Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 67

Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 67 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, fimmtud. 3.5. Spilað var á 12 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Jóhannes Guðmannss. - Unnar Guðmss. 250 Ásgrímur Aðalstss. - Auðunn Guðmss. 245 Oliver Kristóferss. - Gísli Víglundss. 242 Árangur A-V Bragi Björnss. - Albert Þorsteinsson 279 Sigurður Herlufs. - Steinmóður Einars. 275 Ragnar Björnsson - Pétur Antonss. 263 Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Stangarhyl 4 mánud. 7. maí. Spilað var á 8 borðum. Meðaltal 168 stig. Árangur N-S. Júlíus Guðmss. - Rafn Kristjánsson 216 Helgi Hallgrímsson - Jón Hallgrímsson 183 Halla Ólafsd. - Oddur Halldórsson 180 Árangur A-V. Alfreð Kristjánsson - Örn Sigfússon 213 Ásgrímur Aðalsteinss. - Jón Lárusson 189 Jóhann Lútherss.- Þorsteinn Sveinsson 170 Topp 24 einmenningur Bridsfélags Reykjavíkur Einmenningur fyrir 24 brons- stigahæstu spilara BR yfir veturinn fór fram þriðjudaginn 8. maí. Mich- elle bar fram miklar kræsingar og allir skemmtu sér hið besta. Spilaður var bötler og þar sem óvenju mikið var um slemmuspil urðu miklar sviptingar í toppbaráttunni. Úrslit réðust í síðasta spilinu þar sem stóðu 7 lauf en sá samningur náðist á helm- ingi borða. Hermann Friðriksson stóð uppi sem sigurvegari og fékk utanlands- ferð frá Sumarferðum að launum. Efstu spilarar: Hermann Friðriksson 45 Símon Símonarson 43 Sveinn Þorvaldsson 34 Björgvin Már Kristinsson 33 Ómar Olgeirsson 33 Gísli Steingrímsson 26 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: „Þjóðarhreyfingin – með lýðræði – krefst þess að Ísland verði taf- arlaust tekið af lista þeirra ríkja sem studdu innrásina í Írak árið 2003. Þjóðarhreyfingin krefst þess jafnframt að íslensk stjórnvöld gefi út yfirlýsingu um að ákvörðun þessi hafi verið ólögleg og í andstöðu við vilja íslensku þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn bera einir fulla ábyrgð á þessari glæpsamlegu ákvörðun og eiga alls ekki skilið að fá endurnýjað umboð frá kjós- endum í alþingiskosningunum nk. laugardag.“ Ísland fari af listanum TÍMAMÓT urðu í sögu SÁÁ og áfengis- og vímuefnalækninga á Íslandi með útskrift 14 ráðgjafa fyrir skömmu. Sú formbreyting varð á stöðu ráðgjafanna í nóvember sl. að með setningu reglugerðar heil- brigðisráðherra urðu þeir form- lega heilbrigðisstétt. Reglugerðin nær utan um menntun, réttindi og skyldur áfengis- og vímuefna- ráðgjafa og veitir áfengis- og vímuefnaráðgjöfum sérréttindi á starfsheitinu og starfssviði á þessum vettvangi að uppfylltum skilyrðum um menntun og starfs- reynslu. Skilyrðin eru meðal ann- ars klínísk og fræðileg menntun auk handleiðslu og prófa. SÁÁ hefur í áranna rás lagt metnað sinn í að mennta starfs- fólk sitt og rekið viðamikið fræðslustarf til þess. Fyrsta út- skriftin úr Skóla SÁÁ fyrir heil- brigðisstarfsfólk var 28. desem- ber 2004 en þá útskrifuðust 12 starfsmenn. 