Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
STEFNUYFIRLÝSINGIN
Það er ljóst af stefnuyfirlýsinguhinnar nýju ríkisstjórnarGeirs H. Haarde, að þar er
ekki um að ræða meiriháttar stefnu-
breytingu frá stefnumörkun fráfar-
andi ríkisstjórnar. Í megindráttum er
hin nýja ríkisstjórn að fylgja stefnu
fráfarandi ríkisstjórnar, þótt áherzl-
ur í vissum tilvikum séu aðrar eins og
eðlilegt er með aðild nýs flokks að
ríkisstjórn. Í stefnuyfirlýsingunni er
hins vegar ekki að finna meiri háttar
frávik frá stefnu fráfarandi stjórnar.
Forystumönnum Sjálfstæðis-
flokksins hefur tekizt vel að forðast
alls kyns pytti, sem þeir hefðu getað
dottið í í viðræðum við Samfylk-
inguna. Mestu máli skiptir, að Sam-
fylkingunni hefur ekki tekizt að
draga Sjálfstæðisflokkinn út í neinar
breytingar á afstöðu til ESB. Það er
auðvitað sjálfsagt að til sé samráðs-
vettvangur allra flokka um Evrópu-
mál eins og stefnt er að samkvæmt
því, sem fram kemur í stefnuyfirlýs-
ingunni.
Í þessum sáttmála stjórnarflokk-
anna er heldur ekki að finna áform
um að stöðva stóriðjuframkvæmdir
eins og Samfylkingin taldi nauðsyn-
legt fyrir kosningar.
Og þar er ekki að finna nein áform
um breytingar á þeirri stefnu í mál-
efnum löggæzlunnar og réttarkerfis-
ins, sem núverandi dómsmálaráð-
herra hefur markað.
Hver harmar ekki stríðsrekstur í
Írak eins og ríkisstjórnin segist
gera? Það er fallegt markmið í sjálfu
sér að ríkisstjórnin vill leggja sitt lóð
á vogarskálarnar til þess að stuðla að
friði í Írak og Miðausturlöndum með
þátttöku í mannúðar- og uppbygging-
arstarfi. En auðvitað er öllum ljóst að
við höfum ekkert afl til þess að stuðla
að friði á þessum slóðum.
Þeir Sjálfstæðismenn, sem höfðu
áhyggjur af, að flokkur þeirra mundi
ganga of langt til móts við Samfylk-
ingu geta vel við unað.
En jafnframt eru nokkrar nýjar
áherzlur í stefnuyfirlýsingunni, sem
vekja athygli. Þar segir: „Settur
verði á laggirnar samráðsvettvangur
milli ríkisins, aðila vinnumarkaðarins
og sveitarfélaga um aðgerðir og lang-
tímamarkmið á sviði efnahags-, at-
vinnu- og félagsmála.“ Þetta er at-
hyglisvert. Hvað felst í þessu?
Ráðherrarnir þurfa að útskýra það.
Þar segir einnig: „Áherzla verður
lögð á að efla Fjármálaeftirlitið til
þess að íslenzki fjármálamarkaður-
inn njóti fyllsta trausts.“ Þetta er
mjög afgerandi yfirlýsing og henni
ber að fagna.
Um landbúnaðarmál segir: „Unnið
verði að endurskoðun landbúnaðar-
kerfisins með það fyrir augum að
auka frelsi, bæta stöðu bænda og
lækka verð til neytenda.“
Þessu hefur Samfylking náð fram
án þess að það gangi gegn ríkjandi
hugsun í Sjálfstæðisflokknum.
Um kvótakerfið segir: „Gerð verð-
ur sérstök athugun á reynslunni af
aflamarkskerfinu við stjórn fiskveiða
og áhrifum þess á þróun byggða.“
Þetta bendir til að ríkisstjórnin taki
vanda Flateyrar mjög alvarlega.
