Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 9 FRÉTTIR Fréttir í tölvupósti MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun frá stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna: „Samband ungra sjálfstæðis- manna lýsir yfir ánægju sinni með stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórn- ar Sjálfstæðisflokks og Samfylking- ar. Sérstaklega ber að fagna áherslum ríkisstjórnarinnar í heil- brigðismálum þar sem skapa á svig- rúm fyrir einkarekstur, taka upp blandaða fjármögnun og láta fjár- magn fylgja sjúklingi. Þá er fagnað- arefni að landbúnaðarkerfið verði endurskoðað með það fyrir augum að auka frelsi til hagsbóta fyrir bændur og neytendur. Ungir sjálf- stæðismenn taka heilshugar undir þau áform ríkisstjórnarinnar að halda áfram að lækka skatta á ein- staklinga og fyrirtæki. Mikilvæg er einnig sú yfirlýsing í stjórnarsátt- málanum að ýtrasta aðhalds verði áfram gætt í rekstri hins opinbera og að hlutur opinberrar starfsemi af þjóðarframleiðslunni vaxi ekki um- fram það sem nú er. Samband ungra sjálfstæðismanna óskar nýjum ráð- herra flokksins, Guðlaugi Þór Þórð- arsyni, velfarnaðar í starfi heilbrigð- isráðherra. Guðlaugur Þór var formaður SUS frá 1993 til 1997 og binda ungir sjálfstæðismenn miklar vonir við aðkomu hans að þessum málaflokki. Mjög aðkallandi er að ráðast í grundvallarbreytingar á heilbrigðiskerfinu, ekki síst í þeim tilgangi að þeir miklu fjármunir sem varið er til heilbrigðismála nýtist sem best. Glæsilegur sigur Sjálf- stæðisflokksins í nýafstöðnum al- þingiskosningum, þar sem flokkur- inn jók fylgi sitt verulega og bætti við sig þremur þingmönnum, er nú innsiglaður með áframhaldandi for- ystu flokksins í ríkisstjórn undir for- sæti Geirs H. Haarde. Samband ungra sjálfstæðismanna horfir björt- um augum til stjórnarsamstarfs við Samfylkinguna. Ekki var grundvöll- ur fyrir áframhaldandi samstarfi við Framsóknarflokk, þótt það samstarf undanfarin tólf ár hafi reynst þjóð- inni afar farsælt. Ástæða er til að ætla að sú frjálslynda umbótastjórn sem nú tekur við sé vel í stakk búin til að takast á við nýjar áskoranir á þeim trausta grunni sem lagður hef- ur verið á undanförnum árum.“ SUS fagnar stefnuyfirlýsingu TUTTUGU og tveir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Akureyri í gær, að sögn lögregl- unnar. Er þetta óvenjumikill fjöldi á einum degi, en allir voru öku- mennirnir gómaðir á Hörgárbraut á allt að 85 km hraða, en hámarks- hraði þar er 50 km. Allir voru öku- mennirnir mældir með hraða- myndavél sem staðsett er í ómerktri lögreglubifreið. Segir lögreglan að ekki sé óalgengt að þetta margir séu teknir fyrir hrað- akstur er vélinni er beitt. Óku beint í flasið á lögreglunni AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 afmælistilboð af öllum vörum verslunarinnar fimmtudag, föstudag og laugardag 30% Str. 36-56 Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Tilboð fatnaður 25% afsláttur Allar peysur 20% afsláttur Sólkjólar og sundbolir Glæsilegt úrval Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is 20% afsláttur af öllum yfirhöfnum fimmtudag - laugardag iðunn tískuverslun Laugavegi, s. 561 1680 Kringlunni, s. 588 1680 vor Laugavegi 63 • S: 551 4422 Sumarlínan í yfirhöfnum Skoðið sýnishornin á laxdal.is Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.