Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 31 ÞAÐ var harla einkennilegt að hlusta á umræðu margra fylg- ismanna fráfarandi stjórnar þegar þeir höfnuðu alfarið að ræða á mál- efnanlegan hátt um stöðu íslensks þjóðfélags á annan hátt en að allt væri hér í besta lagi. Ís- land væri hin full- komna glansmynd og þetta fólk brást reitt við ef bent var á eitt- hvað sem bætur mætti fara. Þótt lagð- ar væru fram skýrslur frá við- urkenndum aðilum sem sýndu að við værum ekki á réttri leið eða að það mætti gera betur var þeim alfarið hafnað og aðr- ar dregnar fram, jafn- vel frá árinu 2000 og jafnvel skýrslur sem sýndu allt annað en til umræðu var. Það virtist algjörlega von- laust að koma á dag- skrá umræðu um hvort ekki væri ástæða til þess t.d. að bæta aðbúnað aldraðs fólks, ná meiri stöð- ugleika í efnahagslífinu, bæta stöðu starfs- og símenntunar, end- urskoða vaxtabætur og barnabæt- ur og endurskoða skerðingar bóta- kerfisins. Fráfarandi ríkisstjórn tókst ekki að skapa sama stöðugleika verð- lags og velferðar hér á landi og er í samkeppnislöndum okkar. Eitt helsta verkefni í komandi kjara- samningum verður að stuðla að því að verðbólga festist ekki í háum tölum og mikilvægt er að koma vöxtum í svipað horf og annars staðar. Góð staða þjóðarbúsins er að stærstum hluta til reist á gíf- urlegri veltu sem skapaðist af miklum viðskiptahalla og olli mikl- um skatttekjum. Auk þess af sölu fyrirtækja í eigu ríkisins. Kvik staða efnahagslífsins getur leitt yf- ir okkur geysilegan vanda og erfið ár ef ekki verður við völd sterk stjórn með vilja til þess að taka á efnahagsstjórninni. Vaxandi fjöldi fólks hefur viljað ræða kosti og galla aðildar að Evr- ópusambandinu með dýpri, víðari og skilmerkari hætti en nú er gert. Áhrifamikill hópur innan Sjálf- stæðisflokksins hefur ekki viljað hleypa umræðu um frekari aðild að ESB af stað, og ýtt öllum til- raunum til umræðu út af borðinu. Aldrei hafa komið fram skiljanleg rök fyrir þessu. Hópurinn hefur látið stjórnast af til- skipunum frá flokks- skrifstofunni og inn- byrt skoðanir eins og um trúarbrögð væri að ræða. Það er núna ástæða fyrir þennan hóp að óttast vegna þeirrar einföldu stað- reyndar að Samfylk- ingin er Evrópusinn- aður stjórnmálaflokkur og í Sjálfstæð- isflokknum er vaxandi sá hópur sem gerir sér grein fyrir að það verður þegar til lengri tíma er litið að hætta með sjálfstæðan gjald- miðil og taka þess í stað upp evru með inn- göngu í ESB. Sú ríkisstjórn sem nú tekur við þarf að ná tökum á efnahags- stjórninni og búa sig undir það tekjutap sem óhjákvæmilega verður þegar einka- neyslan dregst saman. Fyrstu skref sem ný ríkisstjórn verður að taka samræmast fyrstu skrefum í átt til þess að uppfylla þau skilyrði sem gera okkur tæk í mynt- bandalag Evrópu. Vitanlega þurfa alvörustjórnmálamenn að greina hver yrðu samningsmarkmið þjóð- arinnar gagnvart Evrópusamband- inu. Talið er að kostnaður við ESB- aðild Íslands sé um 5 milljarðar króna á ári. Kostnaður heimilanna við að verja krónuna er ekki hár í samanburði við þann kostnað sem er af háu vaxtastigi hérlendis og miklum vaxtamun gagnvart ná- grannaþjóðunum. Við eigum að tryggja stöðuga uppbyggingu atvinnulífsins. Auka þarf útflutningstekjur til þess að jafna viðskiptahallann. Byggja þarf á áframhaldandi virkjun fallvatna og jarðvarma, en gæta verður að því hvar borið er niður í þeim efn- um. Einnig þarf að efla hvers kon- ar atvinnustarfsemi byggða á nýrri þekkingu og tækni. Tryggja verður að hvorutveggja dafni með öðrum og eldri atvinnugreinum í landinu. Ruðningsáhrif mikilla fram- kvæmda og samspil við illa skipu- lagðar og handahófskenndar breytingar á fjármálamarkaði hafa valdið hátæknifyrirtækjum rekstr- arvanda. Stjórnvöld verða að taka tillit til íslenskra hátæknifyr- irtækja og útrásar íslensks tækni- fólks. Möguleikar okkar til frekari uppbyggingar hátækni eru jafnir á við stóriðju. Þar má benda á al- þjóðlega tölvuhýsingu og gagna- vinnslu. Slík starfsemi þarf mikla orku, mikinn fjölda tæknimanna og er án