Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 20
MYNDLIST
Jónas Viðar Gallery
Til 27. maí 2007. Opið
kl. 13-18 föstud. og
laugard., annars eftir
samkomulagi. Aðgangur
ókeypis.
Þorvaldur Þorsteinsson –
Fimm brotnar konur
Í JÓNAS Viðar Gall-
ery við Kaupvangs-
stræti á Akureyri
sýnir nú Þorvaldur
Þorsteinsson ný verk
undir yfirskriftinni
„Fimm brotnar kon-
ur“. Verkin eru upp-
stækkaðar klippi-
myndir sem stillt hefur verið upp
við veggi gallerísins þannig að þær
ná frá gólfi og nánast upp í loft.
Klippimyndirnar eru endurvinnsla
á ljósmyndum, aðallega tísku-
ljósmyndum eða þekktum kven-
ímyndum, til dæmis má greina
andlit leikkonunnar Audrey Hepb-
urn. Ljósmynd af henni hefur verið
klippt í sundur og sett saman í
nýja þekkjanlega ímynd þrátt fyrir
afbökunina. Þetta er meira en „af-
bökun“ því að Þorvaldur beitir hár-
fínum fagurfræðilegum vinnu-
brögðum við samskeytingu
myndbrotanna og skapar þannig
leikræna spennu.
Verk Þorvaldar fela í sér leik
með staðalmyndir afþreying-
armenningarinnar. Hversu langt er
hægt að ganga í afskræmingu á
slíkum myndum en láta þær jafn-
framt halda merkingu sinni og
skírskotunum? Stærð verkanna
höfðar til fólks á hraðferð upp og
niður Kaupvangsstrætið sem út af
fyrir sig endurspeglar hvernig þær
birtast okkur sem svipmyndir í
dagsins önn.
Þorvaldur hefur löngum fengist
við spennuna milli þess sem sést á
yfirborðinu og þess sem falið er og
í þessum verkum má greina gagn-
rýni sem tengist sjálfsmynd
kvenna. Sýningin vekur vangavelt-
ur um hvað býr á bak við brotið og
vandlega samsett yfirborðið – eða
ríkir þar tómleikinn einn?
Svipmyndir
Anna Jóa
Klippimyndir „Verk Þorvaldar fela í sér leik með
staðalmyndir afþreyingarmenningarinnar.“
20 FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
NÝTT leikrit eftir Bjarna Jónsson,
Óhapp, verður fyrsta verkefni
næsta leikárs í Kassanum í Þjóð-
leikhúsinu. Í Óhappi er fjallað um
mörk hins raunverulega og óraun-
verulega. Verkið gerist um það
leyti er kennaraverkfallið var að
bresta á árið 2004. Hjónin Jóhanna
og Halldór búa með fréttamanni,
sjónvarpskokki, hönnuði og sál-
fræðingi í sjónvarpssal, inni í sjón-
varpinu svo að segja.
„Ég fór að ímynda mér hvernig
það væri, að í stað þess að horfa á
sjónvarpið þá væri sjónvarpið inni
hjá manni. Þannig að þegar maður
vaknaði á morgnana væri einhver
byrjaður að elda og farinn að segja
manni fréttir og annað slíkt,“ segir
Bjarni um kveikjuna að verkinu.
„Síðan byrjaði þessi leikur, að
blanda saman þessum tveimur
heimum, eða tveimur heimilum,
annars vegar heimili sem getur tal-
ist raunverulegt og hins vegar
heimili sem er sviðsmynd í sjón-
varpi. Þær eru margar nákvæm-
lega eins og eldhús eða stofa,“ seg-
ir Bjarni.
Tveir heimar skarast
Bjarni segir tvö „gengi“ í verk-
inu, alls sex persónur, og tvo heima
sem skarist í sífellu. „Ég blanda
saman einhverju sem er sýnd-
arveruleiki og öðru sem er raun-
veruleiki og spyr svo spurninganna,
beggja vegna, hvað sé sýndarveru-
leiki og hvað sé raunveruleiki.
Maður hefur það stundum á tilfinn-
ingunni að raunveruleiki okkar,
sem er geysilega flókinn, fari fram
á öðru plani nú en hann gerði fyrir
einhverjum áratugum, orðinn meira
„virtual“ („sýndar“). Stjórnmála-
skoðanir séu t.d. búnar til á vefsíð-
um eða einhvers staðar mjög fjarri
mannlegum samskiptum,“ segir
Bjarni.
Hann segir Ísland alltaf smáút-
gáfa af öllum hlutum, menn hafi
látið sig dreyma um prufumarkað
fyrir ýmsa hluti og þannig séu Ís-
lendingar að mörgu leyti, m.a. hvað
varðar hugmyndir, stefnur og
strauma.
„Þetta er geggjað en spennandi
þjóðfélag að pæla í, það kemur svo
margt saman sem er í gangi í
heiminum,“ segir Bjarni. Kenn-
araverkfallið 2004 hafi verið önnur
kveikjan að verkinu. „Það var bara
alveg ótrúlega vandræðalegt dæmi.
Það bara þekkist ekki í vestrænu
lýðræðisríki, sem lítur stórt á sig
og telur sig vera á toppnum í sam-
anburði við önnur ríki, að það komi
til þess að skólahald falli niður
vegna kjaradeilna og börn séu bara
send heim. Þá kemur í ljós að þetta
samfélag virkar ekkert, það er eng-
inn til að taka á móti börnunum og
það þarf að redda hlutunum. Við
fórum bara að redda pössun út um
allt en höfðum engar áhyggjur af
því að það væri verkfall!“ segir
Bjarni og hlær.
