Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ráðhildur Jóns-dóttir var fædd í Vestmannaeyjum 18. október 1916. Hún lést á hjúkr- unarheimili Hrafn- istu í Reykjavík 16. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Guð- mundsson sjómað- ur, fæddur á Hóli í Skagafirði 4.9. 1891 og dáinn 3.9. 1916, og Elenóra Ingv- arsdóttir fædd að Kalmannstjörn í Höfnum 31.12. 1890 og dáin 25.4. 1977. Systkini Ráðhildar eru Guð- björg Áslaug, f. 15.11. 1910, d. 9.7. 1912, og Alda Sig- urrós, f. 26.8. 1928. Ráðhildur giftist Sigurði Gunnlaugs- syni frá Hofsárkoti, Svarfaðardal, f. 8.5. 1912 og d. 6.7. 1988. Börn Ráðhildar og Sigurðar eru Guðrún Valgerður, f. 17.3. 1939, og Kristinn, f. 9.4. 1944. Útför Ráðhildar verður í Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 24. maí, og hefst athöfnin kl. 15. Þá er hún amma fallin frá eftir að hafa skilað inn 90 árum hér á jörð. Ég á svo góðar minningar um hana ömmu mína. Ég man svo vel þegar hún var að hlýða mér yfir biblíusög- urnar í skólanum og las með mér bænirnar fyrir svefninn. Amma átti stórt og mikið bókasafn og hafði gam- an af að safna bókum. Oft sat ég tímunum saman og grúskaði í þeim bókum sem hún hafði sankað að sér í gegnum árin. Það má eiginlega segja að hún hafi opnað fyr- ir mér heim bókanna. Amma var kristin kona af gamla skólanum. Kærleiksrík kona sem mátti ekkert aumt sjá. Hún var tilbúin að hjálpa og þurfti ekki að fá borgað fyrir það. Ávallt var hún tilbúin að fyrirgefa og leita sátta í öllum málum. Hún vildi einfaldlega að friður ríkti í kringum sig sem ekki var nú alltaf raunin á. Hún var ekki fróð um Biblíuna eða það er laut að trúarlegum fræðum, en kunni grunn kristinnar trúar, fyrir- gefningu og kærleika og skildi mann- legan harmleik. Alltaf var hús hennar opið fyrir þá sem voru hjálpar þurfi og vel tekið á móti öllum á hennar heimili. Ég þurfti oft að leita náðar hjá ömmu og alltaf var hún tilbúin að hjálpa og vildi ekkert í staðinn. Það var hennar mál að gefa og hún gaf með gleði. Hún braust úr sárri fátækt af miklum dugnaði, var vinnukona á sveitabæjum vítt og breitt um landið og oft var lítið til hnífs og skeiðar. Oft sat ég og hlustaði á hana ömmu tala um gömlu tímana og hvernig lífið var þegar hún var að alast upp og fannst mér þá mín vandamál vera smávægileg í samanburði. Ég á henni ömmu mikið að þakka og ég bý að þeim ráðum sem hún gaf mér og þeim kristilegu gildum sem hún kenndi mér. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja hana ömmu mína og ég varðveiti minninguna um hana í hjarta mínu þangað til að við hittumst að nýju. Blessuð sé minning þín, amma mín. Bjarni Hrafnsson. Nú þegar amma er dáin leitar hug- urinn óneitanlega til baka. Hennar verður helst minnst fyrir höfðings- skap, gjafmildi, hlýju og það hvað hún stóð alltaf ákveðið með þeim sem minna mega sín. Amma var ákaflega félagslynd og naut sín vel innan um annað fólk. Hún var ákaflega vel liðin og sóttust marg- ir eftir félagsskap hennar. Hún sat aldrei auðum höndum. Þegar hún og afi ráku söluturninn Bitabæ tók amma fullan þátt í rekstrinum og hafði mikla ánægju af. Þegar afmæli var í vændum setti hún sig í stellingar og bakaði sínar heimsfrægu pönnu- kökur. Hún mætti í öll barnaafmæli, ekki aðeins með gjöf handa afmæl- isbarninu, heldur