Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 46
„Fjárhagslegt mengi tónlistarmanna er stórt og flókið“… 48 » reykjavíkreykjavík Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is KRISTÍN Birgitta Ágústsdóttir heitir ung og upprennandi söng- kona sem búsett er í Montréal í Kanada og nemur söng í Con- cordia-háskólanum. Kristín, eða Stína, mun í sumar spreyta sig á lögum Jóhanns G. Jóhannssonar, syngja 12 lög eftir hann inn á plötu við undirleik hóps sérvalinna kan- adískra tónlistarmanna. Stína segir Jóhann hafa heyrt hana flytja lagið Don’t try to fool me, eitt þekktasta og ástsælasta lag Jóhanns, og í framhaldi boðið henni að syngja lög eftir hann inn á plötu. „Ég tók upp nokkur djasslög í Toronto, þ. á m. Don’t try to fool me. […] Ég tók upp sjö lög og spil- aði þau fyrir Jóhann. Honum leist það vel á að hann vildi að ég tæki upp nokkur lög eftir hann,“ segir Stína, nokkuð rám í morgunsárið eins og söngvarar eiga til að vera. „Þetta er náttúrlega á frum- stigi,“ segir Stína um samstarf þeirra Jóhanns. „Það verða einhver ný lög og svo gömul lög sem eru minna þekkt. Þau verða ekki í djass- eða poppútsetningu heldur meira tilraunapopp.“ Mikið sungið Stína segist sjá um útsetningar laganna og jafnvel skrifa nokkra lagatexta. Platan muni svo koma út í haust. „Þetta verður líklega tekið upp í Kanada. Jóhann spilar ekki, heldur verða þekktir, kanadískir hljóðfæraleikarar mér til að- stoðar,“ segir Stína og hlær að eig- in ágæti. Í fyrravetur var Stína í tónleika- ferð með söngkonunni Francescu Gagnon, sem söng áður með Cirque du Soleil-hópnum. Þá var upp- tökustjóri sem stjórnaði upptökum hennar í vetur ekki af verri end- anum, því hann hefur unnið með þekktum listamönnum á borð við Prince, Lou Reed og Van Morrison. Stína söng með stórsveit Con- cordia-háskóla í vetur, með djass- kvintett einu sinni í viku á bar í Montréal, með ábreiðuhljómsveit eins og tækifæri hafa gefist til og með eiginmanni sínum, sem er gít- arsnillingur, að sögn Stínu. Stína er verkfræðingur að mennt og starfaði við gæðastjórnun hjá fyrirtæki í Lundúnum áður en hún ákvað að fara í frekara tónlist- arnám. Áður hafði hún lokið þrem- ur stigum af átta í Söngskóla Reykjavíkur og verið í tónlist- arnámi í Vocaltech-söngskólanum í Lundúnum. „Verkfræðinámið var bara undirbúningur,“ segir Stína hlæjandi. Fyrsta „giggið“ hafi verið að syngja inn á teiknimyndaútgáfu af Kardemommubænum. Langar að spila á Iceland Airwaves „Ég er sjálf að byrja að semja tónlist og hef verið dálítið í texta- gerð undanfarið,“ segir Stína. Hvað varðar tónleikahald á Ís- landi segist Stína ætla að reyna að halda tónleika hér á árinu. Hún hafi hug á því að troða upp á Iceland Airwaves og sé um það bil að senda skipuleggjendum umsókn. Fjölhæf Kristín Birgitta, Stína, hætti í námi og sneri sér að tónlistinni. Hún á sér mörg andlit eins og sjá má af þessum myndum. Úr verkfræði í tónlistina Kristín Birgitta syngur lög Jóhanns G. Jóhannssonar inn á plötu í Kanada www.myspace.com/stinaaugust Þeir feðgar spila sveimkennda takt- skotna raftónlist, tilraunakennda downtempo-músík og hyggjast einnig kynna væntanlega breið- skífu sem nú er í smíðum og kemur út í ágúst. Þess má geta að Pan er einnig að vinna að plötu undir nafninu Beat- makin’ Troopa sem kemur út fyrir jól. Til viðbótar við þetta sýnir Ómar Stefánsson, sem einnig var í In- ferno 5 á sínum tíma, myndverk á Barnum, en hann sýnir um þessar mundir myndir á Næsta bar. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og er aðgangur ókeypis. Í KVÖLD heldur neðanjarðar út- gáfan Triangle Productions tón- leika á Barnum á Klapparstíg 22, sem áður hér 22, þar sem raftónlist verður hrært saman við myndlist. Fram koma Product 8 sem er verkefni Jóhanns Eiríkssonar, en hann kynnir meðal annars efni af væntanlegri breiðskífu, og Stereo Hypnosis, sem skipuð er feðgunum Óskari og Pan Thorarensen. Óskar, sem er betur þekktur sem Jafet Melge, var einn af meðlimum Inferno 5, en Pan Thorarensen, sem notað hefur nafnið Beatmakin’ Troopa, hefur verið iðinn við út- gáfu og tónleikahald síðustu ár. Myndlist Ómar Stefánsson sýnir myndverk á Barnum í kvöld. Feðgar Óskar Thorarensen og Pan Thorarensen troða upp undir nafninu Stereo Hypnosise en þeir eru báðir þaulreyndir á tónlistarsviðinu. Raftónlist og myndlist á Barnum  Tónlistarmaðurinn Seth Sharp verður með tvær uppákomur á næstunni. Í kvöld mun hann syngja danstónlist á Sólon og hefst leik- urinn um kl. 22. Á laugardaginn syngur hann á Barnum og byrjar þá um kl. 23. Tommi White mun spinna tónlist- an með Sharp ásamt Geoff M. sem kemur frá Solemusic Records, út- gáfunni sem gaf út seinasta lag hans, „Every Sunday“. Geoff M. er mjög vinsæll plötusnúður í Skot- landi. Seth Sharp syngur  Hljóm- sveitin Mo- tion Boys heldur sína fyrstu tón- leika í kvöld í Iðnó en tvö lög hljóm- sveitarinnar, „Waiting to happen“ og „Hold me Clo- ser to your Heart“, hafa þegar heyrst í útvarpi. Með Motion Boys koma fram Samfylkingarsveitin Sprengjuhöllin, sem hlýtur þessa dagana að vera kát yfir nýskipaðri ríkisstjórn, Hjaltalín og FM Belfast, en sú síðarnefnda mun hita upp fyr- ir Gus Gus í byrjun júní á tónleikum í Kaupmannahöfn. Hljómsveitin kemur fram í ýmsum stærð- arflokkum, ýmist sem dúett, tríó, kvartett eða kvintett, og nýjasta viðbótin við sveitina er lausráðinn kúabjölluleikari. Hjaltalín fékk, eins og komið hefur fram, mikið lof fyrir tónleika sína á síðustu Iceland Airwaves-hátíð. Tónleikarnir hefj- ast kl. 21 og miðaverð er 500 krón- ur. Motion Boys stíga sín fyrstu spor í Iðnó Motion Boys
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.