Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
ÞAÐ hefur líklega ekki farið framhjá öku-
mönnum að eldsneyti hefur hækkað töluvert
síðustu mánuði en svo vill til að á sama tíma
hefur gengi krónunnar gagnvart Bandaríkja-
dal styrkst umtalsvert. Sumum þykir þetta
skrítið en skýringin á því að eldsneytisverð hér
á landi hefur hækkað, þrátt fyrir ofursterka
krónu, eru hrellingar á heimsmarkaði fyrir ol-
íu, að sögn innkaupastjóra N1. Hærra gengi
dugi ekki til að vega upp á móti hækkunum á
hinum alþjóðlega olíumarkaði.
Á vef Skeljungs eru birtar mjög aðgengileg-
ar upplýsingar um þróun eldsneytisverðs og
þar kemur fram að verð á bensínlítra í sjálfs-
afgreiðslu er nú 122,9 krónur og lítri af dísilolíu
er 30 aurum ódýrari.
Í janúar á þessu ári var lítrinn af bensíni hjá
Skeljungi um tíund ódýrari og kostaði þá 111
krónur. Það munar um minna og ef miðað er
við fólksbíl með 60 lítra tank er nú rúmlega 700
krónum dýrara að fylla tankinn en það var fyr-
ir um fjórum mánuðum.
Ekki náð fyrri hæðum
Enn hefur eldsneytisverðið þó ekki náð þeim
hæðum sem það náði í júlí í fyrrasumar þegar
verð á bensínlítra rauk upp í 132,8 krónur í
sjálfsafgreiðslu en sumir ökumenn eru enn að
tala um þá hörmungatíð (sem auðvitað bar
saman við sumarfríið þeirra). Þeir sem voguðu
sér að fylla 60 lítra tank meðan á þessu stóð
þurftu að reiða af hendi tæplega 8.000 krónur
en núna kostar tankurinn um þúsundkalli
minna, a.m.k. enn sem komið er.
Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri elds-
neytis hjá N1, segir að skýringin á hækkandi
eldsneytisverði hér á landi sé sú þróun sem
hafi átt sér stað á heimsmarkaði fyrir olíu.
Skærur í Nígeríu hafi valdið titringi á mörk-
uðum og fregnir af aukinni eftirspurn í Banda-
ríkjunum og slakri birgðastöðu þar hafi einnig
þrýst verðinu upp á við.
Í gærmorgun hafi síðan borist þær fréttir að
tvær flotadeildir Bandaríkjahers með sitt
hvort flugmóðurskipið í broddi fylkingar hefði
siglt inn á Persaflóa, sama dag og von var á
skýrslu Alþjóðlegu kjarnorkumálastofnunar-
innar um kjarnorkuáætlun Írana. Þótt Banda-
ríkjaher neiti því að æfingin tengist útgáfu
skýrslunnar jók þetta á áhyggjur olíukaup-
manna af ástandinu í Mið-Austurlöndum og
slíkar áhyggjur þýða aðeins eitt: Olíumarkað-
urinn hristist.
Króna á uppleið dugar ekki til
Frá því í janúar hefur gengi krónu gagnvart
Bandaríkjadal styrkst verulega; dalurinn kost-
aði þá um 70 krónur en nú er gengið um 62
krónur. Að sögn Magnúsar dugar þessi geng-
ishækkun hins vegar ekki til að vega upp á
móti hækkuninni á olíumörkuðum.
Magnús segir búast megi við að bensín muni
halda áfram að hækka fram eftir sumri, ein-
faldlega vegna aukinnar eftirspurnar vegna
ferðalaga. Það væri þó erfitt að spá fyrir um
það enda væru óvissuþættirnir margir.
Bensínið hækkar þrátt fyrir
sífellt hærra gengi krónu
-
#,
. -
# 01
$
# !
"#
2
#
! 3
!
$
%
%
%%
%
!%
!
%
%
%
$
%
%
& ' ' ( ) * + ' , & - && ' ' ( ) * + ' , & - && ' ' ( ) * + ' , & - &
ELDSNEYTISVERÐ í
sjálfsafgreiðslu hjá Shell,
Olís, Orkunni og ÓB (Orkan
er í eigu Skeljungs og ÓB er
í eigu Olís) er afar mismun-
andi eftir því hvaða bensín-
stöð verður fyrir valinu.
Hjá Olís fæst ódýrasta
sjálfafgreiðslubensínið á
Gullinbrú í Grafarvogi og
kostar lítrinn af bensíni þar
117,6 krónur. Hæsta verðið
í sjálfsafgreiðslu er 122,90 krónur. Lítri af dís-
ilolíu er 30 aurum ódýrari.