Í þeim kafla, sem fjallar um rík-
isrekstur er nýr punktur, sem telja
má víst að hafi komið frá Samfylk-
ingu. Þar segir: „Verkaskipting ráðu-
neyta verði endurskipulögð og ráð-
herrum, alþingismönnum og
stjórnsýslu ríkisins verði settar siða-
reglur.“ Slíkar siðareglur hafa ekki
áður komið til umræðu í þessu sam-
hengi.
Í stefnuyfirlýsingunni segir:
„Tekjutenging launatekna 70 ára og
eldri við lífeyri almannatrygginga
verði að fullu afnumin sem og skerð-
ing tryggingarbóta vegna tekna
maka.“ Þetta er tímabær ráðstöfun
og merkilegt að það skuli hafa þurft
nýja ríkisstjórn til þess að koma
þessu fram.
Í þeim kafla stefnuyfirlýsingar-
innar, sem fjallar um landið, sem eitt
búsetu- og atvinnusvæði segir:
„Tryggja ber að landsmenn hafi allir
færi til að nýta sér þá byltingu, sem
orðin er í gagnaflutningum.“ Senni-
lega er þetta mikilvægasta byggða-
málið í dag. Fólk á höfuðborgarsvæð-
inu áttar sig áreiðanlega ekki á því
hvað landsbyggðin er langt á eftir
suðvesturhorninu að þessu leyti.
Í kaflanum um umhverfismál eru
mikilvæg ákvæði. Þar segir að nokk-
ur svæði verði undanskilin nýtingu og
jarðrask þar óheimilt þar til
ákveðnum skilyrðum er fullnægt.
Síðan segir. „Slík svæði eru Askja,
Brennisteinsfjöll, Hveravellir, Kerl-
ingarfjöll, Kverkfjöll og Torfajökull.
Vatnasviði Jökulsár á Fjöllum verði
bætt við Vatnajökulsþjóðgarðinn og
tryggt að ekki verði snert við
Langasjó í virkjanaskyni.“
Og að auki: „Stækkun friðlandsins í
Þjórsárverum verði tryggð þannig að
það nái yfir hið sérstaka votlendi ver-
anna.“ Það er ástæða til að óska Sjálf-
stæðisflokknum sérstaklega til ham-
ingju með að hafa undirritað þetta
ákvæði. Hvers vegna gat flokkurinn
ekki samþykkt þetta fyrir kosning-
ar?!
Þegar á heildina er litið er allt gott
um þessa stefnuyfirlýsingu að segja,
þótt hún marki í fæstum tilvikum
nokkur tímamót nema þá kannski í
þeim umhverfismálum, sem hér var
vikið að.
Þær ákveðnu breytingar, sem boð-
aðar eru í stefnuyfirlýsingunni, og
hér hefur verið vikið að sumum
þeirra, eru allar til bóta. Í stefnu-
mörkun hinnar nýju ríkisstjórnar er
ekkert að finna, sem valdið getur
miklu uppnámi. Sjálfstæðisflokkur-
inn mun gæta þess að ekki verði
gengið um of á hag bænda og Þórunn
Sveinbjarnardóttir, hinn nýi um-
hverfisráðherra, gætir þess að staðið
verði við loforðin um Þjórsárver.
Stefnuyfirlýsingin getur því ekki
valdið miklum deilum á milli stjórnar
og stjórnarandstöðu. Í henni er fátt,
sem bæði Framsóknarflokkur og
Vinstri grænir gætu ekki skrifað
undir.
Kalda stríðinu er lokið og banda-
ríska varnarliðið horfið af landi brott.
Hvort tveggja veldur því að það er
auðveldara að fást við stjórnarmynd-
anir á Íslandi. Í utanríkismálum er
nánast ekkert annað eftir en taka
ákvörðun um það hvers konar aðild-
arríki Atlantshafsbandalagsins við
viljum vera.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
Með þessum undirrit-unum er þetta orðinÞingvallastjórn,“ sagðiGeir H. Haarde for-
sætisráðherra eftir að hafa ásamt
Ingibjörg Sólrúnu Gísladóttur, for-
manni Samfylkingar og verðandi
utanríkisráðherra, undirritað sátt-
mála nýrrar ríkisstjórnar sem tek-
ur við völdum í dag.
