingarinnar voru meðal annars þær að hún gat lítið tjáð sig. Eftir það var amma aldrei söm enda var tjáningin henn- ar tæki til að gantast og gleðjast. Elsku amma, ég kveð þig með virðingu og þökk og vona að þú hafir fundið friðinn, án þín hefði lífið ekki verið samt. Þorvaldur Þorláksson. Föstudaginn 16 mars s.l. var tengdamóðir mín Ingibjörg Axelma Axelsdóttir jarðsett. Didda eins og hún var alltaf köll- uð, var fædd og uppalin á Skaga- strönd og var stolt af sínum heimabæ alla tíð. Foreldrar hennar þau Axel Helga- son og Jóhanna Lárusdóttir byggðu Læk á Skagaströnd og alla tíð voru hún og hennar systkini kennd við Læk. Leiðir okkar Diddu lágu fyrst Ingibjörg Axelma Axelsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.