20. apríl sl. var svo komið að útskrift ársins 2007 og útskrifuðust þá 7 ráðgjafar sem lokið höfðu prófi í lyfjafræði vímuefna og 14 sem náð höfðu lokaprófi í almennri ráðgjöf sem er forsendan fyrir starfsréttind- unum í áfengis- og vímuefnaráð- gjöf frá heilbrigðisráðuneytinu. Ráðgjafar útskrifast úr skóla SÁÁ SAMKOMULAG um samstarf Eir- ar hjúkrunarheimilis, Landspítala – háskólasjúkrahúss og heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytis um endurhæfingu aldraðra var undirritað 25. apríl síðastlið- inn. Samningurinn nær annars vegar til meðferðar og endurhæf- ingar aldraðra sjúklinga frá LSH sem leitað hafa þangað vegna beinbrota og hins vegar til með- ferðar og endurhæfingar ein- staklinga eldri en 75 ára sem far- ið hafa í liðskiptaaðgerð. Með samkomulaginu er vonast til þess að bið aldraðra sjúklinga á bráðadeildum LSH eftir end- urhæfingu minnki. Eir hjúkrunarheimili mun taka við öldruðum sjúklingum frá LSH í 12 rými sem skilgreind hafa verið í þetta verkefni. Heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytið lætur Eir í té viðbótarfjármagn vegna þessa tilraunaverkefnis sem gildir til ársloka 2008. Aldraðir sjúklingar á LSH í endur- hæfingu á Eir ÓSKAR Magnússon forstjóri TM og Margrét Lára Viðarsdóttir, einn fremsti knattspyrnumaður Íslend- inga, hafa undirritað tveggja ára samstarfssamning TM og Margrétar Láru á sviði markaðs- og kynning- armála. Samkvæmt samningnum verður TM heimilt að nota nafn og ímynd Margrétar Láru til kynningar á fyrirtækinu, bæði í auglýsingum sem og í öðru markaðsstarfi þess.Við sama tækifæri var einnig undirrit- aður samningur Margrétar Láru, TM, vefsíðunnar www.fotbolti.net og fleiri aðila um skipulagt átak til að stórefla ís- lenska kvenna- knattspyrnu. Átakið til að efla kvennaknatt- spyrnuna í land- inu felst í því að Margrét Lára mun í sumar heimsækja íþróttafélög um allt land, halda fyr- irlestra um fótbolta fyrir yngri flokka kvenna og fara með þeim í gegnum æfingar í samvinnu við fé- lögin. „Margrét Lára Viðarsdóttir er einn öflugasti íþróttamaður okkar Íslendinga um þessar mundir þrátt fyrir að vera einungis rúmlega tvítug að aldri. Auk þess að leika með meistaraflokksliði Vals, sem hampar Íslandsmeistaratitlinum, er hún í ís- lenska landsliðinu og var kosin besti leikmaður Landsbankadeildar kvenna á síðasta ári,“ segir í frétt frá TM. TM og Margrét Lára efla íslenska kvennaknattspyrnu Margrét Lára Viðarsdóttir SECURITAS hf. og Flugstoðir sömdu á dögunum um að Securitas myndi frá 1. maí 2007 annast vopnaleit farþega á leið úr landi frá Reykjavíkurflugvelli. Þetta er í fyrsta skipti sem einkafyrirtæki er falin umsjón með öryggismálum á Reykjavíkurflugvelli. Samkvæmt alþjóðasamningum sem íslensk stjórnvöld eru aðilar að, sem og íslenskri löggjöf, þarf vopnaleit að eiga sér stað á öllum farþegum sem fljúga í farþegaflugi frá landinu. Samkvæmt samningnum við Flugstoðir skal Securitas tryggja öryggisskimun á farþegum og í far- angri með tilliti til hættulegs varn- ings sem bannað er að fara með í flugvélar og á öryggissvæði flug- stöðvarinnar. Til þessa hefur þetta verkefni verið í höndum lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Verkið var hins vegar boðið út á vegum Ríkiskaupa í febrúar síðast- liðnum. Millilandaflug hefur verið vax- andi á Reykjavíkurflugvelli á síð- ustu árum og hefur bæði farþegum og flugvélum fjölgað mikið. Á síð- asta ári fóru 33.203 farþegar um flugvöllinn og var það tæplega 28% aukning frá árinu áður. Á sama tíma fóru 5.014 millilandaflugvélar um völlinn og var það tæplega 17% aukning. Einkafyrirtæki falin umsjón Þeir Árni Birgisson, Flugstoðum, Haukur Hauksson aðstoðarflugmálastjóri, Jón Baldvin Pálsson flugvallarstjóri, Guðmundur Arason, framkvæmdastjóri Securitas, og Árni Guðmundsson, for- stöðumaður Gæslusviðs Securitas, undirrituðu samninginn. Securitas sér um öryggis- leit á Reykjavíkurflugvelli
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.