Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 70

Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 70
70 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kalvin & Hobbes ÉG TRÚI EKKI AÐ MAMMA HAFI SENT MIG Í SUNDKENNSLU HÉR STEND ÉG KLUKKAN NÍU AÐ MORGNI OG FRÝS Í HEL. ÞAÐ EINA SEM GÆTI VERIÐ VERRA VÆRI AÐ ILLKVITTNA BARNFÓSTRAN MÍN... STJÓRNAÐI ÞESSUM SUNDTÍMA HÆ KALVIN Kalvin & Hobbes SVONA NÚ ÚT Í LAUGINA! KALVIN, VEISTU HVAÐ ROTTUSKOTT ER? NEI!MÉR ER KALT NÚ ÞEGAR. ÉG FER EKKI! ÞAÐ ER ÞEGAR MAÐUR TEKUR BLAUTT HANDKLÆÐI OG SNÝR UPP Á ÞAÐ. ÞEGAR MAÐUR ER SVO SLEGINN MEÐ ÞVÍ ÞÁ STINGUR ÞAÐ ÉG HÉLT AÐ SUNDLAUGAR- VERÐIR LÆRÐU BARA LÍFGUNARTILRAUNIR OG SVOLEIÐIS Kalvin & Hobbes VATNIÐ ER ÍSKALT. ÉG Á EFTIR AÐ FÁ SJOKK OG DRUKKNA SUNDLAUGARVÖRÐURINN ER ÖRUGGLEGA VIÐRIÐINN TRYGGINGARSVINDL OG ÆTLAR AÐ LÁTA OKKUR ÖLL DRUKKNA EINS OG ROTTUR Í DAG ÆTLUM VIÐ AÐ ÆFA OKKUR Í ÞVÍ AÐ FLJÓTA, LÍKT OG LÍK MAMMA, HJÁLP, HJÁLP! ÞAÐ SEM MAÐUR GERIR EKKI TIL AÐ GETA BORGAÐ SKÓLAGJÖLDIN Litli Svalur © DUPUIS HANN ÆTLAR AÐ GEFA OKKUR MERKI ÞEGAR VIÐ GETUM KOMIÐ UPP. EINN ÞUMALPUTTI ÞÝÐIR AÐ ALLT SÉ Í LAGI, TVEIR ÞÝÐA AÐ VIÐ EIGUM AÐ FARA HLJÓÐLEGA OG ÞRÍR ÞÝÐA STOPP ÞUMALLINN ER KOMINN UPP! KOMUM OKKUR. HURÐIN ER OPIN LOKSINS FÁUM VIÐ OPINBERUN Í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL. SVO ER SAGT AÐ STÓRAR STELPUR SÉU MEÐ HÁR ANNARS STAÐAR EN Á HÖFÐINU HREINT ÚT SAGT, ÓGEÐSLEGT! SUSS! VIÐ VERÐUM AÐ SJÁ ÞAÐ FLJÓTIR! SYSTIR MÍN ER AÐ KOMA ÚR STURTU HLJÓÐLEGA STRÁKAR! EF HÚN KEMST AÐ ÞESSU ÞÁ DREPUR HÚN MIG ÉG ER FYRSTUR! VÁ! ÉG SÉ HANA... ÉG SÉ Á HENNI FÓ... AAAAAH! HÚN ER AÐ KOMA! ÖÖÖ... ÉG VERÐ AÐ FARA... ÞETTA VAR FRÁBÆRT EN ÉG GLEYMDI AÐ LÆRA HEIMA... BÆ! ÞÚ!! ÉG DREP ÞIG!! ER HANN AÐ SEGJA AÐ ÞETTA SÉ ALLT Í LAGI? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI! HANN TALAR OF HRATT! ÞAÐ ERU ALLT OF MARGIR PUTTAR BLESS NJÁLL! ÉG BIÐ AÐ HEILSA! dagbók|velvakandi Fæðið er bágborið á LSH HEILBRIGÐISÞJÓNUSTAN á Ís- landi er að flestu leyti ágæt að því leyti sem ég hef þurft á henni að halda, en ég er víst á níræðisaldri. Hef ég nú á stuttum tíma dvalið nokkra daga á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi vegna mjaðmaað- gerða og notið mjög góðrar þjónustu bæði lækna og hjúkrunarfólks. Hins vegar get ég ekki orða bundist yfir fæðinu á spítalanum. Það má vel vera að þörf sé á því að spara í fæðis- kostnaðinum, en full ástæða er til þess fyrir stofnunina að taka út gæði fæðisins. Maturinn er bragðlaus, fiskur alltof mikið soðinn og fæðið allt í senn svo bágborið að ég get ekki orða bundist. Það eru tveir áratugir síðan ég þurfti að dveljast á Borgarspítalan- um vegna meiðsla úr bílslysi. Þá var fæðið mjög gott og yfir engu að kvarta í þeim efnum. Nú kom það fram hjá hjúkrunarfólki að það hefði kvartað yfir fæðinu fyrir hönd sjúk- linga án þess að það hefði nokkuð að segja um úrbætur. Er ekki kominn tími til að byrja að elda aftur á