Hjá ÓB er bensínið ódýrast í Bæjarlind í
Kópavogi og kostar 116,7 krónur og dísillítrinn
116,6 krónur. Hæst fer verð á bensínlítra í
121,1 krónur.
Hjá Shell er ódýrast að kaupa bensín með
sjálfsafgreiðslu í Skógarhlíð við Öskjuhlíð og
kostar bensínlítrinn þar 117,9 krónur en dís-
illítrinn 117,3 krónur. Hæsta verðið í sjálfs-
afgreiðslu er 125,90 krónur á nokkrum stöðv-
um á landsbyggðinni.
Ódýrasta bensínið hjá Orkunni er selt á Sel-
fossi og Hveragerði og kostar 117 krónur og
117,1 á Akranesi en algengasta verðið er 121
króna fyrir lítrann.
Atlantsolía selur bensínlítrann á 121,10
krónur og lítri af dísilolíu er 30 aurum ódýrari.
Hjá N1 kostar bensín í sjálfsafgreiðslu
123,9, dísil 30 aurum minna, skv. upplýsingum
frá símaveri.
Misdýrt að
dæla sjálfur
á tankinn
Það getur borgað
sig að rúnta fyrst.
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
GRÍMSEYJARFERJAN Sæfari
hóf í vikubyrjun áætlunarsiglingar á
ný, en ferjan hefur verið biluð und-
anfarnar þrjár vikur og valdið eyj-
arskeggjum miklum óþægindum.
„Þetta er náttúrlega mjög slæmt
fyrir atvinnulífið hérna. Fyrst kem-
ur þetta niður á fiskiðnaðinum þegar
fiskurinn kemst ekki til kaupenda en
svo fer að vanta aðföng,“ segir
Brynjólfur Árnason, oddviti sveitar-
stjórnar Grímseyjarhrepps.
Undanfarnar þrjár vikur hafi
menn þurft að spila af fingrum fram
og sníða sér stakk eftir vexti; bátur
hafi verið fenginn frá Hofsósi, sem
fór þrjár ferðir með aðföng til eyj-
arskeggja, auk þess sem einn
heimabátur hafi farið eina ferð á
milli lands og eyju í sama tilgangi.
„Þetta er ekki eins og við viljum
hafa það,“ segir Brynjólfur og bend-
ir á að þegar Sæfari sigli samkvæmt
áætlun séu þrjár ferðir farnar í
hverri viku.
Missir leyfið 2009
Bilun Sæfara nú vekur upp spurn-
ingar um hvernig ferjusiglingum til
eyjunnar verður háttað í framtíð-
inni, en árið 2009 missir Sæfari leyfi
sitt til farþegaflutninga. „Við getum
ekkert annað gert en að treysta á
nýjan samgönguráðherra, Vega-
gerðin sér um þetta og Samskip eru
rekstraraðilinn,“ segir Brynjólfur og
kveður málið í raun ekki í höndum
Grímseyinga. Árið 2003 var skipuð
nefnd á vegum samgönguráðuneyt-
isins sem fór yfir samgöngur til
Grímseyjar, en í henni áttu sæti
tveir heimamenn. Lokaniðurstaða
þeirrar nefndar var að huga ætti að
smíði nýrrar ferju sem fyrst, þannig
að hún yrði til taks þegar Sæfarinn
missir leyfið. Í stað þess að smíða
nýtt skip var gamalt skip keypt frá
Írlandi. Kostnaður við endurbætur
fór hins vegar verulega fram úr
kostnaðaráætlun og viðgerðum á því
hefur enn ekki verið lokið. „Ég var
að reyna fá upplýsingar um hina
ferjuna um daginn en maður hefur
ekki náð í neinn. Það er allt búið að
vera á hvolfi,“ segir Brynjólfur.
Í byrjun maí vakti Kristján Möll-
er, þingmaður Samfylkingar í Norð-
austurkjördæmi, máls á kaupum og
endurbótum á hinu gamla skipi og
sagði málið sorgarsögu og hreinan
skandal í stjórnsýslunni sem sam-
gönguráðuneytið bæri ábyrgð á.
Sami Kristján er nú sjálfur orðinn
samgönguráðherra og binda Gríms-
eyingar vonir við að hinn nýi ráð-
herra klári málið með sóma.
