Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 80

Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 80
80 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Margir þekkja brasilískatónlistarmanninn Caet-ano Veloso, helst fyrirþað er hann söng dúfnasönginn, Cucurrucucu Paloma, í Almodóvar-myndinni Hable con ella. Hann hefur þó afrekað meira en það, á að baki á sjötta tug af breið- skífum á fjórum áratugum, en fyrsta breiðskífa hans, Domingo, kom út 1967. Sú skífa, sem hann gerði með Gal Costa, hafði að geyma boss- anovalega músík, en þegar á næstu plötu, sem hét einfaldlega Caetano Veloso, breytti hann um stefnu, spil- aði tilraunakennt popp, og hefur breytt reglulega alla tíð. Gott dæmi um það er ný skífa hans, Cê, sem kom út fyrir skemmstu, en henni er eiginlega best að lýsa sem brasilískri nýbylgju, sem verður að teljast harla gott í ljósi þess að listamað- urinn sem stendur að henni er kom- inn á sjötugsaldurinn. Byrjað á bossanova Eins og getið er byrjaði Veloso á bossanovakenndu poppi, en sneri sér svo að meiri tilraunamennsku og varð fljótlega framarlega í flokki ungra listamanna sem sköpuðu nýja gerð af brasilískri dægurtónlist, hrærðu saman brasilískum hefðum og súru rokki svo úr varð tónlist- arstefna sem kallaðist Tropicália eða Tropicalismo og byggðist einna helst á því að gera ekkert það sem áður hafði verið gert; allt var vert að prófa að minnsta kosti einu sinni. Veloso og Gil voru fremstir meðal jafningja í Tropicália-hreyfingunni, en af öðrum þátttakendum í henni má nefna hljómsveitina Tom Zé, Gal Costa og Os Mutantes. Caetano Veloso sat ekki lengi fastur í Tropicália-sýru, heldur var hann leitandi listamaður og segja má að hver plata sem hann gaf út á átt- unda áratugnum hafi verið tilraun til að gera eitthvað nýtt. Hann og fleiri ungir brasilískir listamenn hrintu af stað tónlistarhreyfingu sem kölluð var MBP, musica popular Brasileira. Í þeim lauslega félagsskap voru margir tónlistarmenn sem áttu eftir að verða þekktustu listamenn þjóð- arinnar, en undir merkimiðann MPB féllu ótal ólíkar tónlist- arstefnur; samba, bossanova, til- raunakennt popp og hreinræktuð framúrstefna. Sendur í útlegð Á þessum árum var herfor- ingjastjórn við völd í Brasilíu og ungu listamennirnir lentu margir upp á kant við stjórnvöld, ekki síst eftir að hert var á ritskoðun og skoð- anakúgun í upphafi áttunda áratug- arins. Til að mynda varð mikil hneyksli þegar Veloso mætti í kven- mannsfötum á virðulega sönglaga- keppni og söng lagið E proibido pro- ibir, það er bannað að banna. Í kjölfarið hrökklaðist hann í útlegð líkt og ýmsir brasilískir listamenn, og dvaldi í Lundúnum í nokkur ár. Ekki er gott að telja allar þær plötur sem Caetano Veloso hefur gefið út á ferlinum, en nægir að nefna að fyrir nokkrum árum kom út kassinn Todo Caetano, sem hefur að geyma 50 geisladiska og nær þó ekki yfir allt sem hann hefur sent frá sér. Hann er og enn að; 2004 kom út A Foreign Sound, safn bandarískra laga sem Veloso túlkar á sinn hátt og gefið var út til að hylla bandaríska menningu sem hafði mikil áhrif á hann sem ungan mann á leið í tón- listina. Cê kom svo út í september síðastliðnum og enn tekur Veloso skarpa beygju frá síðustu skífu á undan – nú er það nútíma- og fram- úrstefnuleg nýbylgja. Veloso í stuði Hljóðfæraskipan á skífunni er naumhyggjuleg miðað við síðustu plötur Velosos – gítar, bassi og trommur. Útsetningar eru líka hrá- ar, berangurslegar á köflum. Þær skrifast að einhverju leyti á Moreno, son Velosos, sem stýrir upptökum, en hann réð líka unga menn í spila- mennskuna, þar fremstan í flokki Pedro Sá, sem fer hreinlega á kost- um á rafgítarinn. Textalega er Ve- loso líka í miklu stuði, textarnir beittir og ágengir, jafnvel reiðilegir á köflum - hér er ekkert gamalmenni á ferð. Cê sýnir að Caetano Veloso hefur enn sitthvað fram að færa, semur enn fín lög og fína texta og er greini- lega til í hvað sem er. Það er erfitt að gera upp á milli verka manns sem hefur skilað eins góðu dagsverki og Caetano Veloso, en Cê á vel heima innan um skífur eins og Cores no- mes, útlegðarplötuna Caetano Ve- loso (A Little More Blue), Cinema Transcendental, Transa, Bicho, Fina Estampa, Circuladô og Livro, svo nefndar séu nokkrar af helstu plöt- um hans. Brasilíski tónlistarmað- urinn Caetano Veloso hefur gefið út á sjötta tug af plötum á fjörutíu ára starfsævi. Hann er enn að og enn ferskur eins og heyra má á nýj- ustu plötu hans. Framsækinn frumherji Ljósmynd/Björg SveinsdóttirLeitandi Caetano Veloso á tónleikum í Lundúnum. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson THE REAPING kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.16.ára SPIDER MAN 3 kl. 12 - 3 - 6 - 9 - 10:30 B.i.10.ára SPIDER MAN 3 VIP kl. 12 - 3 - 6 - 9 BLADES OF GLORY kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12.ára SHOOTER kl. 8 B.i.16.ára BREACH kl. 5.50 - 10:30 B.i.12.ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 2 - 4 LEYFÐ ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 1:30 - 2 - 3:30 - 4 LEYFÐ WILD HOGS kl. 8 B.i.7.ára BECAUSE I SAID SO kl. 6 LEYFÐ / ÁLFABAKKA eee V.J.V. TOPP5.IS WWW.SAMBIO.IS BECAUSE I SAID SO Diane KeatonMandy Moore GOAL 2 kl. 3:30 - 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i. 7 ára THE REAPING kl. 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 16 ára BLADES OF GLORY kl. 2 - 4 - 8:10 B.i. 12 ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 1:50 - 4 LEYFÐ DIGITAL 3D MEET THE ROBINSONS ótextuð m/ensku tali kl. 6:10 LEYFÐ DIGITAL 3D 300 kl. 10:20 B.i. 16 ára DIGITAL / KRINGLUNNI FRÁ FRAMLEIÐANDA MATRIX, DIE HARD OG LETHALWEAPON SUMT ER EKKI HÆGT AÐ ÚTSKÝRA MEÐ VÍSINDUM STÓRSTJÖRNUR ÚR Hraðskreiðir bílar, súpermódel og partý... Þarf ekki eitthvað meira til að sanna að þú sért frábær leikmaður? REAL MADRID... HILARY SWANK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.