Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 19 MENNING 50 LJÓÐ eftir fimm íslensk ljóð- skáld, allt konur, hafa verið þýdd yfir á hollensku og gefin út á bók sem verður kynnt við setningu há- tíðar í Groningen í Hollandi sem helguð er ís- lenskri menn- ingu. Hátíðin ber nafnið Raddir frá Íslandi og hefst í dag. Bókin ber tit- ilinn Morðsöngvar. Íslensk nútíma- ljóð. Steinunn Sigurðardóttir og Sig- urbjörg Þrastardóttir munu lesa upp ljóð við setningu hátíðarinnar í dag. Hin ljóðskáldin þrjú eru Vigdís Grímsdóttir, Ingibjörg Haralds- dóttir og Gerður Kristný Guðjóns- dóttir. Þýðendur ljóðanna eru Roald van Elswijk og Kim Middel frá út- gáfunni Wilde Aardbeien. Bókin er fimmta safnritið um ís- lenska samtímaljóðlist sem kemur út á hollensku, að sögn Sigurbjarg- ar. „Roald van Elswijk þýddi ljóð eftir mig í fyrra, þegar ég las upp á ljóðahátíð í Rotterdam. Hann hefur verið að vinna við það að þýða ljóð úr færeysku, dönsku og íslensku. Hann er menntaður í norrænum fræðum,“ segir Sigurbjörg. „Hann býr í Groningen og er rosa- lega áhugasamur um norrænar bók- menntir, er að vinna að þýðingu fær- eysks ljóðasafns um þessar mundir. Hann hefur að því er ég best veit aldrei komið til Íslands, hann er eig- inlega fjarmenntaður,“ segir Sigur- björg. Íslandshátíðin stendur yfir í heila viku. Skipuleggjendur hátíðarinnar eru fyrrnefnt forlag, deild norrænna fræða við Háskólann í Groningen, sendiráð Íslands í Lundúnum og Upplýsinga- og þýðingamiðstöð Norðurlanda í Hollandi. Íslensk ljóð lesin Hátíð helguð ís- lenskri menningu Sigurbjörg Þrastardóttir GUÐRÚN Jó- hanna Ólafs- dóttir mezzó- sópransöngkona hlaut síðastlið- inn sunnudag ljóðasöngsverð- laun í Alþjóðlegu söngkeppninni í Zamora-borg á Spáni, Concurso Internacional de Canto Ciudad de Zamora, fyrir flutning sinn á laginu Ave María eft- ir Sigvalda Kaldalóns. Hátt í níutíu söngvarar frá ýmsum þjóðlöndum tóku þátt í keppninni og er þetta því glæsilegur árangur. Guðrún Jóhanna hefur kynnt ís- lenska tónlist með tónleikahaldi á Spáni, hún flutti meðal annars fyrr- nefnt lag Sigvalda Kaldalóns á ein- söngstónleikum í menningarstofn- uninni Fundación Juan March í Madríd. Þeim tónleikum var útvarpað beint af á spænsku útvarpsstöðinni Radio Clásica. Í nóvember síðastliðnum var bein útsending á sömu útvarpsstöð frá tónleikum Guðrúnar og Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara í Madríd. Þar fluttu þau 30 íslensk lög, meðal annars lög eftir Sigvalda Kaldalóns. Guðrún kemur næst fram á Ís- landi í titilhlutverki óperunnar Carmen eftir Bizet með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Guðrún Jóhanna mun einnig syngja á tónlistarhátíðinni Bjartar sumarnætur í Hveragerði í júní og á Kammertónleikum á Kirkjubæjar- klaustri í ágúst. Verðlaunuð á Spáni Guðrún J. Ólafsdóttir MJÖG góð aðsókn hefur verið á sýningu á vegum Listar án landamæra sem nú er í Nor- ræna húsinu. Á sýningunni leiða saman hesta sína fimm- tán listamenn, þeir eru: Guð- rún Bergsdóttir og Gjörn- ingaklúbburinn, Þórunn I. Gísladóttir, Rut Ottósdóttir og Soffía Þorkelsdóttir, Tolli og Gígja Thoroddsen, Gauti Ás- geirsson og Finnbogi Péturs- son, Halldór Dungal og Hulda Hákon, Pétur Thomsen og Trausti R. Traustason, Davíð Ö. Halldórsson og Sigrún H. Hrafnsdóttir. Sýningin er opin kl. 12-17, nema mánud., og er til 3. júní. Myndlist List án landamæra í Norræna húsinu Verk eftir Gauta Ásgeirsson. NORSKA húsið í Stykkishólmi hefur sumarstarfsemi sína í dag, fimmtudaginn 24. maí, kl. 17.30 með því að Per Landrø og Vilde Høvik Røberg frá norska sendiráðinu opna sýn- inguna „Af norskum rótum“ í húsinu. Á sýningunni má sjá bygg- ingasögu norsku sveitaseturs- húsanna, sögu norsku kata- lógshúsanna og sveitaseturshúsa á Íslandi og norsk áhrif á ís- lenska byggingasögu. Sýningin er opin daglega kl. 11-17 og stendur til 22. júlí. Opnun Áhrif á íslenska byggingasögu Norska húsið Stykkishólmi. Í KVÖLD, 24. maí, mun Há- skólakórinn undir stjórn Há- konar Leifssonar flytja verkið „Requiem“ eftir Maurice Duruflé. Kórinn nýtur dyggrar að- stoðar Steingríms Þórhalls- sonar sem leikur á orgel auk þess sem Hrólfur Sæmundsson barítón og Ásgerður Júníus- dóttir messósópran syngja ein- söng. Einnig flytur kórinn ýmis smærri verk í léttum dúr. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í Neskirkju við Hagatorg. Miðaverð er 1.000 kr. og eru miðar seldir við inngang. Tónleikar Háskólakórinn flytur Requiem Tónleikar í Neskirkju. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is ÞRJÁR menningarstofnanir, Þjóð- leikhúsið, Íslenski dansflokkurinn og Listasafn Íslands, eru mjög neð- arlega á lista sem byggður er á könnun meðal félagsmanna SFR á starfsskilyrðum þeirra og líðan á vinnustað. Af 99 stofnunum á listan- um er Þjóðleikhúsið í 91. sæti, ÍD í 92. sæti og Listasafn Íslands í 94. sætinu. Í könnuninni var spurt um átta atriði; trúverðugleika stjórn- enda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í vinnu, sjálfstæði í starfi, álag og kröfur, stolt af stofn- un og loks starfsanda. Að sögn Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra koma þessar nið- urstöður ekki á óvart hvað Þjóðleik- húsið varðar. „Að minnsta kosti ekki miðað við aðstæður sem hafa verið mjög erfiðar fyrir starfsfólk í vetur. Það hefur verið mikill viðvarandi há- vaði, mikið ryk og stöðugar óvæntar uppákomur vegna þessara fram- kvæmda. Ég held að það sé nú meginskýringin,“ segir Tinna. Ákveðið sóknarfæri Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar er starfsfólk Þjóðleik- hússins afar ósatt við launakjör sín, en sá liður fékk 10 af 100 mögu- legum í könnuninni. Tinna segir þetta ekki koma á óvart. „Enda er þetta ríkisstofnun og við erum í því launaumhverfi, við fáum fjárveit- ingar í samræmi við það,“ segir hún. Þá vekur athygli að trúverðug- leiki stjórnenda fær aðeins 14 af 100 mögulegum stigum. „Ég lít ekki svo á að það sé endilega yfirstjórnin. Það eru líka stjórnendur á deildum, það eru millistjórnendur og fleira,“ segir Tinna og bætir við að unnið sé markvisst í því einmitt þessa dagana að endurskipuleggja hið innra starf í húsinu og skýra ábyrgðarsvið stjórnenda, þetta sé unnið í góðri sátt við starfsmenn, en vitanlega komi það af stað róti og skapi ákveð- ið óvissuástand meðan á því stend- ur. Skelfileg aðstaða Tinna segir aðstöðuna í Þjóðleik- húsinu um þessar mundir vera skelfilega og það skýri hugsanlega að hluta hina slæmu útkomu í könn- uninni. „Það stendur til bóta að því marki sem við höfum tækifæri til. Nú er verið að gera við húsið að utanverðu, það er búið að taka áhorfendarýmið fyrir, en aðstaða sem snýr að starfsfólki og vinnuað- stöðu á deildum er ennþá skelfileg. Brýnasta verkefnið er að tekið sé á því og það er eina leiðin til að bæta starfsaðstöðuna hérna,“ segir Tinna, og bætir við að húsakynnin sjálf geri starfsfólki erfitt fyrir þegar kemur að því að skipta um leikmynd milli verka. „Aðstöðuleysi baksviðs kallar á stöðugar tilfæringar og ómælda aukavinnu starfsfólks. Það þarf t.d. að hluta allt niður í smáeiningar og koma því inn í ranghala og geymslur milli sýninga, sumt þarf að keyra milli bæjarhluta. Þetta er ekki eins og í nútímaleikhúsi á borð við Borgarleikhúsið þar sem hægt er að keyra leikmyndina inn á hliðarsvið, við höfum ekkert hliðarsvið.