Eftir að hafa undirritað stjórn-
arsáttmálann gerðu Geir og Ingi-
björg Sólrún sameiginlega grein
fyrir efnisatriðum hans en hann er
birtur í heild sinni á blaðsíðu 14 í
Morgunblaðinu í dag.
Geir sagði að Alþingi yrði kallað
saman um miðja næstu viku. Hann
sagði að á þinginu myndu stjórn-
arflokkarnir flytja 2-3 þingmál.
Eitt þeirra fjallaði um málefni
aldraðra, annað um aðgerð-
aráætlun vegna barna og þriðja
málið um breytingar á lögum um
stjórnarráð Íslands, þ.e.a.s. ef það
frumvarp yrði tilbúið í tæka tíð.
Geir sagði að breyta þyrfti lögum
um heilbrigðis- og tryggingaráðu-
neytið og lögum um sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðuneytið. „Það
eru hugsanlega fleiri atriði sem
þarf að taka á í þessu sambandi.
Það þarf að gera starfsfólki fært
að flytja á milli ráðuneyta og fleiri
tæknileg atriði af því tagi. Við er-
um að ræða það með okkur hvað
þarf að ganga langt í því efni. Eins
og fram hefur komið er fleira sem
við hyggjumst breyta í verkaskipt-
ingu ráðuneyta. Sumt af því er
hægt að gera með reglugerð,“
sagði Geir.
Breytingar í heilbrigðismálum
á eftir að útfæra betur
Geir sagði ekkert liggja fyrir um
hvort farið yrði út í einkavæðingu í
heilbrigðiskerfinu. „Það er fjallað
um það í stjórnarsáttmálanum að
þetta sé möguleiki, að fara inn á
braut útboða og þjónustusamninga
í ríkari mæli en gert hefur verið.
Auðvitað hefur þetta verið fyrir
hendi í einhverjum mæli.“
Geir sagði að hugmyndin væri
að málefni aldraðra og hluti lífeyr-
istrygginga færðist yfir í félags-
málaráðuneytið. Sjúkratryggingar,
sem nú eru undir Tryggingastofn-
un, verði áfram hluti af heilbrigð-
isráðuneytinu. „Og að þar væri þá
hægt að búa til nýtt skipulag sem
myndi annast útboð eða kaup á
þjónustu af aðilum sem hana geta
veitt. Þetta á allt eftir að útfæra
nánar og vinna betur.“
Bæði Geir og Ingibjörg Sólrún
lögðu áherslu á að breytingar í
þessa veru þyrfti að undirbúa vel.
Það væri hins vegar búið að móta
stefnu í þessum málaflokki.
Ekkert stóriðjustopp
Ingibjörg Sólrún var spurð
hvort í stefnuyfirlýsingunni fælist
stóriðjustopp til ársins 2009. „Nei,
það segir ekki í þessu plaggi. Þar
segir að farið skuli í slíkar fram-
kvæmdir í samræmi við markmið
hagstjórnar okkar um að tryggja
hér litla verðbólgu og lágt vaxta-
stig. Við munum reyna að sjá til
þess að hægt sé halda bæði stór-
framkvæmdum og skattkerfis-
breytingum innan þess ramma. Nú
er það bara verkefnið að fara yfir
það með þessum aðilum hvernig
þær áætlanir standa hjá orkufyr-
irtækjum og stóriðjufyrirtækjum.
Við viljum hins vegar klára þessa
rammaáætlun fyrir árslok 2009
þannig að hún verði, þegar til
framtíðar er litið, grundvöllur allra
ákvarðana um verndun eða nýt-
ingu.“
Geir sagði að af einhverjum
ástæðum hefði sú saga komist á
kreik í tengslum við myndun þess-
arar ríkisstjórnar að hún hefði
ákveðið eitthvert stóriðjustopp.