fullan disk af upp- rúlluðum pönnukökum með sykri og annan fullan disk af pönnukökum með sultu og rjóma. Aðdáunarvert var að fylgjast með henni fara í Sunnuhlíð með rútunni áður en hún veiktist. Það gerði hún þó að heilsan væri ekki alltaf upp á sitt besta. Þar saumaði hún út, málaði og litaði með félögum sínum. Ég á marga fallega dúka, svuntur og smekki sem hún gaf mér „að gamni“, eins og hún orðaði það alltaf, og varðveiti ég þessi lista- verk eins og sjáaldur augna minna. Amma var bjargvættur. Hún var ákaflega úrræðagóð og margir leit- uðu til hennar til þess að fá ráð hjá henni. Það var segin saga að sá sem leitaði til ömmu kom aldrei bónleiður til búðar. Hún tók oft að sér að bjarga málum fyrir fólk og neitun var aldrei endanlegt svar í hennar huga. Ef hún rakst á þröskulda fann hún alltaf aðra leið. Eitt af því sem var eftirminnilegt hjá ömmu og afa var grillveislan sem þau héldu árlega. Tilhlökkunin til þeirrar veislu var svo mikil að þegar hún var um garð gengin byrjaði ég að telja dagana fram að þeirri næstu. Við systkinin máttum alltaf bjóða einum vini eða tveimur, en það þótti okkur afar spennandi. Þessar veislur vöktu ekki minni tilhlökkun en sjálf jólahá- tíðin. Eitt sumarið tóku afi og amma okk- ur systurnar með í sólarlandaferð til Spánar, en þá höfðum við aldrei farið til útlanda. Þar var allt fyrir okkur gert og þau komu fram við okkur eins og prinsessur. Þessi ferð er ógleym- anleg. Á erfiðleikatímum bjuggum við systkinin um skeið hjá ömmu og afa. Við áttum alltaf greiðan aðgang að heimili þeirra og komum oft þar við, nánast daglega. Það var alltaf gott að koma til þeirra. Þau tóku alltaf á móti okkur opnum örmum og með hlýjum orðum. Við vorum alltaf velkomin. Amma sýndi öllum umhyggju, jafnt dýrum sem mönnum. Allir voru jafnir í hennar huga. Hún mátti ekkert aumt sjá. Elsku amma mín, það er svo sárt að vita til þess að fá ekki að sjá þig aftur. Ég finn fyrir miklu tómarúmi og ein- semd. Þín er sárt saknað, elsku amma. Blíðlega, laðandi, Kristur nú kallar, kallar á mig og á þig. Hjartna við dyrnar hann bíður og biður, biður um þig og um mig. Kom heim, kom heim, þú sem ert þreyttur, kom heim! Blíðlega, laðandi, Kristur nú kallar, kallar: „Ó, vinur, kom heim!“ Óðfluga dagar og lífsstundir líða, líða frá mér og frá þér. Húmið á sígur og kvöldsólin kemur, kemur að þér og að mér. (Sigurbjörn Sveinsson) Ráðhildur Guðrúnardóttir. Elsku amma mín. Það er svo skrýt- ið að ég skuli ekki eiga eftir að sjá þig eða tala við þig aftur. En ég veit að þér líður vel núna og það er búið að taka vel á móti þér. Þú skilur eftir þig stórt skarð. Hvar á maður nú að fá fréttirnar af öllu fólkinu? Alltaf barstu aldurinn vel. Ég átt- aði mig stundum ekki á því hvað árin voru orðin mörg. Þá guðsgjöf fékkstu að vera ern allt til loka, þú gast fylgst með öllu sem var að gerast í heim- inum. Við fluttumst til ykkar í Hlíð- arhvamminn með mömmu um 1981. Það var yndislegt að búa með ykkur afa í einbýlishúsinu með stóra garð- inum sem var líf okkar og yndi. Ég tala nú ekki um grillveislurnar sem þið hélduð þar. Þær lifa enn í minn- ingunni. Þú varst alltaf svo lagin við að lífga upp á hversdaginn. Þó að gengi nú stundum svolítið á tókstu öllu með jafnaðargeði. Handa- vinnan þín prýðir nú