“ Aðspurð segir Tinna að þrátt fyrir niðurstöðu könnunarinnar ríki bjartsýni innan Þjóðleikhússins. „Ég held að það sé alveg ágætis bjartsýni, við horfum allavega til þess að ytra byrði hússins verður glæsilegt í haust. Ég hef lagt metn- að í að halda úti metnaðarfullu starfi þrátt fyrir þessar aðstæður. Það hefur náttúrlega komið niður á starfsfólki að einhverju marki og kannski má segja að við hefðum átt að draga meira úr starfinu, en við viljum halda úti eins mikilli þjónustu við almenning og við mögulega get- um.“ Hvorki náðist í forsvarsmenn ÍD né Listasafns Íslands. Stofnanir fá falleinkunn Þjóðleikhúsið, ÍD og Listasafn Íslands koma illa út úr starfsmannakönnun SFR Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Óánægja Starfsfólk Þjóðleikhússins gaf launakjörum, vinnuskilyrðum og álagi og kröfum falleinkunn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Í HNOTSKURN » Könnunin var í átta liðum ogfengu stofnanirnar einkunn á bilinu 0 til 100 fyrir hvern lið. » Hjá Þjóðleikhúsinu fékk trú-verðugleiki stjórnenda 14, launakjör 10, vinnuskilyrði 2, sveigjanleiki í vinnu 55, sjálf- stæði í starfi 19, álag og kröfur 6, stolt af stofnun 42 og starfsandi 11. » Hjá Íslenska dansflokknumfékk trúverðugleiki stjórn- enda 20, launakjör 2, vinnuskil- yrði 52, sveigjanleiki í vinnu 2, sjálfstæði í starfi 15, álag og kröfur 2, stolt af stofnun 44 og starfsandi 46. » Hjá Listasafni Íslands fékktrúverðugleiki stjórnenda 18, launakjör 28, vinnuskilyrði 4, sveigjanleiki í vinnu 3, sjálfstæði í starfi 3, álag og kröfur 14, stolt af stofnun 73 og starfsandi 5. » Skattrannsóknarstjóri ríkis-ins kom best út úr könnun- inni, en þar voru einkunnirnar á bilinu 93 til 100. Sjá má allar niðurstöður könnunarinnar á www.sfr.is. PRENTSMIÐJAN Oddi veitti gær verðlaun fyrir bestu íslensku bók- arkápur ársins 2006. Niðurstaða dómnefndar varð sú að kápa bókar Braga Ólafssonar, Sendiherrann, bæri af öðrum en hana hönnuðu Sigrún Pálsdóttir og Bjarney R. Hinriksdóttir. Í öðru sæti varð kápa bókar- innar Halldór Laxness – Kvæða- kver, sem Ragnar helgi Ólafsson hannaði. Í því þriðja lenti bók Andra Snæs Magnasonar, Draumalandið – Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. Í umsögn dómnefndar segir að óvenju skemmtilegt uppbrot sé á kápu Sendiherrans. Hún „komist upp með að brjóta hefð með því að setja bakkáputexta framan á sem eins konar myndskreytingu og nota sígilt letur“. Þá sé teikningin á henni frjálsleg sem og tákn sem kallist á við titil bókarinnar sem sé í mjög óljósum tengslum við text- ann en virki samt. Kápan dragi að sér athygli og skili bókinni til þeirra sem áhuga hafi á innihaldi hennar. Einstök næmi sé fyrir efni og prenttæknimöguleikum. Tilkynnt var um verðlaunin við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í gær. Auk hönnuða fá útgefendur bókanna verðlaun. Dómnefnd var skipuð þeim Erni Smára Gíslasyni frá Félagi íslenskra teiknara, Hall- dóri Guðmundssyni rithöfundi og Ragnheiði Sigurðardóttur frá Sam- bandi íslenskra auglýsingastofa. Auk fyrrgreindra verðlauna voru veittar tvær viðurkenningar fyrir athyglisverða bókargerð. Þær voru veittar fyrir bækurnar Rice- boy Sleeps, sem Jón Birgisson og Alex Somers Þór hönnuðu kápu á og Svavar Pétur & 20. öldin sem Una Lorenzen hannaði á bókar- kápu. Bókarkápa Sendiherrans valin sú besta Morgunblaðið/Kristinn Best Bjarney R. Hinriksdóttir, sem hannaði kápuna ásamt Sigrúnu Páls- dóttur, er hér með Ragnheiði Sigurðardóttur, formanni dómnefndar. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.