„Það er ekki en við ætlum að reyna
að flýta þessari svokölluðu ramma-
áætlun þannig að henni ljúki fyrir
árslok 2009. Ekki verður farið inn
á óröskuð svæði í millitíðinni nema
þegar liggja fyrir annaðhvort
rannsóknar- eða nýtingarleyfi. Við
erum ekki að beita stjórnvalds-
aðgerðum til að stöðva orkufyr-
irtæki í því sem er í gangi nú þeg-
ar. Það verður svo að koma í ljós
hvernig það rúmast innan þess
sem hagkerfið leyfir. Raunveru-
lega halda þau mál áfram hjá
hverjum aðila fyrir sig þangað til
annað kemur í ljós.“
Ingibjörg Sólrún sagði að nýting
jarðhita á Þeistareykjum vegna
hugsanlegs álvers á Húsavík væri í
rannsóknarferli. Þetta hefði legið
fyrir löngu fyrir kosningar. Þessar
rannsóknir myndu halda áfram
enda ekki ljóst hversu stór jarð-
hitageymirinn undir Þeistareykj-
um væri. Varðandi Helguvík yrðu
menn að ná yfirsýn yfir stöðu þess
máls.
Trúfélög geti staðfest
samvist samkynhneigðra
Í stefnuyfirlýsingunni segir að
trúfélögum verði veitt heimild til
að staðfesta samvist samkyn-
hneigðra. Geir var spurður hvort
þessi breyting yrði gerð í sátt við
þjóðkirkjuna. „Við getum ekki
svarað því,“ sagði Geir. „Mín hug-
mynd í þessu efni var að gefa þjóð-
kirkjunni það svigrúm sem hún
þyrfti til að leysa þetta mál. Við
viljum ekki þvælast fyrir því, en
við teljum eðlilegt að í lögum sé
þetta ekki bannað. Við erum búin
að tímasetja þetta og kirkjan hefur
og á að hafa ráðrúm til að komast
að niðurstöðu innan sinna raða
hvað þetta mál varðar.“
Ingibjörg Sólrún tók fram að um
væri að ræða heimildarákvæði til
trúfélaga til að gera þetta. „Þar
með er búið að ryðja úr vegi hinum
lagalegu hindrunum. Það er síðan
trúfélaganna sjálfra hvort þau vilja
þetta eða ekki.“
Formennirnir voru spurðir út í
hvort taka ætti Ísland út af lista
viljugra þjóða sem stutt hafa stríð-
ið í Írak.
„Við erum í þessu plagg
horfa til fortíðar heldur fr
Það er skýr yfirlýsing þes
ríkisstjórnar að hún harm
an stríðsrekstur,“ sagði In
Sólrún.
Geir tók undir þetta og
flokkarnir væru sammála
láta ekki hluti sem gerðus
fjórum árum hafa áhrif á s
flokkanna. Forsagan og af
flokkanna til þessa máls v
þekkt, en flokkarnir væru
um að harma það ástand s
væri í Írak.
Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir undirrit
Telja sig hafa náð s
flokkanna fram í sá
Ný ríkisstjórn Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrú
ust brosandi í hendur eftir að hafa skrifað undir stjórnarsáttmálan
GEIR H. Haarde forsætisr
og Ólafur Ragnar Grímsso
seti Íslands, ræddu stuttle
an á Bessastöðum í gær þa
Geir gerði forsetanum gre
því að honum hefði tekist
mynda nýja ríkisstjórn. Á
inum gerði Geir forsetanu
fyrir meginatriðum í stjór
mála nýrrar ríkisstjórnar
skiptingu ráðuneyta.
Ólafur Ragnar sagði að
inum loknum að á ríkisráð
dag yrði tekið mið af núgi
lögum og reglum um stjór
ráðið. Ólafur Ragnar sagð
Á Bessastöðum Geir H. H
og gerði honum grein fyri
Forsetinn
ast inn í vi