mengunaráhrifa. Byggja þarf upp öflugt ljósleiðarasamband á milli landa, í eigu og rekstri rík- isins og án gjaldtöku. Allt of stór hluti launamanna hefur ekki lokið skilgreindri náms- braut. Stjórnvöld og aðilar vinnu- markaðar eiga að taka höndum saman um að setja sér metn- aðarfull og vel skilgreind markmið. Á næsta áratug þarf að gera stór- átak í að treysta stöðu þeirra tug- þúsunda fólks á vinnumarkaði sem hafa litla formlega menntun, með raunfærnimati, náms- og starfs- ráðgjöf og sérstöku mennt- unarátaki. Setja á markmiðið við að innan við 10% vinnuaflsins verði án viðurkenndrar starfs- eða fram- haldsmenntunar í lok þessa tíma- bils. Tryggja á rétt einstaklingsins til að ljúka a.m.k. einu við- urkenndu námi á framhalds- skólastigi á kostnað ríkisins, auk rétts til raunfærnimats og mögu- leika á að sækja sér aukna mennt- un með námsorlofi. Eftir kosningar Sú ríkisstjórn sem nú tekur við þarf að ná tökum á efnahags- stjórninni, segir Guðmundur Gunnarsson Guðmundur Gunnarsson » Stjórnvöldverða að taka tillit til ís- lenskra há- tæknifyrirtækja og útrásar ís- lensks tækni- fólks. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands ÁSKRIFTASÍMI 569 1100Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni F A B R IK A N 2 0 0 7 Frumgreinasvið Háskólans í Reykjavík er kjörin leið fyrir fólk með iðnmenntun og aðra sem þurfa frekari undirbúning til áframhaldandi náms. Frumgreinasvið er líka vettvangur fyrir þá sem þurfa að bæta við sig námi í stærðfræði og raun- greinum til að geta hafið nám í tæknifræði eða verkfræði. Frumgreinasvið HR er engin ný bóla. Þar byggir starfið á traustum 40 ára grunni og hefur undirbúningurinn reynst mörgum ómetanlegt veganesti til áframhaldandi náms eins og m.a. hefur komið fram í nýlegri rannsókn. Nemendur á frumgreinasviði eru breiður hópur iðnaðar- manna og annarra með mikla reynslu úr atvinnulífinu. Opið fyrir umsóknir til 31. maí. Nánari upplýsingar á www.hr.is VANTAR ÞIG UNDIRBÚNING FYRIR HÁSKÓLANÁM? Hlíðasmári 15 • 201 Kópavogur • Sími: 585 0100 Guðmundur St. Ragnarsson - Löggildur fasteignasali FAGRABREKKA 18, KÓPAVOGI OPIÐ HÚS Í DAG, FIMMTUD. FRÁ KL. 17-18 Húseign kynnir verulega fallegt einbýlishús í góðu hverfi í Kópavogi. Fallegur gróinn suðurgarður. Húsið hefur verið mikið endurnýjað. Innra skipulag er eftirfarandi: Gengið inn á flísalagða forstofu með góðum skápum, eldhús er mjög fallegt með nýlegri innréttingu, góðum borðkrók og útgengi í suðurgarð. Rúmgóð stofa og sjónvarpsstofa, parket á gólfi, á efri palli er borðstofa, gestasalerni og herbergi. Niðri eru þrjú rúmgóð svefnherbergi, þvottahús, geymsla, fallegt baðherbergi. Allar nánari upplýsingar veitir Baldvin Ómar í síma 898-1177 eða á skrifstofu Húseignar í 585-0100. OPIÐ HÚS Í DAG, FIMMTUDAG, KL. 18:00–18:30 BANKASTRÆTI 6 – 101 REYKJAVÍK Um er að ræða tvær íbúðir á besta stað í miðbæ Reykjavíkur. Báðar eru þær nýuppgerðar. Íbúðirnar eru stærri að sögn eigenda, en verið er að gera nýjan eignaskiptasamning. Nánari lýsing á minni íbúð: Komið er inn í hol með parketi á gólfi. Baðherbergi er flísalagt og með sturtu og upp- hengdu salerni. Stofa og eldhús eru í sama rými og eru eikarinnréttingar og gaseldavél í eldhúsi, háfur yfir. Herbergi er rúmgott og er með parketi á gólfi og lausum skáp. Umrædd íbúð er 45,9 fm. Nánari lýsing stærri íbúðar: Komið er inn í opið rými sem samanstendur af stofu og eldhúsi. Parketfjalir eru á gólfi og eikareldhúsinnrétting með náttúrusteini á milli skápa, gaseldavél 90 cm, háfur yfir og pláss fyrir tvöfaldan ísskáp. Gangur, með geymslurými og tengi fyrir þvottavél, er dúklagður. Hjónaherbergi er dúklagt og útgengt á þak. Bað- herbergi er flísalagt með náttúrusteini og upphengdu salerni, sturtuklefi. Umrædd íbúð er 65,6 fm íbúðirnar seljast saman. Sími 534 8300 • Kirkjustétt 4 • 113 Reykjavík • www.storborg.is • storborg@storborg.is Júlíus Jóhannsson og Valdimar Örn Matt. sölufulltrúar, taka á móti fólki. Gsm 823 2600 og 823 2217.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.