Treysta á nýjan
samgönguráðherra
Íbúar Grímseyjar langþreyttir á samgönguvandamálunum
HIN 68 ára gamla lögreglu-
samþykkt fyrir Árnessýslu er gam-
aldags, að áliti dómara við Hér-
aðsdóm Suðurlands sem sýknaði
tæplega þrítugan karlmann af brot-
um gegn samþykktinni, m.a. með
þeim rökum að viðhorf til drykkju-
skapar og óspekta væri allt annað
en það var þegar lögreglu-
samþykktin var gerð árið 1939.
Sýslumaðurinn á Selfossi er þessu
ekki fyllilega sammála.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa ölvaður valdið óspektum,
hættu og hneykslan á almannafæri,
eftir að honum var vísað út af sam-
komustað af dyravörðum, með því
skyrpa blóði í allar áttir og hafa
uppi hótanir um slagsmál, auk þess
sem hann neitaði að greina lögreglu
frá nafni sínu. Hann var sakfelldur
fyrir hið síðastnefnda og dæmdur
til að greiða 20.000 krónur í sekt en
sýknaður af öðrum ávirðingum þar
sem ekki var komin fram lögfull
sönnun um að hann hefði með hót-
unum og skyrpingum valdið hættu
eða hneykslun á almannafæri.
Allt að 1.000 króna sekt
Lögreglusamþykktin hlaut eft-
irfarandi dóm: „Lögreglusamþykkt
þessi er frá árinu 1939 eða 68 ára
gömul. Var hún samin í samræmi
við tíðarandann á þeim tíma. Við-
horf til drykkjuskapar og óspekta
var allt annað þá en það er í dag. Á
þeim tíma heyrði til undantekn-
ingar og var eftir tekið ef menn
neyttu áfengis í óhófi. Í dag er allt
annað mat lagt á hegðan manna við
drykkju og þykir ekki tiltökumál nú
það sem þótti til hneisu og skammar
fyrir tæplega sjötíu árum.“ Þá þótti
dómaranum, Ástríði Grímsdóttur,
sem sektarfjárhæðir væru heldur
ekki í samræmi við refsingar í dag
en í henni segir að brot gegn sam-
þykktinni varði allt að 1.000 krón-
um.
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu-
maður á Selfossi, sagði að menn
yrðu auðvitað að taka mark á
dómnum og full ástæða væri til að
endurskoða lögreglusamþykktina,
þótt hún væri að mörgu leyti góð.
Hann væri hins vegar ekki viss um
að það væri minna hneykslanlegt að
vera ölvaður á almannafæri í dag
en það var fyrir 70 árum og minnti
á að það væru mörg dæmi um að
menn hefðu verið ölvaðir á al-
mannafæri á fyrri hluta síðustu ald-
ar.
Breyttir tímar? Maður var ákærður fyrir að hafa valdið hættu og hneykslan.
Dæmdi lög-
reglusamþykkt-
ina gamaldags
SKÍÐASVÆÐIÐ í Hlíðarfjalli ofan
Akureyrar verður opið um hvíta-
sunnuhelgina. Nægur snjór mun
vera í brekkunum við Fjarkann og
upp í Strompi, en þar verða báðar
lyftur opnar frá föstudegi til mánu-
dags, á milli 8 og 14.
Kuldakastið á Norðurlandi und-
anfarna daga hefur gert það að
verkum að snjór hefur haldist til-
tölulega vel í brekkunum og mönn-
um hefur tekist að safna snjó í
brekkurnar. Óvenjulegt er engu að
síður að hægt sé að bjóða upp á opn-
ar lyftur og gott skíðafæri í maílok,
þegar flest skíðasvæði heims hafa
lokað vegna veðurs. Í fréttatilkynn-
ingu sem forstöðumaður Hlíð-
arfjalls, Guðmundur Karl Jónsson,
sendi frá sér í gær kemur fram að
það hafi síðast gerst vorið 2002 að
skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var opið
um hvítasunnuhelgina.
Skíðaárið var annars gott í Hlíð-
arfjalli, opið var í 139 daga og ríf-
lega 49 þúsund manns sóttu svæðið
heim. Hafa rekstraraðilar fjallsins
reiknað út að alls hafi 419 þúsund
ferðir verið farnar niður fjallið og
gestir Hlíðarfjalls því í raun lagt
828 þúsund kílómetra að baki.
Gert er ráð fyrir ofankomu á
Norðurlandi á föstudag og laug-
ardag, en á sunnudag léttir til og
útlit er fyrir hæglætisveður á svæð-
inu. Það er því ekki úr vegi að halda
norður á land um helgina.
Hlíðarfjall opið um helgina
Klappað og klárt Umsjónarmenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli hafa unnið
hörðum höndum að undanförnu til að helgin gengi snurðulaust fyrir sig