Morgunblaðið - 13.05.2007, Side 74

Morgunblaðið - 13.05.2007, Side 74
Forkunnarfögur og á það til að senda karl- rembusvínum og kvennabós- um tóninn… 77 » reykjavíkreykjavík Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is GUÐMUNDUR er reyndar betur þekktur sem Kiddi í Hjálmum. Hann hefur nú komið sér fyrir í Trönuhrauni í Hafnarfirði, þar sem gamli Hljóðriti var til húsa, eitt sögufrægasta hljóðver landsins. Kiddi, sem býr í Keflavík, rak áður helminginn af hljóðveri Geimsteins ásamt Rúnari Júlíussyni. „Ég hef verið að flytja allt mitt dót hingað, en ég hef verið hér síðan í janúar,“ segir hann. „Ég ákvað einfald- lega að færa mig nær markaðnum, það er höf- uborgarsvæðinu. Hér bý ég til tónlist með hin- um og þessum, frá morgni til kvölds.“ Kiddi segir að Björgvin Halldórsson sé með skrifstofu í sama húsnæði, nokkuð sem sé ekki leiðinlegt. „Það fyrsta sem Bo sagði við mig var: „Ertu að koma til Memphis?““ Stuð Kiddi tekur undir að sveitirnar tvær, Hjálm- ar og Baggalútur, hafi orðið vinsælli en flesta grunaði. „Þessi verkefni hafa framfleytt mér og minni fjölskyldu ágætlega undanfarin ár. Sveitirnar voru byggðar upp frá grunni í hljóð- verinu hjá mér og það er virkilega góður hópur hæfileikamanna í báðum sveitum sem gott er að nýta í ýmis verkefni.“ Hljóðriti var fyrsta ís- lenska hljóðverið sem var sérstaklega hannað sem slíkt. Hönnuður Electric Ladyland- hljóðversins í New York, eins frægasta hljóð- vers heims, sá um verkið. „Þannig að maður er að vinna í herbergjum sem eru „rétt“,“ segir Kiddi. „Hljómur er góður og það er frábært fyrir hljóðmann að komast í svona aðstöðu. Það er athyglisvert að pæla í því hvernig fólk sér hljóðverin á mismunandi hátt. Tónlist- armaðurinn tekur kannski ekki eftir 300.000 króna hljóðnemanum en menn í minni stöðu fara á límingunum.“ Kiddi er með ýmislegt í farvatninu um þessar mundir. Hann er að vinna að heiðrunarplötu til handa Tony Joe White, fenjarokkaranum fræga, og sér Bragi Valdimar Skúlason um að snúa textum yfir á íslensku. „Svo eru ég, Siggi, Nisse og Mikke úr Hjálmum og Guðmundur Pétursson að vinna að nýrri plötu með Megasi.“ Kiddi verst fim- lega frétta þegar hann er spurður út í nýja plötu með Hjálmum, sem litlir fuglar hafa ver- ið að hvísla um að undanförnu. „Menn eru alla vegana í stuði,“ segir hann. „Og við erum að fara að spila úti í Noregi í júní. Þetta var orðið gott á sínum tíma en þetta band er auðvitað einstakt, svo hrikalega þétt. Maður finnur aldrei svona … það er hrein unun að spila með þessum mönnum. Maður leit stundum í kring- um sig á tónleikum og hugsaði: „Sjitt … þetta er ekki að gerast!“ Allir vissu nákvæmlega hvað þeir áttu að gera, hvenær þeir áttu að gera það og í hvað miklum mæli.“ Stemning Kiddi segist leggja áherslu á að gera hljóð- verið heimilislegt. „Það þarf að vera ákveðinn andi, svona notaleg stemning til að hleypa mönnum í stuð. Hér er ég búinn að koma fyrir kirkjuorgeli og alls kyns fornfálegum græjum, Vox- og Marshall-mögnurum og fleiru og fleiru. Það er allt stappað af dóti og það er mikilvægt að græjurnar séu góðar.“ Hljóð- verið í Geimsteini er t.d. annálað fyrir góðan anda, og Kiddi segir eitthvað sérstakt við það að geta teygt sig upp í hillu og náð í masterinn af Lifun. „Þar er saga í loftinu líkt og hér í Hljóðrita. Hraunveggirnir hérna voru t.d. not- aðir sem felustaðir fyrir hassmola í gamla daga.“ Kiddi segir ekkert stórkostlegt leynd- armál liggja að baki farsældinni. „Ég er duglegur. Ég vakna á morgnana og fer heim á kvöldin. Það er lykillinn. Þetta er fyrst og fremst vinna og þá skiptir miklu máli að hafa réttu mennina í kringum sig. Það er líka mikilvægt að láta fólki líða vel. Þess vegna keypti ég nú fondúpott.“ Af hverju verður allt sem Guðmundur Kristinn Jónsson snertir að gulli? Hjálmar, Baggalútur og mýgrútur af farsælum upptökuverk- efnum styðja fullyrðinguna en hver er leyndardómurinn? „Fondúpottur, m.a.,“ segir hann blaðamanni, og bregður ekki svip. Töframaðurinn í Trönuhrauni Morgunblaðið/Svanhildur Lúsiðinn Guðmundur Kristinn er jafnan með mörg járn í eldinum sem nú brennur í Hafnarfirði. FRELSUM TÓPAS! TÓPAS TIL FÓLKSINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.