Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is VEL með farinn svefnsófi, úr sér gengið bílaútvarp og brak úr tölvu- kassa var á meðal þess sem varð á vegi blaðamanns í Öskjuhlíð um eft- irmiðdaginn í gær. Fjaran í Naut- hólsvík var full af spýtnabraki og mulið, hvítt frauðplast innan um fuglalífið. Ástandið var litlu betra í Skeifunni, þar sem umbúðir af skyndibitamat, notaður DVD-diskur og sígarettustubbar prýddu trjábeð og gangstéttarkanta versl- unarhverfisins. Iðulega kemur mikið rusl undan snjónum á vorin og vekur athygli hversu lítið virðist hafa verið hirt af ruslinu, nú þegar júní nálgast. Guðbjartur Sigfússon, yfir- verkfræðingur gatnadeildar Reykjavíkurborgar, sem sér um ruslatínslu allt árið í samvinnu við verktaka og ýmsa aðila, segir sóða- skap í borginni hafa farið vaxandi síðustu ár og ekki loku fyrir það skotið að góðærið og neyslu- samfélagið kunni að eiga sinn þátt í slæmri umgengni og hirðuleysi. Hann segir Orkuveitu Reykjavík- ur fara með hreinsun Öskjuhlíðar, íþrótta og tómstundaráð Reykjavík- ur sjái um tínslu í Nauthólsvíkinni og garðyrkjudeild Reykjavíkur í trjábeðum borgarinnar. Þá sinni tveir verktakar, Íslenska gáma- félagið og Hreinsitækni, gatnasópun og ruslatínslu á götum höfuð- borgarinnar. Veðrið hamlar tínslu á vetrum Unglingar í vinnuskóla Reykjavík- ur leggi sitt af mörkum í sumar- störfum og starfsmenn gatnadeildar tíni rusl allt árið, þótt veður leyfi það ekki alla daga á vetrum. Guðbjartur treystir sér ekki til að áætla kostnað við að hirða rusl af götunum en segir ljóst að fyrirtæki og einstaklingar verði að taka þátt í að halda borginni hreinni. Til um- ræðu sé með hvaða hætti megi stuðla að aukinni hreinsun í borginni en takmörk séu fyrir því hvað borg- in geti lagt mikið fé í hreinsunina. Rusl í Reykjavík Vaxandi sóðaskapur í borginni Rúm, bílaútvörp, innkaupakerrur og sígarettustubbar á víðavangi á útivistarsvæðum Reykjavíkur Í skóginum Þessi svefnsófi liggur milli trjánna í Öskjuhlíð. Brak Leifar af tölvu suður af Öskjuhlíð. Í fjörunni Nauthólsvík er full af drasli. Við beðið DVD-diskur og umbúðir við Skeifuna. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is BREYTA þarf lögum um stjórnar- ráð Ísland til þess að breyta skipun ráðuneyta. Tilfærslum á verkefnum milli ráðuneyta er hins vegar í flest- um tilvikum hægt að breyta með reglugerðum. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra á blaðamannafundi á Þingvöllum í gær þar sem stjórnarsáttmáli nýrr- ar ríkisstjórna var kynntur. Laga- breyting þess efnis verður að öllum líkindum lögð fram á sumarþingi en ráðgert er að kalla Alþingi saman í næstu viku. Eins og fram hefur komið þarf að breyta lögum um heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti, þar sem skilja á heilbrigðis- og tryggingamál að þar sem málefni aldraðra og al- mannatryggingaþáttur lífeyris- kerfisins flyst yfir í félags- málaráðuneytið, sem í framtíðinni mun að öllum líkindum heita ráðu- neyti velferðarmála, en sjúkratrygg- ingarnar, sem nú eru undir Trygg- ingastofnun, verði áfram hluti af heilbrigðisráðuneytinu. Einnig þarf að breyta lögum um sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti þar sem stefnt er að sameiningu þessara tveggja ráðuneyta, en vinnuheiti nýja ráðuneytisins er matvælaráðu- neyti. Hagstofa ekki lengur ráðuneyti Eins og fram hefur komið á að reka iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti sem tvö aðskilin ráðuneyti, en ráðu- neytin hafa um allnokkurt skeið ver- ið starfrækt sem tvö ráðuneyti undir einum ráðherra, en verða í nýrri rík- isstjórn sem fyrr segir skipt upp í tvö ráðuneyti. Eftir því sem blaða- maður kemst næst þá helgast það fyrst og fremst af því að bæði ráðu- neytin hafa vaxið mjög að umfangi og verkefni aukist til muna sem kalli á fyrirhugaða breytingu. Af öðrum breytingum sem boð- aðar hafa verið er að sveitarstjórn- armál færast frá félagsmálaráðu- neytinu til samgönguráðuneytisins og verkefni tengd ferðaþjónustu færast frá samgönguráðuneytinu til iðnaðarráðuneytisins. Jafnframt er stefnt að því að menntamál landbún- aðarins, þ.e. landbúnaðarháskólarn- ir, færist frá landbúnaðarráðuneyti til menntamálaráðuneytis, en slíkt kallar að öllum líkindum aðeins á reglugerðarbreytingu, að vatnamæl- ingar færist frá iðnaðaráðuneyti til umhverfisráðuneytis, að matvæla- eftirlit færist frá Umhverfisstofnun