heimili okkar allra. Þú varst alltaf að hugsa um að gleðja þá sem í kringum þig voru og hugsaðir minnst um sjálfa þig. Þú varst alltaf með svo góðan og mikinn mat og hafðir yndi af að baka pönnu- kökur. Þú varst höfuð fjölskyldunnar, amma mín. Jólin verða aldrei eins án þín, það var þinn uppáhaldstími. Þú hafðir mjög gaman af því að halda skírnarveislu með mér fyrir syni mína og þó að 11 ár væru á milli þeirra sett- irðu það ekki fyrir þig að hjálpa mér. Þegar sá eldri hlaut nafnið Sigurður Egill var eins og ég hefði gefið þér gull. Þú sagðir mér að bróðir afa sem hét Egill hefði verið góður maður, blindur og mjög veikburða, en eftir að afi vitjaði nafns í draumi aftur og aft- ur kom ekkert annað til greina en Sig- urður og Egilsnafnið passaði mjög vel við það. Ég hef alltaf getað leitað til þín og mér er efst í huga núna þakk- læti til þín fyrir það sem þú hefur gert fyrir mig. Það er gott að vita til þess að nú eruð þið afi saman á ný og aðrir vandamenn hafa tekið þér opnum örmum. Guð styrki okkur í sorginni. Ó, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega, höfði sínu’ í Drottins skaut. Ó, það slys því hnossi’ að hafna, hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. (Matthías Jochumsson) Þín dótturdóttir, Hjálmfríður Þorleif Guðrúnardóttir. Ráðhildur frænka mín sem nú er fallin frá var mikil merkiskona. Hún var heilsteypt manneskja með gott hjartalag og hafði hlýja og lifandi nærveru. Eins og margir af hennar kynslóð hafði hún ekki mikið á milli handanna, en með dugnaði og vinnu- semi tókst henni og Sigga að koma sér vel fyrir í lífinu með fallegt heim- ili, velgengni í eigin rekstri og farsæld í einkalífi. Þessi afrek þeirra voru aðdáunarverð, en það sem einkenndi Ráðu fyrst og fremst var endalaus og ótakmörkuð umhyggja og hugulsemi gagnvart fólki. Hverfa þarf rúma fjóra áratugi aftur í tímann þegar að- stæður í lífi mínu höguðu því þannig að heimili Ráðu og Sigga varð mitt annað heimili um nokkurra ára skeið. Á heimili hennar og Sigga í Hlíðar- hvamminum naut ég öryggis og stað- festu sem einkenndi persónuleika þeirra beggja. Það var ekkert sjálf- sagðara en að taka okkur systkinin inn á heimilið og ala okkur upp eins og þeirra eigin. Börnin þeirra, Gígja og Diddi, deildu þeirra hugsunarhætti og tóku okkur líka opnum örmum. Þannig veittu þau móður okkar Öldu ómetanlega aðstoð sem hún verður alltaf þakklát fyrir. Við fjölskyldan vorum ekki þau einu sem nutum þess- arar einstæðu góðvildar Ráðu. Það voru ótalmargir aðrir sem hún bar umhyggju fyrir; nágrannar, einstæð- ingar, alls staðar reyndi hún að rétta fram hljáparhönd þar sem þörf var. Inn á heimili hennar kom líka alls- kyns fólk sem hún reyndi að hlúa að og hjálpa. Eftir að ég flutti burtu og stofnaði mína eigin fjölskyldu hélt Ráða áfram að vera stór hluti af henni. Hún var mikill vinur mannsins míns og barnanna og fylgdist vel með og tók þátt í lífi þeirra, hún lét sér annt um velferð þeirra og hamingju og alltaf tilbúin að rétta fram hjálparhönd. Þó að aldurinn hafi verið farinn að segja til sín dró aldrei af þokka henn- ar og glæsileika og fylgdist hún með sínu fólki í hverju spori allt fram á síð- asta dag. Ég vil þakka þér Ráða frænka fyrir allt það góða sem þú kenndir mér og hefur reynst mér vel í