Vandamálin búin til
Bjarni segist hafa skrifað leikrit í
stað þess að fá útrás á bloggsíðu.
„Miðað við alla þá umræðu sem
fer hér fram um alla hluti og hvað
allir eru meðvitaðir um ástandið þá
gerist oft rosalega lítið. Kannski
tölum við bara allt of mikið.“ Leik-
ritið Óhapp er bæði í gamansömum
og alvarlegum dúr, gagnrýnið á
umræðuna í þjóðfélaginu. „Stund-
um hefur maður á tilfinningunni að
vandamál séu búin til til að leita
lausna á þeim. Það er svo oft verið
að selja hluti, þetta blandast oft
saman þannig að maður veit ekki
hvort fólk hefur áhuga á því að
leysa vandamál annarra eða selja
þeim eitthvað,“ segir Bjarni.
Nýtt íslenskt leikverk, Óhapp, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í september
Á mörkum veruleika
og sýndarveruleika
Hópurinn Þeir sem viðstaddir voru fyrsta samlestur á
verkinu mánudaginn síðastliðinn. Leikararnir Atli
Rafn Sigurðarson, Dóra Jóhannsdóttir, Stefán Hall
Stefánsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Kjartan Guð-
jónsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Hjálmar Hjálm-
arsson og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir ásamt leikstjór-
anum Stefáni Jónssyni, leikmyndahönnuðurinn Börkur
Jónsson og Frank Hall sem sér um gerð hljóðmyndar.
Fyrsti samlestur á Óhappi
Í SAL Íslenskrar grafíkur sýnir nú
norski grafíklistamaðurinn Ellen
Karin Mæhlum verk sem eru af-
rakstur af samstarfi hennar við
PGP-rannsóknamiðstöð Oslóarhá-
skóla sem bauð henni þátttöku í vís-
indaleiðöngrum þar sem kannaðar
voru hliðstæður í lífríki plánetunnar
Mars og á Svalbarða. Þátttöku
hennar má rekja til áhuga miðstöðv-
arinnar á óhefðbundnum rannsókn-
araðferðum og miðlunar á nið-
urstöðum sem jafnframt er
aðgengileg leikmönnum.
Mæhlum vann við hlið jarðfræð-
inga og líffræðinga á Svalbarða þar
sem hún grandskoðaði og skrásetti
náttúruleg fyrirbæri með vísinda-
legum aðferðum – svo sem með að-
stoð stafrænnar smásjármyndavélar
– og vann í myndrænt form af fag-
urfræðitilfinningu og með aðferðum
listamannsins.
Niðurstaðan er safn skemmti-
legra og rytmitískra mynda sem
einnig veita áhugaverðar og gagn-
legar upplýsingar svo sem í stóru
verki (nr. 4) um uppbyggingu gran-
atkristalla sem mynduðust fyrir um
280 milljónum ára. Þetta verk býr
yfir krafti og léttleika í senn í líf-
rænum og geómetrískum leik lína og
forma sem annars væri ekki sýni-
legur berum augum og kemur á
óvart og hleypir ímyndunaraflinu á
flug. Það er ekki síst með tækni
sinni – þurrnálartækni í bland við
hæfilega stýrt skapalónsþrykk –
sem Mæhlum býr til rými fyrir leik-
inn og hið tilviljunarkennda.
Listræn vísindi
MYNDLIST
Salur Félags íslenskrar grafíkur
– Hafnarhúsi (gengið inn hafn-
armegin)
Til 27. maí 2007. Opið fi.-su. kl. 14-18.
Aðgangur ókeypis.
Ellen Karin Mæhlum – Geoprint
Anna Jóa
Morgunblaðið/Ómar
Líf Mæhlum vann við hlið jarðfræðinga og líffræðinga á Svalbarða.
HÖNNUNARSÝNINGIN Magma/
Kvika í Listasafni Reykjavíkur á
Kjarvalsstöðum hefur verið afar
vel sótt. Sýningin var opnuð um
helgina og sóttu hana 5.000
manns.
Að sögn Soffíu Karlsdóttur,
kynningarstjóra Listasafns
Reykjavíkur, er slík aðsókn fá-
heyrð. Biðraðir mynduðust við
Kjarvalsstaði um helgina, slík var
aðsóknin. Ný safnverslun var einn-
ig opnuð og seldust þar upp ýmsir
gripir.
Listasafnið mun einbeita sér að
því að miðla þeirri hönnun sem er
á sýningunni með reglulegri leið-
sögn í sumar, á sunnudögum
klukkan þrjú, en að auki verður
boðið til stefnumóts við hönnuði í
hádeginu alla fimmtudaga í sum-
ar. Þar verða ýmsir hönnuðir sem
verk eiga á sýningunni fengnir til
að segja frá verkum sínum og
ferli í tuttugu mínútur.
Arkitektinn Theresa Himmer
ríður á vaðið í hádeginu í dag og
kynnir verk sín. Himmer starfar
hjá Studio Granda. Kjarvalsstaðir
eru opnir daglega kl. 10-17 og að-
gangur er ókeypis á fimmtudög-
um. Soffía mælir auk þess með
breyttri kaffiteríu safnsins og því
góðgæti sem þar er að finna. Þar
má sjá verk Himmer á sýningunni.
Ljós Hönnun Guðlaugar Friðgeirs-
dóttur á sýningunni Magma/Kvika.
Magma/
Kvika afar
vel sótt