og þar með umhverfisráðuneytinu til hins nýja sameinaða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. Auk þess er ætlunin að breyta Hagstofunni úr ráðuneyti í sjálfstæða stofnun. Sú breyting kallar að öllum líkindum á lagabreytingu. Óljóst hvort Íbúðalánasjóður færist frá félagsmálaráðuneyti Þessu til viðbótar hefur sam- kvæmt heimildum blaðamanns einn- ig verið rætt um það að forræði Íbúðalánasjóðs færist frá félags- málaráðuneytinu til fjármálaráðu- neytis, að Þróunarsamvinnustofnun færist frá utanríkisráðuneyti til við- skiptaráðuneytis og að landgræðsla og skógrækt færist frá landbúnaðar- ráðuneyti til umhverfisráðuneytis. Þess ber hins vegar að geta að eftir því sem blaðamaður kemst næst er ekki búið að taka ákvörðun um þrjú síðast töldu atriðin. Ýmis verkefni flytj- ast milli ráðuneyta                                             ! "   !# $%  ! "   &       '$%     (   )    )     ( '   (  %  !$ # (#   !$ # (#    (   !        (   +#   !$ # (#   ( ) #,  &    +#    ,       ,    $  ,   *                          Flestum til- færslum breytt með reglugerðum STEFNUYFIRLÝSING nýrrar ríkisstjórnar Sjálf- stæðisflokks og Samfylk- ingar, sem formenn flokk- anna, Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, kynntu í gær, hlýt- ur ágætar viðtökur hjá ýmsum hagsmuna- samtökum. „Mér finnst tónninn í þessu jákvæður og góður,“ segir t.d. Sig- ursteinn Másson, formaður Ör- yrkjabandalags Íslands. „Auðvitað er um að ræða almennt mál- efnaplagg og þ.a.l. lítið um út- færslur. Ég hefði þó viljað sjá vísan í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra sem staðfestur var af stjórnvöldum hér 30. mars,“ segir Sigursteinn. Það hefði mátt gera á svipaðan hátt og vitnað er í Barna- sáttmála SÞ. Það hefði stytt mönn- um leið að því marki að jafnrétti í reynd verði náð. Sigursteinn segist þó sérstaklega sáttur við markmið um að einfalda almannatrygg- ingakerfið. „Það er gott að lífeyr- ishluti almannatrygginganna og Tryggingastofnunar skuli flytjast í félagsmálaráðuneytið,“ segir hann og að framtíðin ráðist mikið af því hvernig til takist með samráð. „Því var oft mjög ábótavant í tíð fyrri rík- isstjórnar,“ segir hann og er bjart- sýnn á að góðir hlutir geti gerst í tíð þessarar ríkisstjórnar. „Viðbrögð okkar eru almennt já- kvæð,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins. „Við vonum að hægt sé að viðhalda hér góðum hagvexti og stöðugleika. Við sjáum ekkert í stjórnarsáttmálanum sem á að stoppa það.“ Í stefnuyfirlýsingunni segir m.a. að „tímabært sé að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í útrás orkufyr- irtækja“. Það segir Vilhjálmur vera í takt við það sem verið hafi í gangi og gott ef setja eigi aukinn kraft í þessi mál. Vonir SA standi til þess að eiga gott samstarf við ríkisstjórnina, eins og verið hafi fram til þessa með aðr- ar ríkisstjórnir. Það markmið að útlendingar á vinnumarkaði njóti sambærilegra réttinda og íslenskt launafólk og að allar ráðningar séu í samræmi við gildandi kjarasamninga er mjög í takt við markmið SA. „Við höfum lagt áherslu á það að allir fari eftir sömu leikreglum á vinnumark- aðinum og okkur líst ágætlega á þennan stjórnarsáttmála og þau áform sem stjórnin leggur af stað með.“ Mörg atriði í stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkanna um bættan hag aldraðra eru svar við áralangri bar- áttu eldri borgara og er allvel tekið á kröfum þeirra í málefnasamn- ingnum, að mati Ólafs Ólafssonar, formanns Landssambands eldri borgara. Hann nefndi t.d. baráttu fyrir því að málefni aldraðra yrðu færð til félagsmálaráðuneytis, líkt og nú hefur verið ákveðið. Sömuleið- is að ábyrgð á lögbundinni þjónustu við aldraða yrði færð frá ríki til sveitarfélaga. „Það er vænn sigur og við væntum okkur mikils af því,“ sagði Ólafur. Hann sagði það að skoða sérstaklega samspil skatta, tryggingabóta, lífeyrissjóðs- greiðslna og atvinnutekna ein- staklinga til að tryggja meiri sann- girni mjög mikilvægt. Þá sagði Ólafur aldraða fagna hraðari upp- byggingu hjúkrunarrýma fyrir aldr- aða og fjölgun einbýla. Ekki náðist í framkvæmdastjóra ASÍ, Gylfa Arnbjörnsson, eða Grét- ar Þorsteinsson formann, en þeir voru báðir staddir erlendis. Jákvæð við- brögð við stefnu- yfirlýsingu Vilhjálmur Egilsson Ólafur Ólafsson Sigursteinn Másson Rusl í Reykjavík VEFVARP mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.