hverjum stað fyrir sig eins og var hér áður? Ég er viss um að það væri miklu meiri sparnaður en er í dag. Hver fer með eftirlit með gæðum fæðis á sjúkrastofnunum, hvaða kröfur verður að gera til gæða fæðis og ef þörf er á að spara í þeim efnum í hráefni, þá er það grundvall- aratriði að eldun og meðhöndlun þess sé góð. Vona ég svo sannarlega að mál þetta verði tekið til gaum- gæfilegrar skoðunar af þartilbærum aðilum. Þegar öllu er á botninn hvolft er- um það við skattgreiðendur sem borgum fyrir þessa þjónstu með sköttum okkar. Dóra Bjarnadóttir. Bónus er fín verslun MEÐ stuttu millibili hefur verið kvartað yfir Bónus í Kópavogi og Bónus í Skeifunni. Ég er ekki sam- mála. Ég á heima í Hveragerði og eru þrjú eða fjögur ár síðan Bónus opnaði þar. Ég hef aldrei fengið ann- að en góða þjónustu, bæði við kassa- afgreiðsluna og inni í búð þar sem starfsfólk er mjög hjálplegt ef mann vantar eitthvað. Guðrún Magnúsdóttir, Hveragerði. Um Sjálfstætt fólk á Stöð 2 MÉR þætti gaman að vita hvort Jón Ársæll Þórðarson er yfirleitt „á Reykjavík“. Í það minnsta var kauði „á Súðavík“ um daginn. Mikið fór það í taugarnar á mér. Haukur S. Magnússon, Ísafirði. Foreldrar 10. bekkja SVÖRT hettupeysa með hvítum stöfum að framan (carhart) var tekin í misgripum úr adidas-tösku sl. mið- vikudag við Hvítá þar sem nem- endur voru í flúðasiglingu að fagna lokum samræmdu prófanna. Í vasa peysunnar var Storm-úr með svartri leðuról, í staðinn var sett svört hettupeysa frá H&M. Finnandi vin- samlegast hafi samband við Guð- rúnu í s. 553-94-28 eða s. 692-1428. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is FUGLARNIR við Tjörnina eru frekir þegar brauð er annars vegar. En lög- málið segir víst að þeir sterkustu lifi af. Morgunblaðið/Ómar Barist um brauðið á Tjörninni JAPANSKA ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita Íslendingum styrki til framhaldsnáms í Japan. Styrkur- inn er veittur til tveggja ára fyrir þá sem hefja nám í apríl 2008 en til 18 mánaða fyrir þá sem kjósa að hefja nám í október 2008. Flugfargjöld og skólagjöld verða greidd og fá styrk- þegar mánaðarlega greiðslu, 170.000 yen sem er nálægt 90.000 krónum auk fjárupphæðar við komuna til Japans. Umsækjendur þurfa að hafa lokið B.A. eða B.S. gráðu áður en námið hefst. Upplýsingar um skóla og pró- fessora má fá hjá sendiráði Japans á Íslandi svo og allar upplýsingar um nánari skilyrði. Sendiráð Japans mun í samvinnu við Menntamálaráðuneyt- ið á Íslandi velja fyrsta úrtak um- sækjenda. Lokaákvörðun verður svo tekin af MEXT í Japan. Umsóknir berist til sendiráðs Jap- ans, Laugavegi 182, 105 Reykjavík, í síðasta lagi 15. júní nk. en umsóknir má nálgast hjá sendiráðinu eða á http://www.studyjapan.go.jp/en/ index.html. Þeir umsækjendur sem koma til greina verða boðaðir í viðtal til sendiráðsins í lok júní eða byrjun júlí nk. Styrkir veittir til framhaldsnáms í Japan FRÉTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.