lífinu. Þú sýnd- ir mér mikilvægi heiðarleikans og sannaðir með fordæmi þínu hvað traust á sjálfan sig er mikilvægur eig- inleiki. Okkar trú hefur alltaf verið sterk og ég veit að þú ert nú meðal góðra vina og að guð leiðir þig áfram veginn. Ástarkveðja, Kristín Alda, Rafn og börn. Það er komið að kveðjustund. Við kveðjum nú Ráðhildi Jónsdóttur en í fjölskyldunni var hún jafnan kölluð Ráða. Ráða bjó lengst af með eigin- manni sínum Sigurði Gunnlaugssyni í Hlíðarhvammi í Kópavogi. Eftir að hann féll frá bjó hún í Gullsmára og nú síðustu mánuðina naut hún umönnunar á Hrafnistu í Reykjavík. Ráða var félagslynd kona sem vildi gjarnan hafa marga í kringum sig og bauð hún til sín fjölskyldunni þegar tilefni voru til og passaði vel að enginn væri þar undanskilinn. Hún naut sín vel í hópi góðra vina og tók vel á móti gestum. Ráða kunni að meta fallega hluti og stundaði ýmiskonar handavinnu með- an hún hafði heilsu til. En það voru ekki bara fallegir hlutir sem hún unni heldur einnig falleg orð en um það báru tækifæris- og jólakortin frá Ráðu vitni. Þar vandaði hún til verks og hagaði orðum af kostgæfni er sýndu nærgætni, hlýju og kærleika. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína. Og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína. En Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir) Við viljum þakka Ráðu samfylgd- ina og alla veitta vináttu og tryggð. Didda, Gígju og fjölskyldum þeirra sendum við samúðarkveðjur. Anna Gunnlaugsdóttir, Guðrún, Jóhanna og fjölskyldur. Ráðhildur Jónsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum.Lengd | Minning- argreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/ Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar ✝ Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, KARL MAGNÚSSON, Tröð, Fróðárhreppi, lést á St. Francisusspítalanum í Stykkishólmi laug- ardaginn 19. maí. Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 25. maí kl. 13.30. Hallfríður Eiðsdóttir, Hrafnhildur Karlsdóttir, Hörður Karlsson, Sigurborg Leifsdóttir. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐNÝ EGILSDÓTTIR, Sólvangi, Hafnarfirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi þriðju- daginn 22. maí. Útförin verður auglýst síðar. Jón Birgir Þórólfsson, Brynja Einarsdóttir, Einar Jónsson, Eygló Karlsdóttir, Guðný Agla Jónsdóttir, Ásmundur Ívarsson, Jóhann Gunnar Jónsson, Silja Þórðardóttir og langömmubörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma GUÐNÝ JÓHANNSDÓTTIR hússtjórnarkennari, Hraunbrún 21, Hafnarfirði, andaðist á kvennadeild Landspítalans miðvikudaginn 23.maí. Berent Sveinbjörnsson, Sveinbjörn Berentsson, Auður Björgvinsdóttir, Jóhanna Berentsdóttir, Dagur Jónsson, Hólmfríður Berentsdóttir, Jóhann Berentsson, og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, ÁSTHILDUR BIRNA KÆRNESTED, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 21. maí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 30. maí kl.13.00. Örn Johnson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Björn Hrannar Johnson, Friðrik Johnson, Haukur Johnson, Anton Örn Kærnested, Ágústa Bjarnadóttir, Sigrún Gróa Kærnested, Grétar Mar Hjaltested, Sigríður G. Kærnested og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.