Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 26
ferðalög 26 FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Í slenskir kylfingar sækja í æ ríkari mæli til útlanda til að spila golf, þá helst á vorin áður en golftímabilið hefst hér á landi, eða á haustin eft- ir að tímabilinu hér lýkur. Stöðugt koma nýir áfangastaðir inn í mynd- ina hjá ferðaskrifstofunum og einn þeirra staða sem eru tiltölulega nýir er Belek-héraðið í Tyrklandi. Þar eru átta átján holu golfvellir og þrír níu holu vellir auk þess sem fimm átján holu vellir eru í byggingu og verða tilbúnir í haust. Þá geta kylf- ingar valið um þrettán velli á til- tölulega litlu svæði. Flestir vellirnir eru í tengslum við hótel enda er þetta svæði byggt upp fyrir ferðamenn og vinsældir stað- arins aukast stöðugt og leikið er allt árið um kring, nema einna síst í júlí og ágúst en þá verður fullheitt til að leika golf. Frábært hótel og nýtt í haust Við gistum á hóteli sem heitir Gloria og er í eigu forríks Tyrkja. Þar eru tvö flott hótel við hliðina á tveimur átján holu golfvöllum og ein- um níu holu þannig að ekki þarf að fara út af svæðinu til að eiga ánægju- legar stundir á frábærum golfvöllum. Að sögn Peters Salmons hjá golf- deild Úrvals-Útsýnar valdi hann Gloria-hótelið vegna góðrar þjónustu þar, og það reyndust engar ýkjur. Hótelið er mjög gott og nýtt verður tekið í notkun í haust og er það enn glæsilegra þannig að Íslendingar sem fara í golf til Tyrklands í haust geta hlakkað til. Stutt er á golfvellina og eru bílar í förum þar á milli allan daginn á vegum hótelsins og golfvall- anna, sem eru með sameiginlegt klúbbhús. Þegar komið er í klúbb- húsið er tekið vel á móti manni, sett- in eru sett á kerrur eða bíla eftir því hvort menn velja og að leik loknum eru þau tekin og hreinsuð og komið fyrir í geymslu þar sem ganga má að þeim hreinum og fínum daginn eftir. Þjórfé ekki vandamál Eitt er það sem íslenskir ferða- menn erlendis eru oft í vandræðum með og það er þjórfé. Á að gefa þjórfé? Hversu mikið? Þetta „vandamál“ leysti Peter með skemmtilegum hætti. Næstsíðasta daginn í ferðinni greiddu menn hon- um 30 evrur og skipti hann þeim á milli þeirra sem sáu um kylfurnar á golfvellinum, bílstjóranna sem keyrðu á milli golfvallarins og hótels- ins og strákanna á hótelinu sem sáu um farangurinn þar. Ekkert vanda- mál með þjórfé og allir ánægðir. Öll aðstaða á golfvellinum er góð, þægilegt klúbbhús þar sem menn fengu skápa til að geyma fötin sín í, fín æfingaaðstaða, tveir mjög skemmtilegir og góðir átján holu golfvellir sem eru talsvert mismun- andi og svo einn níu holu sem var fínn. Lífið er leikur einn Gloria-hótelið, „þar sem lífið er leikur einn“ eins og slagorð hótelsins er, olli ekki vonbrigðum. Fín her- bergi, frábær sundlaugargarður og aðeins tveggja mínútna gangur á ströndina. Á hótelinu var sömuleiðis flott heilsulind þar sem hægt var að fá margskonar nudd, tyrkneskt bað- hús, gufubað og upphituð innisund- laug. Á hótelherbergjunum biðu sloppar og inniskór gesta þannig að þægilegt var að skjótast niður í nudd eða sólbað eftir erfiðan dag á golf- vellinum. Á nýja vellinum á Gloria-svæðinu var á dögunum haldið mót í evr- ópskri mótaröð eldri kylfinga. Þar mættu margir frægir kappar og reyndu með sér og fyrir þá sem hafa spilað þar getur verið fróðlegt að sjá hvernig þeim gekk í baráttunni við tré og vötn sem virtust þvælast dálít- ið fyrir sumum íslensku kylfinganna – þar á meðal mér. Mótið vannst á 10 höggum undir pari en leiknir voru þrír hringir. Til gamans má geta þess að Sam Torr- ance var á þremur höggum undir pari en eini heimamaðurinn í mótinu, Remzi Irier, náði sér ekki fyllilega á strik því hann var á 51 höggi yfir pari, fékk 20 pör á hringjunum þrem- ur. Skotsilfur er óþarft Þegar komið var á hótelið fengu gestir kort sem gekk að herberginu og var einnig greiðslukort sem menn notuðu á hótelinu og golfvellinum. Þetta þýddi að fólk þurfti ekki að vera með peninga á sér, enda ekki hægt að greiða með þeim fyrr en við brottför þegar reikningurinn var gerður upp. Allir eru þarna í hálfu fæði, flottur morgunverður og síðan gríðarlega fjölbreytt kvöldverðarhlaðborð þar sem drykkir voru innifaldir. Einnig er hægt að fara á sérstaka veit- ingastaði á hótelinu og öðru Gloria- hóteli skammt frá, en þá urðu menn að greiða fyrir drykkina með matn- um. Helstu kostirnir við þennan stað eru að golfvellirnir eru mjög góðir og snyrtilegir og greinilegt að þó svo Tyrkir spili ekki mikið golf, þá kunna þeir til verka við gerð og viðhald golfvalla. Þjónustulund þeirra er einnig mjög góð og allt skipulag í kringum golfið til mikillar fyrir- myndar. skuli@mbl.is Glæsileiki í golfi í Tyrklandi Fallegt sólarlag Það er ekki hægt að kvarta yfir útsýninu sem blasir við á Gloria golf vellinum í Tyrklandi. Þægindi fyrir alla aldurshópa Það var gott að tylla sér niður við klúbbhúsið eftir leik. Góð yfirsýn Séð yfir níundu brautina á nýja vellinum. Hvernig dettur mönnum í hug að fara til Tyrklands til að spila golf? Sárafáir Tyrkir spila golf og því dálítið furðulegt að þar í landi skuli finnast golfvellir. En sú er engu að síður reyndin eins og Skúli Unnar Sveinsson komst að um páskana þegar hann ásamt 80 öðrum kylfingum hélt til Belek á suður- strönd Tyrklands til að leika golf í tíu daga. Þegar komið er í klúbb- húsið er tekið vel á móti manni, settin eru sett á kerrur eða bíla eftir því hvort menn velja og að leik loknum eru þau tekin og hreinsuð og komið fyrir í geymslu þar sem ganga má að þeim hreinum og fínum daginn eftir. Ljósmynd/Sigfús Hreiðarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.